Erfiður dagur en ástæðan ærin.

Sæl öll.

Var mættur í vinnu í dag kl 10´45 og var að strikamerkja vírendahulsur til 15´45 en ég vinn lengur á þriðjudögum vegna söngtíma og hljómsveitaræfingar og var æfingin í dag extra löng eða til kl 8,annars er æfingin alltaf frá 5-7.

En semsagt extra langt í dag því á morgunn er árshátíð Fjölmenntar og eiga bæði Hraðakstur bannaður og Plútó að spila og ætlum við í Hraðakstrinum að hefja spilamennskuna um kl 9 og get ég lofað geggjuðu fjöri þann tíma sem við spilum og ekki munnu Plútógellurnar klikka heldur,semsagt mikið húllumhæ á Hilton annað kvöld.

Annars er allt gott að frétta af mér nema hvað ég hef verið smá þungur sökum þreytu og sofið mikið enda tók gjörningurinn á laugardaginn heldur betur á en ánægjan var líka mikil yfir að hafa tekist að mynda hring í kringum alþingishúsið eins og rækilega kemur fram í seinustu færslu.

Ekki var það meira í bili elskurnar og eigið góða nótt og fallega drauma.

                                                  KV:Korntop


Gjörningur sem heppnaðist fullkomlega.

Í dag fór fram við alþingishúsið gjörningur í tengslum við Listahátíðina List án landamæra og gekk út á það að mynda hring í kringum alþingishúsið og tókst það fullkomlega en markmiðið með þessum gjörningi er að sýna samstöðu fatlaðra og ófatlaðra hópa.

Vinna við svona gjörning er ekki létt verk því hugsa þarf um hvernig á að fara að þessu og tók það mig um 7 mánuði að útfæra þetta en allt stendur þetta með mætingu fólks og það gekk eftir því um 200 manns mættu í þeim eina tilgangi að gera þennann atburð mögulegan.

Fréttamaður og ljósmyndari frá RÚV mættu og tóku viðtal við undirritaðan en allt þetta skilaði sér og það er fyrir öllu.

Ég vil þaskka þeim sem lögðu hönd á plóginn.

                                    KV:Korntop


Sjónvarpsviðtal.

Fór í kvöld í sjónvarpsviðtal í Ráðhúsinu sem Kastljósið tók og var tekið vegna Listar án landamæra sem verður sett á morgunn og gjörningsw sem Átak(Félag fólks með þroskahömlun)stendur fyrir og er í tengslum við hátíðina.

Fékk að vita með 25 mín fyrirvara að þetta viðtal væriáð fara í gang og því var tekinn taxi með hraði miður í Ráðhús sem List án landamæra borgaði,hvað um það þetta viðtal gekk vel og þar kom allt fram sem þar þurfti að koma fram en kærastan mín var með mér þarna,það fyndna í þessu var víst að ég var rangfeðraður enn einu sinn og kallaður Kabor í staðinn fyrir Korntop.

Vildi bara segja frá þessu en nóg í bili.

                                               KV:Korntop


Halló.

Sælir bloggvinir og lesendur góðir.

Dagurinn í dag hefur verið svona upp og niður,vaknaði í morgunn með hausverk,smá kvef og leiðindi sem þýðir að ég er orðinn smáSick  en vonum að það sé bara um þennann eina dag að ræða en sjáum til hvað setur.

Þessi veikindi urðu þess valdandi að ég komst ekki á ÍR-Keflavík sem ÍR tapaði og oddaleikur í Keflavík á miðvikudaginn í Keflavík.

Talvan fer líklega í næstu viku í breytingarnar sem ég ræddi um í seinustu færslu og hef verið að afrita gögn alla vikuna svo að annað hefur ekki komist að en örvæntið ekki elskurnar ef ég kíki ekki á bloggsíður og commenti næstu daga,ég mun bæta úr því.

En farið vel með ykkur elskurnar meira var það ekki að sinni.

                                           KV:Korntop


Hæ.

Er bara að láta vita að lítið verður um blogg á næstunni sökum þess að setja þarf nýtt stýrikerfi í tölvuna því það sem nú er notað er ólöglegt og því þarf nýtt stýrikerfi í staðinn.

Hef verið að afrita flest laga minna sem eru á annann tug þúsunda og mynda og annarra gagna og því hef ég ekkert verið á bloggsíðum undanfarna viku en er langt í frá búinn að gleyma ykkur elskurnar mínar.

Býst við að talvan fari héðan um eða eftir helgina og svo þegar hún kemur aftur þá byrjar vinna við að koma allri tónlistinni og öllum gögnum fyrir aftur í endurbættri tölvu.

Af mér er annars bara gott að frétta,vinnann gengur vel og sömuleiðis hljómsveitin sem ég er í en árshátíð skólans verður 23 apríl á Nordica og svo er það Organ 1 mai en auk þessa er ég upp í skýjunum vegna frábærs gengis ÍR í úrslitakeppni Iceland Express í körfubolta enda 2-0 yfir gegn sjálfum keflvíkingum sem fáir reiknuðu með.

Ég hef því ekki ástæðu til annars en brosa framan í lífið með góða konu og góða vinnu og ekki síst góða vini.

Þar til næst farið vel með ykkur og heyrumst.

                                          KV:Korntop


ÍR á faraldsfæti.

nullÞetta ágæta félag er á mikilli uppleið í boltanum þessa daganna,ja,allavega fót og körfubolta en handboltinn virðist vera eins og sprungin blaðra þessa dagana því þar gengur hvorki né rekur en byrjum á fótboltanum.

Fyrir uþb mánuði gerðust þau tíðindi að ÍR sem leikur í 2 deild varð Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu með að leggja úrvalsdeildarlið Fram 1-0 í úrslitaleik í Egilshöll,ekki stór titll en titill samt en með ÍR hóf undirritaður knattspyrnuferil sinn ásamt mörgum góðum ÍR-ingnum og nægir aðeins að nefna Tryggva Gunnarson(Mesti markaskorari ÍR fyrr og síðar held ég að ég megi fullyrða og þeir feðgar Arnór og Eiður Smári 2 af 10 bestu knattspyrnumönnum fyrr og síðar) og er stefnan sett á það í ár að fara upp um deild því liðið er að mínu mati nógu gott til þess.

En ÍR er semsagt Reykjavíkurmeistari þetta seasonið og ekki hægt að hefja tímabilið betur,síðan óskar ykkur og þjálfaranum til hamingju með þennann árangur.

Körfuboltadeildin er að fara hamförum þessa dagana og hefur nú þegar komið rækilega á óvart með að henda íslandsmeisturum KR út úr úrslitakeppninni með því að sigra í 3 leikjum(2-1)en allir leikirnir unnust á útivelli og eru KR-ingarnir því komnir í sumarfrí og heldur fyrr en þeir ætluðu.

Í undanúrslitunum mætir liðið svo Keflavík og fór leikur 1 fram í kvöld í Keflavík og lauk honum með sigri ÍR á 87-92 eftir framlengingu og verður leikur 2 í Seljaskóla í miðvikudagskvöldið og þá koma keflvíkingar dýrvitlausir í þann leik en ég er bjartsýnn á körfuna og leyfi mér það bara.

Í handboltanum er hinsvegar eitthvað meira en lítið að,því við höfum misst 5 stiga forskot á víking niður í ekkert og verðum að vinna rest til að fara upp en miðað við hvernig liðið er að spila þá tel það ekki líklegt,of margir leikmenn eru að spila illa og geta ekki rifið sig upp,útlendingarnir í liðinu virðast einfaldlega ekki nógu góðir og einn þeirra kemst ekki einu sinni í hópinn og mikilla hreinsanna þörf fyrir næsta tímabil,einnighefur karfan mikið forskot á handboltann varðandi mætingu áhorfenda og getur handboltinn ýmislegt af körfunni lært,t.d í kvöld voru ekki undir 200 manns frá ÍR á leiknum.

En í heildina geta ÍR-ingar verið ánægðir með uppganginn og ekki verður hann minni þegar nýtt fjölnota íþróttahús rís í Mjóddinni um 2010 en þangað til höldum við áfram að byggja upp íþróttagreinar og innviði félagsins.

                                       ÁFRAM ÍR.

                                       kv:korntop


Slátrun.

Í gærkvöldi fór fram í DHL höll þeirra KR-inga oddaleikur í einvígi KR og ÍR í 1 unferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik en staðan í einvíginu var 1-1 eftir að hvort lið hafði unnið hitt á útivelli og var búist við hörkuleik en svo varð aldeilis ekki því ÍR liðið byrjaði með flugeldasýningu og byrjaði 0-8,síðan sáust tölur eins og 4-13 og 6-18 í fyrsta leikhluta en þá hresstust heimamenn í KR og þeir minkuðu munin niður í 2 stig 18-20 og 20-22 og áttu möguleika á að jafna en tókst ekki og eftir þennann slæma kafla hjá ÍR  kom hittnin aftur og fljótlega stóð 25 38 staðan í leikhléi var síðan 29-46 fyrir ÍR.

Hafi einhverji reiknað með dýrvitlausum KR-ingum í byrjun seinni hálfleiks þá gekk það ekki eftir, ÍR hélt frumkvæðinu allann 3 leikhluta og eftir hann var staðan 41-64 og í mínum augum leikurinn búinn því sóknarleikur KR-inga var gersamlega í molum enda fór það svo  að ÍR vann ótrúlegann sigur og áttu hann svo fyllilega skilinn en lokatölur urðu 74-93 og þar voru íslandsmeistararnir úr leil þetta árið.

Hjá ÍR var Nate Brown frábær og stýrði liðinu mjög vel og er þetta einn besti leikstjórnandi hér á landi sem undirritaður hefur séð lengi og hef ég þó séð marga góða en erfitt að pikka aðra leikmenn ÍR út nema jú Hreggvið Magnússon sem verður alltaf betri og betri með hverju árinu sem líður en annars var það liðsheildin sem skóp þennann sigur.

Hjá KR var fátt um fína drætti,liðið virkaði andlaust  og áhugalaust og sóknarleikurinn alveg út úr korti,þar var meðalmenskan ríkjandi og einginn sem tók upp hanskann þegar mest þurfti á að halda.

KR er komið í sumarfrí fyrr en þeir ætluðu og ljóst að þeir þurfa að styrkja sig fyrir næsta tímabil

Ég græt þessi úrslit ekkert svakalega og nú bíður okkar ÍR-inga það verkefni að kljást við Keflavík í undanúrslitum og þarf 3 sigurleiki til að komast í loka úrslitin en í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Grindavík og Snæfell.

Er bloggsíðueigandinn(ég) enn svolítið hás en er á leið á Selfoss að sjá Selfoss -ÍR og mikið ætla ég að vona að ÍR hefni sín eftir óþarfa tap fyrir þeim fyrir stuttu síðan með fullri virðingu fyrir bloggvinum mínum á selfossi.

                                   KV:Korntop


Síðan 1 árs.

S.L fimmtudag varð þessi síða 1 árs en þann 27 mars í fyrra lagði ég af stað með þessa síðu,í upphafi gekk allt vel en svo kom smá vandi sem ég get að vissu leyti sjálfum mér um kennt en þá trúði ég sögusögnum um að um mig væri fjallað á barnalandi.is en svo kom í ljós að það var rangt og ekkert til í því en ég særði nokkrar konur s.s Jennýju(Jenfo) og Heiðu( Skessa) og hafa þær í raun aldrei fyrirgefið mér síðan eða svo finnst mér allavega og þykir mér mjög leiðinlegt að hafa sært þær en það verður því miður ekki við öllu séð,ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni.

Hvað um það,eftir þessa uppákomu kannaði ég alltaf sannleiksgildi hlutanna áður en þeir fóru hér á síðuna sem færsla og hef ég ekki lent í viðlíka "óveðri"hér á síðunni síðan og ég hef líka beðist afsökunnar ef ég særi fólk því ég vil helst hafa alla ánægða og ekki eiga sökótt við neinn.

Einnig gustaði um mig þegar Emil vinur minn fór hamförum á bloggi sínu hér með skítkasti á konur og kvenfrelsi og á endanum var síðu hans lokað en fólk vildi að ég lokaði á hann enn það gerði ég ekki því það sem hann gerði tengdist mér ekki.

Hér hefur verið bloggað um allt á milli himins og jarðar s.s sport,söng,kvennamál,dómskerfið,heimta uppsögn manna svo eitthvað sé nefnt auk gríns og vísna.

Ég á góða bloggvini sem kíkja hingað inn öðru hvoru þó comment mættu vera fleiri einnig mætti þátttaka í skoðanakönnunum vera meiri en svona er nú það bara einu sinni og vonast ég til að fleiri bloggvinir kíki og commenti,einnig býð ég nýja bloggvini velkomna.

Hér eftir sem hingað til verður bloggað um allt sem mér bý´r í brjósti og er í raun ekkert heilagt en hér eftir sem hingað til mun ég gæta sannmælis,og orða minna,enginn rógur eða illmælgi verður hér um nokkurn mann frekar en verið hefur og sannleiksgildi hluta kannað áður en þeir rata í færslur.

Ég er með sterkar skoðanir á hlutunum og segi þær umsvifalaust enda hefur fólk sagt mér að ég sé sterk rödd hér á blogginu og þannig mun það vera áfram.

En að þessi síða sé 1 árs er ótrúlegt og mun hún verða eldri og betri með árunum.

Hafið það gott elskurnar og skemmtum okkur hér á blogginu með jákvæðni og opnum umræðum.

                                  KV:Korntop


Hættur að syngja.

Þar sem lítill tími hefur gefist til söngs undanfarna daga og vikur hef ég ákveðið að hætta að syngja opinberlega eins og t.d með bandinu mínu en ég finn mér áreiðanlega eitthvað annað til dundurs.

                                       KV:Korntop


Grín.

Hafið þið heyrt um ísbjörninn sem giftist hlébarðanum?

Þau eignuðust snjódekk.

                                     KVKorntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

101 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband