DJ Korntop.

Á laugardagskvöldið var haldið ball á vegum Átaks í Sjónarhólshúsinu Háaleitisbraut 13(4 hæð) og var þetta fyrsta ballið sem Átak heldur og er ekki ofsögum sagt að hnútur hafi verið í maganum því ég sem var bæði forsprakki og er formaður skemmtinefndar hafði sagt að ef 25 manns mættu væri það fínt í byrjun en mætingin fór fram úr björtustu vonumþví um 50 manns mættu og skemmtu sér vel enda erum við sem stóðum að þessu alveg í skýjunum og alveg klárt mál að þetta verður reglulegt hér eftir,kanski ekki alltaf ball eingöngu því við í skemmtinefndinni höfum nóg af hugmyndum upp í erminni og munum skjóta þeim út þegar það á við,næst er það ball og bingó en aftur að ballinu.

Þarna mætti ég með útvarpið mitt og 4 brennda diska en skrifaði nöfnin á lögunum á blað svo auðveldara væri að sjá hvað ég var að spila,það átti að vera 80´s þema en ég var líka með nýjustu lögin eins og International með Páli Óskari og fengu þau að fljóta með öllum til ánægju enda var haft á orði að ég væri best geymdur í diskóbúrinu og er það líklega rétt hjá þeim sem það sögðu.

Skemmtinefnd var sett á laggirnar til að efla fjárhag félagsins því hann er vægast sagt bágborinn svo mér datt í hug á sínum tíma að stofna skemmtinefnd og fá með mér gott fólk til að vinna með og allur ágóðinn rennur til félagsins eðlilega og t.d varð hagnaður af ballinu um 30 þúsund svo að betra start var ekki hægt að fá.
Einnig var þarna sjoppa með gos og sælgæti,kaffi og kökur á hlægilegu verði og aðgangseyrir á ballið var ekki nema 500 krónur.

Hvað við gerum næst kemur í ljós en það er gaman að geta skemmt þeim sem minna mega sín því það er margsannað að fatlaðir eru ánægðir ef það er gert eitthvað fyrir þá og ég get ekki beðið eftir næsta balli.

En ekki meira í bilMeira síðar-KV:Korntop Fjöryrki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gaman að heyra ! Til lukku með þetta...fínt mál.

Ragnheiður , 22.10.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært Magnús!, þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegt

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.10.2007 kl. 14:37

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Ragga Mín.

Já,Ragnhildur,þetta var meiriháttar skemmtilegt og bara gaman.

Magnús Paul Korntop, 22.10.2007 kl. 15:23

4 identicon

Gott og heilnæmt framtak.Keep on going! ÁTAK.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 00:18

5 identicon

flott þetta.30 Þúsund er gott  start þykir mér. Þú stendur þig vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 205180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

237 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband