10.5.2008 | 14:56
Allt að gerast.
Margt hefur gerst hjá mér seinustu dagana,eins og ég sagði frá fyrir um viku síðan spila ég ásamt hljómsveit minni á árshátíð Fjölmenntar og síðan á Organ ásamt Blikandi stjörnum,Mammút og reykjavík og gekk mjög vel,síðan voru vortónleikar skólans s.l mánudag og var ég annar tveggja kynna auk þess sem ég söng 2 lög með bandinu mínu og gekk það mjög vel.
Lenti í heldur neyðarlegu en um leið spaugilegu atviki s.l fimmtudag en mér lá svo á að fara út í bíl að ég gleymdi lyklunum heima og til að bæta gráu ofan á svart voru varalyklarnir líka heima svo ég varð að hringja í lásasmið og fá hann til að opna fyrir mig hurðina og það kostaði mig 6000 krónur en þetta kennir mér að flýta mér hægar næst og athuga hvort allt sé á sínum stað.
Þann sama dag fékk ég þau gleðitíðindi að ég yrði fastráðinn hjá Norrvík en Norrvík er samheiti yfir öll fyrirtæki sem eigandinn á en þau eru nokkur og geri ég samning varðandi fastráðninguna strax í næstu viku og ér ég að vonum mjög ánægður með þetta og hjálpar mér fjárhagslega verulega auk þess sem maður hefur eitthvað að gera á daginn annað en að hanga heima og gera ekki neitt og nú er það mitt að sanna mig þarna.
En nóg í bili elskurnar-meira fljótlega.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.5.2008 | 08:28
Bloggfríi frestað.
Þar sem mikið er að gerast í mínu lífi þessa dagana og mörgu frá að segja er bloggfríi frestað þar til síðar og mun ég bara blogga þegar tími gefst til.
Ég held að þessar sífelldu skrif um að hætta og loka síðunni sé ekki marktæk og minni mjög á söguna"Úlfur,úlfur" og því best að vera ekkert að tilkynna um bloggfrí því að þótt tími til að blogga sé ekki mikill þá er tjáningarþörfin alltaf til staðar og fer ekkert en síðar í dag kemur nýtt jákvætt og ferskt blogg frá kallinum auk þess sem sprengju verður varpað hér á morgunn eða hinn.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 09:29
Vörn.
Ekki datt mér það í hug að ég þyrfti að verja ótímabundið bloggfrí og hugsanlegrar lokunar þessarar síðu svo enn skal útskýrt hversvegna þetta bloggfrí er tekið.
Sökum tímaskorts þá á ég mjög erfitt með að blogga næstu vikurnar auk þess sem bloggáhugi er ekki mikill þessa stundina og helst það í hendur við tímaleysið en eins og ég sagði í seinustu færslu þá eru efnistök næg,ekki vantar það.
Því verður síðunni EKKI lokað því margir hafa beðið mig um að halda henni opinni svo ég gæti komið pistlum að og ætla ég að verða við því og halda þessu áfram,EN EFTIR GOTT BLOGGFRÍ.
Eg kvaddi fólk hálfpartinn í seinustu færslu og var það eingöngu gert ef til lokunnar síðunnar hefði komið,það er bara kurteisi að gera það og hafa vaðið fyrir neðan sig en nú geta þessir örfáu bloggvinir sem lesa mig og commenta reglulega andað rólega því ég verð áfram hér en kem ekki fyrr en ég er tilbúinn að koma því þó það sé nóg frammundan þá hefur ýmislegt verið um að vera hjá mér og mínu fólki,árshátíð Fjölmenntar,spilamennska á Organ og skólatónleikar svo ég held að allt skynsamt fólk sjái að maður nennir ekki mikið að blogga þessa dagana en ég veit að bloggvinir mínir og aðrir lesendur er þolinmótt fólk svo ég hef engar áhyggjur því það munu koma sprengjur héðan og þá verður grýtt í allar áttir.
En semsagt,eigandi síðunnar er í bloggfríi,honum langaði að loka síðunni en hætti við það gerræði og kemur til starfa síðar vel endurnærður og mun þá skrifa pistla um sín hugðarefni en þangað til lifið heil og farið vel með ykkur elskurnar.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.5.2008 | 23:32
Seinna kanski.
Hef ákveðið að breyta bloggfríinu í ótímabundna lokun sökum tímaskorts og annríkis auk þess sem sáralítill bloggáhugi er til staðar en efnistök eru næg það er klárt.
Á ekki von á að nokkur sakni mín úr bloggheimum svo að ekki er missir fólks mikill fyrir utan örfáa en svo getur auðvitað bloggáhuginn komið aftur en hann er ekki mikill í augnablikinu því miður.
Ef ég kem ekki aftur vil ég þakka öllum þeim sem hafa þurft að þola delluna sem hér hefur birst síðasta árið og segi bara að endingu: Takk fyrir mig og bless.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt 6.5.2008 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.5.2008 | 10:17
Organ.
Kem hér smástund í miðju bloggfríi til segja hvernig gekk á Organ í gærkvöldi.
Fyrst stigu Blikandi stjörnur á svið og stóðu sig sæmilega en hafa þó batnað síðan síðast.
Næst kom kvennabandið Mammút(með 1 strák með sér)og stóðu sig frábærlega,glæsigellur þar á ferð.
Næst komum við(Hraðakstur bannaður) og gekk svona líka glimrandi vel og klárt mál að bandið er á mikilli uppleið,allavega er ég vel sáttur með frammistöðuna svo framtíðin er björt hjá okkur.
Næstir voru strákarnir í Reykjavík og hlustaði ég bara á 1 lag með þeim svo mikill var hávaðinn og minnti þetta mig meira á öskur og garg en söng en svona var á Organ í gærkvöldi en þess má geta að hvert band fékk hálftíma til umráða.
En nú heldur bloggfríið áfram-heyrumst þegar eigandi síðunnar nennir að blogga.
KV:Korntop.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2008 | 17:10
Organ og bloggfrí.
Annað kvöld er bandið mitt að spila á Organ í tengslum við List án landamæra en auk okkar eru þrjár aðrar hljómsveitir þarna og er röðin þannig:
Blikandi stjörnur.
Mammút(kvennahljómsveit skilst mér).
Hraðakstur bannaður.
Reykjavík.
Húllumhæið hefst kl hálf 10 skilst mér og Organ er í Hafnarstræti 1-3.
Með þessari færslu er ég kominn í ótímabundið bloggfrí,hafið það gott elskurnar,heyrumst með hækkandi sól.
Saknar mín annars nokkur fyrir utan örfáa héðan úr bloggheimum?
Held ekki því er bloggfrí málið.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt 1.5.2008 kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.4.2008 | 15:17
Hugleiðing og nóg framundan.
Eins og lesendur gátu lesið í seinasta pistli þá töpuðum við ÍR-ingar fyrir Víkingi í Víkinni s.l föstudag í 1.deild í handknattleik sem gaf Víkingum sæti í N1 deild karla en við ÍR-ingar sátum eftir með sárt ennið og getum í raun sjálfum okkur um kennt hvernig fór og vonandi læra menn af þessu og koma sterkari til baka næsta tímabil.
Mitt mat er það að Víkingur fer rakleiðis niður aftur ef þeir styrkja sig ekki nægilega og það sama hefði átt við ef ÍR hefði farið upp einfaldlega vegna þess að N1 deldin er OF sterk,það sjáum við bara á úrslitunum sem ÍBV og Afturelding eru að fá hjá sterku liðunum í N1 deildinni svo kanski var betra þegar öllu er á botnin hvolft að sitja eftir í 1 deild og halda áfram að byggja upp lið sem kæmi svo sterkt inn og færi í N1 deildina að ári en þar verða mörg lið og erfiðari lið í deildinni næsta tímabil heldur á þessu tímabili sem nú fer að renna sitt skeið á enda,í ár voru það aðeins FH og Víkingur sem við gátu eitthvað og Selfoss beit frá sér gegn okkur en á næsta tímabili verða það ÍBV ogAfturelding sem féllu auk þess sem Selfoss og Grótta koma mun sterkari til leiks þá eru bara ótalin Fjölnir og Völsungur þannig að deildin verður í raun erfiðari en í ár svo einfalt er það.
Nóg er að gera hjá mér þessa dagana í söngnum þessa dagana,árshátíð skólans nýlokið og List án landamæra er í fullum gangi eins og venjulega á þessum árstíma.
Í gærkvöldi var góð leiklistarhátíð í Borgarleikhúsinu og var ég dyravörður meðan fólk var að koma sér inn,síðan á fimmtudagskvöldið(1 mai) er ég að spila ásamt hljómsveit minni á Organ ásamt,Blikandi stjörnum,kvennabandinu Mammút og Reykjavík og er frítt inn svo að nú geta allir bloggvinir og aðrir lesendur séð kallinn spila,svo þann 5 mai eru vortónleikar Fjölmenntar í salnum í Kópavogi,semsagt nóg framundan hjá mér og mínu fólki.
En nóg í bili-meira þegar ég nenni.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 10:47
Búið.
Í gærkvöldi fór fram í Víkinni úrslitaleikur Víkings og ÍR í næstefstudeild í handbolta og dugði heimamönnum í Víkingi jafntefli til að komast upp í N1 deildina að ári en þeir gerðu gott betur og sigruðu okkur ÍR-inga með 5 marka mun 35-30 eftir að staðan í leikhléi var 18-17 Víkingi í vil.
Fyri hálfleikur vafn jafn og spennandi og bæði liðin mjög einbeitt og var munurinn aldrei meiri en 1-2 mörk,í síðari hálfleik skoraði Víkingur hinsvegar4 fyrstu mörkin og í raun kláraðist leikurinn þar því það sem eftir lifði leiks var bara eltingarleikur þar sem Víkingar áttu svör við öllu sem við ÍR-ingar gerðum en betra liðið vann í gærkvöldi og fór upp um deild,við ÍR-ingar verðum hinsvegar að gera betur því ekki gengur að gráta Björn bónda heldur safna liði fyrir næsta tímabil.
Mitt mat er það hinsvegar að Víkingar fari rakleiðis niður aftur og eins hefði farið fyrir ÍR því N1 deildin er það sterk en engan skal samt dæma úr leik fyrirfram.
Til hamingju Víkingar.
Nú þegar þessu keppnistímabili er lokið er ekki úr vegi að staldra smá við ogstikla aðeins á stóru og gera tímabilið upp.
Þegar tímabilið var komið vel á veg var ekkert annað í kortunum en að ÍR færi beint upp aftur en spilamennskan eftir áramót var afleit og menn héldu víst að þetta væri komið enda var ÍR mest 9 stigum á undan Víkingum rétt fyrir áramót,en ÍR fór illa að ráði sínu í tvígang gegn Selfossi og þar var okkur dýrkeypt.
Nú er Elli víst hættur með liðið og stýrir því ekki gegn FH og vil ég sérstaklega þakka honum frábær störf í þágu félagsins,frábær þjálfari sem hefur kennt mörgum manninum undirstöðuatriði handboltans einnig vil ég þakka Hrafni Margeirsyni(Hrappurinn)fyrir hans ómetanlegu aðstoð og vonast ég til að hann haldi áfram og verði nýjum þjálfara innann handar.
Nú er mikið verið að ræða hvort eiga veri ein deild eða tvær og er það mitt mat að það eigi bara að vera EIN deild með 16 liðum og allavega 4 liða úrslitakeppni því ég vil frekar tapa leik með 10 mörkum og læra eitthvað af því heldur en að vinna með 15 mörkum og læra ekkert á því en eins og staðan er í dag þá erum við í næstefstu deild og lið að koma þar inn eins og Völsungur,Fjölnir og hugsanlega Breiðablik og Fylkir en til þess að við komumst upp þá verða allir að leggjast á eitt um að það takist,ekki bara leikmenn og stjórnarmenn,heldur einnig hinn almenni ÍR-ingur en einnig þurfa fleiri að koma að starfi handknattleiksdeildar og taka ábyrrgð því eins og staðan er í dag þá eru ALLT OF FÁIR AÐILAR að leggja hönd á plóginn.
Að lokum vil ég hvetja alla sanna ÍR-inga til að mæta á lokaleikinn gegn FH í Austurberginu n.k föstudag(2 mai) og hvetja ÍR þó ekki væri nema til að sýna samstöðu.
Ég er stoltur af því að vera ÍR-ingur þó svona hafi farið nú,mikill uppgangur er í gangi í fót,körfu og handbolta auk annarra greina innann ÍR svo ekki þarf að örvænta það,einnig hefur ÍR náð samningum við Hummel sem er til 4gra ára um keppnir og æfingafatnað fyrir allar deildir,gott mál það,hef hugsað mér að opna sérstaka ír síðu hér á mbl ef ég fæ ekki að komast að ÍR síðunni sem hefur verið meira og minna lömuð í 2-3 ár en meira um það síðar.
En nóg í bili-meira frá ÍR síðar,ÁFRAM ÍR.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2008 | 17:15
velt sér uppúr.
Er að spá í að loka þessari síðu eða að draga mjög úr bloggi en ástæða þess er sú að ég hef engann tíma í þetta lengur sökum vinnu og annarra hluta.
Eins og bloggvinir hafa vafalaust tekið eftir hef ég ekki verið áberandi í commentakerfum annarra bloggvina og kemur þar til áðurnefnt tímaleysi en ekki áhugaleysi á öðrum bloggum,langt því frá.
Er að spekúlera í að sjá hvernig sumarið byrjar í þessum efnum og síðan verður ákvörðun tekin í framhaldi af því.
Það að loka þessari síðu er eitthvað sem ég vil ekki gera en gæti neyðst til,einnig er möguleiki á að ég hvíli síðuna aðeins og komi svo ferskari til baka en allt kemur þetta nú í ljós góðir hálsar.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2008 | 13:40
Gleðilegt sumar.
Sæl öll elskurnar og gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn sem var einstaklega erfiður og leiðinlegur.
Ígærkvöldi var árshátíð Fjölmenntar á Hilton hótel(Gamla Hóel Esja) og fór hún einstaklega vel fram að þessu sinni,góð skemmtiatriði og frábær matur,veislustjóri var Hlynur(Ceres 4)úr Mercedes club og stóð hann sig frábærlega,síðan spiluðum við í hraðakstur bannaður og Plútó í 2 klst eða til 23´30 en þá lauk þessari mergjuðu árshátíð.
Við í Hraðakstrinum vorum með 8 ný lög og gengu þau mjög vel og erum við hægt og bítandi að verða besta hljómsveitin í þessum geira og er ég á því að Samtök Einhverfra,og önnur samtök innann fatlaða geirans ættu að leita til Fjölmenntar með að fá góðar hljómsveitir í heldur en að fá rándýrar hljómsveitir sem kosta aldrei undir miljón nema hreinlega að einhver þekki einhvern í þessum böndum.
Framundan eru tónleikar á Organ 1 mai en þar munu Hraðakstur bannaður,Blikandi stjörnur og 2 ófötluð bönd spila og hvet ég bloggvini og aðra lesendur síðunnar til að kíkja á þann viðburð,þann 5 mai eru svo vortónleikar skólans í Salnum Kópavogi svo að nóg er að gera hjá mér og mínu fólki á næstunni,bara gott mál það.
Eneigið gleðilegan þennann fyrsta sumardag og farið vel með ykkur.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
101 dagur til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
annakr
-
agustolafur
-
brjann
-
eddaagn
-
ellasprella
-
georg
-
ipanama
-
gudruntora
-
zeriaph
-
gudnim
-
harhar33
-
heidathord
-
helgadora
-
krummasnill
-
holmdish
-
hogni
-
inaval
-
jensgud
-
jonhalldor
-
nonniblogg
-
jorunn
-
katlaa
-
katja
-
kolbrunb
-
lillagud
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
margretsverris
-
olofk
-
omarragnarsson
-
ragjo
-
rannveigh
-
rosaadalsteinsdottir
-
ruth777
-
marzibil
-
amman
-
ollasak
-
stebbifr
-
fugla
-
saedishaf
-
stormsker
-
skinogskurir
-
lady