Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

List án landamæra.

Sæl öll.

Í gær var sett í Ráðhúsi Reykjavíkur listahátíð Listar án landamæra og er þetta 4 árið í röð sem hún er haldin og fer því að vera árlegur viðburður en hátíðinni er ætlað að leiða saman fatlaða og ófatlaða einstaklinga í listsköpun í hinum ýmsu listformum(leiklist,myndlist,tónlist osfrv),
Á setnigunni kenndi ýmissa grasa,Lilja Pétursdóttir lék á hljómborð,en svo hófst hin eiginlega dagskrá með því að Ágúst Guðmundson kvikmyndagerðarmaður og formaður bandalags íslenskra listamanna(BÍL) setti hátíðina Bjarney Erla Sigurðardóttir spilaði áhljómborð hið kunna íslenska þjóðlag Sofðu unga ástin mín,Hörður Gunnarson flutti ljóð eftir sjálfan sig,Jón Ragnar Hjálmarson flutti nýtt rapplag,Linda Rós Pálmadóttir og Heiða Eiríksdóttir fluttu 2 lög og Elísabet Jökulsdóttir flutti nokkrar örsögur,kynnar voru þau Ólafur Sævar Aðalsteinson og Unnur Ösp Stefánsdóttir og stóðu sig vel og var Ólafur alveg fantagóður.
Næstu 2 vikurnar eða svo mun vera nóg um að vera ogætla ég að tiltaka hér nokkur atriði en of langt mál er að telja allt upp.
Í kvöld fer fram stuttmyndakeppni sérdeilda framhaldsskólanna í sal 2 í Háskólabíói.

Á morgunn laugardag mun verða framinn gjörningurinn "Tökum höndum saman" á reykjavíkurtjörn og er ætlunin að mynda hring í kringum tjörnina og að allir hópar verði með í þessu,hefst þessi gjörningur kl 1 en gangan sjálf kl 2,hvet ég alla sem þetta kunna að lesa til að mæta á þetta atriði en höfundur þessa gjörnings er kjarnakonan Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir.
Eftir gjörninginn fara svo allir á geðveikt kaffihús og handverkssýningu í Hinu húsinu en það stendur frá kl 12 -17.

Þann 30 apríl er leiklistakvöldið og erþað geggjuð stemming alltaf,þann2 mai er ljóðakvöld á Hressó,8 mai eru rokktónleikar á Domo Þingholtsstræti og dagin eftir menningarkvöld Átaks,og  svo ekki sé nú talað um allar myndlistasýngarnar sem eru á nokkrum stöðum m.a Norræna húsinu,þessari hátíð verður svo slitið þann 16 mai þegar Fjölmennt og List á landamæra halda sameiginlega lokahátíð(Þetta er árshátíð Fjölmenntar).

Ljóst er á öllu þessu að dagskráratriðin eru mörg og af margvíslegum toga við allra hæfi og hvet ég sem flesta til að mæta á þessa viðburði.

Stjórn Listar án Landamæra skipa eftirtaldir:Magnús Korntop fyrir Átak,Friðrik Sigurðson fyrir Þroskahjálp,Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fyrir ÖBÍ,Bentína Björgólfsdóttir,Kristinn Ingvarson fyrir Hitt húsið og María Hildiþórsdóttir fyrir Fjölmennt,framkvæmdarstýra okkar hefur verið nú í 2 ár Margrét M Norðdahl og hefur hún stýrt þessu af myndarskap,stundum eru menn ekki sammála um leiðir en það leysist allt.

Við viljum þakka öllum styrktaraðilum sem styrktu þessa hátíð með einum eða öðrum hætti kærlrga fyrir,án þeirra væri þetta ekki hægt svo einfalt er það.

Netfang okkar er list án landamaera.blog.is og síminn er 691 8756 vonast til að sjá ykkur sem flest á þessari hátíð.

                           KV;Magnús Korntop


Sælt kæra fólk.

Þá er enn einn dagurinn runninn upp með góðu veðri og vor í hjarta.
Dagurinn í gær var frekar letilegur þar til í gærkvöldi en þá fór ég á minn fyrsta stjórnarfund hjá handknattleiksdeild ÍR og var ekki laust við að smá hnútur væri í maganum fyrir þennann fyrsta fund en stressið hvarf fljótt en ljóst er að tað tekur smá tíma 2-3 fundi að komast í yfir stressið og er það mjög eðlilegt enda gott fólk sem starfar með mér en eins og ég hef sagt áður að þá verður gaman að takast á við þetta krefjandi og skemmtilega verkefni að reisa skútuna við og það verður gert,trúið mér.

Í dag kl 5 hefst hin árlega lístahátíð Listar án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur en spes blogg mun koma um þessa listahátíð á morgunn þar sem frekari grein verður gerð fyrir viðburðum hverjir starfa í stjórn ofl.

Annars er bara lítið að frétta fyrir utan karpið í pólitíkusunum og virðist sama tóbakið vera hjá þeim flestum en nóg komið í bili,blogga síðar í dag og segi þá frá því hvernig opnunin gekk fyrir sig í Ráðhúsinu en þangað til hafið það næs elskurnar og gerið allt sem ég myndi gera.
                               KV:Korntop


Annasemi.

Sælt veri fólkið.

Í gærkvöldi var aðalfundur handknattleiksdeildar ÍR og komst ég í stjórn deildarinnar og bíður okkar það erfiða hlutverk að koma skútunni á réttann kjöl,vissulega krefjandi hlutverk en skemmtilegt,ekki var kosinn formaður vegna þess að enginn bauð sig fram og verður framhaldsaðalfundur síðar þar sem formannskjör er eina dagskrármálið.

Í dag er nóg um að vera,strax eftir þetta blogg fer ég á fund í stjórn "List án landamæra"en listahátíð okkar hefst á fimmtudaginn 26 apríl kl 17 í Ráðhúsinu,svo ætla ég í sund,svo er það matur á BK,eftir það verður farið í einkatíma til Ara,kl5 er hljómsveitaræfing í Hraðakstur bannaður sem stendur til kl 7 og þaðan verður haldið á aðalfund Átaks.

Eins og sést á þessari upptalningu verður lítið um pásur í dag og er það bara fínt maður er þá ekki aðgerðarlaus á meðan,en ég læt þetta gott heita í bili eigið góðan dag elskurnar mínar.

                                                KV:Korntop


Uppgjör.

Sælt veri fólkið,þá er íslandsmótinu í handbolta lokið og eru Valsmenn íslandsmeistarar,til hamingju með það Valsmenn.

En tímabilið hjá okkur ÍR-ingum var erfitt og það vissu menn svosem fyrir mót,það var nýtt keppnisfyrirkomulag með 3 umferðum og það lið sem flest stig fengi yrði íslandsmeistari en 2 lið myndu falla og er það hátt hlutfall miðað við 8 liða deild að 25%liða skuli falla,við ÍR-ingar misstum hálft byrjunarliðið og eftir stóðu ungir strákar sem setið höfðu á bekknum en þurftu nú að taka ábyrrgð og svo sannarlega gerðu þeir það því þegar á heildina er litið munaði alveg grátlega litlu að við værum uppi á meðal þeirra bestu,tapleikur gegn HK sem átti að fara jafntefli og Stjörnuleikurinn þar sem við vorum með unninn leik en töpuðum honum,fleiri leiki mætti nefna til en ég kýs að sleppa þeim,en reynslan sem menn fengu var mikil og ekki má gleyma Þjálfurunum,Ella Ísfeld og Hrafni Margeirssyni,2 reynsluboltar sem miðluðu af þekkingu sinni svo um munaði.

Hvað tekur við?

 ÍR er ekki meðal þeirra bestu og ljóst að ekki tjáir að gráta Björn bónda heldur safna liði og sigla skútunni upp í Úrvalsdeild eins hratt og örugglega og kostur er,núverandi leikmenn þurfa að sýna þann styrk og karakter að vera áfram í félaginu en ekki flýja sökkvandi skip þá verður þetta bara erfitt því við áföll eins og þetta þroskast menn og verða betri leikmenn,
Ég man þá tíð fyrir um 20 árum þegar við ÍR-ingar rokkuðum á milli deilda,engum datt þá í hug að fara í burtu heldur tóku menn höndum saman og komu liðinu upp aftur og þannig á það að vera í dag,handknattleiksdeildin samanstendur af samhentu fólki sem vinnur gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins,einnig eru stjórnarmenn og starfsmenn gegnheilir ÍR-ingar sem unna félaginu hvað sem á bjátar.ég ætla því að gerast svo djarfur að skora á hvern og einn leikmann að hugsa sig tvisvar um áður en hann  flýr hið sökkvandi skip,því ábyrggð leikmanna er mikilog ættu núverandi leikmenn að sjá sóma sinn í að halda áfram amk eitt tímabil og koma handknattleiksliði ÍR aftur þangað sem það á heima meðal þeirra bestu,nóg er af ungum leikmönnum og þeirra tími kemur.

Næsta tímabil verður skemmtilegt en um leið erfitt það gera allir ÍR-ingar sér vonandi grein fyrir,það verður áfram spilaður handbolti í ÍR þrátt fyrir þetta áfall nú,tökum höndum saman, brettum  upp ermar og vinnum að því að spila á hæsta level keppnistímabilið 2008-2009 þegar nýtt íþróttahús verður vígt í Mjóddinni,
                    Áfram ÍR.
                  kv:Magnús Korntop

 


Fréttir vikunnar.

Góðan dag elskurnar.

Í fréttum vikunnar kennir ýmissa grasa og rétt að byrja á byrjuninni.

Á sunnudeginum féllum við ÍR-ingar úr Úrvalsdeild í 1 deild í handbolta,á mánudeginum urðu KR-ingar íslandsmeistarar karla í körfuknattleik eftir spennandi úrslitaeinvígi við Njarðvík þar sem úrslit réðust oftar en ekki á lokamínútunum.

Á miðvikudaginn má segja að fréttirnar hafi hrúgast niður,stórbruni varð í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikil verðmæti brunnu til kaldra kola en þar er um að ræða hús frá annars vegar 1801 og hitt 1852 og hafa prýtt götumyndina í rúm 200 ár og er talið að kviknað hafi í ljósum og eldurinn farið svo eins og eldur í sinu,vonast ég svo sannarlega að þessi hús verði endurreist en ekki byggð háhýsi það skemmir allt dæmið,ekki var öllu þessu fyrr lokið en 80 gráðu heitt vatn tók að flæða frá Vitastíg niður á laugaveg og brenndust um 7 manns,en hitavatnslögn á Vitastíg fór í sundu.

Í öllu þessu lauk mestu sápuóperu allra tíma er Emil og Imma hættu saman og má segja að það hafi gerst með hvelli því þegar ég var hjá Alvildu um þar síðustu helgi þá bölvaði Imma mömmu sinni í sand og ösku og lofaði m.a.s Ali að hún færi ekkert aftur,Alvilda benti henni á að ef hún færi aftur til mömmu sinnar þá kæmi hún ALDREI aftur in á heimilið,en það er nákvæmlega það sem gerðist og Alvilda fékk nóg og sagði stopp,nú er þessari sápu hinsvegar lokið og kemur aldrei meir,það er ljóst en málið með Immu er að hún veit ekki hvað hún vill og hún situr uppi með RANGA ákvörðun,einnig gerðist það í vikunni að skipið Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes fyrir jól komst á flot og liggur nú í Hafnarfjarðarhöfn.

En nú er nóg komið í bili,ef eitthvað hefur gleymst get ég alltaf bætt því hér inn en fréttapistli er lokið.
                                     KV:Korntop


Enn afmæli.

Jæja elskurnar.

Þá er einn einn dagurinn runninn upp og enn er ég í Njarðvík enda búið að vera mjög gaman hérna og allt hefur gengið áfallalaust syrir utan fyrstu nóttina en þá stakk ég mig á nagla sem kominn er uppúr dýnunni og fékk hann beint í rasskinnina svo að kom sæmilegur blóðblettur á dýnuna og svaf ég lengst af í sófanum í gær(Líklega sökum missi á blóðsykri).

Annars leið dagurinn við að horfa á  SÝN og át á afgöngum frá afmæli Emils enda nóg til,t.d horfðum við á 2 handboltaleiki fra þýskalandi,KR vinna Njarðvík í körfunni og risann Valluyev missa kórónuna og fórum svo að sofa

 Alvilda og Ali fóru reyndar inn í herbergi snemma enda fengitími þar á bæ og ástin blómstrar á milli þeirra og bara gaman að sjá hvað þau eru ástfangin,en talandi um Ali þá hefur álit mitt á þessum manni ekkert breyst bara aukist ef eitthvað er,þessi maur er svo fyndinn og ef maður spyr hann um eitthvað þá reynir hann að gefa svör,hann vill líka að gestum líði vel og allt sé í lagi,t.d eftir allann svefn minn í gær settist hann niður og fullvissaði sig um að ég væri allt í lagi og ekkert amaði að mér,og eins og unglingar nútímans myndu orða það að þá fíla ég þennann mann í tætlur og eins og ég hef sagt áður þá er hann blátt áfram og lausvið alla tilgerð.

Í dag er enn eitt afmælið en Imma á afmæli í dag og óska ég henni til lukku með 21 árs afmælið en við höldum upp á það með henni og verður örugglega skemmt sér vel en nú er komið nóg í bili,eigið góðan dag elskurnar mínar.
                       KV:Korntop


Gott afmæli.

Góðan gaginn elskurnar mínar

Þá er enn einn góði dagurinn runninn upp en í gær var afmæli Emils og mætti ég þangað með allt mitt haf.
Dagurinn í gær hófst þannig að ég tók taxa á BSÍ og hitti Immu þar og vorum við samferða til Alvildu,á leiðinni töluðum við saman um samband þeirra Emils  var augljóst á öllu að henni leið illa enda mamma hennar búin að hræra í henni hverja vitleysuna á fætur annari í því augnamiði að skemma á milli þeirra,en hvað um það?Við fórum út hjá Njarðvíkursjoppunni og gengum  þessa 400 metra til Alvildu,þegar við nálguðumst Brekkustíginn fór Imma að gráta yfir því hvað henni liði illa og að hún saknaði Emils enda fór það þannig að hún henti sér í fangið á honum eins og hún hefði séð Guð almáttugan,leið svo dagurinn við spjall og um hálf 7 hófst afmælið en þá höfðu 6 manns boðað forföll af misgáfulegum ástæðum.

Veitingar voru ekki af lakara taginu,svínakjöt,pizzur,franskar kökur og ís og drukkið gos með.

Um kvöldið var fengu allir sér bjór nema ég það var sungið og haft gaman og voru sumir á herðablöðunum(nefni engin nöfn).
Hörður"Harðviður"fór hamförum og lék mann og annann við góðar undirtektir viðstaddra sem enn héngu uppi,en mesta athygli vakti þegar Ali fékk sér í nefið hjá herði og vöktu þær aðfarir óskipta kátínu allra.

Í dag er svokallað annar í afmæli enda nóg eftir,verður deginum eytt í að horfa á SÝN enda bæði þýska bikarkeppnin í handbolta og Njarðvík KR í körfunni.

Ég læt þetta gott heita í bili,eigið góðan dag.
                         KV:Korntop


Aftur til Njarðvíkur.

Jæja elskurnar mínar þá er nú þessi fallegi dagur runninn upp og eftir um 1 klst fer ég á BSÍ til að taka rútuna til Njarðvíkur en tilefni ferðarinnar þangað er að vera viðstaddur afmæli Emils sem á afmæli í dag og er orðinn 31 árs en betra er að fara að öllu með gát því í dag er föstudagurinn 13 en mikil er hjátrú fólks og hræðsla mikil hja fólki ef föstudag ber upp á 13 degi mánaðar,ég hef nú ekki áhyggjur af slíku og ætla að skella mér í sund ef tími gefst til.

Í kvöld hefst svo afmælið og þá verða samankomin hjá Alvildu um 8 boðsgestir sem samanlagt vega um 1,4 tonn,ekki þarf að spyrja um allann matinn sem ofan í okkur fer en mér skilst að magnið sé óheyrilegt,en skemmtilegt og skrautlegt lið verður í þessu afmæli og bara gaman að Því.
Svo á morgunn er spurning hvort maður fari á 3 leikinn í Njarðvík-KR seríunni í körfubolta það kemur í ljós,ég mun svo blogga hér á sunnudag m þetta afmæli og hvað gerðist markverðast og fyndnast,
En nú er komið nóg í bili,eigið elskulegan dag gott fólk.
                       KV:Korntop


Úrslit kvöldsins.

Þá eru komin úrslit í leikjum kvöldsins sem ég flallaði um hér fyrr í kvöld.

Evrópukeppni félagsliða:

Tottenham 2-2 Sevilla
Defoe(62)         sjálfsmark(3)
Lennon(67)        Kamote(8)

Sevilla áfram samanlagt 3-4.

DHL deildin í handknattleik.
Íþróttahús Seltjarnarness.

Valur 29-19 Fram

Iceland Express deildin í körfu knattleik.
DHL Höllin.
KR 82-76 Njarðvík


Sport.

Í gær fóru fram seinni leikirnir í 8 liða úrslitum og verður að segjast eins og er að úrslit komu á óvart og þó ekki

Á Anfield Road í Liverpool sigruðu heimamenn PSV 1-0 með marki Peter Crouch en í raun má segja að Robbie Fowler eigi þetta mark með húð og hári,ekki verður sagt að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og þetta mark það eina jákvæða við leikinn.

Í hinum leikinum áttust við Bayern Munchen og AC Milan og voru Bæjarar með pálmann í höndunum eftir fyrri leikinn en margt fer öðruvísi en ætlað er því Milan liðið kom baráttuglatt til leiks og unnu Bæjara 2-0 mjög sannfærandi.

Í undanúrslitum spila því eftirfarandi lið:
Liverpool-Chelsea.
AC Milan-Man Utd.

En þá eru það leikir kvöldsins.

Tottenham-Sevilla
Spánverjarnir unnu fyrri leikinn 2-1 og nægir því Tottenham sigur 1-0 en það er hægara sagt en gert því Sevilla liðið er geysisterkt og engir aukvisar í því liði og því erfitt verrkefni fyrir Tottenhamliðið,ég spái að þetta fari 3-1 fyrir Tottenham.

KR-Njarðvík.

Leikur 1 var stórskemmtilegur og mikil stemming þar sem heimamenn í Njarðvik voru mun betri og leiddu í leikhléi 58-44,í byrjun seinni hálfleiks var engu líkara en heimamenn hefðu gleymt að koma út úr búningsklefanum því gestirnir í KR komust hægy og bítandi inn í leikinn og að loknum 3.leikhluta var staðan orðin 70-72 fyrir KR og útlit fyrir spennandi l 4 leikhluta en Njarðvíkurliðið var ekki á því heldur vöknuðu upp við vondann draum og keyrðu yfir óttaslegna KR-inga og unnu leikhlutann 29-6,fáheyrðar tölur í leikhluta og þar með leikinn 99-78,ég veit að þannig verður það í kvöld,stórskemmtilegur leikur sem KR verður að vinna,annars klárar Njarðvík þetta 3-0 á laugardaginn kemur.
Ég spái því að KR vinni þennann leik og jafni seríuna,það skiptir ekki máli hvort leikur vinnst með 1 stigi eða 50 þú færð bara 1 punkt.

Valur Fram.

Þá er aðeins eftir að skrifa um leik Vals og Fram sem verður spilaður á Nesinu í kvöld og skiptir öllu máli fyrir Val sem mega illa við því að tapa stigum eftir sigur HK-manna á okkur ÍR-ingum í gærkvöldi og því koma Valsmenn örugglega brjálaðir til leiks og munu eðlilega gera allt til að jafna metin við HK.
Ég spái því að Valur vinni þennann leik 29-28 og haldi spennunni í deildinni.

Nóg komið í bili.KV;Korntop


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband