Góðir tónleikar.

Á sunnudagskvöldið var samkölluð útihátíðarstemning þegar hljómsveitirnar,Ný dönsk,Veðurguðirnir að ógleymdum Stuðmönnum stigu á stokk og skemmtu gestum Fjölskyldu og Húsdýragarðsins með söng og sprelli en um 4000 manns sáu ástæðu til að mæta en samt var mikil stemning og stuð í öllum en um 45 mínútna úrhelli(skýfall)setti mark sitt á tónleikana svo að margir urðu holdvotir(þ.m.t. undirritaður)en það skemmdi ekki fyrir mannskapnum sem gerðu eins og ég skemmtu sér bara betur,mér leið allavega vel að fá smá skýfall.

Búist var við um 10-12 þús manns en veðrið hafði semsagt áhrif á margann gestinn sem ákvað að sitja heima,kvisast hafði út að Ragga Gísla og Dísa(Dóttir Röggu og Jakobs)yrðu þarna en svo var ekki heldur söng Birgitta Haukdal með Stuðmönnum og gerði það brillíjant.

Ég skemmti mér hinsvegar konunglega eins og allir aðrir og það er aðalmálið.

MUNIÐ AÐ KJÓSA Í SKOÐANAKÖNNUNINNI.

                                         KV:Korntop


Skemmtun.

Vill bara minna á Töðugjöld í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum klukkan 19´30(Hálf 8) í kvöld.

Fram koma:Nýdönsk,Veðurguðirnir,Stuðmenn og einhverjir fleiri en heyrst hefur að Ragga Gísla og Dísa(dóttir Röggu og Jakobs Frímanns Magnússonar) verði þarna líka.

Þeim sem ekki eiga heimangengt eða búa of langt í burtu er bent á að Rás 2 er með herlegheitin í beinni útsendingu.

Ég verð þarna og ætla að skemmta mér eins og mér er einum  lagið, vonast til að sjá sem flesta í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum í kvöld.

                                        KV: Korntop


Allt að koma.

Þá er nánast búið að kveða þennann flensudjöful í kútinn en eins og þið bloggvinir og aðrir lesendur vitið þá herjaði flensa á kallinn í nokukra daga sem kostuðu einhverja daga frá vinnu en nú er vonandi að þessu veikindaskeiði sé lokið og maður geti mætt til vinnu á þriðjudaginn en þá hef ég verið í rúmlega viku sumarfríi.

Núna um verslunarmannahelgina er stefnan sett á rólegheit nema hvað ég ætla með konunni og vinum mínum á tónleikanna í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum á sunnudagskvöldið en þar munu Nýdönsk,Veðurguðirnir og Stuðmenn skemmta gestum með söng og sprelli,aðgangseyrir er ekki nema skitnar 1000 krónur og má búast við hátt í 20000 manns þarna eins og undanfarin ár.

Að öðru leyti verður ekki ætt neitt út því þá getur flensudjöfullinn komið aftur og alger óþarfi að vekja hann upp á ný og því betra að fara varlega til að ekki fari illa.

Annars er ekkert að frétta þannig af mér nema að undirbúningur að brottför héðan tefst því vegna bilunnar á mbl blogginu hef ég ekki getað fært tengla né annað yfir á nýja staðinn svo að áfram verður skrifað hér í ca 3 vikur-mánuð enn það verður tilkynnt síðar.

Vil að endingu hvetja fólk til að taka þátt í skoðanakönnuninni enda eins og ég hef sagt áður afar áhugaverð spurning í gangi.

P.S. Ég vil óska bloggvinum og öðrum lesendum góðrar skemmtunnar um verslunarmannahelgina og gangið hægt um gleðinnar dyr.

                                              KV:Korntop


Brottför undirbúin.

Bara láta vita af því að ég er enn veikur að flensunni en er að koma til smátt og smátt.

En annars er ég að undirbúa brottför héðan og hef endurvakið vísisbloggið mitt af þeim sökum og læt ykkur bloggvinir vita með commenti á síðurnar ykkar hvaða slóð er á henni,en ég á eftir að setja alla tenglana mína yfir og það tekur tíma,þessu ætti að vera lokið um miðjan ágúst en ég er þegar byrjaður að blogga hinum megin og mun blogga á báðum stöðum í allavega 3 vikur.

                                          KV:Korntop


Flensan herjar enn.

Já,enn herjar flensudjöfullinn á kallinn og er hann bara í bælinu þessa dagana svona mest megnis nema hvað ég fór með konunni í matarboð til Ottós í ofnrétt og var það bara vel heppnað hjá stráknum eins og venjulega en ég vildi ekki svíkja hann því hann var búinn að bjóða okkur í tvígang svo ég fór og sé ekki eftir því en það kostar rúmlegu og hvíldar næstu daga og það vissi ég fyrir.

Annars ætla ég að gera mest lítið í dag,horfa á landsleik í handbolta klukkan 12´30(Ísland-Egyptaland)á RÚV,svo er það íslandsmótið í golfi Á stöð 2 sport klukkan 15´00 sem haldið í Vestmannaeyjum og svo fylgist ég með 2 leikjum í Landsbankadeild karla á Rás 2 í kvöld.

Semsagt sport í dag og hvíld á milli því ekki ætla ég of snemma út aftur þannig að vinnan bíður í einhverja daga enn því miður en eins og ég sagði í seinustu færslu að þá gera pestir ekki boð á undan sér frekar en slysin.

Endilega takið þátt í skoðanakönnuninni,þar er að mínu mati áhugaverð spurning í gangi.

Læt gott heita í bili-nú tekur hvíldin við-blogga meira síðar.

                                        KV:Korntop


ÆÆ.

Nú er kallinn kominn með einhvern flensudjöful og er það ekki gott mál því það kostar dag frá vinnu sem verður til þess að minni peningar koma inn á reikninginn en þessi flensa gerir ekki boð á undan sér frekar en slysin,það er alveg á hreinu.

Það lítur því út fyrir að maður verði rúmliggjandi allavega yfir helgina nema hvað ég ætla með konunni i matarboð til Ottós á morgunn og því um að gera að hvíla sig vel áður en farið verður þangað.

Annars má maður bara ekkert vera að því að vera veikur en þessar pestir herja á mann hvort sem manni líkar það betur eða verr en bót í máli er sú að þessi flensudjöfull er ekki í stærra lagi en það þýðir þó það að maður verður að fara varlega.

En meira blogg síðar þegar ég hef eitthvað áhugavert að segja.

                                    KV:Korntop


Má ekkert lengur?

Var að lesa á vísi.is að Baggalútur hefði gert nýtt lag og að hann fjallaði um kynlífsfarir og drykkju m.a og heitir lagið Þjóðhátíð´93 og það er ekki að sökum að spyrja,karlahópur Femínistafélags Íslands eða ráðskona hans hefur allt á hornum sér og sér allt slæmt við þennann texta sem textahöfundur segir að sé ekkert grófari en margt annað sem sungið sé um.

Nú heyrði ég þetta lag í kvöld og verð að segja það hér að þessi texi er algerlega brilljiant og sé ekkert að honum heldur er þetta húmor sem Baggalút er einum lagið að framleiða og eiga þeir heiður skilinn fyrir þetta frábæra lag.

 Femínistar fara enn einu sinni langt yfir strikið og vælia og grenja ef eitthvað er ekki eftir þeirra höfði,þeir eru sífellt með prédikanir um hvað má og hvað má ekki og eru þeir alltaf með einhver boð og bönn sem er gersamlega óþolandi og í þessu máli gerir karlahópur Femínista úlfalda úr mýflugu svo einfalt er það.

                                        KV:Korntop

 


Brottför,kanski.

Hef verið að velta fyrir mér hvort ekki væri kominn tími á að færa sig annað og minka skrifin hér á mbl blogginu eða hætta bara alveg hérna enda hef ég ekki verið með alvörublogg hér lengi,einnig hefur það gerst að margir eðalbloggarar hafa farið þessa sömu leið enda hafa sumir sem commenta sumir hverjir með leiðindi og er það lítt gaman(það skal tekið fram að þetta eru EKKI bloggvinir heldur svokallaðir "lesendur"

OK,ég hef sagst ætla að hverfa héðan áður en nú er mér meiri alvara en áður og þar fyrir utan hef ég bara minni tíma en áður til að halda síðunni gangandi eftir að ég byrjaði að vinna.

Fólk getur bent mér á að blogga þegar ég vill en þar sem ég er baráttumaður fyrir bættum hag þeirra sem minna mega sín og hef skoðanir á mörgu þá finnst mér að ég verði að blogga reglulega en hef bara ekki að vera að því upp á síðkastið svo að maður er mikið að velta málunum fyrir sér þessa dagana hvað skynsamlegast sé að gera því ekki vil ég gera eitthvað sem ég gæti síðan séð eftir.

Ég hef eignast marga og góða "bloggvini" og myndi láta þá vita hvert ég færi þegar og ef það gerist.

Ég vil árétta það hér að hér eru engin leiðindi í gangi heldur minkandi tími til bloggs,en svo getur líka vel farið svo að maður bloggi ekki á hverjum degi enda er það kanski óþarfi,en komar tímar,koma ráð.

En nóg í bili nema ég vona svo heitt og innilega að Samfylkingin losi sig við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórninni og myndi vinstri stjórn,vonandi verður mér og fleirum sem eru sama sinnis að ósk okkar,einnig vil ég taka upp evru/bandaríkjadal og hefja könnunarviðræður að ESB.

                                KV:Korntop


Sælt veri fólkið.

Er búinn að eiga góða helgi og gera ýmislegt eins og venjulega og skal nú talið það helsta.

Á föstudaginn tók ég mér veikindadag í vinnunni  til að jafna mig á svimanum sem ég fékk í kjölfar byltunnar í víkinni þegar ég fór á Selfoss en er búinn að jafna mig núna,annars var bara horft á Opma breska meistaramótið í golfi þann daginn.

Á laugardaginn var byrjað að horfa á golfið en fór svo á Hlíðarenda að hitta Ottó en við fórum að sjá leik vals og keflavíkur í Landsbankadeild karla og þaðan var haldið inn í húsið og horft á leik íslands og spánar sem okkar menn unnu sannfærandi(35-27).

Í gær var bara chillað nema hvað farið var og keyptar drykkjarvörur annars bara rólegheitin allsráðandi.

Í dag er það bara vinna og svo kanski verður farið á FRAM-Fylkir á Laugardalsvelli en er ekki alveg búinn að ákveða það.

Konan mín hringdi áðan og var með mígreni en hún kom frá Skotlandi í gærkvöldi,hlakka til að sjá hana.

Þá er sögustund lokið í bili-framhald síðar.

                                                KV:Korntop


Sæl öll.

Vikan hefur verið fín og gengið sinn vanagang,mætt í vinnuna og síðan farið á fótboltaleiki þegar þeir eru og er Landsbankadeildin jöfn og spennandi og þannig á það líka að vera.

Hef ekki enn getað kallað "Sólmyrkvann" heim til að setja tölvuna upp fyrir mig sökum þess að ég hef verið upptekinn sjálfur en þarf að bæta úr því sem fyrst því ekki getur talvan verið lengi svona.

Tók

mér veikindadag í vinnunni í dag sökum svima sem ég fékk í gærkvöldi þegar ég fór á Selfoss með vinum mínum sem eru víkingar og varð fyrir því að detta framfyrir mig á gangstétt þegar ég steig á upphækkun sem ég sá ekki en er allur að koma til en þetta var mjög óþægilegt svo mikið er víst,þess má geta að Selfoss sigraði leikinn 1-0,til hamingju með það Bloggvinkonur mínir á Selfossi og nágrenni þó jafntefli hefðu verið sanngjarnt að mínu mati.

Blogga næst þegar ég má vera að því og eitthvað fréttnæmt og áhugavert er að segja.

Þar til næst farið vel með ykkur.

                                                KV:Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

102 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband