Kosningar.

Þá er bara 1 dagur í kosningar og er ljóst að þær eru þær tvísýnustu frá upphafi.

6 framboð bjóða fram hverju öðru ólíkara með sínar áherslur á pólitíkina,ég ætla að fara nokkrum orðum um hvert framboð fyrir sig í örfáum orðum en flokkarnir sem bjóða fram eru Framsóknarflokkurinn,Sjálfstæðisflokkurinn,Samfylkingin,Vinstri grænir,Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin.

Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn frá ´95 eða í 12 ár og hafa þeir klúðrað flestu sem hægt er að klúðra,nægir þar að nefna heilbrigðismálin en þar hafa biðlistar eftir sjúkrarýmum fyrir alraða aukist auk þess sem komugjöld á slysadeild hafa stórhækkað,einnig má telja virkjanaæði flokksins sem ríður ekki við einteyming svo ekki sé nú minnst á nýjasta skandalinn með Jónínu Bjartmarz og ríkisborgararéttur tengdadóttur hennar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn frá ´91 eða í 16 ár og þar hefur líka átt sér stað klúður sérstaklega í samgöngumálum en það þarf að bæta vegakerfið inn og út úr borginni svo ekki sé nú talað um í Reykjavík,einnig hefur kvótakerfið fest sig í sessi í tíð flokksins því miður,einnig hafa láglaunahópar eins og aldraðir og öryrkjar tapað tekjum vegna skattastefnu flokksins.

Samfylkingin virðist eiga erfitt uppdráttar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem formann og hefur flokkurinn ekki náð því flugi sem stefnt var að,margt gott kemur frá Samfylkingunni eins og t.d umræðan um aðild íslands að Evrópusambandinu og ekki væri úr vegi að þeir kæmust að í næstu stjórn til að ganga úr skugga um að loforðin skuli efnd,þeir tala mikið um misskiptingu fjármagns og er það hárrétt hjá þeim.

Vinstri grænir er flokkur sem virðist vera á móti öllu en þeir hafa líkt og Samfylkingin bent mikið ranglæti á skiptingu tekna og hafa gagnrýnt stjórnarflokkana um aðgerðarleysi,verði úrslit kosningana þeim í hag hafa þeir tækifæri til að bæta úr því.

Frjálslyndi flokkurinn virðist vera 2 flokka flokkur þar sem kvótakerfið og aflagning þess er aðalmálið og er ég sammála flokknum í því að þetta kvótakerfi er handónýtt og ætti að henda því burt sem fyrst,hitt málið er innflytjendamálið en þar hefur mér flokkurinn hjafa farið offari og hefur mér þótt málfluttningurinn rasismalegur á köflum,en þó skal áréttað að ég er sammála því að kanna beri feril innflytjenda áður en þeir koma hingað til lands ef takmarka á innflytjendur þá þarf það að gerast á einhvern viturlegan hátt,en þetta mál er komið í umræðuna og er það vel.

Íslandshreyfingin er nýtt framboð og geldur kanski fyrir það að hafa komið of seint fram en þar eru náttúruverndarsjónarmiðin allsráðandi enda vill flokkurinn stöðva allt virkjanabrölt auk þess sem þeir hafa tillögur um hvernig að breyta hér ýmsu.

Eftir þessa upptalningu er málið ljóst fyrir mér,þessi ríkisstjórn er á villigötum og þörf á breytingum.
Í tíð hennar hafa þeir ríku orðið ríkari á kostnað þeirra fátæku,elli og örorkulífeyrisþegar eiga varla til hnífs og skeiðar og ljóst að góðærið hefur ekki komið til þeirra,ég gæti haldið áfram að segja frá neikvæðum verkum þessarar stjórnar en læt það vera í bili þið vitið allt um það.
Á morgunn er tækifæri til að breyta og gefa stjórnarflokkunum langþráð frí og hleypa öðrum að kjötkötlunum auk þess er það mín skoðun að enginn flokkur eða afl hefur gott af of langri stjórnarsetu.

Að lokum þetta:Á morgunn ert þú einn í kjörklefanum með kjörseðil kjósandi góður og enginn sem andar ofan í hálsmálið á þér þar getur þú haft áhrif með að kjósa EKKI stjórnarflokkana við skulum sameinast um það á morgunn að fella þessa ríkisstjórn misskiptingar og gefa öðrum tækifæri.
En nóg í bili,meira síðarKV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Emil áfram Kaffibandalag.  Korntop minn kynntu þér málfluttning Flistans og þú munt sjá að þar fer ekki eins eða tveggja mála flokkur, og að við höfum hvergi farið offari í málfluttningi.  Heldur hefur umræða okkar verið afbökuð og afskræmd af þeim sem vilja ekki að við séum talin með.  Farðu inn á XF og inn á málefnahandbókina.  Kynntu þér málfluttning málsvara okkar og þú munt sjá að það sem við erum að segja er einfaldlega, við viljum að allir sitji við sama borð.  Í dag er land okkar lokað fyrir öllum öðrum en Evrópubúum.  Fólki frá Asíu og Ameríku er meira að segja meinað að koma í heimsókn, nema með löngum og erfiðum skilyrðum.  Við segjum einfaldlega þú heldur ekki veislu og bíður öllum bænum, þú vilt vita hve mörgum gestum þú átt von á og hefur nægilegan kost handa öllum.  Og þú vilt að allir sitji þar við sama borð, hvaðan sem þeir koma.  Spáðu í það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Ásthildur,auðvitað er Frjálslyndi flokkurinn ekki bara 1-2 málefna flokkur og mörg góð mál sem þið hafið fram að færa,en persónulega finnst mér þessi innflytjendaumræða full furðuleg á köflum og ég er sammála því að það þarf að stemma stigu við komu innflytjenda eins og ég sagði í pistlinum með því að kanna feril viðkomandi,en kæra Ásthildur:við erum allavega sammála um það að fella þessa ríkisstjórn og hleypa nýju fólki að,kanski Kaffibandalagið,hver veit?

Magnús Paul Korntop, 11.5.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Núverandi Ríkisstjórn hefur unnið hörðum höndum að því að vinna upp sukk forvera sinna.  Það hefur tekist, þannig að nú eru raunhæfir möguleikar á að vinda sér í að leiðrétta það sem ekki var hægt að leiðrétta með skuldahala vinstri manna í eftirdragi.  Ég set X við D.

Vilborg Traustadóttir, 11.5.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl ippa,núverandi ríkisstjórn hefur einmitt klúðrað öllu sem klúðrandi er,við sem vinnum að málefnum öryrkja og þroskahamlaðra finnum mikið fyrir þessu og sérstaklega að þessi hópur á vart til hnífs og skeiðar og má kenna skattastefnu stjórnarinnar mikið um það,skattleysismörk hafa ekki fylgt launaþróun og því fær öryrki á hæstu bótum um 30-40 þús krónum minna í umslagið en ella.

Þess vegna segi ég enn og aftur:

FELLUM ÞESSA RÍKISSTJÓRN.

Magnús Paul Korntop, 12.5.2007 kl. 02:58

5 identicon

Það verður sko Framsókn hér

Svana (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 205226

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

226 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband