Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Útkoma.

Örstutt  sýnishorn af ræðu Davíðs Oddsonar í gær:

Ekki benda á mig.........

Hvað segið þið um þetta?


Ritstífla.

Enn er ritstífla að hrjá eigandann og því ekkert blogg núna fremur enn í gær en ekki útilokað að það losni eitthvað síðar í kvöld eða í fyrramálið.

Það eina jú sem hægt er að segja hér er það að nú spilaði Davíð endanlega rassinn úr buxunum með ummælum sínum á morgunverðarfundi viðskiptaráðs og kyndir enn frekar undir þá kröfu að manngreyið segi af sér,hvað segið þið um það er það ekki samþykkt?

                                               KV:Korntop


Ekkert.

Já,þar sem ég hef ekkert að segja þá er best að skrifa ekkert að þessu sinni.

Farið vel með ykkur elskurnar og njótið lífsins.LoL

                                   KV:Korntop


Þakklæti.

Ég komst pínulítið við eftir seinustu færslu þar sem fólk var að þakka mér fyrir hjartahlýjuna í sinn garð en það er nú bara einu sinni þannig að það er hægt að skrifa um annað en barlóm og kreppu trekk í trekk.

Ok,ég hef líka skrifað harðorðar greinar um kreppuna en fannst kominn tími á að skrifa um konur sem eiga erfitt og eru að takast á við ja,kanski fortíð sem fellst í óreglu,sjúkdómum,offitu eða öðru sem á alveg eins heima hér eins og hvað annað og eins og ég sagði í upphafi færslunnar þá komst ég við því ég átti hreinlega ekki von á þessum viðbrögðum og er ég klökkur þegar þetta er skrifaðCryingCrying.

Og það er alveg á kristaltæru að ég mun skrifa meira svona á næstunni enda að koma jól og í undirbúningi þeirra fylgir stór og mikil röð fyrir framan Mæðrastyrksnefnd(Er þegar byrjuð skilst mér) þar sem fátæktin ræður og er efni í annann pistil en takk stelpur fyrir þakklætið í minn garð og munið bara að góðir hlutir gerast hægt.

SKOÐANAKÖNNUNIN UM BESTA ABBALAGIÐ KEMUR BRÁÐLEGA.

                                        KV:Korntop


Þannig er það nú.

Ég vildi bara koma því á framfæri vegna seinustu færslu að það eru fleiri en bara Ólöf vinkona mín sem þurfa að smá smá pepp og má þar nefna Áslaugu Ósk,Kötju,Kötlu svo einhverjar séu nefndar en ég skrifaði um Ólöfu í gær vegna þess eins og lesendur og bloggvinir hafa tekið eftir að þá þekki ég hana persónulega og hennar líf kanski pínulítið og vona svo heitt og innilega að henni takist að komast upp úr síkinu og fóta sig á ný í samfélaginu og allt er hægt og ég hef fulla trú á að henni takist það en það er ekki verra að einhverjir hérna úti hafi trú á manni því það hjálpar gífurlega mikið.

Ég hef lesið síðuna hjá Áslaugu Ósk og þar er á ferðinni manneskja með fárveikt barn sem er ekkert nema hetja í mínum augum en þær takast á við stórhættulegan sjúkdóm af æðruleysi og stillingu.

Katja eins og Ólöf er að takast á við fortíð og eins og með Ólöfu þá hef ég fulla trú á Kötju og óska henni alls hins besta í lífinu.

Katla er sjúklingur sem tekst á við sín veikindi af dugnaði og æðruleysi og eins og hinum þremur óska ég henni velfarnaðar í baráttunni.

Ekki má gleyma Ragnheiði sem hefur tekist á við sorgina eftir lát sonar síns og er frábært að fylgjast með Röggu berjast í gegnum storminn ótrauð.

Hægt væri að halda áfram að nefna einstaklinga sem hafa gert frábæra hluti en plássið er ekki nægt því miður.

Ég er haldinn mikilli réttlætis og samkennd og berst með þeim sem minna mega sín og ekki veitir af á þessum tímum þegar allt er í klessen í efnahags og fjármálum en nú er nóg komið í bili.

ENDILEGA KJÓSA Í KÖNNUNINNI OG NÁUM 50 MANNA MARKINU.

                                                 KV:Korntop


Ég mæli með.

Að þið bloggvinir og lesendur góðir kíkið á http://lady.blog.is en það er bloggsíða vinkonu minnar hennar Ólafar Jónsdóttur þar sem hún segir frá lífi sínu frá degi til dags.

Ég hef þekkt Ólöfu í um 30 ár og hefur hún lent í ýmsu og hennar líf ekki alltaf verið dans á rósum en er smátt og smátt að vinna sig út úr þeim vanda með einurð og æðruleysi að vopni auk gífurlegs vilja sem þarf til að sigrast á vandamálunum.

Ég hef fylgst með henni falla og rísa aftur upp og held ég að saga hennar yrði öðrum í svipuðum vandræðum hvatning.

Ég er stoltur af að eiga Ólöfu bæði sem vinkonu til margra ára og einnig bloggvinkonu og veit að á endanum stendur hún uppi sem sigurvegari.

Koma svo stelpa-stattu þig-þú getur þetta.
Endilega kíkið á þessa síðu.

                                            KV:Korntop


Förgum sjálfstæðinu.

Hef verið að velta hlutunum fyrir mér seinustu daga og hef komist að þessu: Ísland á að fara undir Noreg og lúta norskum lögum enda flýðu norðmenn hingað undan ofsóknum Haralds Hárfagra enda sést það þegar grammt er skoðað að við erum ekkert annað en norðmenn eða hvað?

Þarf ekki að vera því þegar víkingar fóru til Írlands að finna sér þræla og ambáttir þá var sjóveikum og öðru veiku fólki hent út í færeyjum en restin fór hingað og því er oft sagt að Íslendingar eigi sterkustu mennina og fallegustu konurnar þannig að kanski erum við írar eftir allt saman,maður hefur allavega lent í því að sjá Jón eða Gunnu í næsta húsi á götum dyflinar.

Á sturlungaöld var margt líkt með núverandi aðstæðum,fólk var almennt vel menntað,hér ríkti velmegun og mörg stórbýli voru um land allt sem höfðingjar áttu en þar fyrir utan þá börðust menn um völd þar sem Gissur jarl Þorvaldson var manna kænstur og sigraði og færði Hákoni noregskonungi landið það endaði með því að Íslendingar gerðu samning(Gamla sáttmála)árið 1262 við Hákon Hákonarson noregskonung sem varð þess valdandi að við misstum sjálfstæðið til Noregs og fengum það ekki aftur fyrr en 1944 eða 682 árum síðar en frá dönum en erum ekki langt frá því að missa það núna 64 árum síðar.

Í dag hefur um 20 mönnum tekist að sigla þjóðarskútunni í strand og allt komið í bál og brand eins og fólk veit,stjórnvöld eiga í deilum við sér stærri þjóðir,almenningur fær sem minnst að vita og Davíð Oddson klúðrar öllu eða hvað? Davíð hefur oft verið nefndur konungur en Gissur var skipaður jarl af konungi,það skyldi þó ekki leynast lítill Gissur í Davíð,hver veit?

                                      KV:Korntop


Hvað þarf til.

DevilFyrst fólk getur ekki komið hér í þúsundataliþá get ég eins hætt þessu bulli og að ég komist ekki á topp 400 er fáránlegtDevilFrown

Þessi síða er ekkert verri en þessar fáránlegu síður eins og Jennýjar eða Jónu sem eru mjög einslitar og fjalla eiginlega alltaf um það sama,önnur um hinn einhverfa og hin um sítkast á fólk og málefni eins og Jennýjar síða er en þar fer ein af öfgafemínistum bloggheima.

Ég veit ekki lengur hvað hægt er að gera til að auka aðsókn hérn,kanski spurning um að fá Davíð Oddson til að blogga hérnaCryingSick

                                        KV:Korntop

 


??

Devil

                                  KV:Korntop


Takið eftir.

Hef verið að velta því fyrir mér tilboði sem mér barst um að koma þessari síðu í hendur 3ja aðila sem myndi þá sjá alfarið um hana og myndi það gerast strax eftir áramótin,það er þó ekki víst að ég taki þessu boði og skal það útskýrt lítillega hér og nú.

Í fyrsta lagi hef ég ekki nándar komið öllu frá mér sem ég vil gera því næg eru efnistök þótt grínið og fíflagangurinn hefur fengið forganginn undanfarið og "sprengigosa" vegna kreppunnar og agaleysis "toppanna" í samfélaginu

Í öðru lagi er hellingur af fólki sem ég hef ekki séð kanski í um 10,20,30 ár en hefur fyrir "slysni" fundið bloggið hjá kallinum og fylgjast vel með því sem ég er að gera og blogga um þó þau commenteri sjaldan,þeirra vegna vil ég halda áfram þó svo að aðsóknin sé ekki mikil að þá er það aukaatriði.

Í þriðja lagi og það sem skiptir öllu máli er að ég hef sterkar skoðanir og mikla réttlætiskennd sem ég kem á framfæri hér á síðunni sbr pistlum um afsögn Seðlabankastjórnar og Ríkisstjórnar.

Eins og staðan er nú að þá eru 70/30% líkur á að ég haldi áfram með þessa síðu og hún fari ekki annað en fari svo að bloggefni tæmist eða áhugi hverfur þá verður síðunni einfaldlega lokað eða sett á pásu.

KJÓSA Í KÖNNUNINNI ÞEIR SEM EKKI ERU BÚNIR.

                                  KV:Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband