26.8.2008 | 22:36
Gott hjá Dorrit.
Vildi bara segja að mér finnst hegðun Dorrit Mosaief vera gott mál,það er algjörlega ótækt að forsetafrú eigi að haga sér eins og þæg dúkka heldur verða þær að fá að sleppa sér í taumlausum fögnuði eins og gerðist s.l föstudag eftir sigur á spánverjum sem tryggði "strákunum okkar" sæti í úrslitum ólympíuleikanna.
Það gengur auðvitað ekki upp að fyrirmenni láti eins og draugar heldur eiga ráðamenn og makar þeirra hiklaust að láta tilfiningarnar ráða og það gerði Frú Dorrit eftirminnilega eftir spánarleikin og ég geri orð hennar að mínum og segi:"ÍSLAND ER EKKI LÍTIÐ LAND,ÍSLAND ER STÓRASTA LAND Í HEIMI"
ÞAÐ ER KOMIN NÝ SKOÐANAKÖNNUN,ENDILEGA KJÓSIÐ.
kV:Korntop
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.8.2008 | 14:52
Til hamingju strákar.
Nú fyrr í morgunn lauk úrslitaleik frakka og íslendinga í handboltakeppni ólympíuleikanna í Peking og lauk leiknum með öruggum frönskum sigri 28-23 og áttu "strákarnir okkar"aldrei möguleika gegn sterku frönsku liði og silfur því staðreynd og ekki laust við að maður háskæli og felli tár en ég skammast mín ekkert fyrir það svo stoltur er ég.
Ekki þarf að fjölyrða að þetta er ein stærsta stund í íþróttasögu íslands heldur einnig er ljóst að þessi frábæri árangur verður einnig skrifaður stórum stöfum í sögu landsins enda íbúar sögueyjunnar við Ballarhaf ekki nema um 300 þúsund á meðan íbúar Rússlands eru 300 miljónir eða 1000falt fleiri.
Margir vilja kanski líkja þessum árangri við B keppnina í Frakklandi´89 er Ísland vann Pólland um gullið 29-26 e það finnst mér ekki því Ólympíuleikar eru mun stærri viðburður og er á 4ra ára fresti meðan heims og evrópukeppni eru á 2 gja ára fresti.
En í dag er ég stoltur af því sem gamall handboltaspilari að vera íslendingur þótt tap hafi orðið niðurstaðan þá gáfu strákarnir allt sem þeir áttu í alla leikina og ekkert mál að vakna um nætur til að fylgjast með "strákunum okkar" standa sig svona líka glimrandi
Takk fyrir frábæra skemtun seinustu 2 vikurnar og ekki laust við að fráhvarfseinkenni geri vart við sig á morgunn en svona er þetta.
Allt liðið auk Guðmundar,Óskars Bjarna,Gunnars og allra hinna sem starfa í kringum liðið eiga einnig þakkir skildar og eiga sinn þátt í þessum glæsilegu silfurverðlaunum.
Ég geri það að tillögu minni að allt liðið og þjálfarateymið verði sæmt hinni íslensku fálkaorðu fyrir eitt glæsilegasta afrek sem unnið hefur verið í sögu þjóðarinnar fyrr og síðar.
Til hamingju HSÍ,til hamingju Ísland.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
22.8.2008 | 20:29
Frábært afrek.
Í dag vann íslenska handboltalandsliðið eitt mesta afrek íslendinga er liðið sigraði spábverja með 36-30 eftir að hafa verið yfir í leikhléi 17-15.
Í seinni hálfleik bættu "strákarnir okkar" í og náðu mest 7 marka forskoti 33-26 og unnu svo leikinn með 6 marka mun 36-30 eins og áður sagði.
Vörn og markvarsla lögðu grunninn að sigri liðsins og þar fór fremstur í vörninni ÍR-ingurinn Ingimundur Ingimundarson en auk þess að standa vaktina í vörninni skoraði hann 2 mörk,einnig varði Björgvin Gústavson hátt í 20 skot í leiknum.
Margir koma að glæstum sigrum liðsins á Ólympíuleikunum og þar á ég við þjálfarana og starfsmenn liðsins.
Til hamingju Guðmundur,Óskar Bjarni,Gunnar og allir aðrir og takk fyrir frábæra skemmtun seinustu 2 vikurnar.
Svo er það gullið á sunnudagsmorgunn klukkan 7´45.
ÁFRAM ÍSLAND.
KV:Korntop
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.8.2008 | 00:33
Íhugun.
Fyrst nýjum meirihluta í borginni getur ekki ekki leyst úr eigin málefnaágreiningi þá nenni ég ekki að hjálpa þessum vesalingum.
KV:Korntop
21.8.2008 | 00:20
Tilvitnun.
Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu leyti séð um sig sjálf.
KV:Korntop
19.8.2008 | 11:03
Rökstuðningur.
Ég vil af gefnu tilefni rökstyðja hvers vegna ég vil hafa flugvöllinn áfram á Vatnsmýrinni án íbúðarbyggðar og atvinnustarfsemi.
Gefum okkur að sjúkraflugvél með alvarlega veikan sjúkling þurfi að lenda og það skipti sekúndum um líf eða dauða þá er sjúkrahús í um 5 mín fjarlægð en ef að flugvöllurinn yrði færður upp á Hólmsheiði þá væri þessi möguleiki úr sögunni auk þess sem skógræktarsvæði sem ég og aðrir byrjuðum að gera fyrir um 30 árum yrði eyðilagt og það yrði stórslys.
Þar fyrir utan á Flugvöllurinn að vera í Reykjavík og hvergi annarsstaðar,svo einfalt er það.
17.8.2008 | 21:43
Hvað myndi ég gera ef....?
Þetta finnst mér skipta öllu máli við skipulag og þjónustu við almenning í Reykjavík:
Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og engin byggð né atvinnustarfsemi starfrækt þar.
ENGAR VIRKJANIR.
Ókeypis fyrir ALLA í strætó.
Minka biðlista eftir leikskólaplássi(leggja meiri pening í það dæmi)
Fjölga félagslegumíbúðum í borginni almennt.
Rífa húsin á Laugavegi 4-6 en ekki byggja háhýsi.
Byggja brunarústirnar í Austurstræti og Lækjargötu í upprunalegri mynd en ekki byggja háhýsi.
Halda borgarbúum vel upplýstum um borgarmálefni.
Finna annann stað fyrir Listaháskóla.
Efla löggæslu í borginni og gera lögreglu sýnilegri.
Selja REI og/eða aðskilja það við OR.
Ég man ekki eftir fleiru í bili en þið bloggvinir og lesendur ,sérstaklega þið sem búið í borginni,endilega segið mér ef eitthvað vantar og hvort þið séuð sammála mér í þessu eður ei.
Að endingu vil ég hvetja ykkur til að kjósa í skoðanakönnuninni.
KV:Korntop
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.8.2008 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.8.2008 | 01:49
Sirkus.
Þá er enn einn sirkusinn hafinn í borgarstjórn Reykjavíkur enda 4 meirihlutinn að myndast í borginni og er þetta einsdæmi og birtist það í því formi að Sjálfstæðisflokkurinn beitir öllum brögðum til að komast til valda og svífst einskis í þeim efnum og hlaupa m.a í ofboði niður brunastiga til að komast hjá ágengum spurningum fjölmiðla.
Það sem eftir stendur er m.a sú spurning hver sveik hvern og hver blekkti hvern en svar við þeim spurningum verður víst seint svarað eins og öðrum.
Ég ætla ekki að rekja atburðarásina því hana þekkja allir en enn og aftur er Sjálfstæðisflokkurinn að fiska í gruggugu vatni að mér finnst og ljóst að þeir fara mjög illa með það umboð sem kjósendur gáfu þeim í seinustu kosningum og auðvitað ætti að kjósa aftur í borginni og gefa upp á nýtt því mitt mat er það að flestir borgarfulltrúar hafa misst allt traust borgarbúa og því ætti að kjósa aftur en lagabreytingu þarf víst til að kjósa megi aftur en einhvern veginn er ég á því að borgarbúar eigi að segja sitt álit.
Ég óska nýjum meirihluta góðs gengis og hann starfi út kjörtímabilið því þessum sirkuslátum verður að linna í Reykjavík.
Ég býð mig hér með fram sem borgarstjóri í Reykjavík,ástandið myndi þó allavega ekki versna,það er alveg á kristaltæru
KV:Korntop
14.8.2008 | 11:11
Tilkynning.
Ég á afmæli í dag.
ég á afmæli í dag.
Ég á afmæli sjálfur,
Ég á afmæli í dag.
KV:Korntop
9.8.2008 | 21:27
Hæ.
Bara að láta vita að ég sé enn á meðal lifenda og að ég er orðinn veikur aftur og nokkuð klárt að flensuskíturinn hefur magnast og vonast ég til að þetta taki ekki meira en svona viku að fara úr mér en tíminn sker endanlega úr um það.
Annars er ég bara í góðum gír,ólympíuleikarnir hafnir með öllum sínum beinu útsendingum og allt í goody með það,annars er það klárt mál að ég ætla að drekka í mig þessa leika í tætlur og njóta þeirra í botn.
Svo er það menningarnóttin sjálf og ætla ég á tónleikana á klambró þar sem m.a verða Magnús og Jóhann, Jet Black Joe og Nýdönsk og er stefnan sett þangað og vonandi koma vinirnir með.
En sem sagt:Ég er í góðu lagi þannig lagað og líður bara eftir atvikum.
KV:Korntop
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
102 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
annakr
-
agustolafur
-
brjann
-
eddaagn
-
ellasprella
-
georg
-
ipanama
-
gudruntora
-
zeriaph
-
gudnim
-
harhar33
-
heidathord
-
helgadora
-
krummasnill
-
holmdish
-
hogni
-
inaval
-
jensgud
-
jonhalldor
-
nonniblogg
-
jorunn
-
katlaa
-
katja
-
kolbrunb
-
lillagud
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
margretsverris
-
olofk
-
omarragnarsson
-
ragjo
-
rannveigh
-
rosaadalsteinsdottir
-
ruth777
-
marzibil
-
amman
-
ollasak
-
stebbifr
-
fugla
-
saedishaf
-
stormsker
-
skinogskurir
-
lady