Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Sýnum samhug og samstöðu.

Nú eiga margir um sárt að binda og hafa sumir hverjir misst allt sitt auk þess sem vegir og mannvirki hafa skemmst eftir jarðskjálftana í dag,ég vil mælast til þess við bloggvini mína og lesendur þessarar síðu að senda íbúum á suðurlandi,sérstaklega Selfossi og Hveragerði góða strauma og andlegan styrk því það er akkúrat það sem þeir þurfa á að halda.

Þessi færsla mun standa eitthvað lengur því ég vil sjá fleiri sýna fólkinu á Selfossi,Hveragerði,Stokkseyri og Eyrarbakka samhug og samstöðu,þarna voru bloggvinir og aðrir sem manni þykir vænt um, biðjum fyrir þeim og sýnum það í verki að okkur sé ekki sama um þá sem nánast misstu allt sitt í þessum hörmungum.

Þið sem lesið þetta,látið þessa færslu berast út og verum samtaka.

Commenterið með bæn eða bara einhverju því mér er mikið í mun að fólk standi saman þegar eitthvað bjátar á en ekki bara þegar gleðin er við völd.

                                     KV:Korntop

 

 


Húrra fyrir ráðherranum.

Í seinustu viku voru leyfðar veiðar á 40 hrefnum hér við land og er ég mjög hress með þá ákvörðun Einars K Guðfinnsonar sjávarútvegsráðherra sem heimilaði þessar veiðar þrátt fyrir hræðsluáróður ferðasamtaka og hvalaskoðara.

Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að maðurinn og hvalurinn eru í harðri samkeppni um fiskinn í sjónum en talið er að einn hvalur innihaldi 1,2 tonn af fiski sem er gígantískt.

Kettlingarsamtök eins og Greenpeace,Sea shepheard og World wide found koma alltaf með sama sönginn þegar þau tala um hvalveiðar, frekar hvimleiður andskoti.

Hér er um að ræða veiðar á 40 hrefnum í vísindaskyni,það er enginn að tala hér um 400 dýr á því er reginmunur en veiðar í atvinnuskyni verða vonandi teknar upp að fullu innann nokkurra ára og þá veitt skynsamlega úr stofninum því stjórnlausar veiðar skila engu,

Ég styð Einar K Guðfinnson í því að nýta okkar eigin fiskimið til að veiða hvali og aðrar tegundir hér við land því það erumvið sem ráðum fiskveiðum hér við land en ekki útlendingar.

                                              KV:Korntop


Síðustu orðin í dag.

Guð gefi ykkur góða nótt og vaki yfir ykkur.

                           KV:Korntop


Jibbí.

Nú er gaman að lifa,er ekki sama að gerast hjá ykkur?

                                         KV:Korntop


Góður.

Í dag er það bara vinnan og svo kemur konan í heimsókn annað er það ekki í dag,er frekar latur svona í morgunsárið með skrif en það kemur meira síðar,ég vil taka það fram að fyrstu hreingerningu bloggvinalistans er lokið og sú næsta verður ekkert auglýst sérstaklega en eigið góðan dag krúttin mín.

                                          KV:Korntop


Af gefnu tilefni.

Vil ég taka það fram að ekki verða fleiri bloggvinir teknir inn að sinni því þeir eru þegar of margir og því stendur "smá hreinsun" fyrir dyrum sem enn er ekki lokið.

ég næ ekki að lesa alla bloggvini mína og er reyndar viss um að það lesa mig ekki nærri allir heldur og þannig er það bara.

Því vil ég biðja þá sem vilja gerast bloggvinir mínir að hinkra með það þar til ég get tekið við fleirum.


Smá hreinsun.

Var að henda nokkrum bloggvinum út af listanum en svo virðist sem að margir safni bloggvinum til þess að eiga sem flesta og ná aldrei að lesa nema bara brot af listanum en svo eru sumir bara til að sýna fjölda bloggvina en að mínu mati er betra að eiga þannig fjölda bloggvina að þú komist yfir að lesa þá.

Þannig var komið fyrir mér svo ég ákvað að henda þeim út sem ég las sjaldan og var nokkuð viss um að læsu mig sjaldan eða aldrei og vonandi gengur mér betur að fara yfir bloggsíður héðan í frá,ef einhverjir eru ósáttir við að detta út þá verður að hafa það því það verður ekki bæði sleppt og haldið en þó getur viðkomandi sótt um bloggvináttu og ég mun þá bara skoða það ef til þess kemur og ég útiloka ekki frekari hreinsanir.

Ég get ekki kvartað yfir commentleysi því ekki hef ég verið duglegur að commenta hjá öðrum en upp á síðkastið hef ég þó commenterað á þær síður sem ég næ að lesa og eru með áhugavert blogg.

En meira síðar-KV:Korntop


SKANDALL!!!!!!!!

Jæja þá er því lokið,Ísland í 14 sæti með 64 stig en sigurvegarar keppninnar urðu rússar með 272 stig og er bara gott lag og átti sigurinn skilinn en það voru bara svo mörg lög þarna sem var svo mikil hörmung að átakanlegt var að hlusta á það meðan að önnur áheyrilegri lög voru á sama stað og við en svona er víst þessi skrípaleikur í Eurovision því miður.

Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig glæsilega og ekkert út á frammistöðu þeirra að setja og eiga allann heiður skilinn fyrir stórkostlegt atriði og frábæra sviðsframkomu sem ég tel vera 50%.

Þau lög sem mér fannst að hefðu átt að vera ofar eru:Ísland,Pólland, Danmörk,Króatía,Finnland svo ég nefni hér nokkur góð lög í keppninni.

Ég nenni hinsvegar ekki að telja upp öll ömurlegu lögin en eitt af þeim var jú franska framlagið og sjóræningjaatriðið frá Lettlandi.

En ég ætla að klikkja út með orðum bloggvinkonu minnar Ollusak í litlu færslunni á undan: EUROVISION ER ALGERT BULL.

                                         KV:Korntop


Hvaða bull?

Eh-beh buh.


Kjarkur og þor.

Var að lesa viðtal á vísi.is við bloggvinkonu mína katrínu Ósk Adamsdóttur vegna fíkniefnaneyslu hennar og hvernig er að vera 2gja barna móðir því samfara.

Í mínum augum  er Katrín hetja fyrir að koma fyrir alþjóð með sögu sína,takast á við vandann og sigra hann það er alveg æðislegt,en meira þarf til svo haltu baráttunni ótrsauð áfram.

Katrín: Ég er stoltur af því að hafa þig á bloggvinalistanum og þó við þekkjumst ekki neitt þá mun ég styðja þig með andlegum styrk og senda þér góða strauma því þú þarft virkilega á þeim að halda.

Þeir sem vilja lesa bloggið hennar er bent á http://katja.blog.is

                                                    KV:Korntop


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband