Færsluflokkur: Bloggar
17.5.2008 | 00:38
Vera mátt góður.
Vera mátt góður ef vilt það til stunda,
vanti þig ei guðs styrk þar til að skunda.
En ef þú þann veg þenkir,
seinna,seinna,seinna,seinna.
Sett hef ég mér nýjan lifnað að byrja,
lífið stutt og ljót afdrif hver mun spyrja?
Enn ef þú þekkir þannin,
Loksins,loksins,loksins,loksins.
Líf mitt vil ég með guðs hjálp bæta,
lengur munt lifa og æ lukku mæta.
Hinn íslenski þursaflokkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2008 | 09:54
Á hverfanda hveli.
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að allt er að fara fjandans til og breytir þá engu hvar borið er niður,bensínverð, matarverð,fasteingnaverð,vextir eða eitthvað annað NAME IT.
Ég ætla hér í þessari færslu að segja mitt álit og draga þá til ábyrggðar sem hana eiga að bera en byrjum á bensínverðinu.
Á hreinu er að á hverjum degi er sett nýtt met í bensínverði og ég spái því að með sama áframhaldi þá verði bensín og olíuverð komið langt yfir 200 kallinn áður en árið er á enda og það ríkisstjórnin á að gera til að sporna við þessu er að minnka eða afnema skattinn sem af þessu verði hlýst,nú vörubílstjórar hafa mótmælt þessu gengdarlausa bensínverði með því að stöðva umferð en þá kallar Geir H Haarde þá glæpamenn en meira um forsætisráðherrann hér á eftir.
Matvælaverð hefur þrefaldast á engum tíma og er að verða erfiðara og erfiðara að eiga fyrir salti í grautinn því allir vilja sneið af kökunni, matarkarfa sem áður kostaði um 5000 krónur kostar í dag á milli 8 og 10 þús krónur,það eina sem ég sé í stöðunni er að ríkisstjórninn hreinlega banni frekari verðhækkanir.
Það virðist vera einhver tíska þessa mánuðina hjá Seðlabankanum að halda stýrivöxtum of háum til að sporna gegn verðbólgudraugnum en staðreyndin virðist þó sú að það hafi gersamlega mistekist.
Aðeins að krónunni en engu virðist líkara en að hún sé handónýtur gjaldmiðill og upptaka annaðhvort evru eða bandaríkjadalls virðist vera málið,flest fyrirtæki gera upp í evrum svo ég legg til eins og fleiri að krónunni verði skipt út fyrir evruna.
En hvað gerir hæstvirt ríkisstjórn í málinu? jú,akkúrat ekkert heldur er nú talað um að breyta eftirlaunafrumvarpi þingmanna í stað þess að leysa þann vanda sem að steðjar í íslensku þjóð og hagkerfi.
Geir H Haarde(Hæstvirtur forsætisráðherra) vill ekki gera neitt og lokar eyrunum.
GEIR.FARÐU AÐ HLUSTA Á ALMENNING Í ÞESSU LANDI MAÐUR.
Mín lausn: Hefja á könnunarviðræður að ESB og kanna kosti og galla þess að sækja um,að mínu mati eru kostirnir fleiri og eru eftirfarandi:
Matarverð myndi lækka heilmikið og myndi gera fólki kleift að versla inn á mannsæmandi verði,vextir myndu snarminnka,það myndi engu breyta hvor veiðir fiskinn í sjónum,kvótakóngur af íslandi eða spanverjar en það sem myndi endanlega stöðvast við inngöngu í ESB er þessi gígantíska einkavinavæðing.
Hvað varðar hátt bensínverð er lítið hægt að gera nema ríkið afnemi vaskinn að verðinu annars ræðst bensínverð af heimsmarkaðsverði og víð því er ekkert hægt að gera.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
12.5.2008 | 13:23
Hæ.
Bara að láta vita af mér hérna,er að fara á Pizza hut og svo í Víkina á leik Víkings og Selfoss kl 5(17) og hleð batteríin fyrir næstu vinnuviku en fastráðningarsamningurinn verður líkast til gerður á morgunn og þá mun ég loks trúa því að ég sé fastráðinn starfsmaður Norrvíkur.
Er að undirbúa sprengjublogg og er að velta fyrir hvernig best sé að skrifa það en ljóst er að ýmsir fá það óþvegið.
En eigið góðann dag elskurnar mínar og farið vel með ykkur.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.5.2008 | 14:56
Allt að gerast.
Margt hefur gerst hjá mér seinustu dagana,eins og ég sagði frá fyrir um viku síðan spila ég ásamt hljómsveit minni á árshátíð Fjölmenntar og síðan á Organ ásamt Blikandi stjörnum,Mammút og reykjavík og gekk mjög vel,síðan voru vortónleikar skólans s.l mánudag og var ég annar tveggja kynna auk þess sem ég söng 2 lög með bandinu mínu og gekk það mjög vel.
Lenti í heldur neyðarlegu en um leið spaugilegu atviki s.l fimmtudag en mér lá svo á að fara út í bíl að ég gleymdi lyklunum heima og til að bæta gráu ofan á svart voru varalyklarnir líka heima svo ég varð að hringja í lásasmið og fá hann til að opna fyrir mig hurðina og það kostaði mig 6000 krónur en þetta kennir mér að flýta mér hægar næst og athuga hvort allt sé á sínum stað.
Þann sama dag fékk ég þau gleðitíðindi að ég yrði fastráðinn hjá Norrvík en Norrvík er samheiti yfir öll fyrirtæki sem eigandinn á en þau eru nokkur og geri ég samning varðandi fastráðninguna strax í næstu viku og ér ég að vonum mjög ánægður með þetta og hjálpar mér fjárhagslega verulega auk þess sem maður hefur eitthvað að gera á daginn annað en að hanga heima og gera ekki neitt og nú er það mitt að sanna mig þarna.
En nóg í bili elskurnar-meira fljótlega.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.5.2008 | 08:28
Bloggfríi frestað.
Þar sem mikið er að gerast í mínu lífi þessa dagana og mörgu frá að segja er bloggfríi frestað þar til síðar og mun ég bara blogga þegar tími gefst til.
Ég held að þessar sífelldu skrif um að hætta og loka síðunni sé ekki marktæk og minni mjög á söguna"Úlfur,úlfur" og því best að vera ekkert að tilkynna um bloggfrí því að þótt tími til að blogga sé ekki mikill þá er tjáningarþörfin alltaf til staðar og fer ekkert en síðar í dag kemur nýtt jákvætt og ferskt blogg frá kallinum auk þess sem sprengju verður varpað hér á morgunn eða hinn.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 09:29
Vörn.
Ekki datt mér það í hug að ég þyrfti að verja ótímabundið bloggfrí og hugsanlegrar lokunar þessarar síðu svo enn skal útskýrt hversvegna þetta bloggfrí er tekið.
Sökum tímaskorts þá á ég mjög erfitt með að blogga næstu vikurnar auk þess sem bloggáhugi er ekki mikill þessa stundina og helst það í hendur við tímaleysið en eins og ég sagði í seinustu færslu þá eru efnistök næg,ekki vantar það.
Því verður síðunni EKKI lokað því margir hafa beðið mig um að halda henni opinni svo ég gæti komið pistlum að og ætla ég að verða við því og halda þessu áfram,EN EFTIR GOTT BLOGGFRÍ.
Eg kvaddi fólk hálfpartinn í seinustu færslu og var það eingöngu gert ef til lokunnar síðunnar hefði komið,það er bara kurteisi að gera það og hafa vaðið fyrir neðan sig en nú geta þessir örfáu bloggvinir sem lesa mig og commenta reglulega andað rólega því ég verð áfram hér en kem ekki fyrr en ég er tilbúinn að koma því þó það sé nóg frammundan þá hefur ýmislegt verið um að vera hjá mér og mínu fólki,árshátíð Fjölmenntar,spilamennska á Organ og skólatónleikar svo ég held að allt skynsamt fólk sjái að maður nennir ekki mikið að blogga þessa dagana en ég veit að bloggvinir mínir og aðrir lesendur er þolinmótt fólk svo ég hef engar áhyggjur því það munu koma sprengjur héðan og þá verður grýtt í allar áttir.
En semsagt,eigandi síðunnar er í bloggfríi,honum langaði að loka síðunni en hætti við það gerræði og kemur til starfa síðar vel endurnærður og mun þá skrifa pistla um sín hugðarefni en þangað til lifið heil og farið vel með ykkur elskurnar.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.5.2008 | 23:32
Seinna kanski.
Hef ákveðið að breyta bloggfríinu í ótímabundna lokun sökum tímaskorts og annríkis auk þess sem sáralítill bloggáhugi er til staðar en efnistök eru næg það er klárt.
Á ekki von á að nokkur sakni mín úr bloggheimum svo að ekki er missir fólks mikill fyrir utan örfáa en svo getur auðvitað bloggáhuginn komið aftur en hann er ekki mikill í augnablikinu því miður.
Ef ég kem ekki aftur vil ég þakka öllum þeim sem hafa þurft að þola delluna sem hér hefur birst síðasta árið og segi bara að endingu: Takk fyrir mig og bless.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt 6.5.2008 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.5.2008 | 10:17
Organ.
Kem hér smástund í miðju bloggfríi til segja hvernig gekk á Organ í gærkvöldi.
Fyrst stigu Blikandi stjörnur á svið og stóðu sig sæmilega en hafa þó batnað síðan síðast.
Næst kom kvennabandið Mammút(með 1 strák með sér)og stóðu sig frábærlega,glæsigellur þar á ferð.
Næst komum við(Hraðakstur bannaður) og gekk svona líka glimrandi vel og klárt mál að bandið er á mikilli uppleið,allavega er ég vel sáttur með frammistöðuna svo framtíðin er björt hjá okkur.
Næstir voru strákarnir í Reykjavík og hlustaði ég bara á 1 lag með þeim svo mikill var hávaðinn og minnti þetta mig meira á öskur og garg en söng en svona var á Organ í gærkvöldi en þess má geta að hvert band fékk hálftíma til umráða.
En nú heldur bloggfríið áfram-heyrumst þegar eigandi síðunnar nennir að blogga.
KV:Korntop.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2008 | 17:10
Organ og bloggfrí.
Annað kvöld er bandið mitt að spila á Organ í tengslum við List án landamæra en auk okkar eru þrjár aðrar hljómsveitir þarna og er röðin þannig:
Blikandi stjörnur.
Mammút(kvennahljómsveit skilst mér).
Hraðakstur bannaður.
Reykjavík.
Húllumhæið hefst kl hálf 10 skilst mér og Organ er í Hafnarstræti 1-3.
Með þessari færslu er ég kominn í ótímabundið bloggfrí,hafið það gott elskurnar,heyrumst með hækkandi sól.
Saknar mín annars nokkur fyrir utan örfáa héðan úr bloggheimum?
Held ekki því er bloggfrí málið.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt 1.5.2008 kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.4.2008 | 15:17
Hugleiðing og nóg framundan.
Eins og lesendur gátu lesið í seinasta pistli þá töpuðum við ÍR-ingar fyrir Víkingi í Víkinni s.l föstudag í 1.deild í handknattleik sem gaf Víkingum sæti í N1 deild karla en við ÍR-ingar sátum eftir með sárt ennið og getum í raun sjálfum okkur um kennt hvernig fór og vonandi læra menn af þessu og koma sterkari til baka næsta tímabil.
Mitt mat er það að Víkingur fer rakleiðis niður aftur ef þeir styrkja sig ekki nægilega og það sama hefði átt við ef ÍR hefði farið upp einfaldlega vegna þess að N1 deldin er OF sterk,það sjáum við bara á úrslitunum sem ÍBV og Afturelding eru að fá hjá sterku liðunum í N1 deildinni svo kanski var betra þegar öllu er á botnin hvolft að sitja eftir í 1 deild og halda áfram að byggja upp lið sem kæmi svo sterkt inn og færi í N1 deildina að ári en þar verða mörg lið og erfiðari lið í deildinni næsta tímabil heldur á þessu tímabili sem nú fer að renna sitt skeið á enda,í ár voru það aðeins FH og Víkingur sem við gátu eitthvað og Selfoss beit frá sér gegn okkur en á næsta tímabili verða það ÍBV ogAfturelding sem féllu auk þess sem Selfoss og Grótta koma mun sterkari til leiks þá eru bara ótalin Fjölnir og Völsungur þannig að deildin verður í raun erfiðari en í ár svo einfalt er það.
Nóg er að gera hjá mér þessa dagana í söngnum þessa dagana,árshátíð skólans nýlokið og List án landamæra er í fullum gangi eins og venjulega á þessum árstíma.
Í gærkvöldi var góð leiklistarhátíð í Borgarleikhúsinu og var ég dyravörður meðan fólk var að koma sér inn,síðan á fimmtudagskvöldið(1 mai) er ég að spila ásamt hljómsveit minni á Organ ásamt,Blikandi stjörnum,kvennabandinu Mammút og Reykjavík og er frítt inn svo að nú geta allir bloggvinir og aðrir lesendur séð kallinn spila,svo þann 5 mai eru vortónleikar Fjölmenntar í salnum í Kópavogi,semsagt nóg framundan hjá mér og mínu fólki.
En nóg í bili-meira þegar ég nenni.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
116 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
annakr
-
agustolafur
-
brjann
-
eddaagn
-
ellasprella
-
georg
-
ipanama
-
gudruntora
-
zeriaph
-
gudnim
-
harhar33
-
heidathord
-
helgadora
-
krummasnill
-
holmdish
-
hogni
-
inaval
-
jensgud
-
jonhalldor
-
nonniblogg
-
jorunn
-
katlaa
-
katja
-
kolbrunb
-
lillagud
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
margretsverris
-
olofk
-
omarragnarsson
-
ragjo
-
rannveigh
-
rosaadalsteinsdottir
-
ruth777
-
marzibil
-
amman
-
ollasak
-
stebbifr
-
fugla
-
saedishaf
-
stormsker
-
skinogskurir
-
lady