Færsluflokkur: Bloggar

Enn afmæli.

Jæja elskurnar.

Þá er einn einn dagurinn runninn upp og enn er ég í Njarðvík enda búið að vera mjög gaman hérna og allt hefur gengið áfallalaust syrir utan fyrstu nóttina en þá stakk ég mig á nagla sem kominn er uppúr dýnunni og fékk hann beint í rasskinnina svo að kom sæmilegur blóðblettur á dýnuna og svaf ég lengst af í sófanum í gær(Líklega sökum missi á blóðsykri).

Annars leið dagurinn við að horfa á  SÝN og át á afgöngum frá afmæli Emils enda nóg til,t.d horfðum við á 2 handboltaleiki fra þýskalandi,KR vinna Njarðvík í körfunni og risann Valluyev missa kórónuna og fórum svo að sofa

 Alvilda og Ali fóru reyndar inn í herbergi snemma enda fengitími þar á bæ og ástin blómstrar á milli þeirra og bara gaman að sjá hvað þau eru ástfangin,en talandi um Ali þá hefur álit mitt á þessum manni ekkert breyst bara aukist ef eitthvað er,þessi maur er svo fyndinn og ef maður spyr hann um eitthvað þá reynir hann að gefa svör,hann vill líka að gestum líði vel og allt sé í lagi,t.d eftir allann svefn minn í gær settist hann niður og fullvissaði sig um að ég væri allt í lagi og ekkert amaði að mér,og eins og unglingar nútímans myndu orða það að þá fíla ég þennann mann í tætlur og eins og ég hef sagt áður þá er hann blátt áfram og lausvið alla tilgerð.

Í dag er enn eitt afmælið en Imma á afmæli í dag og óska ég henni til lukku með 21 árs afmælið en við höldum upp á það með henni og verður örugglega skemmt sér vel en nú er komið nóg í bili,eigið góðan dag elskurnar mínar.
                       KV:Korntop


Gott afmæli.

Góðan gaginn elskurnar mínar

Þá er enn einn góði dagurinn runninn upp en í gær var afmæli Emils og mætti ég þangað með allt mitt haf.
Dagurinn í gær hófst þannig að ég tók taxa á BSÍ og hitti Immu þar og vorum við samferða til Alvildu,á leiðinni töluðum við saman um samband þeirra Emils  var augljóst á öllu að henni leið illa enda mamma hennar búin að hræra í henni hverja vitleysuna á fætur annari í því augnamiði að skemma á milli þeirra,en hvað um það?Við fórum út hjá Njarðvíkursjoppunni og gengum  þessa 400 metra til Alvildu,þegar við nálguðumst Brekkustíginn fór Imma að gráta yfir því hvað henni liði illa og að hún saknaði Emils enda fór það þannig að hún henti sér í fangið á honum eins og hún hefði séð Guð almáttugan,leið svo dagurinn við spjall og um hálf 7 hófst afmælið en þá höfðu 6 manns boðað forföll af misgáfulegum ástæðum.

Veitingar voru ekki af lakara taginu,svínakjöt,pizzur,franskar kökur og ís og drukkið gos með.

Um kvöldið var fengu allir sér bjór nema ég það var sungið og haft gaman og voru sumir á herðablöðunum(nefni engin nöfn).
Hörður"Harðviður"fór hamförum og lék mann og annann við góðar undirtektir viðstaddra sem enn héngu uppi,en mesta athygli vakti þegar Ali fékk sér í nefið hjá herði og vöktu þær aðfarir óskipta kátínu allra.

Í dag er svokallað annar í afmæli enda nóg eftir,verður deginum eytt í að horfa á SÝN enda bæði þýska bikarkeppnin í handbolta og Njarðvík KR í körfunni.

Ég læt þetta gott heita í bili,eigið góðan dag.
                         KV:Korntop


Aftur til Njarðvíkur.

Jæja elskurnar mínar þá er nú þessi fallegi dagur runninn upp og eftir um 1 klst fer ég á BSÍ til að taka rútuna til Njarðvíkur en tilefni ferðarinnar þangað er að vera viðstaddur afmæli Emils sem á afmæli í dag og er orðinn 31 árs en betra er að fara að öllu með gát því í dag er föstudagurinn 13 en mikil er hjátrú fólks og hræðsla mikil hja fólki ef föstudag ber upp á 13 degi mánaðar,ég hef nú ekki áhyggjur af slíku og ætla að skella mér í sund ef tími gefst til.

Í kvöld hefst svo afmælið og þá verða samankomin hjá Alvildu um 8 boðsgestir sem samanlagt vega um 1,4 tonn,ekki þarf að spyrja um allann matinn sem ofan í okkur fer en mér skilst að magnið sé óheyrilegt,en skemmtilegt og skrautlegt lið verður í þessu afmæli og bara gaman að Því.
Svo á morgunn er spurning hvort maður fari á 3 leikinn í Njarðvík-KR seríunni í körfubolta það kemur í ljós,ég mun svo blogga hér á sunnudag m þetta afmæli og hvað gerðist markverðast og fyndnast,
En nú er komið nóg í bili,eigið elskulegan dag gott fólk.
                       KV:Korntop


Úrslit kvöldsins.

Þá eru komin úrslit í leikjum kvöldsins sem ég flallaði um hér fyrr í kvöld.

Evrópukeppni félagsliða:

Tottenham 2-2 Sevilla
Defoe(62)         sjálfsmark(3)
Lennon(67)        Kamote(8)

Sevilla áfram samanlagt 3-4.

DHL deildin í handknattleik.
Íþróttahús Seltjarnarness.

Valur 29-19 Fram

Iceland Express deildin í körfu knattleik.
DHL Höllin.
KR 82-76 Njarðvík


Sport.

Í gær fóru fram seinni leikirnir í 8 liða úrslitum og verður að segjast eins og er að úrslit komu á óvart og þó ekki

Á Anfield Road í Liverpool sigruðu heimamenn PSV 1-0 með marki Peter Crouch en í raun má segja að Robbie Fowler eigi þetta mark með húð og hári,ekki verður sagt að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og þetta mark það eina jákvæða við leikinn.

Í hinum leikinum áttust við Bayern Munchen og AC Milan og voru Bæjarar með pálmann í höndunum eftir fyrri leikinn en margt fer öðruvísi en ætlað er því Milan liðið kom baráttuglatt til leiks og unnu Bæjara 2-0 mjög sannfærandi.

Í undanúrslitum spila því eftirfarandi lið:
Liverpool-Chelsea.
AC Milan-Man Utd.

En þá eru það leikir kvöldsins.

Tottenham-Sevilla
Spánverjarnir unnu fyrri leikinn 2-1 og nægir því Tottenham sigur 1-0 en það er hægara sagt en gert því Sevilla liðið er geysisterkt og engir aukvisar í því liði og því erfitt verrkefni fyrir Tottenhamliðið,ég spái að þetta fari 3-1 fyrir Tottenham.

KR-Njarðvík.

Leikur 1 var stórskemmtilegur og mikil stemming þar sem heimamenn í Njarðvik voru mun betri og leiddu í leikhléi 58-44,í byrjun seinni hálfleiks var engu líkara en heimamenn hefðu gleymt að koma út úr búningsklefanum því gestirnir í KR komust hægy og bítandi inn í leikinn og að loknum 3.leikhluta var staðan orðin 70-72 fyrir KR og útlit fyrir spennandi l 4 leikhluta en Njarðvíkurliðið var ekki á því heldur vöknuðu upp við vondann draum og keyrðu yfir óttaslegna KR-inga og unnu leikhlutann 29-6,fáheyrðar tölur í leikhluta og þar með leikinn 99-78,ég veit að þannig verður það í kvöld,stórskemmtilegur leikur sem KR verður að vinna,annars klárar Njarðvík þetta 3-0 á laugardaginn kemur.
Ég spái því að KR vinni þennann leik og jafni seríuna,það skiptir ekki máli hvort leikur vinnst með 1 stigi eða 50 þú færð bara 1 punkt.

Valur Fram.

Þá er aðeins eftir að skrifa um leik Vals og Fram sem verður spilaður á Nesinu í kvöld og skiptir öllu máli fyrir Val sem mega illa við því að tapa stigum eftir sigur HK-manna á okkur ÍR-ingum í gærkvöldi og því koma Valsmenn örugglega brjálaðir til leiks og munu eðlilega gera allt til að jafna metin við HK.
Ég spái því að Valur vinni þennann leik 29-28 og haldi spennunni í deildinni.

Nóg komið í bili.KV;Korntop


Meistaradeild Evrópu.

Eftir rúma 1 klst hefjast seinni leikirnir í 8 líða úrslitum Meistaradeildar evrópu í knattspyrnu,eigast þar við annars vegar Liverpool-PSV Eindhoven á Anfield Road og á Allianz vellinum í Nunchen eigast við Bayern Munchen og AC Milan,ekki ætla ég að tala mikið um leikinn á Anfield því þar sem þeir sigruðu fyrri leikinn 0-3 þá er fræðilegur möguleiki á að þeir klúðri þessum leik og spái ég hiklaust Liverpool sigri 4-0.

Í hinum leiknum er allt annað í gangi því jöfnunarmark Dan Buyten á síðustu sekúndu í uppbótartíma setti allt á annann endann er hann jafnaði 2-2,þessi leikur verður alveg örugglega mjög spennuþrunginn en einhvernveginn læðist að mér sá grunur að AC Milan eigi eitthvað inni og láti sverfa til stáls og reyni að skora snemmma og loki svo vörninni hjá sér en ég held að sú tilraun misfarist og Bæjarar vinni þetta 2-1 en sjón er sögu ríkari,ég kem svo með úrslitin og hugleiðingar um undanúrslitin í kvöld.

Ég læt fylgja með spá um leiki kvöldsins og endilega commentið og segið ykkar skoðun.

Liverpool 4-0 PSV

Bayern Munchen 2-1 AC Milan.

KV:Korntop.


Njarðvík.

Jæja góðir hálsar þá er að blogga aðeins hérna,en ég fór með rútunni í gær um hálf 3 leytið frá BSÍ og til Alvildu vinkonu minnar sem þar býr ásamt Ali (Nýja manninum hennar frá Marokkó) sonum sínum 2 Axel og Þorsteinn og Emil vini mínum,kom ég um hálf 4 og hitti Emil í Njarðvíkursjoppunni svokölluðu,keyptum gos á rándýru verði og röltum svo á Brekkustíginn en þar býr þessi kjarnafamilía.

Um kvöldið fórum við Emil að sjá leik 1 í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik og áttust það við lið Njarðvíkur og KR sem heimamenn í Njarðvík unnu 99-78 eftir furðulegan seinni hálfleik en staðan í leikhléi var 58-44 fyrir UMFN,eftir 3 leikhluta var staðan hinsvegar orðin 70-72 fyrir KR en  síðasta leikhluta sigruðu heimamenn 29-6 og þar með leikinn,skemmtilegur leikur sem lofar góðu um framhaldið.

Jæja,efyir leikinn fórum við aftur heim og fengum okkur í gogginn kjöt af bestu sort og franskar með,svo var borðaður eftirréttur(ís og bananar) og svo var spjallað langt frameftir,í dag fékk ég að prófa þetta arabíska margumtalaða brauð og olli það ekki vonbrigðum,hélt ég svo heim með 4 rútunni í dag.

Þessi ferð var skemmtileg og náði ég að kynnast Ali mjög vel,eðalmaður þar á ferð,eitthvað svo blátt áfram og skemmtilegur náungi.

Ég verð aftur þarna um helgina því þá á Emil afmæli og þá verður sko slett úr klaufunum.

Ég þakka kærlega fyrir mig og þessar frábæru stundir sem ég átti þarna.

Takk fyrir mig,KV:Maggi.


Gleðilega páska.

Sæl öll.

Loksins kominn í samband eftir miklar hremmingar sem kostaði kaup á nýju lyklaborði og nýrri mús,
en nú eru þau mál leyst í bili.

Átak hélt vorhátíð í 1x í gærkvöldi með mat leikjum og balli og gekk svona líka glimrandi vel.

Ætla að japla á páskaeggjum á eftir og fer svo til tengdó í mat í kvöld og svo á morgunn verður haldið til Njarðvíkur að heimsækja Alvildu og Ali en þangað fer ég alltof sjaldan og ekki laust við að ég ætla að skemmta mér konunglega,m.a ætla ég að skella mér á leik í körfunni en 1 leikur í úrslitunum milli Njarðvíkur og KR verður einmitt annað kvöld og ætla ég að taka Emil með en nú er nóg komið af blaðrinu í bili ég óska lesendum síðunnar gleðilegra páska eigið góðan dag.
                  KV:Korntop.

 


Aprílgabb.

Vegna bloggs í gær um að ég hefði verið kallaður til vegna manneklu skal tekið fram að um gabb var að ræða.

Eins og þeir sem þekkja mig best vita að þá er ég of þungur og ekki nógu góður til að spila með handknattleiksliði ÍR.

var þetta eingöngu sett upp vegna 1.apríl.


Fyrsti leikur eftir langt hlé.

Hringt var í Korntop og hann beðinn um að mæta í leik ÍR gegn Stjörnunni í Ásgarði í dag kl 16 því sökum manneklu þá vantar leikmenn,en þar sem kallinn er orðinn 41 árs er ekki víst að hann endist lengi sökum úthaldsleysis en þeir sem vilja sjá kallinn í búningi ÍR mæti í Garðabæinn og fylgjast með herlegheitunum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

101 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband