Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Smá stopp.

Það verður líklega 2-3 daga stopp vegna anna þessa vikuna við eitt og annað og get ekki lofað bloggi og þess vegna vil ég hafa varann á og sjáumst síðar,þessi síða er ekki að hætta en smá pása vegna anna,takk í bili sjáumst fljótlega.

Farið vel með ykkur elskurnar mínar-Meira síðar.
                   KV:Korntop Fjöryrki.


DJ Korntop.

Á laugardagskvöldið var haldið ball á vegum Átaks í Sjónarhólshúsinu Háaleitisbraut 13(4 hæð) og var þetta fyrsta ballið sem Átak heldur og er ekki ofsögum sagt að hnútur hafi verið í maganum því ég sem var bæði forsprakki og er formaður skemmtinefndar hafði sagt að ef 25 manns mættu væri það fínt í byrjun en mætingin fór fram úr björtustu vonumþví um 50 manns mættu og skemmtu sér vel enda erum við sem stóðum að þessu alveg í skýjunum og alveg klárt mál að þetta verður reglulegt hér eftir,kanski ekki alltaf ball eingöngu því við í skemmtinefndinni höfum nóg af hugmyndum upp í erminni og munum skjóta þeim út þegar það á við,næst er það ball og bingó en aftur að ballinu.

Þarna mætti ég með útvarpið mitt og 4 brennda diska en skrifaði nöfnin á lögunum á blað svo auðveldara væri að sjá hvað ég var að spila,það átti að vera 80´s þema en ég var líka með nýjustu lögin eins og International með Páli Óskari og fengu þau að fljóta með öllum til ánægju enda var haft á orði að ég væri best geymdur í diskóbúrinu og er það líklega rétt hjá þeim sem það sögðu.

Skemmtinefnd var sett á laggirnar til að efla fjárhag félagsins því hann er vægast sagt bágborinn svo mér datt í hug á sínum tíma að stofna skemmtinefnd og fá með mér gott fólk til að vinna með og allur ágóðinn rennur til félagsins eðlilega og t.d varð hagnaður af ballinu um 30 þúsund svo að betra start var ekki hægt að fá.
Einnig var þarna sjoppa með gos og sælgæti,kaffi og kökur á hlægilegu verði og aðgangseyrir á ballið var ekki nema 500 krónur.

Hvað við gerum næst kemur í ljós en það er gaman að geta skemmt þeim sem minna mega sín því það er margsannað að fatlaðir eru ánægðir ef það er gert eitthvað fyrir þá og ég get ekki beðið eftir næsta balli.

En ekki meira í bilMeira síðar-KV:Korntop Fjöryrki.


Ég dáist að......

Sumum bloggvinkonum mínum hvernig þær nota bloggið til að deila lífreynslu sinni með okkur hinum hérna og er megnið af því bláókunnugt fólk eins og ég en það get ég sagt að lífsýn mín hefur gjörbreyst við að lesa þessar síður og ætla ég hér að fara á hundavaði yfir hverjar þetta eru og fyrir hvað þessar konur tákna í mínum augum.

Ragnheiður:

Hún þurfti skyndilega að berjast við sorgina og ganga nánast í gegnum helvíti eftir að sonur hennar(Hilmar)kvaddi þennann heim fyrir rúmlega 2 mánuðum síðan en allann þann tíma hefur bloggheimur fengið að fylgjast með baráttu hennar við kerfið og sorgina og dáist ég að henni fyrir það,þessi barátta mun halda áfram og á endanum mun hún sigra,um það hef ég bjargfasta trú.

Ekki þekkti ég son hennar en við lestur síðunnar þá var þetta strákur sem átti við sín vandamál að stríða en mátti ekkert aumt sjá en eins og ég sagði þá finnst mér alveg magnað hvernig Ragnheiður hefur leitt okkur í gegnum þetta ferli allt á bloggsíðu sinni nánast án þess að blikna,hún er blátt áfram og segir hlutina umbúðarlaust,haltu áfram að vera þú sjálf því þannig viljum við hafa þig,
Ragnheiður:Haltu áfram á sömu braut.

Áslaug Ósk:

Er með fárveikt barn sem þjáist af illvígri  flogaveiki og hefur farið í gegnum margar aðgerðir þótt ung sé,þolinmæði Áslaugar er með eindæmum gott og veitir víst ekki af,ekki vitum við hvað framtíðin ber í skauti sér gagnvart þessari litlu stúlku en bloggsíða Áslaugar og hvernig hún veitir innsýn inn í þennann heim með hispurslausum skrifum um allt mótlætið og ánægjustundirnar sem koma hjá þeim inn á milli er alveg með ólíkindum.
Áslaug Ósk:Þakka þér fyrir að hleypa okkur inn í hugarheim langveiks barns og baráttu þess fyrir góðri heilsu.

Þórdís Tinna:

Berst við lungnakrabbameinkrabbamein á 4 stigi(Lokastig) og eins og við vitum er þessi sjúkdómur bæði illvígur og nánast ólæknandi og hefur þurft að fara í gegnum bæði geislameðferð og lyfjagjöf enda er það fylgifiskur krabbameins og ekki hefur Þórdís Tinna vílað fyrir sér að segja okkur söguna hér á blogginu,nú tók ég þátt í baráttu móður minnar fyrir rúmum 6 árum sem endaði eins og það endaði því veit ég hvað Þórdís Tinna er að ganga í gegnum og fyrir þá sem ekki þekkja baráttuna af eigin raun er síða hennar holl lesning því krabbamein er ekkert grín.

Þórdís Tinna:Gandi þér vel í baráttunni við þennann illvíga sjúkdóm sem engu eyrir.

Gíslína:

Greindist með gallvegskrabbamein eftir að hafa þjáðst af nokkrum öðrum kvillum á undan og eins og hjá Þórdísi Tinnu að ganga í gegnum sama ferlið og er lesning síðu hennar góður lestur því alltaf má af honum læra ég hef allavegana lært ýmislegt af lestri mínum varðandi þennann sjúkdóm.
Að berjast við þennann skaðræðisvald sem krabbameinið er tekur bæði á tsugarnar og úthaldið en að taka mótlætinu með bros á vör eins og þessar konur gera er þó stundum komi uppgjöf upp er eitt af því sem gerir fólk sterkara á endanum.

Ég dáist að því hvernig þið 4 kjarnakonur berjist við mótlætið og notið síður ykkar til að gefa öðrum kost á að fylgjast með er dirfska og það mikil dirfska og eigið heiður skilinn fyrir hirspurleysi og greinargóðar lýsingar,ég styð ykkur fyllilega í baráttunni og vona svo sannarlega að sigur hljótist á endanum,þetta eru sannar hetjur í mínum augum,séu rangfærslur biðst ég afsökunnar,vona að ég sé ekki væminn.

                                KV:Korntop Fjöryrki.


Ég er fjöryrki.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum í bloggheimum að öryrkjar hafa gert hálfgerða uppreisn gegn kerfinu og alveg ótrúlegt en um leið frábært að sjá hvernig undirtektir fólks hafa verið og þá sérstaklega varðandi undirskriftarsöfnunina hjá Ásdísi og Heiðu sem mér þykir alveg hreint magnað framtak og munum við halda þessu áfram því þessi vinna okkar er bara rétt að byrja og öll hvatningarkommennt og samstaða tvíeflir okkur bara í baráttunni.

Ég hef sett hér skoðanakönnun á síðuna um það hve bætur og lægstu laun eiga að vera háar og hvet ég ykkur til að kjósa í henni.

Hef ekki meira að segja í bili,er að fara að stýra diskóteki hjá Átaki en blogga meira í kvöld,ég lofa því.

Meira síðar-Farið vel með ykkur elskurnar mínar.
                                 KV:Korntop

 


Bull og þvæla.

Var að lesa á síðu Ásdísar Sigurðardóttur bloggvinkonu minnar reiðipistil um hvernig TR og getur verið ósveigjanlegt í þegar öryrki reynir að drýgja tekjur sínar, og eiga þar með meiri ráðstöfunartekjur fyrir heimilið.

Ég ætla ekki að rekja pistilinn í heild sinni hann má lesa á http://asdisomar.blog.is en ætla þó að segja það að þó að öryrki drýgji tekjur sínar tímabundið með einhverjum ráðum þá er alger óþarfi að refsa viðkomandi með endurgreiðslu.

Einnig las ég annann pistil og þar var á ferðinni bloggvinkona mín Birna Dís Vilbertsdóttir sem sagði frá því að hún hefði lagt ákveðna upphæð í sparnað á mánuði svo einn mánuðinn þá ´gat hún ekki lagt fyrir því það þurfti að kaupa lyf ofl en hvað gerðist þá?jú TR tók hana af skrá og þegar leitað var skýringa þá var hreytt í hana að fyrst hún ætti svo mikinn pening þá þyrfti hún bara engar bætur en þennann pistil má lesa á http://skralli.blog.is .

Bæði þessi tilvik segja mér það eitt að breyta þarf almannatryggingarkerfinu rækilega og einfalda það,það þarf að hætta að refsa öryrkjum fyrir að eiga pening,ég velti því stundum fyrir mér hvort ég þurfi að tilkynna TR um það ef ég fer með flöskur í Endurvinnsluna eða Sorpu,ég ætti nú ekki annað eftir.

Að mínu mati er kerfið þungt í vöfum og þarfnast sárlega lagfæringar einnig finnst mér að starfsfólk TR þyrfti að fara á nánskeið þar sem kennd er framkoma við viðskiptavini,einnig þarf upplýsingargjöfin að vera skilvirkari svo ekki sé nú talað um bæklinga þeirra,tungumálið sem þar er talað er stundum svo torskilið að engu lagi tekur,það ætti að hafa bæklinginn frá þeim á auðlesnu máli sem allir sem eiga bótarétt og aðstandendur þeirra skilji það sem þar er skrifað.

Ég vil að endingu lýsa ánægju minni með þrekvirki Ásdísar og Heiðu með undirskriftarlistann og viðbrögð fólks við honum og mun hér eftir kalla mig Fjöryrkja.

                          KV:Korntop Fjöryrki

 


Örorkubætur.

Það hefur lengi verið vitað að örorkubætur eru of lágar á Íslandi og ljóst að það þarf að hækka örorkubætur og lægstu laun verulega svo að við sem erum á lágum launum eigum möguleika á að láta enda ná saman og hreinlega að lifa í þessu landi.

Hef tekið eftir því við blogglestur undanfarið að það eru margir 75% öryrkjar hér á mbl blogginu svo þeir vita um hvað ég er að tala en ljóst er að núverandi fyrirkomulag er fjandsamlegt öryrkjum í mörgum atriðum og ætla ég að rekja nokkur þeirra hér en vil þó taka það fram að veit ekki alla veikleikana og því eins og í færslunni um búsetumál fatlaðra þá vil ég að þið segið mér í kommenntakerfinu hvað ykkur finnst að og ef ég gleymi einhverju.

1. Mér þykir fáránlegt að við séum að borga skatt af þessum lúsarlaunum því þessi fjárhæð sem við fáum er LANGT undir fátæktarmörkum.
Lausn á þessu er að HÆKKA skattleysismörk í um 130 þús en skattaprósentan hefur ekki fylgt launaþróun í MÖRG ár og tími til kominn að breyta því.

2. Það að öryrki megi ekki vinna neitt án þess að bætur skerðist er alveg ÓTRÚLEG þröngsýni hjá Tryggingarstofnum og eru þeir fljótir að refsa öryrkjum fyrir það eitt að drýgja tekjur sínar,nú veit ég að margir eru í vinnu á góðum launum en samt verður að stöðva þessa þröngsýni.

Lausn.
Leyfa ætti öryrkjum að vinna fyrir um 100 þús á mánuði án þess að bætur skerðist.

3. Öryrkjar eins og aðrir verða ástfangnir og hafa kanski hug á að fara alla leið og gifta sig en ef það gerist þá hrynja bæturnar sérstaklega hjá konunni,ég hef gott dæmi um þetta því móðir mín heitinn var gift stjúpa mínum í 27 ár og þurfti hún oft að eiga við TR vegna greiðslna á ýmsu sem hún átti rétt á en alltaf kom sama svarið en það var að þar sem mamma var gift þá ÁTTI stjúpfaðir minn að sjá um hana,mér kæmi ekkert á óvart að svona væri ástatt um fleiri.

Lausn.
Að sjálfsögðu eiga öryrkjar að fá að gifta sig og lifa lífinu eins og aðrir,annað er mannréttindarbrot á HÆSTA stigi og það á EKKI að þekkjast að steinar séu settir í götu okkar með það,það sama á við um barneignir.

Ég hef hér farið yfir ýmsa hluti sem betur mættu fara og klárt mál  að mikið verk er óunnið en það sem ég vil sjá er eftirfarandi hluti lagaða:

1: Örorkubætur og lægstu laun verði hækkuð uppí 200 þús allavega svo að við getum lifað í þessu landi,ég vil fá hærri bætur og borga jafnmikið og aðrir en ekki dreginn í dilk eins og kindur í réttum að hausti.

2: Skattleysismörk verði hækkuð svo að ekki þurfi að borga skatt af þessum lágu launum.

3: Það á að vera skýlaus krafa að öryrkjar geti gift sig og eignast börn á þess að TR grípi inn í og skerði bætur,þetta er spurning um mannréttindi og jafnrétti.

Sjúklingar eigi SKÝLAUSAN rétt á endurgreiðslu lækniskostnaðar allt að 75% ef það er kveðið á um slíkt ennig ætti lyfjaverð að vera lægra svo að öryrkjar og sjúklingar geti leyst þau út.

Ég vil að endingu minna á undirskriftarsöfnum hjá bloggvinkonu minni http://asdisomar.blog.is en það er þarft framtak hjá henni.

Nú spýtum við öll í lófana fyrir bættum hag láglaunafólks og öryrkja einnig vil ég benda á skoðanakönnunina á þessari síðu.
Meira síðar-KV:Korntop


Hvað er til ráða?

Get ekki orða bundist yfir þessu en vinkona mín sem er fjölfötluð á ekki 7 dagana sæla á sambýlinu sem hún er á og virðist margt vera að.

Á þessu sambýli búa 3 fjölfatlaðir einstaklingar og 2 einstaklingar sem geta bjargað sér sjálfir er bara 1 starfsmaður og hefur það komið fyrir að þessi vinkona mína fái ekki að borða og er látin afskiptalaus tímunum saman.

Á laugardagskvöldið eftir landsþingsballið tók hún sérstakan leigubíl á sambýlið og við eltum á einkabíl því við höfðum heyrt að hún hefði þurft að bíða í nokkurn tíma eftir að starfsmaðurinn á vakt sinnti henni og hringdum á undan til að tilkynna að hún væri að koma og viti menn starfsmaðurinn beið nánast eftir henni og skilst mér að það gerist ekki oft.

Það sem ég vil gera að umtalsefni er hvað þurfi að gerast í búsetumálum fatlaðra,það gengur auðvitað ekki upp að þar sem eru 5 íbúar sé aðeins 1 starfsmaður sem sér um að allir hafi það sem best,væri ekki nær að ráða 2 starfsmenn í viðbót til að gera allt umhverfi íbúana betra og starfið skilvirkara?

Hvað finnst bloggvinkonum mínum sem eiga fötluð börn um þetta mál?Að mínu mati þarf að breyta ÖLLU skipulagi í búsetumálum fatlaðra og ekki síst fjölfatlaðra sem þurfa MIKLA þjónustu og hjálp.

Ég geri mér grein fyrir því að allt kostar þetta peninga en úr því að Svæðisskrifstofa Reykjavíkur leigði húsið af Þroskahjálp þá hefði maður haldið að nægt starfsfólk með þar til gerða mentun væri ráðið til starfa á svona sambýlum,ég fer fram á það að fleiri starfsmenn verði ráðnir á umrætt sambýli svo að öryggis íbúa sé gætt.

Ég gæti haldið áfram en þegar þið lesið þennann pistil þá kanski kemur eitthvað fram í commentum sem ég veit ekki en ég vildi vekja athygli á þessu vegna þess að hér er á ferðinni einn ein brotalöminn sem fatlaðir þurfa að eiga við og þurfa að berjast fyrir að fá bætt.

En nóg í bili-Meira síðaKV:Korntop

 

 


Helgin.

Helgin var fín eins og við var að búast en þó voru nokkrir dökkir blettir á henni eins og oft vill verða.

Byrjum á fimmtudagskvöldinu en þá var Landsþing Þroskahjálpar sett á Grandhótel og var mjög fínt Graduelakór Langholtskirkju söng og haldnar voru ræður þar sem m.a. Jóhanna Sigurðardóttir (Félagsmálaráðherra)talai auk Gerðar Árnadóttur(Formanns Þroskahjálpar),einnig voru veitt heiðursmerki samtakanna og þar fékk Ína Valsdóttir(Formaður Átaks,félags fólks með þroskahömlun)heiðursmerki fyrir vel unninn störf og átti hún það svo sannarlega skilið.

Á föstudeginum hitti ég Ottó vin minn á BK sem var áð láta mig fá pakka sem keypti handa mér í Manchester og sagði að ég yrði að halda með Manchester United,ég hélt nú ekki,sagðist halda með Notthingham Forest eins og ég hef gert í 30 ár,þaðan var haldið á aukaæfingu í Hraðakstur bannaður fyrir spilamenskuna kvöldið eftir og þaðan var haldið í íþróttahúsið Austurberg þar sem ÍR og Selfoss léku en ég var skrifari á leiknum (en pistil um hann má sjá hér neðar á síðunni)

Á laugardeginum slappaði ég af við að horfa á landsleiki í sjónvarpinu og sérstaklega var ég spenntur fyrir leik Íslands og Lettlands og þvílíkur hörmungarleikur sem strákarnir buðu uppá,sérstaklega var fyrri hálfleikurinn alger hörmung en skánaði aðeins í fyrri hálfleik,það bjartasta við leikinn var að Eiður Smári Guðjohnsen bætti markamet Ríkharðs Jónsonar um 2 mörk(Úr 17 í 19)en annars var þessi leikur skelfilegur,síðan sóttu konan mín og Ína mig og var haldið í hátíðarkvölverð landsþingsins og skemmtum okkur vel,m.a fór ég upp á svið og tók mitt búmer á Þroskahjálparþingum og uppákomum en það er Delilah og spilaði Halldór Gunnarson undir á píanó,Veislustjóri var Guðbjartur Hannesson(þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi)og ræðumaður kvöldsins var Jón Bjarnason(Þingmaður Vinstrigrænna í sama kjördæmi)og fóru hamförum báðir tveir.

Svo hófst spilamenskan og byrjuðu Plútóstelpurnar en ekki þurfti ég að syngja með þeim því prógramm beggja varð að stytta um 15 mín hjá báðum böndum því dagskráin á hátíðarkvöldverðinum fór hálftíma fram úr áætlun.

Þegar röðin kom að okkur í Hraðakstrinum gekk allt á afturfótunum, magnarinn hjá Rósu kennara(Gestafiðluleikari)slokknaði,fótstigið fór af trommusettinu og til að bæta gráu ofan á svart þá slokknaði ljósið sem undirleikarar hafa en allt reddaðist þetta nú og við komum öllum 5 nýju lögunum að sem var það sem ég lagði áherslu á en svona bilanir gerast og ekkert við því að gera,við stóðum okkur þó með sóma eins og Plútó.

Í gærkvöldi horfði ég á mitt uppáhalssport,Amerískan ruðing(NFL) og í dag er ég aftur kominn með þessa pest sem ég var með í seinustu viku en ég var búinn að ákveða að spila veikur ef svo færi því við spilum ekki það oft og nú er bara að fá sig endanlega góðan því ég má eiginlega ekki vera að því að vera veikur.

Svona var helgin hjá mér elskurnar,góð en ekki áfallalaus.
                                        KV:Korntop.


Óbreytt.

Vegna mikilla áskoranna bloggvina og annara lesenda hef ég ákveðið að loka ekki commentakerfinu eins og boðað var í færslu s.l fimmtudag.


Ég mun hinsvegar skrifa þannig greinar fljótlega að annaðhvort hefur fólk skoðun á þeim eða ekki og verður m.a skrifað um araba,kvenfólk og veikleika þeirra á góðlátlegan hátt og ýmislegt fleira væri hægt að tína til.

Einnig verða með tíð og tíma viðtöl við hina og þessa og verður það kynnt síðar,einnig er ekki vitað hvort ég skrifa um leiki ÍR í handboltanum hér eða á heimasíðu handknattleiksdeildar ÍR en það kemur líka í ljós fljótlega,einnig verður bráðum skoðanakönnun um besta íslenska dægurlagið sem yrði eingöngu byggð á því hvað mér finnst best og mun ekki ráða "sérfræðinga"til því þessi könnun verður eingöngu vinsældarlisti minn og yrði valið úr 15 lögum þannig að ljóst er að ég á erfitt verk fyrir höndum á endanlegu vali.
En semsagt commentakerfinu ekki lokað í bili en engin veit hvað kann að gerast síðar

                                       KV:Korntop


Baráttusigur.

Í kvöld fór fram í Austurbergi leikur á milli ÍR og Selfoss og ekki er ofsögum sagt að um furðulegan og farsakenndan leik var að ræða enda margt skrýtið sem gerðist í leiknum.

Í fyrri hálfleik voru Selfyssingar betri aðilinn og leiddu í leikhléi með einu marki 10-11,markvarsla jacek Koval í fyrri hálfleik var í lagi,7 skot(2 víti) en ÍRliðið virtist ekki finna sig í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik færðist heldur betur líf í leikinn og komu ÍR-ingar til baka í byrjun og jöfnuðu 13-13,en þá skiptu Selfyssingar um gír og breyttu stöðunni í 15-20 og um 15 mín eftir og öll sund virtust lokuð,sóknarleikurinn gekk illa á þessum kafla og voru strákarnir að misnota dauðafæri einn á móti einum.

En þá kom Daníel Thorsteinson í markið í staðinn fyrir Koval og byrjaði á að verja 2 skot á þýðingarmiklum augnablikum og strákarnir unnu boltann í kjölfarið,varnarleikurinn varð betri og sóknin gekk betur og á skömmum tíma breyttist staðan úr 15-20 í 21-21 og allt gat gerst og stutt eftir en þegar um 5 mín voru til leiksloka gerðist uppákoma sem á ekkiáð sjást en ÍR skoraði mark sem allir nema dómarar og tímaverðir sáu og eftir mikla reikisstefnu var markið ekki skráð og Selfoss fór í sókn og skoruðu en viljinn verður mönnum oft að vopni og þegar stutt var eftir komst ÍR yfir 24-23 og sigraði svo leikinn 25-24 en 26-24 samkvæmt mínu blaði og annara en 2 góð stig í hús.

Frammistaða okkar ÍR-inga var ekkert til að hrópa húrra fyrir en markverðirnir voru samtals með 14 bolta varða(Koval 8/2víti varin og Daníel Thorsteinson 6)og skipti innkoma hans sköpum,einnig var Davíð Georgson drjúgur með 13 mörk.

Um Selfyssinga er það að segja að þeir léku vel í 40 mínútur en þeim var hent útaf ótt og títt enda í meira lagi grófir og fengu 3 þeirra rautt og hefðu átt að fá þau fleiri að mínu mati.

ÍR lék einfaldlega illa í þessum leik en að uppskera sigur og leika illa er styrkleikamerki en ÍR fékk 2 stig og ekki grátum við það.
Dómarar leiksins voru vægast sagt slakir og réðu lítið sem ekkert við verkefnið,voru í smáatriðunum allann leikinn en þessum leik vilja þeir áreiðanlega gleyma sem fyrst.

Mörk ÍR:Davíð Georgson 13/8 víti,Sigurjón Björnson 4,Brynjar Steinarson 3,Ólafur Sigurjónson 2,Kristmann Dagson 2,Ísleifur Sigurðson 2.

                                   KV:Magnús Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband