Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
12.10.2007 | 13:32
Stór helgi og eftirmálar.
Í uppsiglingu er nokkuð stór helgi hjá mér og ekki laust við að nokkur spenna sé í loftinu.
Seinna í dag er aukaæfing í Hraðakstur bannaður en við eigum að spila annaðkvöld á Landsþingsballi Þroskahjálpar ásmt Plútó sem verða frekar fáliðaðar svo ekki er loku fyrir það skotið að ég syngi 2-3 lög með þeim eða svo til að styðja þær en þar fyrir utan er ég gamall Plútómeðlimur svo að mér rennur blóðið til skyldunnar eðlilega.
Eftir æfinguna þá er liggur leiðin upp í Austurberg þar sem ÍR tekur á móti Selfossi en ekki ætla ég að kynna því nýr maður er tekinn við en í staðinn ætla ég að skrifa niður statistik og það verður síðan skrifað um þennann leik í kvöld annaðhvort verður linkur frá þessari síðu settur á heimasíðu handknattleiksdeildar ÍR eða ég skrifa um leikinn á heimasíðuna,kemur í ljós í kvöld.
Ámorgunn er svo umrædd spilamenska á Grandhótel þar sem ég og bandið mitt förum hamförum eins og okkur einum er lagið,undirbúningurinn fyrir kvöldið verður mjög einfaldur því ég ætla að horfa á landsleikina í knattspyrnu og þar á meðal er Ísland-Lettland svo að ég kem afslappaður í hátíðarkvöldverðinn og spilamennskuna annaðkvöld,vona að þeir bloggvinir sem lesa þetta og eiga fötluð börn sjái sér fært að mæta og skemmta sér því hér eru jú fatlaðir einstaklingar að spila fyrir dansi.
Vil aðeins vegna færslunnar um lokun commentakerfisins lýsa ánægju minni með viðbrögðin við þessari færslu en mikið vildi ég að maður fengi svona mörg comment við flestum færslum og svo virðist sem ef maður er nógu mikið neikvæður þá koma commentin umvörpum svo kanski blogga ég um neikvæða hluti framvegis eins og kvenfólk og veikleika þeirra t.d.
En að öllu gamni slepptu þá vona ég að ég verð ekki dauður eftir helgina en vonum það besta.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.10.2007 | 00:22
Ekki úr að aka.
Eftirfarandi fjarskipti áttu sér stað í bandaríska sjóhernum fyrir nokkrum árum.
A: Breyttu stefnu þinni um 15 gráður í norður til að komast hjá árekstri.
B: Breyttu stefnu þinni um 15 gráður í suður til að komast hjá árekstri.
A: Ég er skipstjóri á stóru bandarísku herskipi,breyttu stefnu þinni strax.
B: Og ég segi enn og aftur,breyttu þinni stefnu.
A: Ég er skipstjóri á U.S Enterprises stóru bandarísku herskipi,breyttu stefnu þinni TAFARLAUST.
B: Ég er vitavörður,breyttu stefnu þinni áður en það verður un seinann.
Eftir því sem best er vitað var ekki þoka á svæðinu.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.10.2007 | 22:51
Commentakerfi lokað frá og með mánudegi.
Ég hef ákveðið að loka commentakerfinu frá og með mánudegi ef commentum fjölgar ekki,það eru mér vonbrigði að þurfa að gera það en þegar ég fer í yfirreið yfir bloggsíður bloggvina þá eru um og yfir 20 comment á flestum færslum,ég tel mig ekki vera með verra blogg eða verri mál en aðrir,gott dæmi er mál málanna í dag,nýr meirihluti í Reykjavík,er búinn að sjá nokkur blogg um þetta mál í dag með um 20 commentum en nánast enginn commentar um mál hjá mér og nú hef ég ákveðið að loka commentakerfinu frá og með mánudegi,eftir sem áður getur fólk lesið bloggið mitt,það verður áfram opið og lokar ekkert.
Ég nota commentakerfið til að sjá hver commentar svo ég geti commentað til baka og líka svo ég sjái hver heimsækir síðuna og einnig er gestabók sem fólk getur skrifað í.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að fólk ræður hvort það commentar hérna en mér finnst ég verðskulda skoðanir fólks og það er það sem ég er að leita eftir,einnig þykir mér þátttaka ykkar í skoðanakönnunum dapurleg en nóg af væli í bili.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
11.10.2007 | 16:24
Nýr meirihluti í Reykjavík.
Búið er að mynda nýjan meirihluta í Reykjavík og að honum standa vinstriflokkarnir,en Björn Ingi Hrafnson sleit samstarfinu á fundi Með Vilhjálmi Vilhjálmsyni oddvita Sjálfstæðiosflokksins og fyrrum borgarstjóra fyrr í dag.
Verkaskipting skiptist þannig:
Dagur B Eggertson(Samfylkingu) Borgarstjóri.
Margrét Sverrisdóttir(Frjálslyndum)Forseti borgarstjórnar.
Svandís Svavarsdóttir(Vinstri grænum)Formaður nýs borgarstjórnarflokks og staðgengill borgarstjóra.
Björn Ingi Hrafnson(Framsóknarflokki)Forseti borgarstjórnar.
Síðan óskar nýjum meirihluta góðs gengis í störfum sínum fyrir Reykvíkinga.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2007 | 01:50
Hvað gerist næst?
Þá er það ljóst,4 klst fundur var haldinn í meirihluta borgarstjórnar til að komast að niðurstöðu í þessu REI máli og mér heyrist og sýnist á öllu að engin niðurstaða hafi orðið á þeim fundi,með það var farið á aukafund í borgarstjórn sem minnihlutinn fór fram á og á honum talaði meirihlutinn út og suður um málið og var Björn Ingi á allt öðrum meiði en samtarfsflokkurinn við bíðum og sjáum hvað gerist næst.
Það sem stingur mig mest er að Bjarni Ármannson átti að fá heilar 500 miljónir í fyrstu greiðslu,heyrðu,halló er maðurinn ekki nógu fjandi ríkur?Það hélt ég.
Eftir atburði dagsins hefur ekkert breyst og ljóst að það er verið að blekkja borgarbúa með því að drepa málinu á dreif,inn í þetta bætist Hitaveita Suðurnesja sem hafnfirðingar eiga 35%hlut í og vilja alls ekki selja hann að því að best verður séð.
Eftir sem áður eru Sjálfstæðismenn sárir og Villi Borgarstjóri er gersamlega rúinn trausti og klárt mál að hann hefur skotið sig illilega í fótinn og á sér vart viðreisnar von og því segi ég enn og aftur:
SEGÐU AF ÞÉR VILHJÁLMUR ÁÐUR ENN ÞÚ VERÐUR NEYDDUR TIL ÞESS,SÝNDU ÁBYRGGÐ.
Ég vil minna á skoðanakönnunina endilega segið ykkar álit á þessu hita máli,því fleiri sem kjósa því betra.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 12:48
Allt er nú til.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.10.2007 | 01:36
Tilkynning.
Ef einhver vill spjalla á msn og kynnast mér betur þá er slóðin kraftakall@gmail.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 13:49
Segðu af þér Vilhjálmur.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn funduðu í gær um Orkuveitumálið og eftir fundinn voru allir sáttir að sjá en þegar maður sá borgarfulltrúana í fréttatímum sjónvarpsstöðvana og Ísland í dag og kastljósi fór ekkert á milli mála að þeim leið illa og sérstaklega tók maður eftir að Gísli Marteinn Baldurson var langt niðri og eyddi öllum sínum tíma í að verja flokkinn og tönglaðist sífellt á því að nú færi allt til betri vegar og enginn trúnaðarbrestur yrði framar,ja þvílíkt og annað eins bull.
Vilhjálmur Borgarstjóri sagði varla heila setningu án þess að horfa upp í loft eða niður í gólf og vildi ekki viðurkenna mistök af neinu tagi en talaði um að nú yrði kjörinn fulltrúi borgarinnar í stjórn Orkuveitunnar til að gæta tugmiljarða hlut borgarbúa.
En um hvað snerist þessi fundur annars?Þar sem ég var ekki á fundinum þá veit ég það ekki en það sem komið hefur fram er að það var verið að tala um að láta sárin gróa og halda völdum sínum óskertum þrátt fyrir trúnaðarbrest og bruðl með eigur og peninga borgarbúa sem er alveg gengdarlaust yfirgengilegt.
En semsagt fundurinn í borgarstjórnararms Sjálfstæðisflokksins snerist um valdagræðgi og að hvítþvo sjálfa sig en ég segi bara þetta:
Vilhjálmur Vilhjálmson er að mínu mati rúinn trausti þó að annað sé látið og best fyrir hann væri að taka nú ábyrggð á gerðum sínum og segja af sér í staðinn fyrir að segja EKKI BENDA Á MIG.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2007 | 21:06
Skandall.
Þessi farsi í kringum Orkuveitu Reykjavíkur og REI sem sem er sameinast Green Energy Invest er alltaf að verða torskildari og furðulegri eftir því sem á líður.
Fyrst á að selja toppunum á öðru gengi en öðrum starfsmönnum, síðan er það afturkallað og allt fer upp í loft í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og Vilhjálmur einangrast að því að talið er,svo er það afturkallað og sagt að allir fái að kaupa á sama verði.
Í dag er svo haldinn fundur í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sem stóð í 3 klst og eftir hann er sagt fyrirtækið verði selt og að sárin séu gróin og að borgarstjórinn hafi fullt umboð til að halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn,stuttu síðar fréttist að Björn Ingi Hrafnson liggi undir ámæli í sínum flokki og í viðtali í Kastljósi segist hann ekki skilja óánægju flokksystkina sinna og segir að ákvörðun samstarfsflokksins sé ekki endanleg og það þurfi sameiginlega ákvörðun meirihlutans,þarna talar maður með 50% völd í borginni miðað við atkvæðamagn.
Ég dáist að Svandísi Svavarsdóttur í VG fyrir að láta ekki vaða yfir sig og borgarbúa á skítugum skónum og ég fullyrði að fólk hefur þurft að segja af sér fyrir minna og eins og ég hef sagt áður þá studdi ég ekki Rlista flokkana í þeirra stjórnartíð en eftir að nýr meirihluti tók við er allt á öðrum endanum og skiptir þá litlu máli hvað niður er drepið,orkumál,leikskólar,strætó,NAME IT!!!
Mín skoðun er sú að meirihlutinn eigi að sýna ábyrggð og segja af sér í kjölfar þessara heimska farsa sem borgarbúar og aðrir landsmenn hafa þurft að horfa upp á.
Hvað finnst ykkur?eruð þið sammála mér eða er ég of kröfuharður?
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.10.2007 | 15:23
Möguleiki.
Er að hugsa um að loka commentakerfinu tímabundið úr því enginn commentar á færslur hérna en ákvörðun um það verður tekin fljótlega og þá að vel athuguðu máli.
Er fólki bara ekki nokk sama?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 205420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady