Hvað er til ráða?

Get ekki orða bundist yfir þessu en vinkona mín sem er fjölfötluð á ekki 7 dagana sæla á sambýlinu sem hún er á og virðist margt vera að.

Á þessu sambýli búa 3 fjölfatlaðir einstaklingar og 2 einstaklingar sem geta bjargað sér sjálfir er bara 1 starfsmaður og hefur það komið fyrir að þessi vinkona mína fái ekki að borða og er látin afskiptalaus tímunum saman.

Á laugardagskvöldið eftir landsþingsballið tók hún sérstakan leigubíl á sambýlið og við eltum á einkabíl því við höfðum heyrt að hún hefði þurft að bíða í nokkurn tíma eftir að starfsmaðurinn á vakt sinnti henni og hringdum á undan til að tilkynna að hún væri að koma og viti menn starfsmaðurinn beið nánast eftir henni og skilst mér að það gerist ekki oft.

Það sem ég vil gera að umtalsefni er hvað þurfi að gerast í búsetumálum fatlaðra,það gengur auðvitað ekki upp að þar sem eru 5 íbúar sé aðeins 1 starfsmaður sem sér um að allir hafi það sem best,væri ekki nær að ráða 2 starfsmenn í viðbót til að gera allt umhverfi íbúana betra og starfið skilvirkara?

Hvað finnst bloggvinkonum mínum sem eiga fötluð börn um þetta mál?Að mínu mati þarf að breyta ÖLLU skipulagi í búsetumálum fatlaðra og ekki síst fjölfatlaðra sem þurfa MIKLA þjónustu og hjálp.

Ég geri mér grein fyrir því að allt kostar þetta peninga en úr því að Svæðisskrifstofa Reykjavíkur leigði húsið af Þroskahjálp þá hefði maður haldið að nægt starfsfólk með þar til gerða mentun væri ráðið til starfa á svona sambýlum,ég fer fram á það að fleiri starfsmenn verði ráðnir á umrætt sambýli svo að öryggis íbúa sé gætt.

Ég gæti haldið áfram en þegar þið lesið þennann pistil þá kanski kemur eitthvað fram í commentum sem ég veit ekki en ég vildi vekja athygli á þessu vegna þess að hér er á ferðinni einn ein brotalöminn sem fatlaðir þurfa að eiga við og þurfa að berjast fyrir að fá bætt.

En nóg í bili-Meira síðaKV:Korntop

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Þetta hafði ég ekki hugmynd um, þetta er svakalegt að lesa !! Veistu Maggi, ég verð bara reið við að lesa þetta. Svona á ekki að koma fram við nokkurn mann !!!

Ragnheiður , 16.10.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Guðný GG

Takk fyrir þetta ,þessu þarf að koma á framfæri .Sammála Ragnheiði ég verð reið þegar ég les þetta og bjóst aldrei við því að 1 starfsmanni væri ætlað að sinna jafn mörgum .

Guðný GG, 16.10.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Heyr heyr.  Búsetumál fatlaðara eru fyrir neðan allar hellur.  Það er ekki nóg að byggja flott sambýli heldur þarf að manna þau líka.  Takk fyrir að vekja athygli á þessu.

Bergdís Rósantsdóttir, 16.10.2007 kl. 18:12

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það er örugglega hægt að laga mikið í þessum málum

Einar Bragi Bragason., 16.10.2007 kl. 18:22

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð grein og þörf hjá þér Maggi. Það er skömm að því hvernig búið er að fólki sem þarf á annarra aðstoð að halda til að eiga mannsæmandi líf. Ótal margar brotalamir eru í kerfinu og margir telja að það þurfi ekki að bera neina virðingu fyrir sjúklingu og öðrum sem þurfa að fá aðstoð.  Gerir mig alltaf jafn reiða að hugsa um þetta. Ég hef alltaf verið að vona að það yrði einhverskonar hugarfarsbreytin hjá ráðamönnum þegar meira færi að vera afgangs í ríkiskassanum en það virðist ekki vera og það er miður. kær kveðja til þin

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 20:51

6 Smámynd: Rannveig H

Sæll Magnús!

'Eg er alveg undrandi á þessu ástandi sem þú lýsir,ég þekki ekkert sambýli sem hefur bara einn starfsmann og þekki ég þau mörg.En búsetumál fatlaðra eru í ólestri,það hefur verið stefna stjórnvalda að koma öllum fötluðum í´sjálfstæða búsetu með eins litla þjónustu eins og hægt er að komast af með,hjá sumum sem geta bjargað sér gengur það ekki einu sinni vegna þess að viðkomandi einangrast með tilheyrandi vandamálum.En ég treysti á Jóhönnu Sigurðardóttir að hún eigi eftir að taka til í þessum málaflokki.

Rannveig H, 16.10.2007 kl. 21:10

7 identicon

Góð færsla . Það þarf að gera miklar breytingar á starfsmannahaldi og búsetu fatlaðra þó fyrr hefði verið.Gott hjá þér að vekja athygli á þessum málum sem virðast gleymast .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 21:22

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Rannveig.
Ég hlýt að treysta upplýsingum íbúa sem þarna býr og þar sem ég hafði heyrt það sama frá öðrum aðilum tengdum þessum íbúa þá hlýt ég að trúa viðkomandi.
Ég ætla rétt að vona að Jóhanna Sigurðardóttir geri eitthvað í málunum,hún sparaði ekki stóru orðin á setningu Landsþings Þroskhjálpar s.l fimmtudag.

Já Ragnheiður og guðný:
Maður verður virkilega reiður þegar maður heyrir svona lagað.

Magnús Paul Korntop, 16.10.2007 kl. 22:51

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir að benda mér á pistilinn Magnús. Ég vil nú segja þér hversu mikið ég dáist að þér fyrir það hvað þú ert virkur á öllum vígstöðvum í málefnum fatlaðra. það er virkilega aðdáunarvert.

Margt í málefnum fatlaðra er til skammar í þessu blessaða velferðarþjóðfélagi okkar. Það hræðir mig hversu mikið stefnir í stéttarskiptingu á Íslandi varðandi alla þjónustu í félagsmála- eða heilbrigðisgeiranum. Þá er ég að meina að það er farið að skipta verulegu máli hvort fólk á peninga eða ekki hversu mikla möguleika það á á þjónustu. Með öllu þessu tali um einkavædda leikskóla, einkavædd sjúkrahús o.sfrv. þá endar auðvitað með því að ríkir geta keypt sig fram fyrir biðlistana.  Varðandi sambýlin; í fyrsta lagi þá finnst mér nauðsynlegt að fólki sé úthlutað húsnæði með sínum jafningjum. Að fólk með getu til að sjá um sig sjálft deili húsnæði. Og að fólk með litla getu til sjálfstæðis sé saman og þjónustan samkvæmt því.

ég stóla á að Jóhanna sýni okkur á næstu árum að fatlaðir skipti máli og að þetta séu ekki málefni sem verðandi foreldrar þurfi að hafa áhyggjur af þegar taka á ákvörðun um hvort halda eigi fóstri eður ei (svo ég segi hlutina bara eins og þeir eru)

Jóna Á. Gísladóttir, 16.10.2007 kl. 23:50

10 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Mjög góð og þörf umræða hjá þér Magnús minn. Þar sem ég hef verið starfandi á sambýlum um nokkura ára skeið og er núna að læra þroskaþjálfann hef ég séð ansi marga og misgóða hluti. Alltof oft finnst mér líkt og Jóna bendir á að ekki sé hugsað nægilega útí hverjir búa saman. Kannski fólk á öllum aldri, með ólík áhugamál, mis mikla getu til daglegra athafna og svo framvegis. Það virðist sem svo að fatlaðir hafi ekkert um það að segja með hverjum þau búa, það er þetta pláss eða ekkert sem stundum virðist vera hugsunin. Svo er það með starfsmannamálin, ég get alveg sagt það með fullri samvisku að ég valdi mér þetta nám ekki vegna launanna heldur vegna þeirrar gleði sem starfið veitir mér. Miðað við grunnlaunin mín í dag væri ég betur sett á kassa í stórverslun. Haltu svo áfram að koma með svona ábendingar. Það á ekki að líðast að hafa bara einn starfsmann á svona stað. 

Katrín Vilhelmsdóttir, 17.10.2007 kl. 00:14

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sælar Jóna og Katrín:

Já búsetumálin eru í molum svo ekki sé nú mimmst á starfsmannahald á sambýlum,en það er eins og annað sem snýr að fötluðum þar þarf mikið að breytast til betri vegar og fyrir því mun ég berjast fyrir ásamt mínu fólki í Átaki og Þroskahjálp,baráttunni er ekki lokið,hún er bara að standa í mörg ár og hún heldur áfram.

Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 01:00

12 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Mjög þörf umræða og flott hjá þér að koma með þennan pistil það er aldrey of oft rætt um málefni faltlaða og búsetumál þá einna helst.

Takk fyrir mig  

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 17.10.2007 kl. 08:53

13 identicon

ég veit að það er ýmislegt sem þarf að lagfæra í húsnæðismálum fatlaðra, t.d. er öryrkjabandalagið hætt að úthluta íbúðum í hátúninu, ég átti að fá íbúð þar en fékk að vita 2 mánuðum áður en það átti að gerast bara sorrý engin íbúð ....

Emil Tölvutryllir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:15

14 Smámynd: Magnús Paul Korntop

þetta er dæmigerður hugsunarháttur í baráttumálum fatlaðra, og þegar Öryrkjabandalagið er hætt að úthluta íbúðum þá er eitthvað mikið að ekki rétt?

Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 11:26

15 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég skil ekki alveg frásögn þína, var einn starfmaður um dag með 5 einstaklinga?  Hverskonar heimili var þetta?  Kannski sjálfsstæð búseta? 

Ég er sammála þér að það sé margt ábátavant í málefnum fatlaðra, en ég skil ekki alveg hvernig þetta á að geta gerst.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 13:16

16 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Nanna:

Það er bláköld staðreynd að á umræddu sambýli er bara einn starfsmaður á 5 íbúa því miður og því þarf að breyta.

Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 13:59

17 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er þá bæði brot á starfsfólki og íbúum.  Það er ekki hægt að leggja slíka ábyrgð á einn starfsmann, það er ekki einfallt að hugsa um fjölfatlaða eða fatlaða einstaklinga, það er bæði erfitt fyrir líkama og sál.

Að bjóða íbúum upp á slíka þjónustu er nátturulega fyrir neðan allar hellur.  Ég næstum trúi þessu ekki enda hringdi ég upp á svæðisskrifstofu til að láta vita af þessu, þessu verður að breyta.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:06

18 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæll Magnús,takk fyrir að vekja athygli á þessu máli,það er skömm að hugsa til þess að ekki skuli vera til peningar, innan gæsalappa,til að koma til móts við þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda,eitt er víst að peningarnir fara eitthvað annað en þangað sem mesta þörfin er.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:38

19 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Nanna:

Það gengur auðvitað ekki upp að 1 starfsmaður sjái um 5 einstaklinga,það er bara of mikið álag á hann og endar með minni afköstum,gott að heyra að þú hringdir á Svæðisskrifstofuna og spurning hvernig brugðist verður við.
Ef bloggið mitt verður til þess að breytinga sé að vænta þá er mikill sigur unninn ekki satt?

Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 14:41

20 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Magnús,

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:50

21 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég vil.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:50

22 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Koma þér.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:50

23 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Í heitar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:51

24 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Umræður.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:51

25 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

því það,

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:51

26 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

þarf að

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:52

27 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

ræða þessi,

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:52

28 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

mál.

Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:53

29 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Væri ekki ráð að hvetja Svæðisskrifstofu til að svara þessu?  Ég bara trúi þessu ekki.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:54

30 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þú ert kominn í heitar umræður.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:55

31 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ps. Ég bað þá um að kíkja á bloggið hjá þér, það er spennandi að sjá hvort þau bregðist við. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:55

32 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég er bara rétt að byrja þessa umræðu um baráttu fatlaðra fyrir rétti sínum,búsetuumræðan er bara sú fyrsta svo að nóg er eftir í pokahorninu hjá mér.
En það verður gaman að sjá hvort og þá hvernig Svæðisskrifstofan bregst við ef einhverjir á þeirra vegum lesa þetta.

Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 15:40

33 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er verst að alls staðar eru veggir sem vandamál stopa á og taka yfirleitt mörg ár að breyta eða laga.  Og þá einmitt alvarlegustu málin.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:43

34 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Það er löngu kominn tími á breytingar og veggina munum við á endanum brjóta niður og við munum berjast þar til yfir lýkur.

Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 17:06

35 identicon

Það er ekki bara að það sé fátt strafsfólk heldur sumt af þessu fólki hefur hvorki vilja né getu til að vinna á svona stöðum ég hef kynnst þeim nokkrum og sumir þurfa hreinlega aðstoðarmann fyrir sjálfan sig bara til að meika daginn  

jón (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 18:08

36 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Jón mér finnst mikil óvirðing í ummælum þínum, ég hef unnið til fjölda ára aukalega á sambýlum og hef bara kynnst góðu starfsfólki.  Auðvita eins og í öllum stéttum er fólk misjafnt en við skulum nú ekki fara krossfesta þessa starfstétt, þegar raunverulegur vandinn er penningaleysi og virðingarleysi almennt fyrir fötluðum og einmitt störfum sem þessu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 18:14

37 Smámynd: Ragnheiður

Akkurat Nanna Katrín, svona sleggjudómar eru ekki til neins

Ragnheiður , 17.10.2007 kl. 18:19

38 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Það væri t.d ekki vitlaust að byrja á því að hækka laun þroskaþjálfa svo að þeir fáist nú til að vinna þessi störf.

Jón:
Ert þú á móti dötluðum einstaklingum?vel má vera að sumt af þessu starfsfólki hafi hvorki vilja né getu til að vinna ummönu arstörf á sambýlum fyrir fatlaða og þá sérstaklega fjölfatlaða en þá bara að segja viðkomandi starfsmanni upp og ráða annann í staðinn sem er tilbúinn að leggja þetta á sig en það er bara hægara sagt en gert.

Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 18:49

39 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Vil benda ykkur á nýja skoðanakönnun hér á síðunni þar sem spurt er hvað örorkubætur eigi að vera háar.Takið sátt og tjáið ykkur.

Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 18:52

40 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ elskan.  Til að setja hlekk held ég að þú getir skrifað í bloggið þitt    www.asdisomar.blog.is   þá litast það sjálfkrafa blátt og er þá orðið hlekkur. prófaðu  Knús til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 19:14

41 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Varðandi skoðunarkönnunina, þú getur ekki farið fram á að örorkubætur séu hærri en þeir láglaunuðustu (og samt ekki í einföldum störfum) fá, það væri bara óréttlátt og hvetjandi fyrir fólk að hætta vinna og fara á örorku.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:26

42 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Nanna:

Takk fyrir þessa ábendingu og hef breytt orðalaginu,auðvitað eiga örorkubætur að vera jafnhá lægstu launum en við erum sammálaum það vonandi að fólk á lægstu launum og örorkubótum eigi að geta lifað í þessu landi og að endar eigi að ná saman.

Magnús Paul Korntop, 17.10.2007 kl. 21:27

43 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Auðvita, grunnlaun ættu aldrei að fara fyrir neðan 200.000, það er ekki hægt að lifa á minni launum en þá, tala nú ekki um fyrir sjálfstæða foreldra.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 21:33

44 identicon

ja maggi minn þetta er bara svona þessi mál og þetta er komið út af því að það bara einfaldlega fæst ekki fólk að vinna á þessum stöðum

sæþór jensson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:34

45 Smámynd: Kolgrima

Frábær pistill um ekki svo frábæra aðstöðu fatlaðra. Mér er hreinlega brugðið og eins og ég sagði annars staðar, fyrir ekki svo löngu, ég vona innilega að umræða um þessi mál verði til þess að eitthvað breytist.

Ég vil miklu heldur að aðstaða og kjör fatlaðra verði bætt en að skattar verði lækkaðir. Og svo að það sé alveg á hreinu, þá borga ég skatta! 

Kolgrima, 18.10.2007 kl. 01:13

46 identicon

Ég er eki að segja allir séu óhæfir alls ekki en margir ég bý með stelpu sem þarf á þjónustu að halda þjónustu sem hún á rétt á það hefur komið fyrir að henni hafi verið neitað af starfsfólki,beðið í 1 og h´lfan tíma til að komast á klósett,sífelldar spurningar hvenar hún fer að sofa,geta ekki eldað kjúkling hann er ógeðslegur viðkomu,. þarf ég að halda mikið áfram. Og svo þegar þetta er nefnt við yfirmannin þá má ekki segja neinum upp vegna mannekklu

jon (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 09:01

47 Smámynd: Halla Rut

Ég á fatlað barn. Ég fæ bara ýlt í magann að lesa þetta. Ég fer bara að gráta. Ég kvíði svo framtíðinni fyrir son minn. Ég er með kvíða yfir því er eitthvað kemur fyrir mig. Ég kviði því ég veit að hann fengi ekki viðunnandi aðstoð frá samfélaginu.

Halla Rut , 18.10.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband