Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Bandarikin,her er eg.

Komid sael oll.

Er kominn hingad ut og var 12 tima a leidinni,fyrst flug i 6 tima og svo adrir 6 timar i keyrslu fra Baltimoe-Vestur Virginiu og svaf i 13 tima svo threyttur var eg.

Takk fyrir godar oskir mer til handa og sendi somu oskir til baka.

Laet heyra fra mer fljotlega,farid vel med ykkur elskurnar.

                                   KV:Korntop

P.S.Her er kalt.

 


Bandaríkin,here I come.

Jæja bloggvinir og lesendur góðir,þá eru ekki nema 7 tímar í brottför til bandaríkjanna en flugvélin með mig innanborðs fer í loftið kl 16´55 og er lening í Baltimore kl 23´15(18´15 að þeirra tíma) og er ekki laust við að töluverður spenningur sé í gangi(Mér líður eins og litlum krakka að bíða eftir jólunum)og verður mikið gert sér til skemmtunnar í þessari mánaðarlöngu ferð,t.d verður farið á leik í NBA í körfubolta(Washington Wizzards-Phoenix Suns),farið í messu í baptistakirkju,verslað og margt fleira.

Ég mun blogga meðan ég er úti eins mikið og við verður komið en dagskráin er þétt ogskemmtileg en einnig hlakka ég til að sjá hvernig undirbúningur jólanna fer fram en þeir halda bara uppá 25 des svo að upplifunin verður skrýtin en þroskandi,en ég fer út ekki bara til að hitta pabba heldur einnig til að þroska mig og upplifa önnur jól en ég hef gert í 41 ár auk þess sem ég fá snjó á jólunum en ekki hefur verið mikið um hann hér hjá okkur undanfarin 5 ár,eilíf rigning alltaf.

Ég óska bloggvinum mínum og lesendum öllum góðs undirbúnings jólanna og skemmtilegs desembermánaðar með öllu því sem honum fylgir,einnig óska ég öllum gleðilegra jóla.

Ég kem svo aftur 28 desember og sýni ykkur fljótlega eftir það myndirnar sem teknar verða í ferðinni.

En hafið það gott ekskurnar og farið vel með ykkur.

                  KV:Korntop


Fjöryrkjar hittu Félagsmálaráðherra.

Í morgunn hittust Fjöryrkjar á Kaffi parís í létt spjall og um kl hálf 12 hittum við hæstvirtan Félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og afhentum henni undirskriftarlistann sem gekk á bloggsíðu Ásdísar og 4300 manns skrifuðu undir en ljóst er að gera þarf mikinn skurk í málum örorku og ellilífeyrisþega.

Mætt voru:Ásdís,Heiða,Ingunn,Arna,Linda,Ragnhildur og undirritaður í góðum gír,og mæli ég eindreigið með því að við hittumst oftar og gerum eitthvað skemmtilegt.

Einnig finnst mér spurning hvort Baráttusamtökin Fjöryrkjar verði ekki endanlega stofnuð og stofnfundur ákveðinn fljótlega og litist mér á annaðhvort Ásdísi eða Heiðu sem formanmn samtakanna en ég myndi eigna mér hugmyndina að formlegri stofnun félagsins,ljóst er að fleiri eru í sömu sporum og við og því ekki vanþörf á að við látum í oss heyra,hvernig líst ykkur annars á þessa hugmynd stelpur?

En vonandi hitti ég þessar Fjöryrkjaskvísur sem oftast,getum skiptst á um að hittast og spjallað um eitt og annað,alla vega langar mig að kynnast þeim stöllum sem voru þarna í morgunn betur.

Nú er boltinn farinn að rúlla og látum hann ekki stöðvast strax,baráttan fyrir auknu réttlæti okkur til handa er hafin fyrir alvöru.

              KV:Magnús Korntop Fjöryrki.


Fjöryrkjar hitta félagsmálaráðherra hæstvirtan .

Í fyrramálið kl 11´30 í Hafnarhúsinu 4 hæð, fjöryrkjar ætla að hittast á Kaffi París kl 10 og þramma síðan til fundar við Jóhönnu.

Vonast til að sjá mikið af blaða og fréttamönnum á þessum viðburði en sjáumst semsagt í fyrramálið fjöryrkjar góðir og stöndum saman í eitt skipti fyrir öll.

                         KV:Korntop Fjöryrki.


Blessun.

Þar sem ég hef verið góður og spakur á bloggsíðunni undanfarið hefur verið ákveðið að ég skuli vera blessaður um eilífð og megi hönd hins alvalda guðs vaka yfir mér og bloggsíðu minni um aldir alda,mér þykir vænt um ykkur hjörðin mín.

                       KV:Korntop hinn blessaði.


Toppdagur.

Dagurinn í dag var fínn,fór fyrst á BK að hitta Dagbjörtu(Mína fyrrverandi)en hún vildi kveðja mig áður en  ég yfigef landið n.k fimmtudag,fengum okkur mat og ræddum málin,hún gaf mér 5000 krónur í jólagjöf og ég kaupi handa henni buxur eða eitthvað fatakins úti handa henni í jólagjöf.

Eftir að við kvöddumst á Hlemmi fór ég í Fjölmennt á jólatónfund skólans og söng eitt lag(Einmanna á jólanótt) og var þetta virkilega skemmtilegur tónfundur.

Síðan fór ég með Ingu Hönnu og Hillý heim til Hillýjar þar sem við héldum áfram að syngja frameftir kvöldi og kjafta saman og eitt og annað(aðallega annað),kom svo heim og hef bara verið að chilla í tölvunni síðan.

Las hörkupistil hjá bloggvini mínjum Valgeiri um um að opna lokaða deild fyrir offitusjúklinga sem væru yfir 45 BMI stig og er ég klárlega í þeim hópi með á milli 50-60 stig og styð ég hann heils hugar í þessu mál,hörkugrein hjá stráknum.

Ámorgunn er það sund í Laugardalslaug,skila Hillý diskunum sem ég brenndi fyrir hana,hljómsveitaræfing og svo Meistaradeildin annaðkvöld.

Það kemur einn sprengjupistill áður en ég fer og þá líka helli ég úr skálum reiði minnar en þar til næst farið vel með ykkur og hafið það gott.

                         KV:Korntop


Heppnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Já svona lítur riðill okkar íslendinga út fyrir undankeppni HM í S.Afríku 2010,ljóst er að þetta verður gríðarlega erfiður riðill en um leið skemmtilegur sem gefur möguleika á að skreppa erlendis og horfa á leik og þá sérstaklega til Skotlands og Noregs en einnig væri gaman að skreppa til Hollands. en ljóst er að ég stefni á að fara til Skotlands og Noregs.

Nú er bara að vona að landsliðið standi sig betur en í seinustu 2 undankeppnum og eigum við að eiga möguleika gegn Noregi,Skotlandi og Makedóníu en nú er bara að fá að vita leikdaga og skipuleggja ferðalög með tilliti til þess.

Í drættinum í dag kom einnig í ljós að Króatía og England lentu aftur saman í riðli og fá enskir því gullið tækifæri til að hefna sín en króatar slógu englendinga út úr evrópukeppninni í vikunbni sem leið.

Meira síðar-KV:Korntop


MÓTMÆLI.

ÉG MÓTMÆLI ÖFGASINNUÐUM OGÖFGAFULLUM VITLEYSINGUM ÞEGAR KEMUR AÐ TRÚARBRÖGÐUM OG ÞÁ SKIPTIR ENGU MÁLI HVAÐA TRÚARBRÖGÐ ÞAÐ ERU.

                  KV:Korntop.


Leiðindi.is

nullÍ kvöld léku í Austurbergi ÍR og Þróttur í 1 deild íslandsmótsins í alveg skelfilega leiðinlegum leik og er þá vægt til orða tekið.

Leikurinn virtist ætla að verða einstefna í ÍR komst í 6-0 en þá fór kæruleysi að gera vart við sig í liði ÍR og gestirnir komust inn í leikinn og minkuðu muninn í 13-9 en seinni hluti fyrri hálfleiks einkenndist af aulalegum tæknifeilum og var staðan í leikhléi 15-11 ÍR í vil.

Í byrjun seinni hálfleiks var allt annað að sjá til ÍR liðsins og áður en menn vissu þá var staðan orðin 23-12 og úrslitin í raun ráðin en þá kom kæruleysið aftur í heimsókn og glutruðu heimamenn mörgum dauðafærum en gestirmnir höfðu ekki getu til að laga stöðuna og voru seinustu 13 mínúturnar hrein leiðindi eins og hann var nær allann leikinn og urðu lokatölur 30-17.

Ljóst er að ÍR liðið verður ekki dæmt af þessum leik til þess var andstæðingurinn of veikur og getumunurinn eftir því en liðið verður að spila mun betur ef það ætlar að vera áfram í toppbaráttunni því feilarnir í sóknarleiknum voru miklir og nægur tími til að bæta úr því.

Hjá Þrótti var fátt um fína drætti og mjög einhæfur sóknarleikur sem var auðveldur lestrar hjá varnarmönnum ÍR en þeir geta þó strítt hvaða liði sem er ef eir fá tækifæri til þess.

Mörk ÍR:Bjartur 8,Davíð 6,Brynjar 4,Ólafur Sigurgeirson 3,Hjörleifur 3,Máni 2,Sigurjón 2,Ísleifur 1,Janos 1.
Lárus Ólafson stóð í marki ÍR allann tímann og varði 13 skot.

                               KV:Korntop


Ekki gott mál.

Hef ekkert að segja,er frekar þreyttur og úttaugaður og bara þungt yfir mér,megi GUÐ blessa mig og koma mér út úr þessu myrkriFrekar dapurlegt en mér líður bara ekki vel en veit ekki af hverju það stafar en er bara einhvernveginn ekki í standi til að nenna nokkrum hlut,fékk m.a.s.þá flugu í hausinn að loka síðunni en það vil ég ekki gera því ánægjan við að blogga og skoða aðrar bloggsíður er mikil en ég kem til baka,það er klárt.

GUÐ blessi mig um aldur og ævi.

                     KV:Korntop


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

245 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband