Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Seinna.

Nenni ekki að blogga í dag en kem

kanski inn í kvöld ef ég finn eitthvað áhugavert umræðuefni til að blogga um en læt fylgja

með kröftug mótmæli gegn hverskonar

misrétti í þjóðfélaginu.

               KV:Korntop


Bolti og söngur.

Kvöldið í kvöld hefur verið fremur einsleitt,horfði á landann tapa fyrir dönum á Parken 0-3,síðan tók við leikur englendinga og króata sem skipti ÖLLU máli fyrir enska liðið enda þurfti liðið"aðeins"jafntefli til að komast í lokakeppni EM í Sviss og Austurríki em króatar unnu 2-3 og því fóru Rússar áfram,og nú var að ljúka leik Brasilíu og Uruguy með sigri heimamanna 2-1 semsagt nóg að gera í boltanum í kvöld.

Einnig hef ég verið að æfa mig í söng hérna á milli leikja,á morgunn verður bara chillað og tekið því rólega enda ekki nema vika á morgunn þar til haldið verður í ferðina til USA til að vera hjá pabba yfir jólin en meira um það síðar.

Hef annars ekki mikið að segja núna en gat þó párað þetta inn en vonast til að við fjöryrkjar getum afhent ráðherrum undirskriftarlistann sem þið hafið skrifað undir og var á bloggi Ásdísar
kominn tími til að við fáum okkar bita af kökunni.

En eins og ég sagði þá hef ég ekki mikið að segja í bili en bæti úr því.

                                KV:Korntop


Tap.

Í kvöld tóku danir á móti íslendingum á Parken í kóngsins Kaupmannahöfn að viðstöddum rúmlega 15000 áhorfendum.

Ekki ætla ég að kryfja leikinn enda þarf þess ekki því að danir voru einfaldlega miklu betri og unnu öruggann 3-0 sigur en þessi leikur skipti ekki máli enn menn lögðu sig fram og það var það sem ég og fleiri fórum fram á.

Það var ungt íslenskt lið sem mætti til leiks í kvöld og er framtíðin svo sannarlega þeirra.

Eftir 4 mínútur meiddist Kristján Örn Sigurðson og þá kom Sverrir Garðarson inn á og lék sinn fyrsta landsleik og stóð sig vel sem og Eggert Gunnþór Jónson sem einnig lék sinn fyrsta leik í kvöld en nú er landsliðið komið í frí fram í febrúar og þá hefst vinna fyrir alvöru fyrir undankeppni HM í S.Afríku 2010 en dreigið verður í riðlana á sunnudaginn og verður gaman að sjá með hvaða liðum við lendum.

                               KV:Korntop


Danmörk-Ísland.

Klukkann 7 að íslenskum tíma verður flautað til leiks dana og íslendinga á Idrætsparken í Kaupmannahöfn og er þetta fyrsti leikur Ólafs Jóhannessonar og aðstoðarmanns hans Péturs Pétursonar með liðið.

Það verður að segjast eins og er að árangur liðsins undir stjórn Eyjólfs Sverrisssonar í undankeppni EM 2008 hefur verið skelfilegur og oft ekki heil brú í leik liðsins þó góðir kaflar hafi komið inn á milli en skilaboð Ólafs og Péturs til leikmanna verða afar einföld,þið hafið þennann leik til að sýna okkur hverjir vilja vera í liðinu og hverjir ekki.

Ekki ætla ég að með spekúlasjónir um leikinn í þessari færslu en geri það eftir leikinn í kvöld og þá kryf ég hann til mergjar.
En það er bara eitt sem ég fer fram á við leikmenn:Það þarf að leggja sig fram,eitt er að tapa leik en annað hvernig þú tapar honum,að menn leggi sig fram í kvöld er það eina sem ég fer fram á annað ekki,mín spá 2-1 fyrir dani.
                              kv:kORNTOP

 


Annasamur dagur.

Dagurinn í dag var annasamur eins og alltaf á þriðjudögum enn meira en venjulega,vaknaði í morgunn um kl 10 og hélt áfram að eyða úr tölvunni aukalögumog þegar þetta er ritað er fjöldi laga sem eytt hefur verið kominn á þriðja þúsund og er ekki hálfnaður og má búast við að heildarfjöldi laga eftir að eyðslu umframlaga er lokið verði á 12 þúsund og þykir mörgum nóg um.

Um kl 2 þá var haldið á rakarastofuna Bartskerinn fyrir ofan Hlemm og kallinn rúinn,bæði hár og skegg enda var liðið um hálf ár síðan ég lét klippa(rýja)mig,þaðan hélt ég á Bk sem ég geri alltaf fyrir hljómsveitaræfingar og einkatíma og hlaða batteríin enda maturinn þarna fyrsta flokks.

Eftir BK var haldið í Fjölmennt(Sem er í Borgartúni 22,gamla Karphúsið) fyrst í einkatíma til Ara og svo tók hljómsveitaræfing við í kjölfarið og æfð 2 ný lög(Avhy,breaky heart og Top of the world) en fyrir nýja bloggvini þá syng ég í þessu bandi sem heitir Hraðakstur bannaður og er lagavalið mjög fjölbreytt(rokk,þjóðlagatónlist,Bubbi,  Bítlarnir,Maggi Eiríks,accostic og svo mætti áfram telja)

Ég syng Achy,Breaky Heart,svo kom að Top of the world og átti konan mín að syngja það en eftir smá vandamál var ákveðið að við tækjum það saman og á það eftir að koma vel út þegar æfingum við það lag fjölgar,en bandið samanstendur af 4 fötluðum nemendum og 2 kennurum og erum við öll ákaflega músíkölsk.

Eftir æfingu keyrði konan mig heim og hef ég bara verið að chilla hér í kvöld,eyða lögum og hlusta á jólalög og er ég alveg uppgefin en þriðjudagar eru bara svona langir og maður tekur því bara.

Ef einhver ykkar bloggvina minna vill kynnast mér betur á msn þá er msn-ið mitt:kraftakall@gmail.com

En þar til næst farið vel með ykkur elskurnar.

                               KV:Korntop


Skoðanir beint í æð.

Ég mæli með:Hvalveiðum,giftingu samkynhneygðra,betri kjörum fyrir elli og örorkulífeyrisþega og láglaunafólk,útrýmingu á launamun kynjana, fríum ferðum í strætó fyrir alla(ekki bara suma),lægra matvöruverði,aðskilnaði ríkis og kirkju,umfangsmiklum breytingum á dómskerfinu(færa það til nútímans).

Ég er á móti:frumvarpi um sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum,virkjunum,hraðakstri,einelti,öfgatrúarfólki( í  hvaða trú sem er),ránum,ofbeldi gegn konum og börnum og bara yfir höfuð.
Meira er það ekki að sinni-KV:Korntop

Gott hjá henni.

Fréttir berast af hinni gullfallegu Paris Hilton um að hún ætli að flytja til New york í leit að kærasta því karlmenn í LA eru ekki að hennar skapi,ég styð hana í því að finna sér mann.

Annars væri ég ekkert á móti því að vera með henni.

           I LOVE YOU PARIS HILTON.

                                    KV:Korntop


Þjóðkirkjan á villigötum.

Enn einu sinni er þjóðkirkjan með Biskup íslands í broddi fylkingar á villigötum þegar kemur að samkynhneygðum og berst með oddi og egg fyrir því að samkynhneygðir fái þau sjálfsögðu mannréttindi að gifta sig eins og aðrir.

Það stendur hvergi í biblíunni að GUÐ sé á móti samkynhneygðum þó að kirkjan og biskup haldi sífellt hinu gagnstæða fram,nú á ég vini og kunningja af báðum kynjum sem eru samkynhneygð g vitiði,ég sé bara ekkert að þeim og styð ég réttindabaráttu þeirra heilshugar og vil ég nota tækifærið hér og hvetja kirkjuna og biskup til þess að komast í nútímann því oft finnst mér kirkjan langt á eftir í túlkun sinni á hinu og þessu og ef ekki verður breyting á stefnu kirkjunnar þá verður flótti úr þjóðkirkjunni og spái ég því reyndar að það muni gerast fyrr en fólk heldur.

Ég hef lesið á sumum bloggsíðum að þeir sem stóðu fyrir bænagöngunni hafi kallað samkynhneygða sora,þetta eru öfgar af verstu sort og ættu þeir sem þetta sögðu að skammast sín,svona segja menn ekki.

Ég hvet samkynhneygða að berjast fyrir jafn sjálfsögðum hlut og að gifta sig og ættleiða börn annað er mismunum og á ekki að líðast.

Ég er ekki samkynhneygður en þekki marga sem eru það og þeir eru ekkert verra fólk en ég og þú,dæmum fólk eftir gerðum þess en ekki kynhneygð.
                            KV:Korntop


KRAFA.

ÉG SEM ÖRYRKI KREFST ÞESS AÐ Í NÆSTU

KJARASAMNINGUM VERÐI LÆGSTU LAUN

HÆKKUÐ UPP Í 200 ÞÚS KRÓNUR SVO

LÁGLAUNAFÓLK OG ÖRYRKJAR  SEM MINNA

MEGA SÍN GETI LIFAÐ Í ÞESSU LANDI.

EINNIG Á AÐ HÆKKA SKATTLEYSISMÖRK

ÞANNIG AÐ ÞAU FYLGI LAUNAÞRÓUN.

NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞEIM SEM MINNA

MEGA SÍN AÐ FÁ SINN SKERF AF KÖKUNNI.

EKKI SATT?

              KV:KORNTOP FJÖRYRKI.




Trúarbrögð hér og þar.

Þessi færsla er ekki ætluð sem fræðsluefni heldur ætla ég loksins að segja mínar skoðanir á trúarbrögðum þ.m.t kristinni trú því öfgarnar eru víða og hef ég mínar skoðanir á því og hér er ekki um fávisku að ræða heldur skoðanir mínar.

Byrjum á Aröbum.Þeirra biblía er kóraninn og finnst mér öfgasinnaðir arabar túlka það ágæta rit út í æsar sbr að ofbeldi er mikið í þeirra röðum og þarf ekki nema að lesa fréttir þar um varðandi Mið-Austurlönd og víðar,enginn gleymir 11 september 2001.

Mér þykir Íslam vera mjög öfgakennd og öfgasinnar sem boða mikið ofbeldi gegnum oftúlkun á kóraninum og eru með því að skemma fyrir þeim múslímum sem vilja lifa í sátt og samlyndi við aðra trúarhópa,samkomuhús múslíma heita moskur.

Ásatrú er ein fárra trúarbraða sem ekki er öfgakennd,þar trúa menn á ása og er Óðinn þeirra æðstur og heita bænahús ásatrúarmanna hof og æðsti titll er Allsherjargoði,hef ég farið á nokkrar samkomur hjá ásatrúarmönnum og líkað vel enda finnst alltaf jafngamanáð lesa í íslendingasögunum hvernig þessir menn iðkuðu trú sína á milli þess sem þeir murkuðu lífið og hjuggu höfuðin hver af öðrum,ásatrú er eitthvað sem ég hvet fólk til að lesa sig til um,ég er alltaf á leiðinni að kafa dýpra í þá trú og vonandi kemur að því fljótlega.

Kristinn trú:Er við fyrstu sýn alveg meinlaus og hún er það vissulega en þegar dýpra er kafað þá kemur ýmislegt misjafnt uppúr kafinu.

Kaþólska:Er annar angi kristinnar trúar og er svo sem góð sem slík en ýmis boð og bönn get ég ekki sætt mig við eins og t.d bann Kaþólsku kirkjunnar við getnaðarvörnum og fóstureyðingu,á Írlandi þar sem sagt er að landsmenn séu kaþólskari en páfinn samþykktu heimamenn fyrir nokkrum árum að leyfa fóstureyðingu og voru það atkvæði Dyflinnarbúa sem réðu úrslitum,varðandi verjur þá tóku liðsmenn u2 með Bono í broddi fylkingar upp á því á tónleikum í Cork á Írlandi að henda smokkum til áhorfenda og hvað gerði kaþólska kirkjan á Írlandi?Ekkert,kirkjan þorir ekki í stríð við u2 því þá missir kirkjan unga fólkið,einnig hafa sumir prestar kaþólsku kirkjunnar verið staðnir að því að leita á unga drengi án þess að kirkjan geri nokkuð í málunum.

Lútherstrú:Trú sem Marteinn Lúter stofnaði um 1530(kom hingað til lands 1550)og sú trú sem fleiri aðhyllast en kaþólska trú,en á henni eru nokkrae öfgar sem hin ýmsu trúfélög í nafni kristni hafa fylgt og koma hér nokkur þeirra:

Vottar Jehóva:Neita að þiggja blóðgjöf því slíkt er bannað í þeirra biblíu,frekar deyr maanneskjan(í flestum tilfellum)þ.e.a.s. ef læknar grípa hreinlega ekki inn í og gefa viðkomandi blóð.

Mér þykir Vottar Jehóva frekir og leiðinlegir,tilætlunarsamir,pranga sig inn á fólk,boða trú sem enginn er,þeir halda ekki jól né páska á sama tíma og við,ég hef átt samskipti við félaga úr vottunum og vil helst vera laus við þennann trúarhóp.

Krossinn:Er svo öfgakenndur að það er ekki líkt neinu,þeir eru nánast eins og VG,á móti öllu,þeir líkja Rokktónlist og þungarokki við djöfulinn,eru á móti hommum og lesbíum og oftúlka biblíuna hreint ótrúlega og oft ekki heil brú sem þar er borið á borð að mínu mati, Krossinn er að mínu mati öfgasinnaðasti trúarhópurinn í kristinni trú en öll trúfélög eiga rétt á sér sér og margir sem aðhyllast þessategund trúarinnar,ég er bara og get ekki verið sammála henni.

Þegar ég var yngri þá var ég í KFUM og sótti gamla góða Vatnaskóg heim á hverju sumri og þar lærði maður Guðs orð,í KFUM ogK þar lærði maður að þú getur talað við GUÐ þegar þú vilt og þarft ekki kirkju til þess og hann hlustar.

Fleiri trúarhópa mætti nefna hér eins og t.d Bahaiatrú en þar sem ég þekki hana ekki þá sleppi ég henni.

Mér finnst öll trúarbrögð eiga rétt á sér en öfgarnar verða að minka en það mun aldrei gerast,mín von er sú að öll trúarbrögð geti lifað í sátt og samlyndi en nóg komið í bili.

                                KV:Korntop

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband