Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Very,very glæsó.

Eurobandið.Nú í kvöld komst Eurobandið í úrslit Eurovision þegar það lenti í einu af 9 efstu sætunum á seinni undanúrslitakvöldinu á sviðinu í Belgrad í kvöld með lagið "This is my life" sem Friðrik Ómar og Regína Ósk syngja.Smile

Á laugargaginn kemur verða svo lokaúrslitin oghefst útsrnding á ruv kl 7 og er þetta frábær árangur hjá þessum frábæru söngvurum og ekki má gleyma bakraddarsöngvurunum eða dönsurunum svo ekki sé minnst á aðra kringum þetta allt.

Íslenska framlagið er númer 11 á svið.

Til hamingju Euroband,og eitt er víst að á laugardaginn segjum við einum munni ÁFRAM ÍSLAND.

                                          KV:Korntop


Ég hef ástæðu

Til að vera andstæðingur sjálfstæðisflokksins og skal ég tína nokkrar þeirra til hér í þessu stutta pistli.

Hann fótum treður allt lýðræði,hann gerir þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari,en veigamesta ástæðan fyrir því af hverju ég sé á móti sjálfstæðisflokknum er einfaldlega sú að sem baráttumaður í einu af aðildarfélögum fatlaðra fyrir betri kjörum og réttlæti í garð öryrkja get ég ekki annað en verið á móti þessum spillta flokki,sem ræður vini sína í embætti(Þorsteinn Davíðson),hann er á móti ESB og svo grasserar einkavinavæðing meira í sjálfstæðisflokknum en nokkrum öðrum stjórnmálaflokki.

Ég veit að ég tek stórt upp í mig en þetta er mín skoðun.

                                    KV:Korntop


Áskorun.

Þar sem spilling og svínarí stjórnvalda í ríki og borg eru að fara með alla framtaksemi og aðgerðarleysið algert auk þess sem einkavinavæðing sjálfstæðisflokksins keyrir allt í kaf þá skora ég á Geir H Haarde forsætisráðherra að segja af sér því ríkisstjórnin situr eins og rjúpan við staurinn og klórar sér í kollinum eða bak við eyrun til að finna út hvað sé best að gera í efnahagsmálum auk þess sem að það er bara ekkert hlustað á almenning í þessu landi og honum bara sagt að halda kjafti þegar hann tjáir sig,en hinn almenni borgari veit nú lengra nefi sínu en stjórnvöld halda því hvet ég ríkisstjórnina til að segja af sér og hleypa öðrum að kjötkötlunum,Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn þreyttur eftur 17 ára valdasetu í landsmálunum,GEFUM HONUM FRÍ.

                                      KV:Korntop

 


Kúgun sjálfstæðisflokksins

Burt með óhæfa stjórnendur bæði í ríki og borg,Sfálfstæðisflokkurinn er að knésetja landið með valdagræðgi og frekju og nægir þá að nefna aðgerðarleysi þeirra í efnahsgsmálum og það besta sem Samfylkingin myndi gera væri að slíta þessu stjórnarsamstarfi,meira um það síðar.

Í borginni er allt að fara til fjandans,Jakob Magnúson ráðinn í sérstarf og fær 710 þús á mánuði,flugvöllurinn á að vera áfram í Vatnsmýrinni og svo gera borgaryfirvöld ekkert til að hreinsa borgina,hún er svo skítug að engu tali tekur.

                                         KV:Korntop


Stál og hnífur.

Þegar ég vaknaði um morguninn,
er þú komst inn til mín.
Hörund þitt eins og silki,
andlitið eins og postulín.
Við bryggjuna bátur vaggar hljótt,
í nótt mun ég deyja.
Mig dreymdi dauðinn sagði:"komdu fljótt,
það er svo margt sem ég ætla þér að segja".

Ef ég drukkna,drukkna í nótt,
ef þeir mig finna.
Þú getur komið og mig sótt,
en þá vil ég á það minna:
Stál og hnífur er merkið mitt,
merki farandverkamanna,
Þitt var mitt og mitt var þitt,
Meðan ég bjó á meðal manna.

                 Bubbi Morthens.

Að mínu mati besta lag Bubba ever.

                            KV:Korntop


Stórir strákar fá raflost.

Þeir hringdu í morgunn sögðu að Lilla væri orðin óð,
að hún biti fólk í hálsinn,drykki úr þeim allt blóð.
Hún hafði sagt hún gæti ekki dottið,
hún hefði engan stað til að detta á.
Hún sagðist breytast í leðurblöku,
að hún flygi um loftin blá.

Læknirinn var miðaldra,augun í honum voru grá,
að hann djönkaði sig með morfíni sagðist hafa unnið hér í 15 ár.
Þá órólegu settu á deild,sem var sérhönnuð fyrir þá,
það átti að setja Lillu í raflost,hann bauð mér að horfa á.

Stórir strákar fá raflost,stórir strákar fá raflost.

Gangastúlkurnar hvæstu og sýndu í sér tennurnar,
þær skipuðu mér að fara í rúmið,sögðu tími kominn á pillurnar.
Ég sagði þeim að ég væri gestur,að ég væri á leiðinni heim,
þær selltu mér með látum í gólfið,sögðu svo:Þú ert einn af þeim.

Á kvöldin kemur læknirinn og segist vera vinur minn,
hann segir"þú verður að vera rólegur,þú æsir upp öll hin".
Segir að ég sé í tveggja ára meðferð,hann býður mig velkominn,
segir á morgunn fái ég raflost svo ég verði eins og öll hin.

Stórir strákar fá raflost,stórir strákar fá raflost,stórir strákar fá raflost,stórir strákar fá raaaaaaaaaaaaflost.

                      Bubbi Morthens/EGÓ.

                                  KV:Korntop





Vera mátt góður.

Vera mátt góður ef vilt það til stunda,
vanti þig ei guðs styrk þar til að skunda.
En ef þú þann veg þenkir,
seinna,seinna,seinna,seinna.
Sett hef ég mér nýjan lifnað að byrja,
lífið stutt og ljót afdrif hver mun spyrja?
Enn ef þú þekkir þannin,
Loksins,loksins,loksins,loksins.
Líf mitt vil ég með guðs hjálp bæta,
lengur munt lifa og æ lukku mæta.

Hinn íslenski þursaflokkur.


Á hverfanda hveli.

 Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að allt er að fara fjandans til og breytir þá engu hvar borið er niður,bensínverð, matarverð,fasteingnaverð,vextir eða eitthvað annað NAME IT.

Ég ætla hér í þessari færslu að segja mitt álit og draga þá til ábyrggðar sem hana eiga að bera en byrjum á bensínverðinu.

Á hreinu er að á hverjum degi er sett nýtt met í bensínverði og ég spái því að með sama áframhaldi þá verði bensín og olíuverð komið langt yfir 200 kallinn áður en árið er á enda og það ríkisstjórnin á að gera til að sporna við þessu er að minnka eða afnema skattinn sem af þessu verði hlýst,nú vörubílstjórar hafa mótmælt þessu gengdarlausa bensínverði með því að stöðva umferð en þá kallar Geir H Haarde þá glæpamenn en meira um forsætisráðherrann hér á eftir.

Matvælaverð hefur þrefaldast á engum tíma og er að verða erfiðara og erfiðara að eiga fyrir salti í grautinn því allir vilja sneið af kökunni, matarkarfa sem áður kostaði um 5000 krónur kostar í dag á milli 8 og 10 þús krónur,það eina sem ég sé í stöðunni er að ríkisstjórninn hreinlega banni frekari verðhækkanir.

Það virðist vera einhver tíska þessa mánuðina hjá Seðlabankanum  að halda stýrivöxtum of háum til að sporna gegn verðbólgudraugnum en staðreyndin virðist þó sú að það hafi gersamlega mistekist.

Aðeins að krónunni en engu virðist líkara en að hún sé handónýtur gjaldmiðill og upptaka annaðhvort evru eða bandaríkjadalls virðist vera málið,flest fyrirtæki gera upp í evrum svo ég legg til eins og fleiri að krónunni verði skipt út fyrir evruna.

En hvað gerir hæstvirt ríkisstjórn í málinu? jú,akkúrat ekkert heldur er nú talað um að breyta eftirlaunafrumvarpi þingmanna í stað þess að leysa þann vanda sem að steðjar í íslensku þjóð og hagkerfi.

Geir H Haarde(Hæstvirtur forsætisráðherra) vill ekki gera neitt og lokar eyrunum.

GEIR.FARÐU AÐ HLUSTA Á ALMENNING Í ÞESSU LANDI MAÐUR.

Mín lausn: Hefja á könnunarviðræður að ESB og kanna kosti og galla þess að sækja um,að mínu mati eru kostirnir fleiri og eru eftirfarandi:

Matarverð myndi lækka heilmikið og myndi gera fólki kleift að versla inn á mannsæmandi verði,vextir myndu snarminnka,það myndi engu breyta hvor veiðir fiskinn í sjónum,kvótakóngur af íslandi eða spanverjar en það sem myndi endanlega stöðvast við inngöngu í ESB er þessi gígantíska einkavinavæðing.

Hvað varðar hátt bensínverð er lítið hægt að gera nema ríkið afnemi vaskinn að verðinu annars ræðst bensínverð af heimsmarkaðsverði og víð því er ekkert hægt að gera.

                                                    KV:Korntop

 


Hæ.

Bara að láta vita af mér hérna,er að fara á Pizza hut og svo í Víkina á leik Víkings og Selfoss kl 5(17) og hleð batteríin fyrir næstu vinnuviku en fastráðningarsamningurinn verður líkast til gerður á morgunn og þá mun ég loks trúa því að ég sé fastráðinn starfsmaður Norrvíkur.

Er að undirbúa sprengjublogg og er að velta fyrir hvernig best sé að skrifa það en ljóst er að ýmsir fá það óþvegið.

En eigið góðann dag elskurnar mínar og farið vel með ykkur.

                                         KV:Korntop


Allt að gerast.

Margt hefur gerst hjá mér seinustu dagana,eins og ég sagði frá fyrir um viku síðan spila ég ásamt hljómsveit minni á árshátíð Fjölmenntar og síðan á Organ ásamt Blikandi stjörnum,Mammút og reykjavík og gekk mjög vel,síðan voru vortónleikar skólans s.l mánudag og var ég annar tveggja kynna auk þess sem ég söng 2 lög með bandinu mínu og gekk það mjög vel.

Lenti í heldur neyðarlegu en um  leið spaugilegu atviki s.l fimmtudag en mér lá svo á að fara út í bíl að ég gleymdi lyklunum heima og til að bæta gráu ofan á svart voru varalyklarnir líka heima svo ég varð að hringja í lásasmið og fá hann til að opna fyrir mig hurðina og það kostaði mig 6000 krónur en þetta kennir mér að flýta mér hægar næst og athuga hvort allt sé á sínum  stað.

Þann sama dag fékk ég þau gleðitíðindi að ég yrði fastráðinn hjá Norrvík en Norrvík er samheiti yfir öll fyrirtæki sem eigandinn á en þau eru nokkur og geri ég samning varðandi fastráðninguna strax í næstu viku og ér ég að vonum mjög ánægður með þetta og hjálpar mér fjárhagslega verulega auk þess sem maður hefur eitthvað að gera á daginn annað en að hanga heima og gera ekki neitt og nú er það mitt að sanna mig þarna.

En nóg í bili elskurnar-meira fljótlega.

                                   KV:Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 205152

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

250 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband