Færsluflokkur: Bloggar

Búinn á því.

Dagurinn í gær var annasamur svo ekki sé nú meira sagt,en í gærkvöldi voru rokktónleikar á Domo og þar spiluðu hljómsveitirnar Plútó og Hraðakstur bannaður auk þess sem Dúó Aileenar og Ágústu og Linda Rós Pálmadóttir tróðu upp með sitt lagið hvort og gengu þeir vægast sagt frábærlega en undirbúningur fyrir þá var líka mikill og lenti nánast allt á mínum herðum og kvarta ég ekki undan því.
Ljóst var líka á öllu að báðum böndum hefur farið mikið fram og var gaman að hlusta á Plútóstelpurnar sem verða bara betri ef eitthvað er,okkur í Hraðakstrinum gekk líka vel og verður þetta rokkband sífellt þéttara og betra og er það vel.

Fyrst var það útvarpsviðtal hjá Guðna Má í Popplandi á Rás 2 og gekk það svona líka vel,svo lá leiðin á BK til að fóðra sig og ná upp smá slökun,um 5 leytið hringdi Soffía(kona Stjána stuð)og boðaði forföll fyrir hann svo að kynningin lenti líka á mér en ég lét Ágústu kynna mína hljómsveit þannig að því var reddað,ljóst er að það er bjart framundan í söngvalist fatlaðra sem og oðrum listformum.
Þegar ég kom heim í gærkvöldi var ég gjörsamlega búin á því og þegar þetta er skrifað er ég enn ekki nema með 1/4 úr tank en það kemur.

Ekki meira að sinni,meira síðar,eigið góðan dag elskurnar og gerið allt sem ég myndi gera.
                                  KV:Korntop


Rokktónleikar ofl.

Í  kvöld eru Rokktónleikar á Domo Þingholtsstræti 5,en þar munu hljómsveitirnar Plútó og Hraðakstur bannaður spila en einnig munu koma þarna fram Dúó Aileenar og Ágústu og er ég að fara í útvarpsviðtal í Popplandi á Rás 2 kl hálf 3,en þessir tónleikar eru á vegum Listar án landamæra en eins og þeir sem skoðið þessa síðu vita þá stendur listahátíð Listar án landamæra sem hæst.

Undirbúningur fyrir svona tónleika er mikill og svo er andlega hliðin stór þáttur og gott að undirbúa sig vel,hef ég það fyrir reglu að fara á BK að borða og afstressa mig þannig,ljóst er að það verður mikið stuð í kvöld enda kynnirinn enginn annar en stuðboltinn sjálfur,Stjáni Stuð sem kynnir þessa tónleika og verður fólk ekki svikið af honum.
Ég hvet fólk eindregið til að mæta og kynna sér hvað er að gerast í tónlist beggja hljómsveita.
En nóg komið í bili,eigið góðann dag elskurnar og gerið allt sem ég myndi gera.
                                    KV:Korntop


Helgin.

Helgin fór í það að jafna sig eftir sambandsslitin og vortónleika skólans sem gengu mjög vel fyrir sig.
Næstu 3 dagar verða annasamir en annaðkvöld spila hljómsveitir skólans Hraðakstur Bannaður og Plútó ásamt Dúó Aileenar og Ágústu á Domo í Þingholtsstræti(Domo er sagður heitasti skemmtistaðurinn í dag) og verður aukaæfing fyrir þessa rokktónleika í kvöld,en þessir tónleikar eru á vegum Listar án landamæra 0g standa frá 20(8)-22(10) hvet ég sem flesta að mæta og sérstaklega bloggvini,ég lofa fantafjöri þann tíma sem við erum á sviðinu.

Síðan á miðvikudagskvöldið er svo Menningarkvöld Átaks sem einnig er í tengslum við List án landamæra á Hressó kl 20(8)-22(10),þar mun Ína Valsdóttir kynna nýjan bækling Átaks og svo verða skemmtiatriði af ýmsum toga.

Á þessu sést að nóg er að gera hjá kallinum og bara gaman að því að geta hjálpað til,það gefur manni mikið.
Ég vil að endingu hvetja ykkur sem bloggið mitt lesið að commenta á færslur,það hjálpar mér að sjá hverjir lesa þetta,einnig hvet ég ykkur að taka þátt í skoðanakönnum en skoðanakönnunin þessa stundina er áhugaverð í meira lagi.
En nóg komið í bili,eigið góðan dag og gerið allt sem ég myndi gera elskurnar mínar,meira síðar.
                                    KV:Korntop


Leiðindi.

Í gær gerðust þau leiðinlegu tíðindi að við Dagbjört hættum saman eftir 7 ára samband(þar af trúlofuð í 5 ár)Frown en þegar málið er skoðað þá þarf þetta ekki að koma á óvart.
Ég hef verið að hugsa um að slíta þessu s.l 2 mánuði vegna veikinda og vandamála hennar sem skulu hér rakin að einhverju leyti.

Síðustu 2 ár hefur Dagbjört lent í ýmsu,í fyrra þá hætti hún við að fara með okkur erlendis og lét okkur ekki vita af því fyrr en 3 dögum áður en við fórum,tók hana langann tíma að ná sér eftir þennann langa andlega rússíbana,síðan núna í febrúar þá hætti hún í vinnunni án þess að láta mömmu sína vita(Mamma hennar vissi þetta ekki fyrr en forstjórinn hringdi í hanaShocking)og svo er hún að ganga í gegnum lyfjabreytingar sem skila víst afar takmörkuðum árangri enn sem komið er.

Eins og ég sagði áðan þá hef ég verið að hugsa þetta í 2 mánuði þannig að þessi slit koma í sjálfu sér ekki á óvart en aðdragandi slitanna hefði mátt vera annar,t.d frétti ég það frá þriðja aðila að Dagbjört hefði verið hringlaus síðan á mánudaginn var og svo spyr hún mig í gær hvort við getum ekki bara verið vinirShocking,ef hún hefði talað við mig fyrr og að þetta hefði t.d verið sameiginleg ákvörðun eða einhverjar skýringar gefnar þá væri þetta ekki svona sárt en það þýðir ekkert að væla þetta neitt því lífið heldur áfram.
Það er alltaf sárt þegar sambandslit verða,það er klárt mál og það verður að vinna rétt úr því en það eru fleiri fiskar í sjónum svo að það verður haldið í veiðitúr bráðlegaCool.


Sem betur fer er nóg að gera hjá mér bæði List án landamæra,hljómsveitin mín og stjórnarseta í handboltadeild ÍR,einnig á ég góða vini sem geta hjálpað mér að komast yfir þetta.

Ég vona sannarlega að Dagbjört komist yfir þessi vandamál sín og geti lifað góðu lífi.

En nóg af leiðindum í bili,ég verð jákvæðari næst.
                           KV:Korntop


Mikið að gera.

Sæl öll.

Ekki hefur verið bloggað í tæpa viku vegna anna við eitt og annað en ætla að bæta aðeins úr því nú.

Á laugardaginn var stóðum við í List án landamæra fyrir gjörningnum"Tökum höndum saman"í kringum tjörnina en meiningin var að mynda 1000 manna hring og labba 1 hring en það komu "aðeins"300 manns,þetta sýnir okkur samt það svo ekki verður um villst að svona hugmyndir geta alveg gengið upp enda fór ekkert úrskeiðis við undirbúning.
Eftir gjörningin var haldið á "geðveikt"kaffihús í Hinu húsinu og fengið sér kaffi og með því góður laugardagur það.

Á Mánudagskvöldið var leiklistarkvöld í Borgarleikhúsinu og gekk það mjög vel,kjaftfullt og góð sýningaratriði,var ég settur í dyravörslu og látinn telja inn,það var skemmtilegt starf.
í gær var haldið á Hótel Borg að hitta Sæþór og Ísak og þaðan á kosningarskrifstofu Íslandshreyfingarinnar,það vakti athygli mína að kosningaskrifstofa flokksins í Kirkjukvoli er fyrir allt höfuðborgarsvæðið sem sýnir að peningar eru ekki allt,um kvöldið var stjórnarfundur hjá handboltadeild ÍR og svo sá ég Liverpool slá Chelsea út í vítaspyrnukeppni og leiddist það ekki.

Í kvöld er ljóðakvöld á Kaffi Hressó og þar ætla ég að troða upp með einhver ljóð og skemmta mér.

En nú er nóg komið í bili heyrumst fljótlega aftur
                                    KV:Korntop


List án landamæra.

Sæl öll.

Í gær var sett í Ráðhúsi Reykjavíkur listahátíð Listar án landamæra og er þetta 4 árið í röð sem hún er haldin og fer því að vera árlegur viðburður en hátíðinni er ætlað að leiða saman fatlaða og ófatlaða einstaklinga í listsköpun í hinum ýmsu listformum(leiklist,myndlist,tónlist osfrv),
Á setnigunni kenndi ýmissa grasa,Lilja Pétursdóttir lék á hljómborð,en svo hófst hin eiginlega dagskrá með því að Ágúst Guðmundson kvikmyndagerðarmaður og formaður bandalags íslenskra listamanna(BÍL) setti hátíðina Bjarney Erla Sigurðardóttir spilaði áhljómborð hið kunna íslenska þjóðlag Sofðu unga ástin mín,Hörður Gunnarson flutti ljóð eftir sjálfan sig,Jón Ragnar Hjálmarson flutti nýtt rapplag,Linda Rós Pálmadóttir og Heiða Eiríksdóttir fluttu 2 lög og Elísabet Jökulsdóttir flutti nokkrar örsögur,kynnar voru þau Ólafur Sævar Aðalsteinson og Unnur Ösp Stefánsdóttir og stóðu sig vel og var Ólafur alveg fantagóður.
Næstu 2 vikurnar eða svo mun vera nóg um að vera ogætla ég að tiltaka hér nokkur atriði en of langt mál er að telja allt upp.
Í kvöld fer fram stuttmyndakeppni sérdeilda framhaldsskólanna í sal 2 í Háskólabíói.

Á morgunn laugardag mun verða framinn gjörningurinn "Tökum höndum saman" á reykjavíkurtjörn og er ætlunin að mynda hring í kringum tjörnina og að allir hópar verði með í þessu,hefst þessi gjörningur kl 1 en gangan sjálf kl 2,hvet ég alla sem þetta kunna að lesa til að mæta á þetta atriði en höfundur þessa gjörnings er kjarnakonan Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir.
Eftir gjörninginn fara svo allir á geðveikt kaffihús og handverkssýningu í Hinu húsinu en það stendur frá kl 12 -17.

Þann 30 apríl er leiklistakvöldið og erþað geggjuð stemming alltaf,þann2 mai er ljóðakvöld á Hressó,8 mai eru rokktónleikar á Domo Þingholtsstræti og dagin eftir menningarkvöld Átaks,og  svo ekki sé nú talað um allar myndlistasýngarnar sem eru á nokkrum stöðum m.a Norræna húsinu,þessari hátíð verður svo slitið þann 16 mai þegar Fjölmennt og List á landamæra halda sameiginlega lokahátíð(Þetta er árshátíð Fjölmenntar).

Ljóst er á öllu þessu að dagskráratriðin eru mörg og af margvíslegum toga við allra hæfi og hvet ég sem flesta til að mæta á þessa viðburði.

Stjórn Listar án Landamæra skipa eftirtaldir:Magnús Korntop fyrir Átak,Friðrik Sigurðson fyrir Þroskahjálp,Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fyrir ÖBÍ,Bentína Björgólfsdóttir,Kristinn Ingvarson fyrir Hitt húsið og María Hildiþórsdóttir fyrir Fjölmennt,framkvæmdarstýra okkar hefur verið nú í 2 ár Margrét M Norðdahl og hefur hún stýrt þessu af myndarskap,stundum eru menn ekki sammála um leiðir en það leysist allt.

Við viljum þakka öllum styrktaraðilum sem styrktu þessa hátíð með einum eða öðrum hætti kærlrga fyrir,án þeirra væri þetta ekki hægt svo einfalt er það.

Netfang okkar er list án landamaera.blog.is og síminn er 691 8756 vonast til að sjá ykkur sem flest á þessari hátíð.

                           KV;Magnús Korntop


Sælt kæra fólk.

Þá er enn einn dagurinn runninn upp með góðu veðri og vor í hjarta.
Dagurinn í gær var frekar letilegur þar til í gærkvöldi en þá fór ég á minn fyrsta stjórnarfund hjá handknattleiksdeild ÍR og var ekki laust við að smá hnútur væri í maganum fyrir þennann fyrsta fund en stressið hvarf fljótt en ljóst er að tað tekur smá tíma 2-3 fundi að komast í yfir stressið og er það mjög eðlilegt enda gott fólk sem starfar með mér en eins og ég hef sagt áður að þá verður gaman að takast á við þetta krefjandi og skemmtilega verkefni að reisa skútuna við og það verður gert,trúið mér.

Í dag kl 5 hefst hin árlega lístahátíð Listar án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur en spes blogg mun koma um þessa listahátíð á morgunn þar sem frekari grein verður gerð fyrir viðburðum hverjir starfa í stjórn ofl.

Annars er bara lítið að frétta fyrir utan karpið í pólitíkusunum og virðist sama tóbakið vera hjá þeim flestum en nóg komið í bili,blogga síðar í dag og segi þá frá því hvernig opnunin gekk fyrir sig í Ráðhúsinu en þangað til hafið það næs elskurnar og gerið allt sem ég myndi gera.
                               KV:Korntop


Annasemi.

Sælt veri fólkið.

Í gærkvöldi var aðalfundur handknattleiksdeildar ÍR og komst ég í stjórn deildarinnar og bíður okkar það erfiða hlutverk að koma skútunni á réttann kjöl,vissulega krefjandi hlutverk en skemmtilegt,ekki var kosinn formaður vegna þess að enginn bauð sig fram og verður framhaldsaðalfundur síðar þar sem formannskjör er eina dagskrármálið.

Í dag er nóg um að vera,strax eftir þetta blogg fer ég á fund í stjórn "List án landamæra"en listahátíð okkar hefst á fimmtudaginn 26 apríl kl 17 í Ráðhúsinu,svo ætla ég í sund,svo er það matur á BK,eftir það verður farið í einkatíma til Ara,kl5 er hljómsveitaræfing í Hraðakstur bannaður sem stendur til kl 7 og þaðan verður haldið á aðalfund Átaks.

Eins og sést á þessari upptalningu verður lítið um pásur í dag og er það bara fínt maður er þá ekki aðgerðarlaus á meðan,en ég læt þetta gott heita í bili eigið góðan dag elskurnar mínar.

                                                KV:Korntop


Uppgjör.

Sælt veri fólkið,þá er íslandsmótinu í handbolta lokið og eru Valsmenn íslandsmeistarar,til hamingju með það Valsmenn.

En tímabilið hjá okkur ÍR-ingum var erfitt og það vissu menn svosem fyrir mót,það var nýtt keppnisfyrirkomulag með 3 umferðum og það lið sem flest stig fengi yrði íslandsmeistari en 2 lið myndu falla og er það hátt hlutfall miðað við 8 liða deild að 25%liða skuli falla,við ÍR-ingar misstum hálft byrjunarliðið og eftir stóðu ungir strákar sem setið höfðu á bekknum en þurftu nú að taka ábyrrgð og svo sannarlega gerðu þeir það því þegar á heildina er litið munaði alveg grátlega litlu að við værum uppi á meðal þeirra bestu,tapleikur gegn HK sem átti að fara jafntefli og Stjörnuleikurinn þar sem við vorum með unninn leik en töpuðum honum,fleiri leiki mætti nefna til en ég kýs að sleppa þeim,en reynslan sem menn fengu var mikil og ekki má gleyma Þjálfurunum,Ella Ísfeld og Hrafni Margeirssyni,2 reynsluboltar sem miðluðu af þekkingu sinni svo um munaði.

Hvað tekur við?

 ÍR er ekki meðal þeirra bestu og ljóst að ekki tjáir að gráta Björn bónda heldur safna liði og sigla skútunni upp í Úrvalsdeild eins hratt og örugglega og kostur er,núverandi leikmenn þurfa að sýna þann styrk og karakter að vera áfram í félaginu en ekki flýja sökkvandi skip þá verður þetta bara erfitt því við áföll eins og þetta þroskast menn og verða betri leikmenn,
Ég man þá tíð fyrir um 20 árum þegar við ÍR-ingar rokkuðum á milli deilda,engum datt þá í hug að fara í burtu heldur tóku menn höndum saman og komu liðinu upp aftur og þannig á það að vera í dag,handknattleiksdeildin samanstendur af samhentu fólki sem vinnur gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins,einnig eru stjórnarmenn og starfsmenn gegnheilir ÍR-ingar sem unna félaginu hvað sem á bjátar.ég ætla því að gerast svo djarfur að skora á hvern og einn leikmann að hugsa sig tvisvar um áður en hann  flýr hið sökkvandi skip,því ábyrggð leikmanna er mikilog ættu núverandi leikmenn að sjá sóma sinn í að halda áfram amk eitt tímabil og koma handknattleiksliði ÍR aftur þangað sem það á heima meðal þeirra bestu,nóg er af ungum leikmönnum og þeirra tími kemur.

Næsta tímabil verður skemmtilegt en um leið erfitt það gera allir ÍR-ingar sér vonandi grein fyrir,það verður áfram spilaður handbolti í ÍR þrátt fyrir þetta áfall nú,tökum höndum saman, brettum  upp ermar og vinnum að því að spila á hæsta level keppnistímabilið 2008-2009 þegar nýtt íþróttahús verður vígt í Mjóddinni,
                    Áfram ÍR.
                  kv:Magnús Korntop

 


Fréttir vikunnar.

Góðan dag elskurnar.

Í fréttum vikunnar kennir ýmissa grasa og rétt að byrja á byrjuninni.

Á sunnudeginum féllum við ÍR-ingar úr Úrvalsdeild í 1 deild í handbolta,á mánudeginum urðu KR-ingar íslandsmeistarar karla í körfuknattleik eftir spennandi úrslitaeinvígi við Njarðvík þar sem úrslit réðust oftar en ekki á lokamínútunum.

Á miðvikudaginn má segja að fréttirnar hafi hrúgast niður,stórbruni varð í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikil verðmæti brunnu til kaldra kola en þar er um að ræða hús frá annars vegar 1801 og hitt 1852 og hafa prýtt götumyndina í rúm 200 ár og er talið að kviknað hafi í ljósum og eldurinn farið svo eins og eldur í sinu,vonast ég svo sannarlega að þessi hús verði endurreist en ekki byggð háhýsi það skemmir allt dæmið,ekki var öllu þessu fyrr lokið en 80 gráðu heitt vatn tók að flæða frá Vitastíg niður á laugaveg og brenndust um 7 manns,en hitavatnslögn á Vitastíg fór í sundu.

Í öllu þessu lauk mestu sápuóperu allra tíma er Emil og Imma hættu saman og má segja að það hafi gerst með hvelli því þegar ég var hjá Alvildu um þar síðustu helgi þá bölvaði Imma mömmu sinni í sand og ösku og lofaði m.a.s Ali að hún færi ekkert aftur,Alvilda benti henni á að ef hún færi aftur til mömmu sinnar þá kæmi hún ALDREI aftur in á heimilið,en það er nákvæmlega það sem gerðist og Alvilda fékk nóg og sagði stopp,nú er þessari sápu hinsvegar lokið og kemur aldrei meir,það er ljóst en málið með Immu er að hún veit ekki hvað hún vill og hún situr uppi með RANGA ákvörðun,einnig gerðist það í vikunni að skipið Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes fyrir jól komst á flot og liggur nú í Hafnarfjarðarhöfn.

En nú er nóg komið í bili,ef eitthvað hefur gleymst get ég alltaf bætt því hér inn en fréttapistli er lokið.
                                     KV:Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

102 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband