Trúarbrögð hér og þar.

Þessi færsla er ekki ætluð sem fræðsluefni heldur ætla ég loksins að segja mínar skoðanir á trúarbrögðum þ.m.t kristinni trú því öfgarnar eru víða og hef ég mínar skoðanir á því og hér er ekki um fávisku að ræða heldur skoðanir mínar.

Byrjum á Aröbum.Þeirra biblía er kóraninn og finnst mér öfgasinnaðir arabar túlka það ágæta rit út í æsar sbr að ofbeldi er mikið í þeirra röðum og þarf ekki nema að lesa fréttir þar um varðandi Mið-Austurlönd og víðar,enginn gleymir 11 september 2001.

Mér þykir Íslam vera mjög öfgakennd og öfgasinnar sem boða mikið ofbeldi gegnum oftúlkun á kóraninum og eru með því að skemma fyrir þeim múslímum sem vilja lifa í sátt og samlyndi við aðra trúarhópa,samkomuhús múslíma heita moskur.

Ásatrú er ein fárra trúarbraða sem ekki er öfgakennd,þar trúa menn á ása og er Óðinn þeirra æðstur og heita bænahús ásatrúarmanna hof og æðsti titll er Allsherjargoði,hef ég farið á nokkrar samkomur hjá ásatrúarmönnum og líkað vel enda finnst alltaf jafngamanáð lesa í íslendingasögunum hvernig þessir menn iðkuðu trú sína á milli þess sem þeir murkuðu lífið og hjuggu höfuðin hver af öðrum,ásatrú er eitthvað sem ég hvet fólk til að lesa sig til um,ég er alltaf á leiðinni að kafa dýpra í þá trú og vonandi kemur að því fljótlega.

Kristinn trú:Er við fyrstu sýn alveg meinlaus og hún er það vissulega en þegar dýpra er kafað þá kemur ýmislegt misjafnt uppúr kafinu.

Kaþólska:Er annar angi kristinnar trúar og er svo sem góð sem slík en ýmis boð og bönn get ég ekki sætt mig við eins og t.d bann Kaþólsku kirkjunnar við getnaðarvörnum og fóstureyðingu,á Írlandi þar sem sagt er að landsmenn séu kaþólskari en páfinn samþykktu heimamenn fyrir nokkrum árum að leyfa fóstureyðingu og voru það atkvæði Dyflinnarbúa sem réðu úrslitum,varðandi verjur þá tóku liðsmenn u2 með Bono í broddi fylkingar upp á því á tónleikum í Cork á Írlandi að henda smokkum til áhorfenda og hvað gerði kaþólska kirkjan á Írlandi?Ekkert,kirkjan þorir ekki í stríð við u2 því þá missir kirkjan unga fólkið,einnig hafa sumir prestar kaþólsku kirkjunnar verið staðnir að því að leita á unga drengi án þess að kirkjan geri nokkuð í málunum.

Lútherstrú:Trú sem Marteinn Lúter stofnaði um 1530(kom hingað til lands 1550)og sú trú sem fleiri aðhyllast en kaþólska trú,en á henni eru nokkrae öfgar sem hin ýmsu trúfélög í nafni kristni hafa fylgt og koma hér nokkur þeirra:

Vottar Jehóva:Neita að þiggja blóðgjöf því slíkt er bannað í þeirra biblíu,frekar deyr maanneskjan(í flestum tilfellum)þ.e.a.s. ef læknar grípa hreinlega ekki inn í og gefa viðkomandi blóð.

Mér þykir Vottar Jehóva frekir og leiðinlegir,tilætlunarsamir,pranga sig inn á fólk,boða trú sem enginn er,þeir halda ekki jól né páska á sama tíma og við,ég hef átt samskipti við félaga úr vottunum og vil helst vera laus við þennann trúarhóp.

Krossinn:Er svo öfgakenndur að það er ekki líkt neinu,þeir eru nánast eins og VG,á móti öllu,þeir líkja Rokktónlist og þungarokki við djöfulinn,eru á móti hommum og lesbíum og oftúlka biblíuna hreint ótrúlega og oft ekki heil brú sem þar er borið á borð að mínu mati, Krossinn er að mínu mati öfgasinnaðasti trúarhópurinn í kristinni trú en öll trúfélög eiga rétt á sér sér og margir sem aðhyllast þessategund trúarinnar,ég er bara og get ekki verið sammála henni.

Þegar ég var yngri þá var ég í KFUM og sótti gamla góða Vatnaskóg heim á hverju sumri og þar lærði maður Guðs orð,í KFUM ogK þar lærði maður að þú getur talað við GUÐ þegar þú vilt og þarft ekki kirkju til þess og hann hlustar.

Fleiri trúarhópa mætti nefna hér eins og t.d Bahaiatrú en þar sem ég þekki hana ekki þá sleppi ég henni.

Mér finnst öll trúarbrögð eiga rétt á sér en öfgarnar verða að minka en það mun aldrei gerast,mín von er sú að öll trúarbrögð geti lifað í sátt og samlyndi en nóg komið í bili.

                                KV:Korntop

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þakka þér gott innlegg í þarfa umræðu. Þú gerir það af hófsemd, sem margir mættu temja sér í henni á báða bóga. Ég hef efasemdir um að trúarbrögð hafi rétt á sér eins og þú segir, en trú eða heimsmynd, sem fólk mótar sér sja´ft og líður best með án þess að reyna að troða henni ofan í kokið á öðrum, á rétt á sér. Ég held raunar að það sé meining þín með orðunum.

Á minni síðu og annarra hafa verið fjörug skoðanaskipti um þetta og ég held að allir séu sammála um hófsemd í þessum efnum og hugsi þessa hluti ofan í kjölinn og ræðí án þess að fordæma manneskjur í stað hugmyndafræðinnar, sem laumast er til að fá fólk til að skrifa undir með því að sykra hana með sjálfsögðum mannlegum dyggðum og kærleik, þegar undir niðri býr, manngrienarálit, fordæming, hatur, ofbeldi og aðskilnaður manna á millum.

Fólkið er saklaust í trú sinni í flestum tilfellum en stofnanir þær og ritningar, sem það játast undir trú sinni til fulltyngis er ekki saklaus. Þvert á móti má tengja langmest af óáran mannkynsögunnar við trúarbrögð allt til dagsins í dag og ekki síst í dag, þar sem vígvöllurinn er allur hnötturinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2007 kl. 07:40

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sæll nafni.

Trú er eins og allt annað í heiminum eitthvað sem hver maður þarf að finna farveg sinn í.

Sumir trúa á hljómsveitir og listafólk.  Hver t.d. myndi klæða sig eins og Marlyn Manson nema öfgatrúaðir á hann?!?

En besta trúin býr í manni sjálfum, Guð hlustar á hvern og einn og kirkja er þar engin nauðsyn, þ.e. ef menn trúa af öllu hjarta.

Hins vegar finnst mér kirkja góður staður þar sem gott er að hvíla sig frá streðinu og tengjast því fallega í manni sjálfum.  Umburðarlyndinu, ástinni á sjálfum sér og sínu fólki og síðast en ekki síst vissunni á því að við höfum tilgang og munum lifa að eilífu í Guði.  Hvað sem eilífð þýðir Maggi....

Magnús Þór Jónsson, 17.11.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Ég sjálf er trúlaus og hef alla tíð verið. Ég á þó marga góða vini sem eru trúaðir og virði það. En á móti vill ég líka að trúleysi mitt sé virt. Það eru því miður til einstaklingar innan allra trúarbragða sem nota þau til illra verka og er þar enginn munur til dæmis á milli kristinna og múslima. Eins og þú segir væri draumastaðan sú að allir gætu lifað saman í sátt og samlyndi en ég held að svo verði ekki meðan trúarbrögð eru til staðar því þau hafa ávallt verið og munu ávallt verða notuð sem félagslegt taumhald. Góða ferð og góða skemmtunun í Bandaríkjaferðinni.

Katrín Vilhelmsdóttir, 17.11.2007 kl. 12:47

4 identicon

Ekki get ég sagt að það séu góð rök afhverju kristinn trú sé eitthvað verri (ef maður kafar dýpra kemur ýmislegt í ljós) Ég ætla að halda áfram að trúa á Jesú

jon (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 13:35

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Jón:Auðvitað heldur þú áfram að trúa á Jesú,sagði aldrei að kristinn trú væri verri en öpfgarnar eru víða í kristinni trú og er krossinn gott dæmi svo maður tali nú ekki um Vottana.

Magnús Paul Korntop, 17.11.2007 kl. 13:56

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Perla:Þetta með að höggva mann og annann er nú bara í gríni sagt en ef þú lest íslendingasögur þá sérðu að þetta gerðu menn,ræktuðu trú sína áður en í bardaga var farið og vissulega var mikið ofbeldi á Víkingaöld og ætla ég ekki að verja það.

Varðandi þjóðkirkjuna þá er þetta mikið rétt hjá þér  að flestir eru "skikkaðir" til að vera í henni til 18 ára aldurs en miðað við hvernig þjóðkirkjan heldur á málum eins og með samkynhneygða þá ættu fleiri að vera farnir úr þjóðkirkjunni.

Þetta með kaþólskuna er líka rétt hjá þér að þeir tilbiðja Maríu mey og að "sdkila makanum" nema með leyfi páfaog banna samlíf fyrir hjónaband finnst mér alger della.

Vottarnir eru uppáþrengjandi fólk og hópur sem ég vil helst enginn samskipti hafa við.--Svo ekki sé nú minnst á Krossinn.

En þakka þér fyrir þitt innlegg Perla.

Magnús Paul Korntop, 18.11.2007 kl. 01:17

7 identicon

Þakka þér Maggi.Þú kemur inn í þessa umræðu á hógværan en afar sannfærandi hátt.Sitt lítið sf hverju tagi. Nóg til að upplýsa í megindráttum hvernig hlutirnir eru séðir frá þínum augum . GOTT HJÁ þÉR. Það kennir svo margra grasa í TRÚ ,að  það er ekki öllum gefið að vera á þeim vetfangi (VEFFANGI). EKKI mér, allavega ennþá.EN ég fylgist með. Hlusta og meðtek EÐA EKKI.   Halltu áfram að tjá þig.  Það er ótrúlegt hvað þú getur komið víða við MAGGI minn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 01:31

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Þórarinn:Ég er ekki alvitur um trúmál og þakka ég Guði það en ég mun halda áfram að tjá mig um hin ýmsu málefni en í trúmálaumræðunni varast ég að alhæfa nokkurn hlut nema ég hafi eitthvað fyrir mér eins og ástandið í palestínu er og hefur verið,þú þarft ekki nema horfa á fréttir nema sjá með eigin augum að þar er allt upp í loft og bara til að skerpa á því þá eru öfgarnar víðar en í Íslam og að öll trúarbrögð eiga rétt á sér.

Magnús Paul Korntop, 18.11.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

235 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband