Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
16.5.2007 | 03:17
Blogg áfram.
Áfram verður bloggað á þessari síðu eins og áður.
Er fólk þá ánægt?segið nú ykkar skoðun hérna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.5.2007 | 00:26
Pæling.
Er að spá í að hætta þessu bloggi hérna,velti því oft fyrir mér hvort einhver nenni að lesa þetta heimska blogg mitt,er nokkuð varið í þetta?held ekki,hef ekki tekist að gera þessa síðu eins vel úr garði og ég vildi,er að glíma við tímaskort sökum ýmissa mála sem tengjast sambandsslitunum við konuna,tónlistina ofl.
Hvað finnst ykkur lesendur góðir?á ég ekki bara að hætta þessu rugli og snúa mér að öðru?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.5.2007 | 15:13
Kosningar.
Jæja þá er þessum mest spennandi kosningum lokið og er ljóst að stjórnin hélt velli með minsta mun,kosningarnóttin var æsispennandi og komu lokatölur úr norðvestur kjördæmi ekki fyrr en upp hálf 9 en seinkun varð víst á kjörgögnum frá vestfjörðum.
Eins og ég sagði hélt ríkisstjórnin velli en mun hú sitja áfram?siðferðilega getur hún það en ekkert víst að hún sitji með svo tæpan meirihluta og ef það gerist að stjórnin fari að þá eru nokkrir möguleikar í stöðunni,vinstri stjórn er einn möguleikinn en hann er einna langsóttastur,persónulega vona ég að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin myndi næstu stjórn,en úrslitin sýna að Framsóknarflokkurinn geldur afhroð og formaður flokksins komst ekki einu sinni á þing og að fólk vill breytingar.
Nú tekur við stjórnarmyndun og gæti það tekið fljótt af en undirrituðum hugnast best XD ogXS en það kemur allt í ljós.
Vil að endingu hvetja fólk til að commenta meira og taka þátt í skoðanakönnuninni,en nóg komið í bili,meira síðar,eigið góðan dag og erið allt sem ég myndi gera.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.5.2007 | 19:51
Kosningardagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 16:45
Kosningar.
Þá er bara 1 dagur í kosningar og er ljóst að þær eru þær tvísýnustu frá upphafi.
6 framboð bjóða fram hverju öðru ólíkara með sínar áherslur á pólitíkina,ég ætla að fara nokkrum orðum um hvert framboð fyrir sig í örfáum orðum en flokkarnir sem bjóða fram eru Framsóknarflokkurinn,Sjálfstæðisflokkurinn,Samfylkingin,Vinstri grænir,Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin.
Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn frá ´95 eða í 12 ár og hafa þeir klúðrað flestu sem hægt er að klúðra,nægir þar að nefna heilbrigðismálin en þar hafa biðlistar eftir sjúkrarýmum fyrir alraða aukist auk þess sem komugjöld á slysadeild hafa stórhækkað,einnig má telja virkjanaæði flokksins sem ríður ekki við einteyming svo ekki sé nú minnst á nýjasta skandalinn með Jónínu Bjartmarz og ríkisborgararéttur tengdadóttur hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn frá ´91 eða í 16 ár og þar hefur líka átt sér stað klúður sérstaklega í samgöngumálum en það þarf að bæta vegakerfið inn og út úr borginni svo ekki sé nú talað um í Reykjavík,einnig hefur kvótakerfið fest sig í sessi í tíð flokksins því miður,einnig hafa láglaunahópar eins og aldraðir og öryrkjar tapað tekjum vegna skattastefnu flokksins.
Samfylkingin virðist eiga erfitt uppdráttar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem formann og hefur flokkurinn ekki náð því flugi sem stefnt var að,margt gott kemur frá Samfylkingunni eins og t.d umræðan um aðild íslands að Evrópusambandinu og ekki væri úr vegi að þeir kæmust að í næstu stjórn til að ganga úr skugga um að loforðin skuli efnd,þeir tala mikið um misskiptingu fjármagns og er það hárrétt hjá þeim.
Vinstri grænir er flokkur sem virðist vera á móti öllu en þeir hafa líkt og Samfylkingin bent mikið ranglæti á skiptingu tekna og hafa gagnrýnt stjórnarflokkana um aðgerðarleysi,verði úrslit kosningana þeim í hag hafa þeir tækifæri til að bæta úr því.
Frjálslyndi flokkurinn virðist vera 2 flokka flokkur þar sem kvótakerfið og aflagning þess er aðalmálið og er ég sammála flokknum í því að þetta kvótakerfi er handónýtt og ætti að henda því burt sem fyrst,hitt málið er innflytjendamálið en þar hefur mér flokkurinn hjafa farið offari og hefur mér þótt málfluttningurinn rasismalegur á köflum,en þó skal áréttað að ég er sammála því að kanna beri feril innflytjenda áður en þeir koma hingað til lands ef takmarka á innflytjendur þá þarf það að gerast á einhvern viturlegan hátt,en þetta mál er komið í umræðuna og er það vel.
Íslandshreyfingin er nýtt framboð og geldur kanski fyrir það að hafa komið of seint fram en þar eru náttúruverndarsjónarmiðin allsráðandi enda vill flokkurinn stöðva allt virkjanabrölt auk þess sem þeir hafa tillögur um hvernig að breyta hér ýmsu.
Eftir þessa upptalningu er málið ljóst fyrir mér,þessi ríkisstjórn er á villigötum og þörf á breytingum.
Í tíð hennar hafa þeir ríku orðið ríkari á kostnað þeirra fátæku,elli og örorkulífeyrisþegar eiga varla til hnífs og skeiðar og ljóst að góðærið hefur ekki komið til þeirra,ég gæti haldið áfram að segja frá neikvæðum verkum þessarar stjórnar en læt það vera í bili þið vitið allt um það.
Á morgunn er tækifæri til að breyta og gefa stjórnarflokkunum langþráð frí og hleypa öðrum að kjötkötlunum auk þess er það mín skoðun að enginn flokkur eða afl hefur gott af of langri stjórnarsetu.
Að lokum þetta:Á morgunn ert þú einn í kjörklefanum með kjörseðil kjósandi góður og enginn sem andar ofan í hálsmálið á þér þar getur þú haft áhrif með að kjósa EKKI stjórnarflokkana við skulum sameinast um það á morgunn að fella þessa ríkisstjórn misskiptingar og gefa öðrum tækifæri.
En nóg í bili,meira síðarKV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.5.2007 | 22:18
Þannig fór það.
Þannig fór um sjóferð þá,íslenska lagið komst ekki upp úr forkeppninni sem 31,2% þáttakenda spáðu í skoðanakönnuninni hér á síðunni.
Mörg góð lög voru í boði og önnur lakari eins og gengur en ljóst er að A.Evrópuþjóðirnar í keppninni fíluðu ekki okkar framlag en mörg þeirra laga frá A.Evrópu voru reyndar þrælgóð en ég er ekki að fatta þetta tyrkneska lag en það er bara mitt skilningsleysi.
Eiríkur Haukson stóð sig vel eins og ég sagði í kvöld,og þegar farið var yfir lögin sem keppa á laugardaginn og komust beint í úrslit að þá fannst mér sænska og írska lagið best.
Hvað með Eurovision á næsta ári?
Mitt mat er það að það koma aðeins 2 kostir til greina,annað hvort að hætta alveg þátttöku í þessum skrípaleik eða hreinlega fara í menningu okkar,þ.e.a.s. að fara í gömlu góðu lopapeysurnar og gömlu torfbæina,fá menn og konur með orf og ljá og svo á að finna einhvern góðan til að fara með húslestur eða rímnarkveðskap því greinilegt er á öllu að framlög okkar hafa ekki hljómgrunn meða annara evrópubúa,
En Eiríkur stóð sig frábærlega og ekki við hann að sakast,hér á eftir kemur ný skoðanakönnun og hvet ég ykkur til að taka þátt í henni um leið og ég þakka fyrir þáttökuna í síðustu könnun.
En nóg komið í bili,meira síðar.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt 11.5.2007 kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.5.2007 | 19:50
Flottur Eiríkur.
Núna rétt í þessu var Eiríkur haukson að syngja framlag okkar íslendinga í Eurovision í Helsinki og stóð hann sig frábærlega eins og hans er von og vísa og nú bara vonum við að Evrópa fíli þetta lag og við komumst í úrslitin á laugardaginn,kem með fréttir af því eftir um 2 klst.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2007 | 10:26
Frídagur.
Dagurinn í gær byrjaði á því að fara á stjórnarfund í List án landamæra,þaðan lá leiðin í Fjölmennt þar sem við Ari æfðum nokkur lög fyrir kvöldið,eftir það fór ég heim í smástund og tók svo strætó niður á Kaffi Hressó en þar var haldið Menningarkvöld Átaks,þar var kynntur nýr bæklingur,ljóð voru lesin og svo spiluðum við Ari nokkur lög við góðar undirtektir og hafi ég verið búinn á því í gær að þá er ég ógangfær í dagað mestu leyti og í beinu framhaldi af því þá ætla ég að sofa eins mikið og ég get og safna á tankinn,fer kanski í Mjóddina og borga reikning frá Fjölmennt svo ég komist þar inn næsta vetur.
Í kvöld er það svo Eurovision og vona ég að Eiríkur Haukson komist í úrslit og í framhaldi af því vil ég hvetja ykkur sem ekki hafa kosið í skoðanakönnuninni að gera það því henni verður breytt eftir kvöldið í kvöld.
Ekki verður þetta meira að sinni en eigið góðan dag og gerið allt sem ég myndi gera,meira síðar.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2007 | 10:15
Búinn á því.
Dagurinn í gær var annasamur svo ekki sé nú meira sagt,en í gærkvöldi voru rokktónleikar á Domo og þar spiluðu hljómsveitirnar Plútó og Hraðakstur bannaður auk þess sem Dúó Aileenar og Ágústu og Linda Rós Pálmadóttir tróðu upp með sitt lagið hvort og gengu þeir vægast sagt frábærlega en undirbúningur fyrir þá var líka mikill og lenti nánast allt á mínum herðum og kvarta ég ekki undan því.
Ljóst var líka á öllu að báðum böndum hefur farið mikið fram og var gaman að hlusta á Plútóstelpurnar sem verða bara betri ef eitthvað er,okkur í Hraðakstrinum gekk líka vel og verður þetta rokkband sífellt þéttara og betra og er það vel.
Fyrst var það útvarpsviðtal hjá Guðna Má í Popplandi á Rás 2 og gekk það svona líka vel,svo lá leiðin á BK til að fóðra sig og ná upp smá slökun,um 5 leytið hringdi Soffía(kona Stjána stuð)og boðaði forföll fyrir hann svo að kynningin lenti líka á mér en ég lét Ágústu kynna mína hljómsveit þannig að því var reddað,ljóst er að það er bjart framundan í söngvalist fatlaðra sem og oðrum listformum.
Þegar ég kom heim í gærkvöldi var ég gjörsamlega búin á því og þegar þetta er skrifað er ég enn ekki nema með 1/4 úr tank en það kemur.
Ekki meira að sinni,meira síðar,eigið góðan dag elskurnar og gerið allt sem ég myndi gera.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.5.2007 | 12:01
Rokktónleikar ofl.
Í kvöld eru Rokktónleikar á Domo Þingholtsstræti 5,en þar munu hljómsveitirnar Plútó og Hraðakstur bannaður spila en einnig munu koma þarna fram Dúó Aileenar og Ágústu og er ég að fara í útvarpsviðtal í Popplandi á Rás 2 kl hálf 3,en þessir tónleikar eru á vegum Listar án landamæra en eins og þeir sem skoðið þessa síðu vita þá stendur listahátíð Listar án landamæra sem hæst.
Undirbúningur fyrir svona tónleika er mikill og svo er andlega hliðin stór þáttur og gott að undirbúa sig vel,hef ég það fyrir reglu að fara á BK að borða og afstressa mig þannig,ljóst er að það verður mikið stuð í kvöld enda kynnirinn enginn annar en stuðboltinn sjálfur,Stjáni Stuð sem kynnir þessa tónleika og verður fólk ekki svikið af honum.
Ég hvet fólk eindregið til að mæta og kynna sér hvað er að gerast í tónlist beggja hljómsveita.
En nóg komið í bili,eigið góðann dag elskurnar og gerið allt sem ég myndi gera.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 205420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady