Ráðstefna og ball.

Á laugardaginn kemur(20 september)verður Átak(Félag fólks með þroskahömlun) 15 ára og af því tilefni ætlum við að vera með ráðstefnu þann dag þar sem nokkrir fyrirlestrar verða fluttir um málefni sem skipta okkur máli eins og búseta,skólamál ofl auk þess sem skemmtiatriði verða til að brjóta þetta pínulítið upp,ég ætla að vera fundarstjóri fyrir hádegi og svo tekur Freyja Haraldsdóttir við eftir hádegi en ráðsefnan hefst klukkan 10 og er lokið um 16´30.

Um kvöldið ætlum við svo að sletta ærlega úr klaufunum en þá verður hátíðarkvöldverður með skemmtiatriðum milli rétta og svo munu Plútó og Hraðakstur bannaður leika fyrir dansi til ca 12-1 og því nóg að gera hjá mér þann daginn því ég er eins og þið vitið flest í Hraðakstur bannaður og nú er tækifæri til að sjá kallinn á sviði.

Allt fer þetta fram á Grandhótel eins og allir aðrir stærri atburðir og vonast ég að sjálfsögðu til að sjá sem flesta bæði á ráðstefnunni svo ég tali nú ekki um ballið allavega ætla ég að skemmta mér ærlega þó ekki verði ég drukkinn.

MUNIÐ SKOÐANAKÖNNUNINA ÞIÐ SEM HAFIÐ EKKI ENNÞÁ KOSIÐ.

                                           KV:Korntop


Bloggstopp.

Er bara að láta vita af því að það verður bloggað út þessa viku og svo fer blogg hér minkandi eftir það,hef ekki alveg gert upp hug minn hvort ég hætti þessu eða fari í langt frí en það er bara svo mikið að gera hjá mér að ég sé ekki fram á að geta sinnt þessari síðu sem skyldi.

Ef ég hætti að blogga og loka þessari síðu þá fáið þið að vita af því fyrst allra.

Endilega kjósa í könnuninni þið sem eigið það eftir.


Svekkelsi.

Komst ekki í úrslit í singing bee og töpuðum fyrir Húsasmiðjunni því miður,grátlegt í ljósi þess að ég hefði unnið þann sem sigraði og er ég á því að ég hafi ekki verið valinn sökum fötlunnar og er það skandall ef svo er og því verður þagnarskylda ekki virt nema að mjög takmörkuðu leyti.

Að öðru,þá er ég að spá í að fresta rússneskunáminu sökum tímaskorts og er að hugsa um að taka þetta frekar eftir áramót þegar tíminn er meiri því nóg er að gera hjá mér fyrir jól og ég verð jú líka að eiga tíma fyrir sjálfan mig ekki rétt?

Handboltinn hefst aftur á föstudaginn og svo er ráðstefna og ball á laugardaginn kemur á Grandhótel en þá er Átak 15 ára og auðvitað er bandið mitt að spila á ballinu þannig að það er nóg að gera og vil ég hvetja bloggvini mína sem hafa ekki séð bandið mitt spila að kíkja á kallinn.

Að endingu vil ég hvetja fólk til að kjósa í könnuninni þá er hún marktækari.

                                   Heyrumst.


Hæ.

Bara lítið í dag en nú á eftir verður farið í vinnuna eins og venjulega á virkum dögum,þaðan verður haldið í sund,síðan er það Laugardalsvöllur en þar fer fram leikur íslendinga og skota klukkan 18´30 og ætla ég að styðja strákana í leiknum.

Það verður gaman á leiknum enda um 1200 skotar sem mæta og drekka sig fulla og syngja hástöfum þannig að maður fær það á tilfininguna að maður sé staddur erlendis.

Ég spái jafntefli(1-1) og svo sjáum við bara til í leikslok en ég vil benda áhugasömum á það að leikurinn er sýndur á RÚV.

                              ÁFRAM ÍSLAND.

                               KV:Korntop


Helgin.

Á föstudagskvöldið skellti ég mér í vinnuteiti með vinnufélögunum og fór gleðin fram í Viðey og skemmtu menn sér konunglega,grillað var og farið í leiki auk þess sem ég söng 2-3 lög og var haldið til baka um klukkan 23´30.

Þegar í höfn var komið voru teknir leigubílar og stefnan sett á Steak and play og það verð ég að segja að það er einhver ömurlegasti staður sem ég hef komið á.í einu orði sagt:Ekkert sérstakur.

Eftir smá veru þar þá fóru sumir heim en megnið af liðinu með mig innanborðs fórum á Classic Rock í Ármúlanum og þar skemmtu menn sér vel,fórum í pool ofl en um kl 3 fékk ég nóg og hélt heim.

Í gær var áheyrnarprufa vegma Skjás 1 en þar sem ég er bundinn þagnarskyldu má ég ekkert segja hvernig þær gengu en ég má þó segja að ég sé í þættinum og þið verðið bara að fylgjast með hvenær þessir þættir verða sýndir.

Í dag ætla ég bara að slappa af og hafa það cryppy.

                                     KV:Korntop


Söngurinn er málið.

Í gærkvöldi fór ég í Ölver að taka þátt í keppni sem heitir Singing bee og í gær átti það að vera BYKO vs Húsasmiðjan,svo fór nú að húsasmiðjuliðið lét ekki sjá sig á meðan BYKO liðið mætti og þekkti ég engan frá BYKO því þarna voru komnir einstaklingar frá mörgum deildum en maður kynntist þeim fljótt svo það bjargaðist,en þetta er karókíkeppni svo að ég er á heimavelli ef svo má segja.

Þegar tími var kominn þá sungum við nokkur lög upp á grínið og líka til að æfa röddina og kynnast innbyrðis,en áheyrnarprufur verða á laugardaginn og eru 10 keppendur og 6 komast áfram í úrslitaþátt sem tekinn verður upp á Skjá 1 með fullum sal af fólki og nú er bara stefnan að vera á meðal 6 efstu og komast í þennann þátt en þó það takist ekki þá er það ekki heimsendir,ég get þó sagt eftir á að ég hafi reynt.

Ég hef ekki leyfi til að segja hvernig mér gekk í prufunum því í dag verður komið með samning til mín þar sem kveður á um þagnareið keppenda sem þýðir að ég má ekki undir neinum kringumstæðum segja úrslit eða neitt þvíumlíkt,en þessar reglur eru settar af Skjá 1 og ég virði þær auðvitað.annað væri fásinna.

Hvað mig varðar þá er ég á meðal þessara 10 keppenda og ef ég kemst í upptökuþáttinn sem keppandi(Verð í sal annars)þá er það algjör bónus,ég ætla ekki að setja neina pressu á mig fyrirfram heldur njóta þess sem mér finnst skemmtilegast að gera.

FYLGIST MEÐ SINGING BEE Á SKJÁ 1.

                                         KV:Korntop


Loksins pistill.

Þá er haustið að ganga í garð með öllu því sem tilheyrir eins og lauf falla af trjánum,skólar byrja,inniíþróttir eins og hand og körfubolti hefjast á ný osfrv,semsagt allt eins og það á að vera.

Sumarið hjá mér hefur verið ágætt fyrir utan allann hitann sem var í sumar og gat af sér höfuðverk og annað vont stuff,en það sem ég gerði mest af í sumar var að sjá fótboltaleiki í Landsbankadeildinni og á ég eftir að fara á nokkra leiki í viðbót.

Skólinn byrjar svo aftur hjá mér á fimmtudaginn og þá fer bandið mitt af stað aftur eftir of langt frí,en söngur er ekki það eina sem ég ætla að nema í vetur því þann 23 september byrja ég í Málaskólanum Mími og ætla að sækja 9 vikna námskeiðkeið(18,kennslustundir)í rússnesku,já þið lesið rétt og svo verður kanski þýska numin á sama hátt eftir áramót og er ætlunin að vera svokallað"mellufær"í báðum tungumálum en það þýðir fyrir þá sem ekki vita að geta bjargað sér þó ekki væri nema og kostar námskeiðið 29 þús en svo borgar stéttarfélagið á móti mér.

Einnig verð ég enn viðloðandi handboltann hjá ÍR í vetur en ég er orðinn einn af "pennum"ÍR síðunnar auk þess sem, ég kynni væntanlega leiki liðsins eða hjálpa til á annann hátt.

Þetta er svona það helsta sem sem ég geri í vetur og mun ég láta vita hér hvernig rússneskunámið gengur enda um geysierfitt tungumál að ræða.

                                      Spassiba:Korntop


Aðeins meira.

"Til að forðast að rekast á stuðarann á bílnum fyrir framan mig,þá keyrði ég á vegfarandann"
                                   Úr tryggingarskýrslum.

"Við náðum ekki að laga bremsurnar en hækkuðum flautuna í staðinn"
                     Úr reikningi frá bílaverkstæði

"Það er löng leið frá Íslandi til Himnaríkis"
                                         Gullna hliðið.

"Konungs garður er rúmur inngangs en þröngur brottfarar"
                                     Egils saga.

                                      KV:Korntop


Fleiri tilvitnanir.

"Dimmir með kvöldinu"
                      Úr veðurfréttum.

"Hann skrúfaði boltann bak við hægra eyrað á markmanninum"
                                       Samúel Örn Erlingson.

"Hann sprettur úr skónum"
                       Bjarni Fel.

"Sjúklingur lærði söngnám"
                   Úr sjúkraskrám.

"Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar"
                                        Úr sjúkraskrám.

"Fár bregður hinu betra,ef hann veit hið verra"
                              Njálssaga

"Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum"
                        Úr sjúkraskrám.

"Ég sagði lögreglunni að ég væri ekki slasaður,en þegar ég tók af mér hattinn tók ég eftir því að ég var höfuðkúpubrotinn"
                                     Úr tryggingarskýslu.

"Njóttu lífsins,það er nægur tími til að vera dauður"
                                       NN
                                 Úr sjúkraskrám.

                                KV:Korntop

 

 

 


Tilvitnanir.

"sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð"
                                  Úr sjúkraskrám.

Vel lýgur sá er með vitnunum lýgur.
                     Þorsteins saga SíðuHallssonar.

Ísafjarðarkaupstaður:Starfsmann vantar kvenmann til starfa.
                                 Úr auglysingum.

"vandamál eru tækifæri í vinnufötum"
                            Henry Kaiser.

Einum leik er ekki alveg ólokið.
               Bjarni Fel.

Til sölu.Fallhlíf,aðeins notuð einu sinni,hefur aldrei verið opnuð,smá blettir.

                               Úr auglýsingum.

Ég rakst á sendibifreið sem kom úr hinni áttinni með ritföng.
                               Úr tryggingaskýrslum.

Ljósastaurinn nálgaðist,ég var að reyna að beygja framhjáhonum þegar að hann rakst í bílinn.
                                           Úr tryggingarskýrslum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

103 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband