Sýnum samhug og samstöðu.

Nú eiga margir um sárt að binda og hafa sumir hverjir misst allt sitt auk þess sem vegir og mannvirki hafa skemmst eftir jarðskjálftana í dag,ég vil mælast til þess við bloggvini mína og lesendur þessarar síðu að senda íbúum á suðurlandi,sérstaklega Selfossi og Hveragerði góða strauma og andlegan styrk því það er akkúrat það sem þeir þurfa á að halda.

Þessi færsla mun standa eitthvað lengur því ég vil sjá fleiri sýna fólkinu á Selfossi,Hveragerði,Stokkseyri og Eyrarbakka samhug og samstöðu,þarna voru bloggvinir og aðrir sem manni þykir vænt um, biðjum fyrir þeim og sýnum það í verki að okkur sé ekki sama um þá sem nánast misstu allt sitt í þessum hörmungum.

Þið sem lesið þetta,látið þessa færslu berast út og verum samtaka.

Commenterið með bæn eða bara einhverju því mér er mikið í mun að fólk standi saman þegar eitthvað bjátar á en ekki bara þegar gleðin er við völd.

                                     KV:Korntop

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 30.5.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 30.5.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er fallega hugsað hjá þér. Í dag finnst manni eins og þetta hafi verið vondur draumur, óraunverulegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt og vona að það gerist ekki aftur.  Kveðjur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2008 kl. 13:11

4 identicon

Takk fyrir góðar kveðjur. Þetta er eitt það versta sem ég hef lent í. Búin að missa næstum alla mína búslóð í þessu helvíti.

Bryndís R (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég bjó hjá frænku minni í Hveragerði nokkur sumur frá ´84 og þá voru skjálftar á bilinu 3-4 á Richter mjög algengt þannig að ég get rétt ímyndað mér það hvernig fólki þarna líður.

Bryndís R: Leiðinlegt að heyra þetta en kemur ekki á óvart enda miklir kraftar að verki og að missa heila búslóð og allt sitt er skelfileg tilhugsun en vonandi fer þessari martröð að ljúka.

Rúna:Þetta er blendin upplifun sem aldrei fer úr minni og ég var búinn að gleyma Stokkseyri og Eyrarbakka en vonandi hefur ekkert skemmst hjá þér.

Magnús Paul Korntop, 30.5.2008 kl. 18:01

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn.

Mikið er þetta falleg hugsun hjá þér.

Guð launi þér og blessi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 20:18

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Það geri ég svo sannarlega.Falllegt af þér Korntopp minn.

Ég hristist nú töluvert sjálf þér í Þorlákshöfn.

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 21:41

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2008 kl. 22:44

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Það á að vera skylda hvers manns að hugsa hlýtt til þeirra sem missa nánast allt sitt í náttúruhamförum eins og þessum.

Magnús Paul Korntop, 31.5.2008 kl. 00:52

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 31.5.2008 kl. 09:06

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ollasak: Það er bara 1 p í korntop en þú ert ekki sú fyrsta og ekki sú síðasta sem ruglast,blaða og fréttamenn gera það líka en vonandi er allt í lagi með innbúið þitt nógu margir bloggvinir búnir að missa allt sitt nánast en farðu vel með þig

Magnús Paul Korntop, 31.5.2008 kl. 11:09

12 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 31.5.2008 kl. 13:05

13 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Magnús Paul Korntop, 31.5.2008 kl. 15:35

14 identicon

Auðvitað biðjum við fyrir þeim.Fallega hugsað hjá þér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:28

15 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.5.2008 kl. 19:11

16 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hjartað datt bara niður í buxur...annað slapp furðu vel. Smádót brotið og bramlað, dót sem engu máli skiptir...kveðjur...

Rúna Guðfinnsdóttir, 31.5.2008 kl. 21:40

17 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Falleg og góð grein Maggi ,/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.6.2008 kl. 00:05

18 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Halli minn,kveðjur til baka.

Magnús Paul Korntop, 1.6.2008 kl. 00:18

19 identicon

Það er svakalegt að missa allar sinar eigur  af nátturunnar völdum.Það er  mildi að engin alvarleg slys á fólki. Að missa allt sitt er ekki auðvelt.Þegar svona kemur niður á heil samfélög þa´er mikilvægt að við stöndum saman og hjálpum þessu fólki að komast yfir þetta.Það tekur langan tima fyrir svona  byggðir a'ð nyggja sig upp á nýtt. En ef að afi minn væri á lifi þa myndi þetta vera hans ær og kýr að grugga i svona nátturuundrum. Hann var þekktur jarðfræðingur og skáld.Maggi þú mátt ekki geta,Þú veist þetta. aileen

aileen soffia (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 205166

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband