SKANDALL!!!!!!!!

Jæja þá er því lokið,Ísland í 14 sæti með 64 stig en sigurvegarar keppninnar urðu rússar með 272 stig og er bara gott lag og átti sigurinn skilinn en það voru bara svo mörg lög þarna sem var svo mikil hörmung að átakanlegt var að hlusta á það meðan að önnur áheyrilegri lög voru á sama stað og við en svona er víst þessi skrípaleikur í Eurovision því miður.

Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig glæsilega og ekkert út á frammistöðu þeirra að setja og eiga allann heiður skilinn fyrir stórkostlegt atriði og frábæra sviðsframkomu sem ég tel vera 50%.

Þau lög sem mér fannst að hefðu átt að vera ofar eru:Ísland,Pólland, Danmörk,Króatía,Finnland svo ég nefni hér nokkur góð lög í keppninni.

Ég nenni hinsvegar ekki að telja upp öll ömurlegu lögin en eitt af þeim var jú franska framlagið og sjóræningjaatriðið frá Lettlandi.

En ég ætla að klikkja út með orðum bloggvinkonu minnar Ollusak í litlu færslunni á undan: EUROVISION ER ALGERT BULL.

                                         KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn.

Alveg sammála. Þetta er algjör pólitík og svo er auðvita svipaður smekkur á Balkanskaga me'ð músík og eins hér á Norðurlöndunum. Ég skemmti mér vel að hlusta á Sigmar. Hann var mikið að spá og spekulera og var oft búinn að spá að 12 stigi færu núna til ákveðins lands og oft hafði hann rétt og stundum var það bara næsta land við hliðina á þessum tveimur.

14. sæti í dag er miklu glæsilegri árangur en 16 sæti hér áður fyrr þegar þátttakendur voru helmingi færri.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.5.2008 kl. 01:54

2 Smámynd: Linda litla

Ég er ekki sammála þér, mér fannst þessi keppni flott og megnið af lögunum var gott. Ég segi ekki að þetta sé pólitík, austantjaldslöndin eru fleiri en norðurlöndin, eðlilega verða þau ofar. Þú sérð það að við á norðulöndunum kjósum hin norðurlöndin.

Rússar voru með gott lag og áttu fyrsta sætið svo sannarlega skilið. Serbar, Króatar, Portúgal og fleiri voru með snilldarlög sem voru ekkert síðri en þetta íslenska. Regína og Friðrik stóðu sig með prýði og skiluðu sínu mjög vel, hefðu ekki getað skilið þessu betur. En það geta ekki allir unnið.

Linda litla, 25.5.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er 95% sammála... mér finnst Franska lagið gargandi snilld.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.5.2008 kl. 11:49

4 identicon

comm onnnnnnn Polland var ömmmmmmmurrrrrrrrrrrlegt en ekki furða að menn fíla hana. elska brjóst og brúnkukrenm Rússneskalagið átti ekki skilið að vinna ömurlegur sönvari hefði frekar viljað að Grikkland, Armínía eða úkranía hefði átt að vinna þetaa

svana (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:34

5 Smámynd: Solla Guðjóns

 Víst var keppnin glæsileg og gaman að pæla í búningum,sviðsljósum,dansi og framkomu.....Það er atkvæðagreiðslan sen er og er búin að vera lengi vináttugjöf á báða bóga.... Fyrrverandi Sovétríki eru orðin svo mörg minni lönd og eru þar af obbin af þeim löndum sem taka þátt.....því skapast þetta ástand sem er n´ttúrulega ekki líðræðislegt 

Solla Guðjóns, 25.5.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband