Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Grín.

Hafið þið heyrt um ísbjörninn sem giftist hlébarðanum?

Þau eignuðust snjódekk.

                                     KVKorntop


Tilvísun.

Í hinsta sinn frá bloggi lágu spor mín.

(Tilvísun í lagið Bíddu pabbi)

                                         KV:Korntop


Segðu af þér Árni.

Ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum sem hlustar á fréttir útvarps og sjónvarpsstöðvana að Árni M Mathiesen(Hæstvirtur fjármálaráðherra)er búinn að það mikið í buxurnar að áð hálfa væri það nú nóg(Spurning um bleyjuskipti).

Í desember var hann settur  dómsmálaráðherra til að ráða dómara í starf á norður og austurlandi eftir að Björn Bjarnason hafði lýst sig vanhæfan í málinu sökum þess að einn umsækjenda hafði verið aðstoðarmaður hans.

Nú vita allir hvernig sú ráðning endaði en það sem ég vil gera hér að umtalsefni er hvernig hann bregst við gagnrýni og er það hreint með ólíkindum skítkastið sem hann sendir hist og her og eyrir engum.

Nefndin sem metur umsækjendur fékk vænan skammt hjá ráðherranum og sáu þeir ástæðu til að svara honum enn hann brást ókvæða við og sagði nefndina ekki starfi sínu vaxin.

Síðan kæra 2 umsækjenda málið til umboðmanns alþingis en hann hefur umsjón með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og sendir hann Árna M Mathiesen bréf með 9 spurningum en þegar Árni fær bréfið í hendur þá byrjar á að gefa í skyn að umboðsmaður alþingis hafi myndað sér skoðun fyrirfram.

Hey come on hérna,umboðsmaðurinn er bara að sinna skyldu sinni  en svo virðist sem Árni M Mathiesen þoli illa að hann sé gagnrýndur og m.a.s. málsmetandi menn gera það og lýsir Árni því nánast yfir að Sigurður Líndal(Lagaprófessor við HÍ)ofl séu bara fífl og hálfvitar að voga sér að gagnrýna hann.

Ef þetta hefði gerst erlendis þá hefði viðkomandi fyrir löngu þurft að segja af sér en það tíðkast víst ekki á Íslandi að ráðherra segi af sér fyrir embættisglöp(Því miður)

Ég segi bara þetta:Árni M Mathiesen,hafðu vit á að taka ábyrggð á eigin mistökum og lærðu að taka gagnrýni eins og maður,þú hefur gert nægan skandall og við því er bara eitt að gera:SEGÐU AF ÞÉR EMBÆTTI OG FINNDU ÞÉR NÝTT STARF,ÞVÍ FYRR ÞVÍ BETRA.

Hvað finnst ykkur um þetta?Gera svo vel að commenta á þetta mál takk ef þið þorið.

                                  KV.Korntop

 


Íslenska dómskerfið í nútímann,takk fyrir.

Hef verið að velta íslenska dómskerfinu fyrir mér undanfarið og lesið dómsniðurstöður til að reyna að fá einhvern botn í hvað veldur hálfvitalegum dómum æ ofan í æ en ljóst er að eitthvað meira en lítið er að í dómskerfi okkar íslendinga og sýna nýlegir dómar svo ekki verður um villst að gera þarf gangskör í því að koma þessu kerfi til nútímans,því fyrr því betra,en byrjum á byrjuninni.

Kynferðisbrot:

Fyrir ári síðan var þroskahamlaður einstaklingur sýknaður af ákæru í máli gegn mikið fatlaðri stúlku en málflutningur hennar var mjög gloppóttur svo að sýkna var niðurstaðan.

Nokkru síðar var annar þroskahamlaður eintaklingur sýknaður fyrir sama brot og var málflutningur stúlkunni að falli,nú vill þannig til að ég þekki alla þessa aðila og ef þessir 2 þroskahömluðu einstaklingar hefðu verið dæmdir sekir þá hefði fangelsi ekki verið rétt leið heldur að vista þá á viðeigandi stofnun í ákveðinn tíma og láta þá svo vera undir eftirliti í einhvern tíma þar á eftir vegna þroskaskerðingar þeirra en þeir voru sýknaðir og því þarf ekki að koma til þess.

Yfirleytt eru ófatlaðir menn sem gera svona og misnota þá dætur,frænkur eða bara litlar stelpur og eru menn að fá þetta á bilinu 6 mánaða-2 ára fangelsi(Gæsluvarðhald dregst frá)og stundum eru þessir dómar skilorðsbundnir í 2 ár sem er alger firra og hvaða skilaboð er verið að senda út í samfélagið með þessu?Svar:Haldið þessu bara áfram,við tökum ekki alvarlega á þessu máli,semsagt enginn vill taka ábyrggð á kynferðisbrotamálum.
Mitt mat á refsingu: Lægsta refsing 3-4 ár óskilorðsbundið og burt með fyrningarnar.

Ofbeldisbrot:

Nú nýverið var í Hérraðsdómi Reykjavíkur tekið fyrir mál ákæruvaldsins gegn 3 Litháum sem réðust á lögreglumenn í starfi og var dómurinn ansi skrautlegur því einn var dæmdur sekur og 2 sýknaðir þótt vitað væri að þeir hefðu allir verið að verki en þeir kunnu að slást því aðfarir þeirra gagnvart lögreglumönnunum voru þess eðlis að halda mætti að þeir hefðu verið í Liháska hernum.

Að mínu mati hefðu allir þessir menn átt að fá 10 ára fangelsi fyrir að ráðast á opinbera menn í starfi og vona ég svo sannarlega að Hæstiréttur þyngi refsinguna verulega.

Fyrir skömmu var móðir í umboði dóttur dæmd til að greiða kennara rúmar 9 miljónir króna fyrir það að dóttir hennar skellti hurð framan í kennara,að mínu mati er þetta fáránlegur dómur og ég spyr því hvort þessi dómur hafi fordæmisgildi?Og ég svara:Vonandi ekki því sé svo þá getur hvaða kennari sem er farið í mál við þann nemanda sem skellir hurð á hann og gleymum því ekki að þessi stúlka er fötluð.

Mér finnst þessi dómur forkastanlegur og vonandi snýr Hæstiréttur þessum dómi við og sýknar móðurina/stúlkuna.

Af þessu verður ekki betur séð en að dómar hér á landi séu mjög vægir og herða beri viðurlög verulega og lagabreytinga jafnvel þörf því oft er vitnað í lög frá 1940 ef ekki eldra,færa þarf lögjöfina inn í nútíma samfélag og taka mið af ástandinu í dag,byrjað er að þyngja dóma fyrir fíkniefnabrot og er það ágæt byrjun en það þarf að þyngja refsirammann yfir alla línuna svo að sakborningur skilji að það sé tekið á málum af festu.

Einnig þarf að breyta skipan dómara í Héraðsdóm og Hæstarétt og þeir hæfustu verði valdir hverju sinni en ekki af handahófi eins og gerðist nýverið þegar settur dómsmálaráðherra setti Þorstein Davíðson í embætti á Norður og Asturlandi  þvert á hæfnismat sérstakrar nefndar sem sér um að meta hæfi dómara.

Að áðursögðu verður ekki betur séð enn að dómstólar landsins séu á villigötum og brýnna úrræða er þörf,breyta þarf hegningarlögum og öðrum lögum s.s frá 1940,fólk er hætt að treysta dómstólum landsins og ef það traust á að komast á aftur verður að færa dómskerfið í nútímann og það sem fyrst áður en það er um seinan.

                                     KV:Korntop


Góðir páskar að baki.

Þá eru páskarnir um það bil að syngja sitt síðasta í bili og grár hversdagsleikinn tekur við með vinnu ofl.

Eins og ég sagði í seinasta pistli þá kom konan í mat á laugardaginn var og gekk vel,í gær kom svo frændi minn í mat og gekk það einnig mjög vel og sá ég um eldamennskuna í báðum tilfellum(London lamb á lau og hangikjöt í gær)og er þetta ekkert erfitt ef maður veit hvað á að sjóða kjöt lengi,Haddý frænka gerði fyrir okkur frændurna uppstúf og var hún í þynnra lagi en slæmt var það ekki en svo var hann þykkari í dag.

Eins og ég sagði í pistli á laugardaginn var að eldamennska á að vera á beggja herðum en þar sem við konan mín búum ekki saman þá sá ég að sjálfsögðu um eldamennskuna og kippti mér ekkert upp við það enda er jafnrétti í þessum málum í dag,annað en það sem var fyrir um 20 árum síðan þegar konan gerði nánast allt sem viðgekk matseld en margt vatn hefur runnið til sjávar síðan það var.

Í dag kom konan aftur og eyddum við deginum í afslöppun og spiluðum aðeins og ræddum plön fyrir næstu vikur,kvöldinu eyddi ég svo ó sjónvarpsgláp og leti,góðir og letilegir páskar að baki.

Þessa páskahelgi réðust vil ég meina úrslitin í enska boltanum og er Man United búið að vinna deildina og er mér nokk sama hvað öðrum finnst um það en það er í gangi skoðanakönnun um það einmitt hver verður enskur meistari svo endilega kjósið og segið hvað þið haldið bloggvinir og lesendur góðir,því fleiri sem kjósa því marktækari verða úslit könnunarinnar.

Verð aðeins að koma að ránunum og hinni alvarlegu líkamsárás í Keilufellinu þar sem pólskt glæpagengi réðist með bareflum og exi á löghlýðna samlanda sinna og svo virðist vera sem að 12 manns hafi tengst umræddri fólskuárás og er 8 manna nú leitað þegar þetta er skrifað,einnig vekur það ugg í brjósti mér þegar menn ógna afgreiðslufólki og hinum almenna borgara með sprautunálum og segist vera smitaður af lifrabólgu C,fer þetta að vera spurning um hvort þorandi sé að búa hér í Breiðholtinu en þá spyrja margir og benda kanski á að önnur hverfi séu lítt skárri og að í rauninni sé þetta út um allt.

Nú fer vonandi að líða að því að ég flytji úr þessu rottugreni eins fljótt og mögulegt er en ég vil komast héðan sem fyrst úr þessari litlu þröngu íbúð sem er ekki nema um 34fm2 en ég þarf um  60 fm2 og þá er geymslupláss ekki talið með svo ljóst er að ég þarf mitt pláss.

Er að reyna að finna út hvort ég geti fengið tölvuforrit til að geta sett lög af segulbandsspólum í tölvuna eins og hægt er með cd,okkur vini mínum tókst það með vínil með að tengja spilarann í mixer of þaðan í tölvuna og er að vinna í því að geta gert samskonar hluti með spólur en þá fengju segulbandsspólurnar líf á ný tímabundið semsagt margt að brjóst um í kollinum á eiganda þessarar síðu.

En nóg í bili-farið vel með ykkur.

                                         KV:Korntop


Allt eins og það á að vera.

Dagurinn í dag hefur verið fínn,horfði á nokkra leiki í enska boltanum á Stöð 2 sport og svo kom konan mín um kl 5 og fljótlega eftir að hún kom setti ég kjötið yfir en ég bauð henni upp á London lamb og með því og þurfti hún ekki að gera neitt,ég sá um allt stússið og leiddist það ekki enda eru eldamennska og allt því tengt ekki endilega kvenmannsverk því ég er nú einu sinni þannig þenkjandi að jöfn skipting eigi að vera í þessum efnum og bragðaðist maturinn mjög vel og fór hún vel södd heim.

Meðan kjötið var að sjóða í pottinum vorum við í tölvunni en mig vantar nýtt stýrikerfi því þetta sem ég er með virðist ólöglegt og verður farið í kaup á nýju stýrikerfi í mai/júní,einnig eyddi ég sumu út úr tölvunni,síðan spiluðum við aðeins og hlustuðum á tónlist og spjölluðum líka saman.

Það er á hreinu að konan mín hefur gefið mér nýtt líf og er ég allur annar en fyrir um ári síðan,hún nær einhvernveginn að hemja "Risaeðluna"en sérblogg kemur um hana bráðlega vonandi en hún er mér allt og ef ég missi hana þá missi ég næstum allt og örugglega lífslöngunina.

Á morgunn kemur frændi minn uppúr hádegi og ætlum við að sjá enska boltann og borða saman hangikjöt með alles og ætla ég að sjá um eldamennskuna sjálfur að mestu leyti enda ekkert mál að gera þetta svo tek ég uppvaskið eftir það og svo kanski japlar maður á einu páskaeggi eða svo en ætla bara annars að hafa það næs og liggja í leti um páskana og hlaða batteríin fyrir næstu vinnuviku.

En látum gott heita í bili og farið varlega í páskaeggin elskurnar og eigið ánægjulega og góða páska.

                                      KV:Korntop


Gleðilega páska.

Síðan óskar bloggvinum og lesendum sínum gleðilegra páska og farið nú varlega í páskaeggjaáti og fermingarveislunum sem framundan eru.

Páskana ætla ég að nota í sjónvarpsgláp og leti með góðum vinum og góðum mat enda mikið af góðu íþróttaefni yfir páskana og einnig þarf ég að brenna nokkra diska til að minka lagalistann aðeins en svona er þetta en enn og aftur gleðilega páska elskurnar.

                                           KV:Korntop


Alhæfingar og fleira,

Úr því hve fáir commentuðu á seinustu færslu og því síður þeir bloggarar sem fjalla um trúmál þá ætla ég að leyfa mér þann ósóma að alhæfa hluti bæði um kristni og íslam.

Eftir að ég byrjaði ásamt fleirum að velta vöngum yfir þessu í þónokkurn tíma þá segi ég það fullum fetum að Jesús hafi verið brúnn á brún og brá með hrokkið hár og bogið nef að hætti þeirra sem byggja palestínu í dag,því ekki var hann hvítur með blá augu,hann er eingöngu eins og sagði í fyrri pistli gerður hvítur til að sýna yfirburði hvíta kynstofnsins.

Einnig staðhæfi ég að Jesús og María Magdalena hafi gift sig á laun hvað sem hver segir en án kynferðilegs samræðis en eins og þeir sem lesið hafa biblíuna vita þá fylgdi María Magdalena Jesú fast að málum eftir að hann forðaði henni frá því að verða grýtt af lýðnum sökum hórdóms og sérstaklega var hún honum fylgjusöm í páskavikunni en biblían hefur margoft verið ritskoðuð og færð í stílinn til að forðast aðrar skoðanir og þóknast kirkjunnar mönnum.

Hvað varðar Íslam þá vil ég meina að öfgasinnaðir múslímar mistúlki merkingu kóransins sem er jú heimsyfirráð og telja að þeir þurfi að drepa sem flesta til að því markmiði verði náð,einnig vil ég meina að þessi Zharía lög séu eingöngu til þess fallin að hefta frelsi fólks og þá sérstaklega kvenna,en einnig skal það tekið fram að arabar geti ekki barist saman gegn óvinaþjóðum eins og Ísrael þvi arabar eru sundurleit þjóð og skortir samstöðu í mörgum málum,því miður.

Ég er spíritisti sem þýðir að ég trúi á miðla og andlegar lækningar þeirra sem það stunda.

Einnig trúi ég á endurholgun því ég trúi því ekki að sálin deyji eftir að maður deyr heldur fari á annað tilverustig sem jú þýðir að við endurfæðumst því eitthvað hlutverk hljótum við að hafa í lífinu, t.d vil ég meina að ég sé að bæta fyrir seinasta líf með því að vera of þungur í þessu lífi,sálin er alltaf að læra og því meira sem hún lærir því færri skipti þarf hún að koma til jarðar.

Ég vonast eftir góðum og skemmtilegum rökræðum hér í commentakerfinu .

                                   KV:Korntop


Hlutum velt fyrir sér.

Smá pælingar varðandi trúmál og ætla ég að vona að hinir trúuðu bloggvinir mínir geti leitt mig í allann sannleika um hið rétta og skal það  tekið fram að hér er ekki um alhæfingar að ræða heldur pælingar og vona ég að fólk saki mig ekki um guðlast.

Við höfum nokkur verið að velta fyrir okkur ýmsum hlutum er snerta biblíuna og Jesú Krist og ætla ég að taka tvö atriði fyrir sem hefur svolítið verið að velkjast um í höfðinu á okkur, annað þeirra er sú spurning hvort að Jesús hafi í raun fæðst hvítur og höfum við eiginlega fundið það út að svo sé ekki og að í raun og veru hafi hann fæðst brúnn en hafi verið gerður hvítur til að sýna yfirburði hvíta kynstofnsins en ekki vil ég alhæfa um það en þetta þykir okkur líklegt.

Hitt atriðið er sú spurning hvort María Magdalena og Jesús hafi gift sig fljótlega eftir að hann(Jesús)hafi bjargað henni(Maríu) frá því að verða grýtt af lýðnum fyrir hórdóm.

Nú er vitað(Vitnað í biblíuna)að María Magdalena fylgdi Jesú vel og dyggilega að málum og var ávallt til staðar þegar á þurfti að halda og ekki þarf annað en að vitna í atburði Dymbilvikunnar og Páskadags en þar leikur María Magdalena stórt hlutverk í því sem þar gerðist.

Eins og ég sagði þá eru þetta vangaveltur og pælingar og vona ég að bloggvinir mínir eins og Rósa,Guðsteinn eða Linda geti leitt mig í allann sannleika um þetta ef það er þá hægt.

Hér er ekki að leggja orð Drottins við hégóma eða gera lítið úr biblíunni heldur eins og ég sagði eru þetta vangaveltur um þessa hluti og vona ég að þeir sem eru trúaðir misskilji ekki þessa viðleitni mína og annara til að fá úr þessu skorið ef það er hægt.

                                   KV:Korntop

 


Enn á lífi.

Bara að láta vita af mér,mér líður vel og er í flippuðum gír eins og unglingar landsins myndu orða það en er líka að finna efni fyrir næstu færslu sem verður um baráttumál öryrkja og er svona að bræða með mér hvað það á að vera .

Vinnan gengur vel og allt er sasmkvæmt áætlun en beðuð er eftir að flytja sig um set en það á að gerast í enda apríl eða byrjun mai en núverandi lagerhúsnæði er 2500 fm2 en flytjum í 12000 fm2 með 3 öðrum fyrirtækjum sem eru í eigu sama manns en það eru Elko,Húsgagnahöllinnog hluti af Intersport og á ég ekki von á öðru en að fylgja með þangað.

En hafið það gott elskurnar og njótið dagsins.

                                       KV:Korntop

 


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband