Færsluflokkur: Bloggar

Síðan kanski í hvíld?

Hugsanlega fer þessi síða í hvíld,ég er ekki að nenna að blogga þessa dagana en er þess í stað með skoðanakannanir og þær halda áfram en ég er ekki alveg að nenna að halda henni úti að öðru leyti og stundum held ég að best sé að loka þessari síðu en ætla ekki að gera það að sinni en eins og staðan er í dag held ég að ég sjái bara til,kanski kemur bloggástríðan aftur en annars bless í bili.

              KV:Korntop


Úrslit könnunnar.

Þá er þessari könnun um besta trúbadorsöngvara síðustu 20 ár eða svo lokið og bar Bubbi Morthens sigur úr býtum með 15 atkvæði(34%) en næstur kom Halli reynis með 6,og fast á hæla hans komu Hörður Torfason og Undirritaður með 5 atkvæði hvor.

En þá er það næsta könnun og nú eru það bestu grínararnir og fer ég nokkuð langtáftur en eins og venjulega þá komast bara 15 nöfn fyrir og ef þið greiðið öðrum en þeim sem, ég nefni er bent á commentakerfið.


Fríið búið.

Í dag er fríið búið og venjuleg störf taka við,í dag byrjar þetta kl 16´20 með einkatíma hjá Ara og svo kl 5 er fyrsta æfing hjá Hraðakstur bannaður og ekki er ég að ýkja þegar ég segi ég er ansi ryðgaður en það kemur fljótt,æfingin er til 7 og þá er það stjórnarfundur hjá handknattleiksdeild ÍR en tímabilið fer að byrja og stefnan sett beint á Úrvalsdeild aftur en veturinn verður langur og margir leikir spilaðir áður en nokkuð kemur í ljós í þeim efnum.

Ég vil nota tækifærið og senda Ragnheiði bloggvinkonu andlegan styrk en í dag fer fram jarðarför Hilmars sonar hennar,Guð styrki þig og verndi í baráttunni elsku Ragnheiður.

Skoðanakönnunin gengur vel og hef ég fengið 2 atkvæði sem er bara gott mál en endilega takið þátt í þessu og tjáið ykkur en það gleymast einhverjir en það komast bara 15 nöfn fyrir í þó að möguleikarnir sýni fleiri þá koma bara 15 nöfn í hverri könnun.

Á morgunn klárast vonandi að koma dótinu fyrir hérna svo hægt sé að koma einhverri mynd á þessa íbúð.

Næstu daga mun ég koma með sprengjur sem munu lýsa mínum skoðunum á hinu og þessu(Strætókerfið t.d)og fleira í þeim dúr.

En læt þessu lokið að sinni-meira síðar.
                                       KV:Korntop


Brösótt gengi.

Sæl öll,seinustu dagar hafa verið erfiðir og mikið gengið á og mikið hlakka ég til þegar þessu lýkur og ég get farið að hugsa um annað en að koma mér fyrir en eins og ég sagði hefur mikið gengið á.

Í gærkvöldi vorum við Aileen og Sæunn að reyna að koma hlutunum fyrir og gekk það vel í byrjun en eftir að hafa borðað smá pizzu þá héldum við áfram og þá hófust ósköpin,Aileen greyið tók skúffu í mesta sakleysi af glerborðinu en ekki vildi betur til en svo að það gaf sig og brotnaði og fengum við smásjokk en það lagaðist fljótt en ég pirraðist samt smávegis en ekki dugir að öskra og æpa eins og asni, eins og ég sagði við Aileen sem vildi kenna sér um þetta að ekki þýðir að gráta orðinn hlut,þetta gerðist og borðið kemur ekki til baka heldur verður að kaupa nýtt borð og taka hlutunum með jafnaðargeði en nú á að klára að koma íbúiðinni í stand á miðvikudaginn og svo er stefnt á partý eftir 2 vikur fyrir þá sem hjálpuðu til við fluttning.
Nei Nonni,þessi íbúpð er á Írabakka 6 en samt gott að vera kominn heim í þess orðs fyllstu merkingu,hér ólst maður nú upp ekki satt?

Annars fara nú að taka við eðlilegir dagar hjá manni aftur,skólinn,hljómsveitin mín,kynning á ÍR leikjum í handboltanum í vetur,ég ætla að byrja að æfa aftur og svo er það baráttan við aukakílóin sem verður mikil og erfið en ef þessi bárátta tapast þá er ekkert eftir nema magaaðgerð en við skulum vona í lengstu lög að til slíks þurfi ekki að koma.

Nú er komin ný könnun og nú er það hver er besti trúbadorsöngvarinn seinustu 20-30 ár eða svo og vil ég taka það fram að eingöngu komast 15 nöfn fyrir og ef það vantar einhvern þarna þá er bara að greiða viðkomandi atkvæði í commentakerfinu, þið takið kanski eftir að ég setti nafnið mitt í könnunina en það geri ég vegna þess að það eru margir þarna úti sem hafa heyrt mig syngja þjóðlagatónlist og vita því hvað ég kann og get en það veit ég að ég er ekki bestur þarna en ég er fatlaður einstaklingur og er kanski að stofna til léttrar keppni en svona kannanir eru eingöngu til gamans gerðar og því henti ég mér þarna inn meira í gríni en alvöru.

En læt þetta duga í bili,heyrumst fljótlega aftur-meira síðar.
                                  KV:Korntop

 


Fyrstu dagar í nýrri íbúð.

Jæja,þá er maður búinn að vera hér í nokkra daga og reyna að koma íbúðinni í stand en þónokkur vinna er eftir í því efni og tekur bara sinn tíma.

Þegar ég fór að skoða þessa íbúð fannst enginn símtengill og svo eftir fluttningana þegar við vinirnir fórum að leita fannst heldur enginn tengill svo að hringt var í Félagsviðgerðir og í sameiningu fannst tengillinn,reyndist hann þá vera lítill grár kassi en nýtt system en hvernig í fjáranum átti ég að vita það?

En semsagt síminn og talvan eru vel tengd svo nú get ég farið að segja mínar skoðanir aftur en mun gæta sanngirni og hafa heimildir fyrir því sem ég fárast út í hverju sinni,ég vonast til að ég geti átt skynsöm skoðanaskipti við fólk sem er mér ekki sammála í kommentakerfinu.

Ég komst ekki að í tónlistarskóla í vetur og er eiginlega feginn því því ég verð ekki á landinu í desember(verð hjá pabba í bandaríkjunum um jólin og kem aftur milli jóla og nýárs)svo að ég verð bara áfram í Fjölmennt og syng með bandinu mínu.

Ég ætla að setja inn nýja könnun og nú eru það íslenskar hljómsveitir sem eru fyrir valinu og sem fyrr þá vonast ég eftir þátttöku ykkar en því fleiri sem kjósa því marktækari verður könnunin, en samkvæmt seinustu könnun greiddu 74 atkæði og þar sigraði Ellý Vilhjálms með 39,2 % en nóg í bili,meira síðar.

                                   KV:Korntop


Sæl öll.

Komið þið sæl öll bæði bloggvinir og aðrir lesendur,þá er komið að því að segja hvað á daga mína hefur drifið síðasta hálfa mánuðinn og rúmlega það.

Þann 8 ágúst hittumst við nokkrir vinir m ínir í Yrsufelli 5 og pökkuðum hlutum í kassa og bárum í bíla ásamt ógrynni af pokum en þetta var gert til að þungafluttningarnir gætu farið fram á sunnudeginum sem gekk eftir og gengu vel og var nánast allt dótið komið hér á Írabakkann á sunnudeginum en þó voru nokkrir hlutir eftir í svefnherberginu og notaði ég mánudag og þriðjudag(afmælisdaginn minn)eða part af þeim til að koma því í poka en fimmtudaginn 16 ágúst komu vinir mínir aftur á 2 bílum og kláruðum við að flytja og það sem var enn betra,þrifum íbúðina og á þriðjudeginum var lyklunum skilað í Félagsbústaði.

Síðan höfum við hist hér og reynt að koma hlutum fyrir og gengur það bara fínt,það tekur ca hálfan mánuð að koma öllu fyrir eins og ég vil hafa það en þeir sem hafa hjálpað mér að flytja hafa sumir hverjir verið búnir á því sérstaklega líkamlega enda margir vina minna í þéttari kantinum þó ég sé þéttastur en grínlaust,án allra vina minna hefði þetta aldrei gengið upp og færi ég þeim mínar bestu þakkir fyrir.

Ég fór á afmælistónleika Kaupþings á laugardalsvelli og voru þeir hreint út sagt frábærir nema hvað mér þóttu Stuðmenn helst til daprir í þetta skiptið en þeir voru með tilraunastarfsemi sem gekk einfaldlega ekki upp en þeir gera mistök eins og aðrir en er fyrirgefið enda frábær hljómsveit á ferðinni.

Sá flugeldasýninguna á menningarnótt og þvílík hörmung ekki orð um það meir.

En nóg komið í bili,meira síðar.

                            KV:Korntop


Loksins tengdur.

Sælir kæru bloggvinir og aðrir lesendur,bara láta vita að ég er kominn í samband eftir fluttningana á Írabakkann og blogga á morgunn eitthvað en ég vil þó nota tækifærið og þakka ykkur fyrir þátttökuna í skoðanakönnuninni.

Einnig vil ég votta Röggu bloggvinkonu mínar dýpstu samúðarkveðjur vegna láts sonar hennar,GUÐ veri með þér Ragga mín.

                                     KV:Korntop


Ný könnun.

Þá er komið að nýrri könnun og nú eru það besta söngkonan sem er valið um og sem fyrr þá vonast ég eftir góðri þátttöku ykkar bloggvinir og lesendur góðir,tekið skal fram að nöfn geta gleymst en þá greiðið þið viðkomandi atkvæði í commentakerfinu.
Þessi könnun verður eitthvað framyfir helgi en vegna fluttninga verð ég örugglega ekki nettengdur aftur fyrr en seint í næstu viku.

                                     KV:Korntop


Skoðanakönnun.

Var að setja inn skoðanakönnun um það hver sé besti karlsöngvari íslands fyrr og síðar,mjög áhugaverð könnun en margir hafa skorað á mig að koma með þessa könnun og við því hef ég nú orðið svo endilega kæru bloggvinir og aðrir sem þetta blogg lesa,endilega takið þátt og segið ykkar skoðun,því fleiri sem taka þátt því marktækari er könnunin.
                                     KV:Korntop


Stuðmenn.

Þar sem ég gaf frí yfir helgina frá undirbúningi fluttninganna á Írabakkann þá ætla ég að skella mér á tónleika með Stuðmönnum,Shady Owens ofl í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í kvöld og hefjast þeir kl 20´30.

Ætla ekki allir þangað?
                                  KV:Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

104 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband