Stór helgi og eftirmálar.

Í uppsiglingu er nokkuð stór helgi hjá mér og ekki laust við að nokkur spenna sé í loftinu.

Seinna í dag er aukaæfing í Hraðakstur bannaður en við eigum að spila annaðkvöld á Landsþingsballi Þroskahjálpar ásmt Plútó sem verða frekar fáliðaðar svo ekki er loku fyrir það skotið að ég syngi 2-3 lög með þeim eða svo til að styðja þær en þar fyrir utan er ég gamall Plútómeðlimur svo að mér rennur blóðið til skyldunnar eðlilega.

Eftir æfinguna þá er liggur leiðin upp í Austurberg þar sem ÍR tekur á móti Selfossi en ekki ætla ég að kynna því nýr maður er tekinn við en í staðinn ætla ég að skrifa niður statistik og það verður síðan skrifað um þennann leik í kvöld annaðhvort verður linkur frá þessari síðu settur á heimasíðu handknattleiksdeildar ÍR eða ég skrifa um leikinn á heimasíðuna,kemur í ljós í kvöld.

Ámorgunn er svo umrædd spilamenska á Grandhótel þar sem ég og bandið mitt förum hamförum eins og okkur einum er lagið,undirbúningurinn fyrir kvöldið verður mjög einfaldur því ég ætla að horfa á landsleikina í knattspyrnu og þar á meðal er Ísland-Lettland svo að ég kem afslappaður í hátíðarkvöldverðinn og spilamennskuna annaðkvöld,vona að þeir bloggvinir sem lesa þetta og eiga fötluð börn sjái sér fært að mæta og skemmta sér því hér eru  jú fatlaðir einstaklingar að spila fyrir dansi.

Vil aðeins vegna færslunnar um lokun commentakerfisins lýsa ánægju minni með viðbrögðin við þessari færslu en mikið vildi ég að maður fengi svona mörg comment við flestum færslum og svo virðist sem ef maður er nógu mikið neikvæður þá koma commentin umvörpum svo kanski blogga ég um neikvæða hluti framvegis eins og kvenfólk og veikleika þeirra t.d.

En að öllu gamni slepptu þá vona ég að ég verð ekki dauður eftir helgina en vonum það besta.
                               KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er nú ekkert smá dagskrá á þér um helgina. En ég hló nú aðeins þegar ég las að þú ætlaðir kannski að blogga um kvenfólk og veikleika þeirra. Hehe góður

Bryndís R (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 15:49

2 identicon

Gangi þér vel með spilamennskuna á ballinu. Fara svo að æfa eftir helgina, það eykur úthald og þá verður allt auðveldara Maggi minn.

kveðja

Emil 

Emil (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 16:24

3 Smámynd: Kolgrima

Konur og veikleikar valda hamförum á blogginu! Góða skemmtun, veit að það verður bara stuð á ballinu

Kolgrima, 12.10.2007 kl. 16:40

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ekker smá helgi hjá þér,gangi þér vel.Og takk fyrir commentið.

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.10.2007 kl. 17:09

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stuð helgi framunan hjá þér, ég verð eins og venjulega bara í því að velja mill rúms, sofa og lazy boy  :)) fæ vonandi einhverja skemmtilega gesti. Gani ykur vel. Cat 3 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 17:46

6 Smámynd: Jens Guð

  Stundum glugga ég í Viðskiptablaðið.  Það er þó heldur frjálshyggjulegt (öfga-hægrisinnað) fyrir minn smekk,  miðaldra markaðs- og félagshyggjumanns í Frjálslynda flokknum í baráttu gegn útlendingahræðslu/kynþátta/trúarfordómum. Í tölublaðinu frá í gær er birt færsla þín um Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.  Ég kvitta undir þá færslu.        

Jens Guð, 12.10.2007 kl. 22:31

7 identicon

sæll maggi það verður vonandi gaman á grand hótel kl hvað er maturinn búinn langar á ballið koma þegar er frítt inn langar ekkert í matinn þarna er nískur í dag hehe. ?

sæþór jensson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:58

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég les alltaf hjá þér , en er kannski latur við að commenta. kv .

Georg Eiður Arnarson, 12.10.2007 kl. 23:00

9 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Skemmtu þér vel um helgina.  Greinilega brjálað að gera í skemmtanalífinu.  Ég er sammála Georgi Eiði ég les alltaf en mjög löt við að kommenta.

Bergdís Rósantsdóttir, 13.10.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 205249

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

220 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband