Færsluflokkur: Bloggar

Staðreynd.

I fougt the law and the law lost.

                  KV:Korntop

 


Flensufaraldur.

Bara að láta vita af því að ég er kominn með flensuna og er bara rúmliggjandi,þetta lýsir sér í hita,höfuðverk,hálsbólgu,kvefi og hósta semsagt ekki gott.

Nú er bara að vera nánast rúmliggjandi og ná sér af þessu helvítis flensukjaftæði og það ætla ég að gera.

Lítið verður bloggað á meðan eða nánast ekkert.

                                                  KV:Korntop


Helgin.

Á föstudagskvöldið skellti ég mér í vinnuteiti með vinnufélögunum og fór gleðin fram í Viðey og skemmtu menn sér konunglega,grillað var og farið í leiki auk þess sem ég söng 2-3 lög og var haldið til baka um klukkan 23´30.

Þegar í höfn var komið voru teknir leigubílar og stefnan sett á Steak and play og það verð ég að segja að það er einhver ömurlegasti staður sem ég hef komið á.í einu orði sagt:Ekkert sérstakur.

Eftir smá veru þar þá fóru sumir heim en megnið af liðinu með mig innanborðs fórum á Classic Rock í Ármúlanum og þar skemmtu menn sér vel,fórum í pool ofl en um kl 3 fékk ég nóg og hélt heim.

Í gær var áheyrnarprufa vegma Skjás 1 en þar sem ég er bundinn þagnarskyldu má ég ekkert segja hvernig þær gengu en ég má þó segja að ég sé í þættinum og þið verðið bara að fylgjast með hvenær þessir þættir verða sýndir.

Í dag ætla ég bara að slappa af og hafa það cryppy.

                                     KV:Korntop


Til hamingju strákar.

Nú fyrr í morgunn lauk úrslitaleik frakka og íslendinga í handboltakeppni ólympíuleikanna í Peking og lauk leiknum með öruggum frönskum sigri 28-23 og áttu "strákarnir okkar"aldrei möguleika gegn sterku frönsku liði og silfur því staðreynd og ekki laust við að maður háskæli og felli tár en ég skammast mín ekkert fyrir það svo stoltur er ég.

Ekki þarf að fjölyrða að þetta er ein stærsta stund í íþróttasögu íslands heldur einnig er ljóst að þessi frábæri árangur verður einnig skrifaður stórum stöfum í sögu landsins enda íbúar sögueyjunnar við Ballarhaf ekki nema um 300 þúsund á meðan íbúar Rússlands eru 300 miljónir eða 1000falt fleiri.

Margir vilja kanski líkja þessum árangri við B keppnina í Frakklandi´89 er Ísland vann Pólland um gullið 29-26 e það finnst mér ekki því Ólympíuleikar eru mun stærri viðburður og er á 4ra ára fresti meðan heims og evrópukeppni eru á 2 gja ára fresti.

En í dag er ég stoltur af því sem gamall handboltaspilari að vera íslendingur þótt tap hafi orðið niðurstaðan þá gáfu strákarnir allt sem þeir áttu í alla leikina og ekkert mál að vakna um nætur til að fylgjast með "strákunum okkar" standa sig svona líka glimrandi

Takk fyrir frábæra skemtun seinustu 2 vikurnar og ekki laust við að fráhvarfseinkenni geri vart við sig á morgunn en svona er þetta.

Allt liðið auk Guðmundar,Óskars Bjarna,Gunnars og allra hinna sem starfa í kringum liðið eiga einnig þakkir skildar og eiga sinn þátt í þessum glæsilegu silfurverðlaunum.

Ég geri það að tillögu minni að allt liðið og þjálfarateymið verði sæmt hinni íslensku fálkaorðu fyrir eitt glæsilegasta afrek sem unnið hefur verið í sögu þjóðarinnar fyrr og síðar.

                       Til hamingju HSÍ,til hamingju Ísland.

                                                    KV:Korntop

                                                


Góðir tónleikar.

Á sunnudagskvöldið var samkölluð útihátíðarstemning þegar hljómsveitirnar,Ný dönsk,Veðurguðirnir að ógleymdum Stuðmönnum stigu á stokk og skemmtu gestum Fjölskyldu og Húsdýragarðsins með söng og sprelli en um 4000 manns sáu ástæðu til að mæta en samt var mikil stemning og stuð í öllum en um 45 mínútna úrhelli(skýfall)setti mark sitt á tónleikana svo að margir urðu holdvotir(þ.m.t. undirritaður)en það skemmdi ekki fyrir mannskapnum sem gerðu eins og ég skemmtu sér bara betur,mér leið allavega vel að fá smá skýfall.

Búist var við um 10-12 þús manns en veðrið hafði semsagt áhrif á margann gestinn sem ákvað að sitja heima,kvisast hafði út að Ragga Gísla og Dísa(Dóttir Röggu og Jakobs)yrðu þarna en svo var ekki heldur söng Birgitta Haukdal með Stuðmönnum og gerði það brillíjant.

Ég skemmti mér hinsvegar konunglega eins og allir aðrir og það er aðalmálið.

MUNIÐ AÐ KJÓSA Í SKOÐANAKÖNNUNINNI.

                                         KV:Korntop


Skemmtun.

Vill bara minna á Töðugjöld í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum klukkan 19´30(Hálf 8) í kvöld.

Fram koma:Nýdönsk,Veðurguðirnir,Stuðmenn og einhverjir fleiri en heyrst hefur að Ragga Gísla og Dísa(dóttir Röggu og Jakobs Frímanns Magnússonar) verði þarna líka.

Þeim sem ekki eiga heimangengt eða búa of langt í burtu er bent á að Rás 2 er með herlegheitin í beinni útsendingu.

Ég verð þarna og ætla að skemmta mér eins og mér er einum  lagið, vonast til að sjá sem flesta í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum í kvöld.

                                        KV: Korntop


Brottför undirbúin.

Bara láta vita af því að ég er enn veikur að flensunni en er að koma til smátt og smátt.

En annars er ég að undirbúa brottför héðan og hef endurvakið vísisbloggið mitt af þeim sökum og læt ykkur bloggvinir vita með commenti á síðurnar ykkar hvaða slóð er á henni,en ég á eftir að setja alla tenglana mína yfir og það tekur tíma,þessu ætti að vera lokið um miðjan ágúst en ég er þegar byrjaður að blogga hinum megin og mun blogga á báðum stöðum í allavega 3 vikur.

                                          KV:Korntop


Flensan herjar enn.

Já,enn herjar flensudjöfullinn á kallinn og er hann bara í bælinu þessa dagana svona mest megnis nema hvað ég fór með konunni í matarboð til Ottós í ofnrétt og var það bara vel heppnað hjá stráknum eins og venjulega en ég vildi ekki svíkja hann því hann var búinn að bjóða okkur í tvígang svo ég fór og sé ekki eftir því en það kostar rúmlegu og hvíldar næstu daga og það vissi ég fyrir.

Annars ætla ég að gera mest lítið í dag,horfa á landsleik í handbolta klukkan 12´30(Ísland-Egyptaland)á RÚV,svo er það íslandsmótið í golfi Á stöð 2 sport klukkan 15´00 sem haldið í Vestmannaeyjum og svo fylgist ég með 2 leikjum í Landsbankadeild karla á Rás 2 í kvöld.

Semsagt sport í dag og hvíld á milli því ekki ætla ég of snemma út aftur þannig að vinnan bíður í einhverja daga enn því miður en eins og ég sagði í seinustu færslu að þá gera pestir ekki boð á undan sér frekar en slysin.

Endilega takið þátt í skoðanakönnuninni,þar er að mínu mati áhugaverð spurning í gangi.

Læt gott heita í bili-nú tekur hvíldin við-blogga meira síðar.

                                        KV:Korntop


ÆÆ.

Nú er kallinn kominn með einhvern flensudjöful og er það ekki gott mál því það kostar dag frá vinnu sem verður til þess að minni peningar koma inn á reikninginn en þessi flensa gerir ekki boð á undan sér frekar en slysin,það er alveg á hreinu.

Það lítur því út fyrir að maður verði rúmliggjandi allavega yfir helgina nema hvað ég ætla með konunni i matarboð til Ottós á morgunn og því um að gera að hvíla sig vel áður en farið verður þangað.

Annars má maður bara ekkert vera að því að vera veikur en þessar pestir herja á mann hvort sem manni líkar það betur eða verr en bót í máli er sú að þessi flensudjöfull er ekki í stærra lagi en það þýðir þó það að maður verður að fara varlega.

En meira blogg síðar þegar ég hef eitthvað áhugavert að segja.

                                    KV:Korntop


Má ekkert lengur?

Var að lesa á vísi.is að Baggalútur hefði gert nýtt lag og að hann fjallaði um kynlífsfarir og drykkju m.a og heitir lagið Þjóðhátíð´93 og það er ekki að sökum að spyrja,karlahópur Femínistafélags Íslands eða ráðskona hans hefur allt á hornum sér og sér allt slæmt við þennann texta sem textahöfundur segir að sé ekkert grófari en margt annað sem sungið sé um.

Nú heyrði ég þetta lag í kvöld og verð að segja það hér að þessi texi er algerlega brilljiant og sé ekkert að honum heldur er þetta húmor sem Baggalút er einum lagið að framleiða og eiga þeir heiður skilinn fyrir þetta frábæra lag.

 Femínistar fara enn einu sinni langt yfir strikið og vælia og grenja ef eitthvað er ekki eftir þeirra höfði,þeir eru sífellt með prédikanir um hvað má og hvað má ekki og eru þeir alltaf með einhver boð og bönn sem er gersamlega óþolandi og í þessu máli gerir karlahópur Femínista úlfalda úr mýflugu svo einfalt er það.

                                        KV:Korntop

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

30 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband