Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Helgin.

Helgin fór í það að jafna sig eftir sambandsslitin og vortónleika skólans sem gengu mjög vel fyrir sig.
Næstu 3 dagar verða annasamir en annaðkvöld spila hljómsveitir skólans Hraðakstur Bannaður og Plútó ásamt Dúó Aileenar og Ágústu á Domo í Þingholtsstræti(Domo er sagður heitasti skemmtistaðurinn í dag) og verður aukaæfing fyrir þessa rokktónleika í kvöld,en þessir tónleikar eru á vegum Listar án landamæra 0g standa frá 20(8)-22(10) hvet ég sem flesta að mæta og sérstaklega bloggvini,ég lofa fantafjöri þann tíma sem við erum á sviðinu.

Síðan á miðvikudagskvöldið er svo Menningarkvöld Átaks sem einnig er í tengslum við List án landamæra á Hressó kl 20(8)-22(10),þar mun Ína Valsdóttir kynna nýjan bækling Átaks og svo verða skemmtiatriði af ýmsum toga.

Á þessu sést að nóg er að gera hjá kallinum og bara gaman að því að geta hjálpað til,það gefur manni mikið.
Ég vil að endingu hvetja ykkur sem bloggið mitt lesið að commenta á færslur,það hjálpar mér að sjá hverjir lesa þetta,einnig hvet ég ykkur að taka þátt í skoðanakönnum en skoðanakönnunin þessa stundina er áhugaverð í meira lagi.
En nóg komið í bili,eigið góðan dag og gerið allt sem ég myndi gera elskurnar mínar,meira síðar.
                                    KV:Korntop


Leiðindi.

Í gær gerðust þau leiðinlegu tíðindi að við Dagbjört hættum saman eftir 7 ára samband(þar af trúlofuð í 5 ár)Frown en þegar málið er skoðað þá þarf þetta ekki að koma á óvart.
Ég hef verið að hugsa um að slíta þessu s.l 2 mánuði vegna veikinda og vandamála hennar sem skulu hér rakin að einhverju leyti.

Síðustu 2 ár hefur Dagbjört lent í ýmsu,í fyrra þá hætti hún við að fara með okkur erlendis og lét okkur ekki vita af því fyrr en 3 dögum áður en við fórum,tók hana langann tíma að ná sér eftir þennann langa andlega rússíbana,síðan núna í febrúar þá hætti hún í vinnunni án þess að láta mömmu sína vita(Mamma hennar vissi þetta ekki fyrr en forstjórinn hringdi í hanaShocking)og svo er hún að ganga í gegnum lyfjabreytingar sem skila víst afar takmörkuðum árangri enn sem komið er.

Eins og ég sagði áðan þá hef ég verið að hugsa þetta í 2 mánuði þannig að þessi slit koma í sjálfu sér ekki á óvart en aðdragandi slitanna hefði mátt vera annar,t.d frétti ég það frá þriðja aðila að Dagbjört hefði verið hringlaus síðan á mánudaginn var og svo spyr hún mig í gær hvort við getum ekki bara verið vinirShocking,ef hún hefði talað við mig fyrr og að þetta hefði t.d verið sameiginleg ákvörðun eða einhverjar skýringar gefnar þá væri þetta ekki svona sárt en það þýðir ekkert að væla þetta neitt því lífið heldur áfram.
Það er alltaf sárt þegar sambandslit verða,það er klárt mál og það verður að vinna rétt úr því en það eru fleiri fiskar í sjónum svo að það verður haldið í veiðitúr bráðlegaCool.


Sem betur fer er nóg að gera hjá mér bæði List án landamæra,hljómsveitin mín og stjórnarseta í handboltadeild ÍR,einnig á ég góða vini sem geta hjálpað mér að komast yfir þetta.

Ég vona sannarlega að Dagbjört komist yfir þessi vandamál sín og geti lifað góðu lífi.

En nóg af leiðindum í bili,ég verð jákvæðari næst.
                           KV:Korntop


Mikið að gera.

Sæl öll.

Ekki hefur verið bloggað í tæpa viku vegna anna við eitt og annað en ætla að bæta aðeins úr því nú.

Á laugardaginn var stóðum við í List án landamæra fyrir gjörningnum"Tökum höndum saman"í kringum tjörnina en meiningin var að mynda 1000 manna hring og labba 1 hring en það komu "aðeins"300 manns,þetta sýnir okkur samt það svo ekki verður um villst að svona hugmyndir geta alveg gengið upp enda fór ekkert úrskeiðis við undirbúning.
Eftir gjörningin var haldið á "geðveikt"kaffihús í Hinu húsinu og fengið sér kaffi og með því góður laugardagur það.

Á Mánudagskvöldið var leiklistarkvöld í Borgarleikhúsinu og gekk það mjög vel,kjaftfullt og góð sýningaratriði,var ég settur í dyravörslu og látinn telja inn,það var skemmtilegt starf.
í gær var haldið á Hótel Borg að hitta Sæþór og Ísak og þaðan á kosningarskrifstofu Íslandshreyfingarinnar,það vakti athygli mína að kosningaskrifstofa flokksins í Kirkjukvoli er fyrir allt höfuðborgarsvæðið sem sýnir að peningar eru ekki allt,um kvöldið var stjórnarfundur hjá handboltadeild ÍR og svo sá ég Liverpool slá Chelsea út í vítaspyrnukeppni og leiddist það ekki.

Í kvöld er ljóðakvöld á Kaffi Hressó og þar ætla ég að troða upp með einhver ljóð og skemmta mér.

En nú er nóg komið í bili heyrumst fljótlega aftur
                                    KV:Korntop


« Fyrri síða

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 205224

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

227 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband