Til hamingju strákar.

Nú fyrr í morgunn lauk úrslitaleik frakka og íslendinga í handboltakeppni ólympíuleikanna í Peking og lauk leiknum með öruggum frönskum sigri 28-23 og áttu "strákarnir okkar"aldrei möguleika gegn sterku frönsku liði og silfur því staðreynd og ekki laust við að maður háskæli og felli tár en ég skammast mín ekkert fyrir það svo stoltur er ég.

Ekki þarf að fjölyrða að þetta er ein stærsta stund í íþróttasögu íslands heldur einnig er ljóst að þessi frábæri árangur verður einnig skrifaður stórum stöfum í sögu landsins enda íbúar sögueyjunnar við Ballarhaf ekki nema um 300 þúsund á meðan íbúar Rússlands eru 300 miljónir eða 1000falt fleiri.

Margir vilja kanski líkja þessum árangri við B keppnina í Frakklandi´89 er Ísland vann Pólland um gullið 29-26 e það finnst mér ekki því Ólympíuleikar eru mun stærri viðburður og er á 4ra ára fresti meðan heims og evrópukeppni eru á 2 gja ára fresti.

En í dag er ég stoltur af því sem gamall handboltaspilari að vera íslendingur þótt tap hafi orðið niðurstaðan þá gáfu strákarnir allt sem þeir áttu í alla leikina og ekkert mál að vakna um nætur til að fylgjast með "strákunum okkar" standa sig svona líka glimrandi

Takk fyrir frábæra skemtun seinustu 2 vikurnar og ekki laust við að fráhvarfseinkenni geri vart við sig á morgunn en svona er þetta.

Allt liðið auk Guðmundar,Óskars Bjarna,Gunnars og allra hinna sem starfa í kringum liðið eiga einnig þakkir skildar og eiga sinn þátt í þessum glæsilegu silfurverðlaunum.

Ég geri það að tillögu minni að allt liðið og þjálfarateymið verði sæmt hinni íslensku fálkaorðu fyrir eitt glæsilegasta afrek sem unnið hefur verið í sögu þjóðarinnar fyrr og síðar.

                       Til hamingju HSÍ,til hamingju Ísland.

                                                    KV:Korntop

                                                


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Við megum vera stolt af strákunum okkar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.8.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Ég er sko stolt af strákunum okkar

Svanhildur Karlsdóttir, 24.8.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég á sko eftir að fá bullandi fráhvarfseinkenni, búin að horfa á mikið af þessu ÓL. En ég veit yfir hverju ég pirra mig bráðum, yfir því að fá ekki að sjá eins mikið af Special Olympics og af þessum leikum

Ragnheiður , 24.8.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta var gaman. Ég horfði á tvo leiki, það var nóg. Þeir voru á við 10 spennandi leiki!

Kveðjur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara snillingar, takk fyrir þetta Maggi minn.  kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 00:47

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Special Olympics er fyrir þroskahamlaða en það er Paralympics sem er að byrja núna og er fyrir hreyfihamlaða.

Magnús Paul Korntop, 25.8.2008 kl. 10:59

8 Smámynd: Ragnheiður

Þarna sérðu ! Vegna þess að ekkert er um þetta fjallað þá ruglar maður þessu saman !!

Ég vil fá að sjá ALLA Ólympíuleika !

Er það ósanngjarnt ?

Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 11:06

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sammála þér Ragnheiður. Við eigum afreksfólk sem tekur þátt í þessum leikum. Við þurfum víst ekki að óttast að sjónvarpsdagskránni verði ruglað fyrir þá???

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.8.2008 kl. 11:22

10 Smámynd: Ragnheiður

Nei nákvæmlega Rúna, þetta er mismunun og ég hef lengi pirrað mig á henni.

Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 11:45

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála þér í öllu ofansögðu Magnús minn

Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 17:25

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég er ykkur innilega sammála um þetta Ragnheiður og Rúna,en Sjónvarpið verður víst með sjónvarpsþátt eins og venjulega,fatlaðir eru fólk eins og aðrir,ég tala af eigin reynslu sem þrefaldur þáttakandi á Special Olympics og hef unnið bæði gull og silfur á þeim en ekki voru fjölmiðlað að segja fréttir af því

Magnús Paul Korntop, 25.8.2008 kl. 22:04

13 Smámynd: Ragnheiður

Nei þetta er auðvitað ekki hægt Magnús en þú ert samt flottur í Fréttablaðinu í dag

Ragnheiður , 26.8.2008 kl. 10:38

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn. 

Frábær pistill. Ég er mjög stolt af strákunum okkar. Við gleymum bara síðasta leiknum. Frakkar komust á skrið strax í upphafi og okkar menn náðu aldrei að hrökkva í gang í fyrri hálfleik en löguðu aldeilis stöðuna í seinni hálfleik úr 9 mörkum í mismun niður í 5 mörk.

Strákarnir eru hetjurnar okkar og ég vona að það verði látið mikið með þá þegar þeir koma heim á Frón.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 14:02

15 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert meira en þáttakandi í Special Olympicks, þú ert frábær maður og vinur Magnús Korntop!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.8.2008 kl. 14:23

16 identicon

Til hamingju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:25

17 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll

Þessi hugmynd þín er að verða að veruleika, þetta með orðuveitinguna.

Þeir eiga þetta sko skilið!

Jón Halldór Guðmundsson, 26.8.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband