Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Er Daniel Radcliffe hommi?

Það skyldi þó aldrei vera úr því hann langar að leika persónur sem eru að uppgötva sjálfa sig?

Annars er ég stuðningsmaður homma og lesbía fyrir bættum og sjálfsögðum mannréttindum en þessi frétt kom mér verulega á óvart.


mbl.is Radcliffe vill leika homma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankadeild lokið.

Þá er Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2007 lokið og úrslit ljós,eftir spennuþrungna lokaumferð þar sem allt var undir stóðu valsmenn uppi sem sigurvegarar í fyrsta skipti í 20 ár og það verðskuldað og það var hlutskipti Víkinga að stíga sporin þungu niður í 1.deild en upp koma Grindavík,Fjölnir og Þróttureftir spennandi fallbaráttu þar sem KR-ingar voru neðstir í nánast allt sumar.

En lítum á úrslit dagsins:

Valur 1-0 HK.
Víkingur 1-2 FH.
Keflavík 3-3 ÍA.
kR 1-1 Fylkir.
Breiðablik 2-2 Fram.

Til hamingju Valsmenn.
                                  KV:Korntop


Frægð.

Er ekki ráð að skrifa bók um mig og viðburðarríka ævi mína,en þessi bók um Einar Bárðarson umboðsmann íslands verður sjálfsagt ágæt lesning.
mbl.is Bók um Einar Bárðarson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankadeildin á morgunn,dómsdagur.

Klukkan 14(2)á morgunn verður flautað til leiks í 18 og síðustu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og ljóst að allir leikir skipta máli og taugarnar þandar til hins ítrasta,ég ætla hér á eftir að fara á hundavaði yfir leikina og spá í spilin aðeins.

Valur-HK.

Þarna er á ferð leikur sem skiptir Val öllu máli því vinni þeir leikinn verða þeir íslandsmeistarar í fyrsta skipti í 20 ár,þessi leikur skiptir HK líka máli því ef þeir tapa þessum leik og önnur úrslit verða óhagstæð þá fellur Hk en undirritaður því að svo verði ekki,Valur er með betra lið og vinnur þennann leik en Hk fellur ekki.
Mín spá:Valur 3-1 HK.

Víkingur-FH.

Þessi leikur er eki síður spennandi sérstaklega fyrir það að FH hefur gefið eftir undanfarið og tapað bæði fyrir Breiðablik og Val og verða að vinna þennann leik og treysta á að Valur tapi stigum gegn HK, Víkingur er hinsvegar neðst í deildinni og mega ekki tapa þessum leik því þá er dagskránni einfaldlega lokið þar á bæ,eina von Víkinga er að ná stigi gegn FH og að KR tapi sínum leik,ég spái FH sigri gegn Víking en þar sem Valur vinnur HK þá verður 2 sætið hlutskipti FH í ár.
Mín spá:Víkingur 1-3 FH.

Keflavík-ÍA

Þarna er á ferðinni afar forvitnilegur leikur ekki síst vegna atburða í fyrri leik þessara liða þega Bjarni Guðjónson skoraði umdeilt mark og spurning hvað gerist í Keflavík á morgunn,keflvíkingar hafa ekki unnið leik síðan og hafa eiginlega ekkert nema heiðurinn að berjast fyrir en þeir vilja samt örugglega hefna sín í þessum leik,Skagamenn eru í baráttu við Fylki um evrópusæti og ekkert nema sigur tryggir ÍA það sæti,þess má geta að þetta er nánast endurtekið efni því dómari er Kristinn Jakobson,ég spái því að ÍA vinni þennann leik og tryggi sér evrópusætið en Keflvíkinga bíður ubbyggingarstarf.
Mín spá:Keflavík 1-2 íA.

kR-Fylkir.

Þessi leikur er alger úrslitaleikur fyrir bæði lið og ljóst að KR má ekki tapa því þá gætu þeir fallið niður í 1 deild en ekki er hægt að segja að spilamenska KR-inga hafi verið mikið fyrir augað en þeir fá tækifæri á morgunn til að bjarga sumrinu og andlitinu en sigur bjargar þeim frá falli en ég er samt á því að uppstokkun þarf að eiga sér stað í Vesturbænum allt frá stjórn og niður í leikmannahóp,Fylkismenn eru í baráttu við skagamenn um evrópusætið eftirsótta og verða að sigra til að séns á því og treysta á stigatap skagamanna og klárt að hart verður barist í þessum leik en ég hallast að Fylkissigri í þessum leik.
Mín spá:KR 2-3 Fylkir.

Breiðablik-Fram.

Þessi leikur skiptir blika ekki máli en ef allt fer í bál og brand gæti fram fallið,blikarnir eru með best spilandi lið deildarinnar og þeir gefa ekkert á morgunn þó aðeins sé heiðurinn að verja en þeir fara hvorki ofar né neðar,Framarar verða hinsvegar að ná í a.m.k. 1 stig en þeir standa best að vígi þeirra liða sem eru í fallbaráttunni og þótt þeir tapi þá er ég á því að þeir falli ekki,ég hallast að jafntefli í þessum leik.
Mín spá Breiðablik 2-2 Fram.

En semsagt á morgunn er dómsadagur bæði á toppi og botni og taugarnar þandar í botn,það verður vel fylgst með á morgunn og sjón verður sögu ríkari.
                       KV:Korntop


Fréttir.

Í seinustu viku fór ég með Írisi félagsráðgjafa mínum í Elko að kaupa uppþvottavél og þvottavél en hvorttveggja vantaði á heimilið,síðan þá hefur eitthvað verið þvegið en uppþvottavélin er enn ótengd því væntanlega þarf ég leyfi Félagsviðgerða til að bora í borðplötuna svo að hún geti tengst vatninu,einnig þarf ég meira skápapláss bæði í eldhúsið og baðið vonandi gengur það í gegn.

nullStærstu tíðindin eru þó þau að ég er kominnmeð kærustu aftur en hún heitir Aileen og spilar á hljómborð/píanó í Hraðakstur bannaður og hefur þetta samband varið núna í tæpa 3 mánuði og gengur bara vel,sumir sem við höfum sagt þetta hafa sopið hveljur og nánast hrópað:HVAÐ ERTU AÐ SEGJA?,ERTU EKKI AÐ GRÍNAST Í MÉR? og annað í þeim dúr en allir í vinahópnum hafa tekið þessu vel og óskað okkur góðs gengis.

Eftir að samband okkar Dagbjartar til 7 ára slitnaði án skýringa hef ég ekki verið líkur sjálfum mér undanfarna mánuði sérstaklega af því hvernig það endaði(þið getið lesið um það ef þið flettið niður síðuna)
en eftir að ég byrjaði með Aileen hef ég hægt og rólega komið til baka og orðið meira líkur sjálfum mér og verið eins og ég á að mér að vera.

Við höfum reynt margt í gegnum tíðina og ekki alltaf verið bestu vinir en þegar á hefur reynt hefur samstaðan verið mikil og vináttan verið ómetanleg,við getum rifist og skammast eins og hundar og kettir(Stundum köllum við okkur Tomma og Jenna).

En semsagt kallinn kominn með konu og þó aldursmunur sé einhver(ég 42 hún 30)þá spyr ástin svo sannarlega ekki um aldur né annað,við erum rosalega samrýnd á mörgum sviðum en eins og við vitum öll að þá er vináttan grunnforsendan að góðu sambandi.

Ekki meira í bili-farið vel með ykkur elskurnar-meira síðar.
                                          KV:Korntop


Gengið yfir.

Sæl öll,þá er þessi déskotans magakveisa á enda eftir eins dags pirring,skellti mér á hljómsveitaræfingu áðan og þar var upplýst að bæði Plútó og Hraðakstur bannaður eiga að spila á landsþingi Þroskahjálpar þann 13 október og að sjálfsögðu vonast ég eftir því að sjá sem flestar bloggvinkonur mínar sem eiga fötluð börn á einhverju stigi en þær eru nokkrar,t.d veit ég að Jóna á einhverfann strák og svo er um fleiri bloggvinkonur veit ég en endilega kíkið á þetta ball sem líklega verður á Grandhótel og þið verðið ekki svikin því get ég lofað ykkur.

Svo áfram sé haldið um skemmtanir fatlaðra þá mun Átak(Félag fólks með þroskahömlun)halda diskótek laugardaginn 20 október að Háaleitisbraut 13 og kostar eingöngu 500 krónur inn og er 80´s tímabilið þema kvöldsins og mun ég ásamt Sæþóri sjá um að ykkur leiðist ekki en  ballið stendur frá kl 19´30(hálf 8)-22´30(hálf 11)og vonast ég sem formaður skemmtinefndar til að sjá sem flesta í góðum fílíng.

Ég hef verið að lesa nokkur blogg undanfarið og þar með hjá Jens Guð og þar er m.a fjallað um skoðanakönnun hjá honum þar sem hið geysivinsæla lag Nína var valið mest pirrandi lagið eftir keppni við lögin Villi og Lúlla og Skólaball,hversu lágt geta menn lagst enda mun fleiri lög sem eru meira pirrandi en þessi en þetta kallar á netta könnun um hvert sé leiðinlegasta íslenska lag ever en þau eru mörg og erfitt að velja þau 15 sem á listann komast.

Vonast eftir auknum commentum við færslum mínum svo ég geti séð hverjir eru að lesa það sem ég er að skrifa hverju sinni einnig vil ég hvetja þá sem ekki hafa kosið í könnuninni um hvaða lið fellur úr Landsbankadeild að gera það sem fyrst því hún hættir á laugardaginn eftir seinustu umferð Landsbankadeildar og þá ljóst hverjir falla.

Þar til næst farið vel með ykkur og njótið lífsins.
                            KV:Korntop


Veikindi.

Ekki var það ábætandi,nú er kallinn orðinn veikur með magapest og eina af þessum venjulegu haustpestum svo að ég verð allavegana rúmliggjandi í dag,blogga meira kanski síðar í dag ef líðanin verður betri,farið vel með ykkur elskurnar mínar.
                                KV:Korntop

Línur teknar að skýrast í Landsbankadeild.

Þá er lokið 17 umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu og ljóst að eitthvað hefur hnúturinn minkað en ekki mikið og að hart verður barist í 18 og seinustu umferðinni n.k laugardag en förum í stuttu máli yfir gang mála í þessari umferð.

FH 0-2 Valur.

Valsliðið var einfaldlega sterkara allann leikinn og komust FH-ingar aldrei inn í leikinn og unnu valsmenn sanngjarnan sigur 0-2 með mörkum Baldurs Aðalsteinssonar og Helga Sigurðsonar sem gerðu gæfumuninn og nú eru valsmenn á toppnum fyrir lokaumferðina með 35 stig og eiga HK á heimavelli í lokaumferðinni og ef þeir vinna þann leik þá er titillinn valsmanna í fyrsta skipti í 20 ár en Valur varð síðast íslandsmeistari 1987.
Hjá FH var fátt í gangi og stressið greinilega mikið og nú verða FH-ingar að treysta á að HK taki stig af val og þeir sjálfir vinni Víking í Víkinni en þetta er í fyrsta skipti síðan í júlí 2004 sem FH er ekki á toppi úrvalsdeildar.

ÍA-Víkingur.

Eftir því sem ég kemst næst þá voru Víkingar betri nær allann tímann en eins og venjulega þá nýttu þeir ekki færin og skagamenn fengu eitt færi og nýttu það til fulls og nú eru Víkingar neðstir fyrir lokaumferðina og þurfa allavega 1 og helst 3 stig gegn FH til að halda sér í deildinni,skagamenn eru hinsvegar í bestri stöðu varðandi þátttöku í evrópukeppni að ári og þeir eiga Keflavík í Keflavík í lokaumferðinni.

Fylkir-Keflavík.

Veit ekkert um þennann leik nema að Fylkir sigraði 4-0 og Albert Brynjar Ingason gerði allavega 2 þeirra og eftir þennann sigur eiga Fylkismenn smá von um evrópusæti.

Fram-KR.

þarna var að mér skilst hörkuleikur sem lyktaði með jafntefli 1-1 og hafa bæði 15 stig og mega ekki misstíga sig í lokaleikjum sínum því þá ná víkingar þeim að stigum ef þeir verða heppnir gegn FH en þetta jafntefli ætti að duga öðru liðinu til að hanga uppi,í lokaumferðinni fá KR-ingar Fylki í heimsókn og Framarar fara í Kópavoginn og spila við Breiðablik.

HK-Breiðablik.

Veit ekkert um þennann leik nema að hann fór 1-1 og þau úrslit nánast tryggja HK áframhaldandi veru í deildinni,Lokaleikur Blika er gegn Fram á heimavelli á meðan HK sækir Val heim í Laugardalinn.

Það er í gangi skoðanakönnun um hvaða lið fellur úr Landsbankadeildinni þetta árið og endilega takið þátt þessa vikuna og segið hvað þið haldið.


Örlagadagur í Landsbankadeildinni.

Þá er komið að 17 og næstsíðustu umferð í Landsbankadeildinni í knattspyrnu og ljóst að spennann er gífurleg bæði á toppi sem og botni og ljóst að hart verður barist í leikjunum 4 sem skipta máli en það er aðeins leikur Fylkis og Keflavíkur sem skiptir ekki máli bæði lið eru um miðja deild og fara hvorki ofar né neðar svo nokkru nemi,
ég ætla hér á eftir að spá í spilin fyrir leiki dagsins og skal tekið fram á þær spár sem koma eru byggðar á óskhyggju frekar en skynsemi enda vil ég háspennu-lífshættu fram í seinustu umferð en þá byrjum við.

FH-VALUR.
þetta er úrslitaleikur um titilinn og klárt að ef FH vinnur að þá er titillinn þeirra 4 árið í röð en ef það verður jafntefli eða Valur vinnur að þá er allt upp í loft hjá þessum liðum í lokaumferðinni,óþarfi er að fara yfir kosti og galla liðanna enda höfum oft séð þessi lið í sumar og skemmst að minnast að Valur vann fyrri leikinn 4-1 en FH hefndi sín í bikarkeppninni,ég held að heimavöllurinn ráði úrslitum á endanum og FH vinni 2-1 í geggjuðum leik og tryggi sér titilinn.

ÍA-Víkingur.

Þarna mætast 2 lið á sitthvorum enda deildarinnar og ljóst að hart verður tekist á í þessum leik og ekkert má út af bregða,sérstaklega verða víkingar að halda í það stig sem þeir hafa í byrjun leiks enda skagaliðið feiknasterkt og hafa þeir vaxið í allt sumar og eftir að þeir fengu króatana til liðs við sig hafa þeir verið hverju liði erfiðir,eftir góða byrjun Víkinga í sumar hefur hallað undan fæti og ljóst að tap í dag setur liðið í afar erfiða stöðu fyrir lokaumferðina,margir góðir leikmenn eru í Víkingsliðinu og þeirra bestur að mínu mati er Sinisa Valdimar Kekic(38)sem spilar eins og tvítugur,um þennann leik er erfitt að spá í en ég hallast að jafntefli 1-1.

FRAM-kR.

Þarna mætast lið sem oft hafa eldað grátt silfur saman og ekki batnar það þegar bæði lið geta fallið og eru með jafnmörg stig fyrir leikinn en í þessum leik er allt undir,framarar eru með betra lið að mínu mati vel spilandi en það sem háir þeim er skelfileg nýting á marktækifærum og ljóst að staða liðsins væri önjnur ef svo hefði verið og nú er komið að Jónasi Grana og félögum að nýta þau færi sem koma í dag og ér Ólafur Þórðarson þjálfari að gera fína hluti með þetta lið.

Um KR-inga gæti ég sagt heilann helling en ætla að láta það ógert en segja bara frá því hvað er að í vesturbænum,það sem aðallega er að hjá KR er að margir leikmanna eru einfaldlega of gamlir og svifaseinir og nægir þar að nefna Gunnlaug Jónson,Pétur Marteinson var fenginn til að aðstoða Gunnlaug en það hefur hrappalega mistekist svo ekki sé nú talað Rúnar Kristinson sem kom á miðju sumri og átti að "bjarga" KR en það hefur ekki gengið upp og það var ekki fyrr en að yngri menn fengu að spila sem hlutirnir fóru að ganga  en það sem er aðallega að hjá KR er þetta andleysi sem háir liðið enda pressan um titlana gífurleg í vesturbænum,mín spá:1-1

HK-Breiðablik.

Hk hefur gengið betur en flestir þorðu að vona í sumar með Gunnleif Gunnleifson markvörð sem besta mann,mikil barátta hefur einkennt liðið sérstaklega á heimavelli enda hafa nánast öll stigin unnist þar einnig hefur Jón Þorgrímur Stefánson gengið í endurnýjun lífdaga og skorað 6 mörk að mig minnir,Breiðablik er með best spilandi liðið ásamt FH þar sem Arnar Grétarson ræður ríkjum á miðjunni en hann er í leikbanni í dag einnig er Prince Rickomar heitur og getur ráðið úrslitum,Blikarnir hafa unnið báða leiki félaganna í sumar og ég spái að það haldist óbreytt,mín spá:1-3

Fylkir-Keflavík.

Ekki orð um þennann leik enda skiptir hann ekki máli og menn leika aðeins fyrir stoltið,gæti orðið skemmtilegasti leikur umferðarinnar, mín spá:2-2
                                    KV:Korntop


Handónýtt strætókerfi.

Fátt er eins mikið í taugarnar á mér og strætókerfið og ég held ég megi fullyrða að önnur eins vitleysa sé vandfundin,og ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki einn um þessa skoðun.

Þetta byrjaði allt fyrir að mig minnir 3 árum,þá hafði þáverandi meirihluti vinstri manna í Reykjavík ákveðið að breyta strætókerfinu í þeim tilgangi að gera kerfið einfaldara og auka um leið farþegum í strætó og fengu til þess danskann verfræðing/arkitekt til að hanna strætókerfið að danskri fyrirmynd en mitt mat og annara er að það hafi gersamlega mistekist þar til fyrir skemstu að mælingar sýndu aukinn fjölda farþega,en kerfinu var breytt þarna fyrir 3 árum og enginn skildi kerfið og ekki einu sinni bílstjórarnir vissu fátt enda þeir yfirleytt spurðir álits og ættu þeir nú að þekkja leiðirnar best.

Síðan hefur leiðunum og tímatöflu strætó verið breytt 2svar og enn er kerfið í klessu og ég held að best væri að breyta kerfinu í það eins og það var áður en þessar heimsku breytingar áttu sér stað.

Nú er svo komið að námsmenn fá frítt í strætó,en hvað um þroskahamlaða námsmenn í framhaldsskólum?þeir fá ekki frítt,þetta þarf að laga,einnig eru nokkrar leiðir sem er ekki ekið um t.d í Breiðholtinu er ekki ekið um Arnarbakka nema að Fálkaborg á leið í Efra-Breiðholt og svo frá Leirubakka,þarna mætti t.d láta 1 bíl soppa vikð Verslunarmiðstöðina Arnarbakka,fleira mætti nefna til en ég læt ykkur lesendur góðir um að koma með frekari athugasendir og líka hvað ykkur finnst að mætti laga en ég held að strætó bs ætti að byrja sem fyrst á að laga þetta meingallaða kerfi áður en það er of seint.
                 KV:Korntop


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

267 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband