Færsluflokkur: Bloggar
3.6.2008 | 23:48
Ýmislegt.
Í dag byrjaði ég að vinna frá 12-5 en mér hefur alltaf fundist ég geta unnið lengur en 4 klst á dag frá því ég byrjaði að vinna í BYKO og eina leiðin til fá úr því skorið er að láta reyna á það ég get þá alltaf bakkað aftur,allavega í kvöld er ég pínu þreyttur sem er eðlilegt.
það sem fer mest í mig þessa dagana er þessi bölvaði hiti sem verður þess valdandi að maður dottar í vinnunni og virðist maður ekkert fá við það ráðið,frekar óhugnanleg tilfining.
Heyrði að ég hefði komið í mogganum á laugardaginn var en ræðu sem ég flutti á ráðstefnu um atvinnumál á Hótel sögu var breytt í viðtalsform en það er gott að koma í einum mest lesna fjölmiðli landsins endrum og sinnum enda er ég ofboðslega frægur.Hehehehe.
Í morgunn var ísbjörn skotinn á Þverárfjalli í Skagafirði eftir að hafa verið á ferli í einhvern tíma en einhver þoka var á svæðinu og því lítið annað hægt en að skjóta dýrið,því miður.
Ég hef komist að því að íslendingar ættu að vera skyldugir að eiga 3 skambyssur og búðareigendur 4 sama hvað "Hermanninum"og Dómsmálaráðherranum Birni Bjarnasyni finnst um það,með skyldueign á byssum gætum við búið til lítið "Vilta vestrið" en ég myndi nota mínar byssur t.d í að drita niður þessa bölvuðu máva sem sveima yfir öllum til hrellingar og skapraunar,eigandi byssu mætti ekki vera yngri en 20 ára svo það sé á hreinu.
Þá er bullinu lokið í bili-nú bíður bólið og svo vinna á morgunn,hafið það gott elskurnar og góða nótt.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt 4.6.2008 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.6.2008 | 10:01
Halló.
Góðan daginn og blessaðann,í dag er það vinna milli klukkan11 og15´30,svo þarf að borga nokkra reikninga sem skipta máli,eftir það BK kjúklingur og síðan liggur leiðin í vesturbæinn,nánar tiltekið á KR völlinn þar sem að KR tekur á móti FRAM en í seinustu 4 skiptin sem ég hef farið á KR völlinn hefur KR tapað og því verður forvitnilegt að komast að því hvort það haldi áfram,svo kemur Aileen konan mín þangað og sækir mig um 9 leytið og ætlum við að taka smá bíltúr,ekki langan þó því við verðum að vakna í fyrramálið.
Svona lítur dagurinn út hjá mér elskurnar mínar en ég verð aðeins að koma að tapsárum svíum sem sögðust í gærkvöldi ætla að kæra leikinn gegn okkur af því að ritaraborðið "gleymdi"að skrá löglegt mark en svo kom tilkynning frá svíunum um að leikurinn yrði ekki kærður heldur send inn kvörtun,ja þvílík della,sorrý svíar þið töpuðuð fyrir betra liði og enn og aftur,TIL HAMINGJU MEÐ ÓLYMPÍUSÆTIÐ STRÁKAR,ÞIÐ ÁTTUÐ ÞETTA SVO SANNARLEGA SKILIÐ.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2008 | 18:17
Glæsilegur sigur.
Núna rétt í þessu var að ljúka í Wroclaw í póllandi hreinum úrslitaleik íslendinga og svía um laust sæti í handknattleikskeppni ólympíuleikanna í Peking í ágúst og lauk honum með frábærum íslenskum sigri 29-25 í einum besta leik sem íslenskt landslið hefur spilað lengi.
Besti maður íslands var Hreiðar Leví Guðmundson sem varði eins og berserkur allann leikinn eða um 16 skot,þar af mörg úr dauðafærum, einnig var Arnór Atlason góður svo og Sigfús Sigurðson en annars var það liðsheildin sem skóp þennann glæsta sigur og það er sko ekki leiðinlegt að sigra svía sem í gegnum tíðina hafa leikið okkur grátt en í dag var svo sannarlega komið að skuldardögum.
Svíarnir voru gersamlega meðvitundarlausir og engu líkara en þeir héldu að þetta kæmi af sjálfu sér,bestu menn þeirra voru markverðirnir(Thomas Svenson og Peter Genzel) en menn eins og Kim Anderson voru gersamlega búnir á því og gat ekki baun í bala.
Næsta verkefni strákanna eru viðureignir heima og heiman gegn Makedóníu og verður fyrri leikurinn í Skopje næsta sunnudag klukkan 18´15 en sá seinni í höllinni 15 jún kl 4, og hef ég engar áhyggjur eftir þennann leik.
ÁFRAM ÍSLAND
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.6.2008 | 12:11
Til hamingju.
Ég óska öllum sjómönnum og sjómannskonum innilega til hamingju með sjómannadaginn,gangið samt hægt inn um gleðinnar dyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 00:23
Sýnum samhug og samstöðu.
Nú eiga margir um sárt að binda og hafa sumir hverjir misst allt sitt auk þess sem vegir og mannvirki hafa skemmst eftir jarðskjálftana í dag,ég vil mælast til þess við bloggvini mína og lesendur þessarar síðu að senda íbúum á suðurlandi,sérstaklega Selfossi og Hveragerði góða strauma og andlegan styrk því það er akkúrat það sem þeir þurfa á að halda.
Þessi færsla mun standa eitthvað lengur því ég vil sjá fleiri sýna fólkinu á Selfossi,Hveragerði,Stokkseyri og Eyrarbakka samhug og samstöðu,þarna voru bloggvinir og aðrir sem manni þykir vænt um, biðjum fyrir þeim og sýnum það í verki að okkur sé ekki sama um þá sem nánast misstu allt sitt í þessum hörmungum.
Þið sem lesið þetta,látið þessa færslu berast út og verum samtaka.
Commenterið með bæn eða bara einhverju því mér er mikið í mun að fólk standi saman þegar eitthvað bjátar á en ekki bara þegar gleðin er við völd.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt 31.5.2008 kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
29.5.2008 | 09:31
Húrra fyrir ráðherranum.
Í seinustu viku voru leyfðar veiðar á 40 hrefnum hér við land og er ég mjög hress með þá ákvörðun Einars K Guðfinnsonar sjávarútvegsráðherra sem heimilaði þessar veiðar þrátt fyrir hræðsluáróður ferðasamtaka og hvalaskoðara.
Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að maðurinn og hvalurinn eru í harðri samkeppni um fiskinn í sjónum en talið er að einn hvalur innihaldi 1,2 tonn af fiski sem er gígantískt.
Kettlingarsamtök eins og Greenpeace,Sea shepheard og World wide found koma alltaf með sama sönginn þegar þau tala um hvalveiðar, frekar hvimleiður andskoti.
Hér er um að ræða veiðar á 40 hrefnum í vísindaskyni,það er enginn að tala hér um 400 dýr á því er reginmunur en veiðar í atvinnuskyni verða vonandi teknar upp að fullu innann nokkurra ára og þá veitt skynsamlega úr stofninum því stjórnlausar veiðar skila engu,
Ég styð Einar K Guðfinnson í því að nýta okkar eigin fiskimið til að veiða hvali og aðrar tegundir hér við land því það erumvið sem ráðum fiskveiðum hér við land en ekki útlendingar.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.5.2008 | 22:36
Síðustu orðin í dag.
Guð gefi ykkur góða nótt og vaki yfir ykkur.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2008 | 19:24
Jibbí.
Nú er gaman að lifa,er ekki sama að gerast hjá ykkur?
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.5.2008 | 08:58
Góður.
Í dag er það bara vinnan og svo kemur konan í heimsókn annað er það ekki í dag,er frekar latur svona í morgunsárið með skrif en það kemur meira síðar,ég vil taka það fram að fyrstu hreingerningu bloggvinalistans er lokið og sú næsta verður ekkert auglýst sérstaklega en eigið góðan dag krúttin mín.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.5.2008 | 18:07
Af gefnu tilefni.
Vil ég taka það fram að ekki verða fleiri bloggvinir teknir inn að sinni því þeir eru þegar of margir og því stendur "smá hreinsun" fyrir dyrum sem enn er ekki lokið.
ég næ ekki að lesa alla bloggvini mína og er reyndar viss um að það lesa mig ekki nærri allir heldur og þannig er það bara.
Því vil ég biðja þá sem vilja gerast bloggvinir mínir að hinkra með það þar til ég get tekið við fleirum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
29 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady