Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Happy new year:

Síðan óskar lesendum sínum svo og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á liðnu ári.

Ég lofa frekari rökræðum og viturlegum og beittum pistlum auk heimskulegra inleggja þess á milli.

MUNIÐ AÐ KJÓSA Í KÖNNUNINNI.


Landsbjörg.

Ég vil mælast til þess að almenninnir áhugamenn um flugelda kaupi þá hjá björgunarsveitunum þetta árið og stuðli að eigin öryggi og annara í leiðinni enda vinna björgunarseitirnar gott starf og veitir ekki af peningunum til að koma til hjálpar þegar næsta útkall berst.

Mér finnst íþróttafélög hafa úr nægum sjóðum að velja þegar kemur að frjálsum framlögum og því ætti að koma því þannig fyrir að björgunarsveitirnar fái einkaleyfi á sölu flugelda á íslandi.

NÝ KÖNNUN KOMIN-KJÓSIÐ


Gleðileg jól.

Síðan óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári,bloggum feitt á nýju ári.

MUNIÐ AÐ KJÓSA Í KÖNNUNINNI.


Síðar.

Ekki verður bloggað meira fyrir jól að öllu óbreyttu,

Farið vel með ykkur og gangið hægt inn um gleðinnar dyr.

Ný könnun komin-ENDILEGA KJÓSA.


Helgin og rökræður um Jesú.

Helgin var í meira lagi góð,á föstudaginn var mikið vatnsveður með tilheyrandi roki svo að maður var bara heima að slappa af nema ég þurfti að kaupa batterí í sjónvarpsfjarstýringuna annars lá ég bara í rúminu og hlustaði á regnið skella á glugganum.

Um kvöldið var komið að fyrsta þætti Wipeout Ísland þar sem keppendur fara í gegnum nokkrar þrautir sem ekki eru fyrir hvern sem er og var kynningin í öruggum höndum Simma og Jóa sem loksins höguðu sér eins og menn,frábærir þættir þar á ferð.

Á laugardagskvöldið var það jólahlaðborð á Grand Hótel og var það alveg meiriháttar gott í alla staði,toppmatur,gott skemtiatriði með Helga Björns og svo spilaði Hafrót fyrir dansi en um klukkan 12 var ég og mitt fólk algerlega búið á því og héldum heim en vorum ekki komin langt þegar lögreglan stöðvaði okkur í reglubundnu eftirliti og þurfti konan mín að blása í blöðru en ekkert kom út úr því eðlilega en gott framtak hjá lögreglunni enda kom í ljós að af v166 sem voru stöðvaðir voru 31 ekki með skírteini og þeirra bíður 10 þúsund króna sekt.

En aðeins lítillega að öðru,á fimmtudag var jólafundur Átaks þar sem ég ræddi um það við frænku mína sem er prestur hvort það gæti verið að Jesús hafi fæðst og verið brúnn en ekki hvítur en að hvítir menn hafi gert hann hvítann til að sýna yfirburði hvíta kynstofnsins, hvað finnst ykkur?Ég vil meina að hann hafi verið brúnn en ég blogga um það í næstu færslu fljótlega.

MUNIÐ AÐ KJÓSA Í KÖNNUNINNI-NÝ Á LEIÐINNI.


Svo er nú það.

Nú þegar líður að jólum er ekki úr vegi að ræða aðeins skuggahliðar þeirra en þær eru nokkrar því miður og langar mig að tæpa einni þeirra í þessari bloggfærslu.

Á hverju ári flykkjast fátækir(einstæðar mæður og feður,örorku og ellilífeyrisþegar,heimilislausir og fleiri sem eiga vart til hnífs og skeiðar) til  Rauða krossins Mæðstyrksnefndarog Fjölskylduhjálpar Íslands til að fá mat og föt fyrir jólin.

Eins og ég hef áður sagt að þá er þetta skelfilegt og ekki batnaði ástandið eftir hrunið á seinasta ári en þá jókst fátækt hér á landi svo um munaði og virðist ekkert lát á.

Hvað er til ráða? Ekkert einhlítt svar er til við svona stórri spurningu en hækkun á bótum ýmisskonar auk ýmissa tilslakana í velferðarkerfinu liggur beinast við en miðað við hugmyndir Ríkisstjórnarinnar sem nú situr er gert ráð fyrir lækkun og skerðingum á þessu sviði og því mun fátækt á íslandi aukat jafnt og þétt.

Ég mun taka fyrir fleiri hliðar sem snúa að jólunum næstu daga.

MUNIÐ AÐ KJÓSA Í KÖNNUNINNI.

 

 


Látum stjórnina sitja áfram.

Eftir mikla yfirlegu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að best sé að þessi ólukkans ríkisstjórn haldi áfram því það hefur komið í ljós að enginn annar flokkur vill vera í stjórn.

Auðvitað væri hægt að koma á þjóðstjórn ef núverandi stjórn leggði upp laupana og yrði sú stjórn háð þingstyrk þeas forsætisráðherra kæmi úr röðum þess þingflokks sem flesta þingmenn hefur og því kæmi það embætti í hlut Samfylkingarinnar sem er með 21 þingmann aðrir færri.

Ég held að slík stjórn væri ekki heppileg vegna þess að ég held að spilling myndi aukast því slík stjórn hefði ekkert aðhald.

Því held ég að þessi stjórn verði að sitja áfram og vonandi verður Ísland eki sviðin jörð og löggst í eyði þegar hún hættir.

 

MUNIÐ AÐ KJÓSA.


Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 205157

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband