Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Della.

Alveg er hún með ólíkindum auglýsingin sem hvetur ökumenn til að deyja ekki úr syfju heldur leggja bílnum á öruggum stað og hvíla sig í 15 mínútur.

Það sem fer mest í mig eru þetta með 15 mínúturnar því ég er alveg klár á því að ökumaður verði alveg jafn þreyttur eftir 15 mínútur og þess vegna er þetta alveg út í hött.

Það væri frekar að ökumaður hvíldi sig í um 1 klst og héldi svo þangað sem ferðinni er haldið en kemst þó öruggur á áfangastað og það er fyrir öllu ekki satt?

Vafalaust eru einhverjir mér ósammála en slíkt gerist og því kippir maður sér ekkert upp við það,fólk virðist hvort eð er ekki þora að vera ósammála mér.

SVO ER ÞAÐ SKOÐANAKÖNNUNIN-KJÓSA ÞIÐ SEM EKKI ERUÐ BÚIN AÐ ÞVÍ.

                                 KV:Korntop


Geggjuð sýning.

Fór í kvöld með konunni og Ottó á ABBA sýninguna í Og Vodafone höllinni á Hlíðarenda og var kjaftfullt út úr dyrum enda sýningin mögnuð og söng fólk með alveg hástöfum og var ég engin undantekning í þeim efnum.

Það sem mér finnst samt alveg skelfileg tilhugsun er sú að þarna var selt áfengi(bjór) og fullt af krökkum í húsinu og maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvaða skilaboð sé verið að senda með þeim gjörningi enda ekki viturlegt að mínu mati að selja bjór þar sem börn allt niður í 6-7 ára eru með foreldrum sínum.
Eftir tónleikana tók um hálftíma að komast burt því ljósin fyrir ofan virkuðu ekki og lögreglan mætti ekki fyrr en löngu síðar þó margir hefðu beðið í bílum sínum í langan tíma,ótrúlegur slugsháttur lögreglunnar.

Hljómsveitin heitir Arrival og hefur verið með ABBAshow í 14 vár og er eina bandið í heiminum sem fær að klæðast sömu fötum og ABBA gerðu og voru frabær á sviði og með var gítarleikarinn sem var með ABBA í myndinni The Movie og var geðveikislega góður á gítarinn.

Ég fullyrði að fyrir utan Bítlana að þá eiga ABBA flesta aðdáendur og þar með fleiri en Elvis Presley og hef ég verið á Elvis kvöldum sem hafa verið haldin í litlum húsum en enn hefur ekki verið stofnuð hljómsveit sem tekur bara Presley lög og fyllir hús eins og Og Vodafone höllina,ABBA á glæsilega sögu sem heimsbyggðin hrífst af.

Að endingu vil ég láta koma hér fram að ég er að vinna að skoðanakönnun þar sem fólk getur valið vinsælasta ABBA lagið sitt og læt vita af því síðar.

                                       KV:Korntop


Skilaboð.

Ég er drottinn alsherjar.

Allar upplýsingar um mig er að finna á himnaríki.is

                                       KV:Drottinn alsherjar.


Því miður.

Er það staðreynd en þetta er alveg með ólíkindum léleg síða og bloggið hérna með ólíkindum ömurlegt það sýna aðsóknartölur best.

Það er algert lágmark sem bloggvinir og aðrir lesendur getra nú gert þegar það hratar hingað inn er að taka þátt í skoðanakönnuninni hverju sinni og nú er ein í gangi,koma svo og kjósa nú öll.

En vissulega er eigandi síðunnar ömurlegur bloggari og bloggefnið skelfilega einhæft og því er þessi dfæmd til að deyja drottni sínum hvenær svosem það nú gerist.

                                   KV:Korntop


Mín skoðun.

Ég staðhæfi að barnaland.is er einhver lélegasta síða sem til er, þar vaða uppi kjaftakellingar sem hafa það eina markmið að rakka fólk niður í svaðið með þvílíkum rógburði að manni fallast gersamlega hendur.

Ég get þolað umræðu um mig þar því ég hef ekkert gert af mér sem hægt er að klína á mig en ég hef lesið sumt af þessari síðu sem ætti að loka hið snarasta og ekki seinna en í gær enda viðbjóðurinn slíkur að engu tali tekur.

Ég hélt að þessi síða væri fyrir börn en svo virðist ekki vera því miður,heldur hafa eins og ég sagði kjaftakerlingaryfirtekið síðuna og reyna eins og þær frekast geta að sverta mannorð fólks.

                                      KV:Korntop


Heya Obama.

Þá er það komið á hreint,Barack Obama verður 44 forseti Bandaríkjanna eftir sigur á Repúblikananum John McCain en þó varð munurinn minni en spár gáfu til kynna eða 51% á móti 48%,Obama fékk 51,3 miljónir atkvæða gegn 47,5 McCain en Obama er fyrsti blökkumaðurinn og maðurinn af afrískum uppruna sem kosinn er forseti Bandaríkjanna en það er valdamesta embætti í heiminum.

Þarf að fara mörg ár aftur í tímann  til að sjá flokksvígi falla en fylki eins og Virginía hefur verið eign Repúblikana svo lengi sem elstu menn muna en í nótt féll það Demókratamegin og hefur það ekki gerst síðan Lyndon B Johnson var endurkjörinn 1964 og svona mætti lengi telja.

Svona væri hægt að halda áfram en læt það ógert að sinni en klárt mál að þann 20 jan tekur Obama við embættinu af George Bush sem er sagður einhver versti forseti Bandaríkjanna og nú hefur Obama gullið tækifæri til að breyta hlutunum og lítum á nokkur dæmi:

Írak: Nú er von til þess að því stríði og þeirri vitleysu ljúki og að Bandaríski herinn geti í auknum mæli snúið sér að öðrum hlutum,loka Guantanamo fangelsinu t.d fundið aðferðir gegn talibönum í Afghanistan.

En það sem öllu máli skiptir er að taka til heimafyrir og sýna umheiminum að mannréttindi eru virt í Bandaríkjunum en víða er pottur brotinn í þeim efnum.

Ég er mjög ánægður með þetta kjör Obama því með Demókrata í Hvíta húsinu er ljóst að minni fjármagn fer til hermála en meira til velferðarmála heimafyrir.

                                 KV:Korntop


Getur það verið?

Enginn er verri nema hann sé perri,það skyldi þó ekki vera að einhverjir slíkir séu í valdastöðum á Íslandi.

                                          KV:Korntop


Mín skoðun.

Sjálfstæðisflokkurinn má éta það sem úti frýs og helst fara frá völdum ekki seinna en núna.

Þessi flokkur er búinn að klúðra öllu sem hægt er að klúðra og við viljum þennann flokk ekki aftur til valda.

                 FYRR SKAL FRJÓSA Í HELVÍTI.

                       KV:Korntop

 


Staðreynd.

Ég er skíthræddur við ykkur og skelf og nötra undan

 

ykkur.

 

m.ö.o. Ég er drulluhræddur við fólk.

 

                 KV:Skíthræddur Korntop

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 205173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband