Góðir páskar að baki.

Þá eru páskarnir um það bil að syngja sitt síðasta í bili og grár hversdagsleikinn tekur við með vinnu ofl.

Eins og ég sagði í seinasta pistli þá kom konan í mat á laugardaginn var og gekk vel,í gær kom svo frændi minn í mat og gekk það einnig mjög vel og sá ég um eldamennskuna í báðum tilfellum(London lamb á lau og hangikjöt í gær)og er þetta ekkert erfitt ef maður veit hvað á að sjóða kjöt lengi,Haddý frænka gerði fyrir okkur frændurna uppstúf og var hún í þynnra lagi en slæmt var það ekki en svo var hann þykkari í dag.

Eins og ég sagði í pistli á laugardaginn var að eldamennska á að vera á beggja herðum en þar sem við konan mín búum ekki saman þá sá ég að sjálfsögðu um eldamennskuna og kippti mér ekkert upp við það enda er jafnrétti í þessum málum í dag,annað en það sem var fyrir um 20 árum síðan þegar konan gerði nánast allt sem viðgekk matseld en margt vatn hefur runnið til sjávar síðan það var.

Í dag kom konan aftur og eyddum við deginum í afslöppun og spiluðum aðeins og ræddum plön fyrir næstu vikur,kvöldinu eyddi ég svo ó sjónvarpsgláp og leti,góðir og letilegir páskar að baki.

Þessa páskahelgi réðust vil ég meina úrslitin í enska boltanum og er Man United búið að vinna deildina og er mér nokk sama hvað öðrum finnst um það en það er í gangi skoðanakönnun um það einmitt hver verður enskur meistari svo endilega kjósið og segið hvað þið haldið bloggvinir og lesendur góðir,því fleiri sem kjósa því marktækari verða úslit könnunarinnar.

Verð aðeins að koma að ránunum og hinni alvarlegu líkamsárás í Keilufellinu þar sem pólskt glæpagengi réðist með bareflum og exi á löghlýðna samlanda sinna og svo virðist vera sem að 12 manns hafi tengst umræddri fólskuárás og er 8 manna nú leitað þegar þetta er skrifað,einnig vekur það ugg í brjósti mér þegar menn ógna afgreiðslufólki og hinum almenna borgara með sprautunálum og segist vera smitaður af lifrabólgu C,fer þetta að vera spurning um hvort þorandi sé að búa hér í Breiðholtinu en þá spyrja margir og benda kanski á að önnur hverfi séu lítt skárri og að í rauninni sé þetta út um allt.

Nú fer vonandi að líða að því að ég flytji úr þessu rottugreni eins fljótt og mögulegt er en ég vil komast héðan sem fyrst úr þessari litlu þröngu íbúð sem er ekki nema um 34fm2 en ég þarf um  60 fm2 og þá er geymslupláss ekki talið með svo ljóst er að ég þarf mitt pláss.

Er að reyna að finna út hvort ég geti fengið tölvuforrit til að geta sett lög af segulbandsspólum í tölvuna eins og hægt er með cd,okkur vini mínum tókst það með vínil með að tengja spilarann í mixer of þaðan í tölvuna og er að vinna í því að geta gert samskonar hluti með spólur en þá fengju segulbandsspólurnar líf á ný tímabundið semsagt margt að brjóst um í kollinum á eiganda þessarar síðu.

En nóg í bili-farið vel með ykkur.

                                         KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að þú áttir góða páska Magnús minn.  Og vonandi færðu nógu stóra íbúð fljótlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Já tek undir með henni Ásthildi, vonandi færðu stærri íbúð fljótlega.

Svanhildur Karlsdóttir, 25.3.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott að þú áttir góða páska Magnús minn. Gangi þér vel

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Linda litla

Það er nú aldeilis fínt að páskarnir voru góðir hjá þér Magnús. Mínir páskar fóru bara í vinnu, en núna var ég að koma heim og ég ætla svo sannarlega að slaka aðeins á núna og njóta þess að vera með syni mínum.

Linda litla, 25.3.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega góðir páskar hjá þér eins og fleirum, hafði það gott Magnús minn.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 16:39

6 identicon

Vonandi færðu stærra húsnæði sem fyrst

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband