Færsluflokkur: Bloggar

Smá hreinsun.

Var að henda nokkrum bloggvinum út af listanum en svo virðist sem að margir safni bloggvinum til þess að eiga sem flesta og ná aldrei að lesa nema bara brot af listanum en svo eru sumir bara til að sýna fjölda bloggvina en að mínu mati er betra að eiga þannig fjölda bloggvina að þú komist yfir að lesa þá.

Þannig var komið fyrir mér svo ég ákvað að henda þeim út sem ég las sjaldan og var nokkuð viss um að læsu mig sjaldan eða aldrei og vonandi gengur mér betur að fara yfir bloggsíður héðan í frá,ef einhverjir eru ósáttir við að detta út þá verður að hafa það því það verður ekki bæði sleppt og haldið en þó getur viðkomandi sótt um bloggvináttu og ég mun þá bara skoða það ef til þess kemur og ég útiloka ekki frekari hreinsanir.

Ég get ekki kvartað yfir commentleysi því ekki hef ég verið duglegur að commenta hjá öðrum en upp á síðkastið hef ég þó commenterað á þær síður sem ég næ að lesa og eru með áhugavert blogg.

En meira síðar-KV:Korntop


SKANDALL!!!!!!!!

Jæja þá er því lokið,Ísland í 14 sæti með 64 stig en sigurvegarar keppninnar urðu rússar með 272 stig og er bara gott lag og átti sigurinn skilinn en það voru bara svo mörg lög þarna sem var svo mikil hörmung að átakanlegt var að hlusta á það meðan að önnur áheyrilegri lög voru á sama stað og við en svona er víst þessi skrípaleikur í Eurovision því miður.

Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig glæsilega og ekkert út á frammistöðu þeirra að setja og eiga allann heiður skilinn fyrir stórkostlegt atriði og frábæra sviðsframkomu sem ég tel vera 50%.

Þau lög sem mér fannst að hefðu átt að vera ofar eru:Ísland,Pólland, Danmörk,Króatía,Finnland svo ég nefni hér nokkur góð lög í keppninni.

Ég nenni hinsvegar ekki að telja upp öll ömurlegu lögin en eitt af þeim var jú franska framlagið og sjóræningjaatriðið frá Lettlandi.

En ég ætla að klikkja út með orðum bloggvinkonu minnar Ollusak í litlu færslunni á undan: EUROVISION ER ALGERT BULL.

                                         KV:Korntop


Hvaða bull?

Eh-beh buh.


Kjarkur og þor.

Var að lesa viðtal á vísi.is við bloggvinkonu mína katrínu Ósk Adamsdóttur vegna fíkniefnaneyslu hennar og hvernig er að vera 2gja barna móðir því samfara.

Í mínum augum  er Katrín hetja fyrir að koma fyrir alþjóð með sögu sína,takast á við vandann og sigra hann það er alveg æðislegt,en meira þarf til svo haltu baráttunni ótrsauð áfram.

Katrín: Ég er stoltur af því að hafa þig á bloggvinalistanum og þó við þekkjumst ekki neitt þá mun ég styðja þig með andlegum styrk og senda þér góða strauma því þú þarft virkilega á þeim að halda.

Þeir sem vilja lesa bloggið hennar er bent á http://katja.blog.is

                                                    KV:Korntop


Very,very glæsó.

Eurobandið.Nú í kvöld komst Eurobandið í úrslit Eurovision þegar það lenti í einu af 9 efstu sætunum á seinni undanúrslitakvöldinu á sviðinu í Belgrad í kvöld með lagið "This is my life" sem Friðrik Ómar og Regína Ósk syngja.Smile

Á laugargaginn kemur verða svo lokaúrslitin oghefst útsrnding á ruv kl 7 og er þetta frábær árangur hjá þessum frábæru söngvurum og ekki má gleyma bakraddarsöngvurunum eða dönsurunum svo ekki sé minnst á aðra kringum þetta allt.

Íslenska framlagið er númer 11 á svið.

Til hamingju Euroband,og eitt er víst að á laugardaginn segjum við einum munni ÁFRAM ÍSLAND.

                                          KV:Korntop


Ég hef ástæðu

Til að vera andstæðingur sjálfstæðisflokksins og skal ég tína nokkrar þeirra til hér í þessu stutta pistli.

Hann fótum treður allt lýðræði,hann gerir þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari,en veigamesta ástæðan fyrir því af hverju ég sé á móti sjálfstæðisflokknum er einfaldlega sú að sem baráttumaður í einu af aðildarfélögum fatlaðra fyrir betri kjörum og réttlæti í garð öryrkja get ég ekki annað en verið á móti þessum spillta flokki,sem ræður vini sína í embætti(Þorsteinn Davíðson),hann er á móti ESB og svo grasserar einkavinavæðing meira í sjálfstæðisflokknum en nokkrum öðrum stjórnmálaflokki.

Ég veit að ég tek stórt upp í mig en þetta er mín skoðun.

                                    KV:Korntop


Áskorun.

Þar sem spilling og svínarí stjórnvalda í ríki og borg eru að fara með alla framtaksemi og aðgerðarleysið algert auk þess sem einkavinavæðing sjálfstæðisflokksins keyrir allt í kaf þá skora ég á Geir H Haarde forsætisráðherra að segja af sér því ríkisstjórnin situr eins og rjúpan við staurinn og klórar sér í kollinum eða bak við eyrun til að finna út hvað sé best að gera í efnahagsmálum auk þess sem að það er bara ekkert hlustað á almenning í þessu landi og honum bara sagt að halda kjafti þegar hann tjáir sig,en hinn almenni borgari veit nú lengra nefi sínu en stjórnvöld halda því hvet ég ríkisstjórnina til að segja af sér og hleypa öðrum að kjötkötlunum,Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn þreyttur eftur 17 ára valdasetu í landsmálunum,GEFUM HONUM FRÍ.

                                      KV:Korntop

 


Kúgun sjálfstæðisflokksins

Burt með óhæfa stjórnendur bæði í ríki og borg,Sfálfstæðisflokkurinn er að knésetja landið með valdagræðgi og frekju og nægir þá að nefna aðgerðarleysi þeirra í efnahsgsmálum og það besta sem Samfylkingin myndi gera væri að slíta þessu stjórnarsamstarfi,meira um það síðar.

Í borginni er allt að fara til fjandans,Jakob Magnúson ráðinn í sérstarf og fær 710 þús á mánuði,flugvöllurinn á að vera áfram í Vatnsmýrinni og svo gera borgaryfirvöld ekkert til að hreinsa borgina,hún er svo skítug að engu tali tekur.

                                         KV:Korntop


Stál og hnífur.

Þegar ég vaknaði um morguninn,
er þú komst inn til mín.
Hörund þitt eins og silki,
andlitið eins og postulín.
Við bryggjuna bátur vaggar hljótt,
í nótt mun ég deyja.
Mig dreymdi dauðinn sagði:"komdu fljótt,
það er svo margt sem ég ætla þér að segja".

Ef ég drukkna,drukkna í nótt,
ef þeir mig finna.
Þú getur komið og mig sótt,
en þá vil ég á það minna:
Stál og hnífur er merkið mitt,
merki farandverkamanna,
Þitt var mitt og mitt var þitt,
Meðan ég bjó á meðal manna.

                 Bubbi Morthens.

Að mínu mati besta lag Bubba ever.

                            KV:Korntop


Stórir strákar fá raflost.

Þeir hringdu í morgunn sögðu að Lilla væri orðin óð,
að hún biti fólk í hálsinn,drykki úr þeim allt blóð.
Hún hafði sagt hún gæti ekki dottið,
hún hefði engan stað til að detta á.
Hún sagðist breytast í leðurblöku,
að hún flygi um loftin blá.

Læknirinn var miðaldra,augun í honum voru grá,
að hann djönkaði sig með morfíni sagðist hafa unnið hér í 15 ár.
Þá órólegu settu á deild,sem var sérhönnuð fyrir þá,
það átti að setja Lillu í raflost,hann bauð mér að horfa á.

Stórir strákar fá raflost,stórir strákar fá raflost.

Gangastúlkurnar hvæstu og sýndu í sér tennurnar,
þær skipuðu mér að fara í rúmið,sögðu tími kominn á pillurnar.
Ég sagði þeim að ég væri gestur,að ég væri á leiðinni heim,
þær selltu mér með látum í gólfið,sögðu svo:Þú ert einn af þeim.

Á kvöldin kemur læknirinn og segist vera vinur minn,
hann segir"þú verður að vera rólegur,þú æsir upp öll hin".
Segir að ég sé í tveggja ára meðferð,hann býður mig velkominn,
segir á morgunn fái ég raflost svo ég verði eins og öll hin.

Stórir strákar fá raflost,stórir strákar fá raflost,stórir strákar fá raflost,stórir strákar fá raaaaaaaaaaaaflost.

                      Bubbi Morthens/EGÓ.

                                  KV:Korntop





« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

29 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband