Færsluflokkur: Bloggar

Örlagadagur í Landsbankadeildinni.

Þá er komið að 17 og næstsíðustu umferð í Landsbankadeildinni í knattspyrnu og ljóst að spennann er gífurleg bæði á toppi sem og botni og ljóst að hart verður barist í leikjunum 4 sem skipta máli en það er aðeins leikur Fylkis og Keflavíkur sem skiptir ekki máli bæði lið eru um miðja deild og fara hvorki ofar né neðar svo nokkru nemi,
ég ætla hér á eftir að spá í spilin fyrir leiki dagsins og skal tekið fram á þær spár sem koma eru byggðar á óskhyggju frekar en skynsemi enda vil ég háspennu-lífshættu fram í seinustu umferð en þá byrjum við.

FH-VALUR.
þetta er úrslitaleikur um titilinn og klárt að ef FH vinnur að þá er titillinn þeirra 4 árið í röð en ef það verður jafntefli eða Valur vinnur að þá er allt upp í loft hjá þessum liðum í lokaumferðinni,óþarfi er að fara yfir kosti og galla liðanna enda höfum oft séð þessi lið í sumar og skemmst að minnast að Valur vann fyrri leikinn 4-1 en FH hefndi sín í bikarkeppninni,ég held að heimavöllurinn ráði úrslitum á endanum og FH vinni 2-1 í geggjuðum leik og tryggi sér titilinn.

ÍA-Víkingur.

Þarna mætast 2 lið á sitthvorum enda deildarinnar og ljóst að hart verður tekist á í þessum leik og ekkert má út af bregða,sérstaklega verða víkingar að halda í það stig sem þeir hafa í byrjun leiks enda skagaliðið feiknasterkt og hafa þeir vaxið í allt sumar og eftir að þeir fengu króatana til liðs við sig hafa þeir verið hverju liði erfiðir,eftir góða byrjun Víkinga í sumar hefur hallað undan fæti og ljóst að tap í dag setur liðið í afar erfiða stöðu fyrir lokaumferðina,margir góðir leikmenn eru í Víkingsliðinu og þeirra bestur að mínu mati er Sinisa Valdimar Kekic(38)sem spilar eins og tvítugur,um þennann leik er erfitt að spá í en ég hallast að jafntefli 1-1.

FRAM-kR.

Þarna mætast lið sem oft hafa eldað grátt silfur saman og ekki batnar það þegar bæði lið geta fallið og eru með jafnmörg stig fyrir leikinn en í þessum leik er allt undir,framarar eru með betra lið að mínu mati vel spilandi en það sem háir þeim er skelfileg nýting á marktækifærum og ljóst að staða liðsins væri önjnur ef svo hefði verið og nú er komið að Jónasi Grana og félögum að nýta þau færi sem koma í dag og ér Ólafur Þórðarson þjálfari að gera fína hluti með þetta lið.

Um KR-inga gæti ég sagt heilann helling en ætla að láta það ógert en segja bara frá því hvað er að í vesturbænum,það sem aðallega er að hjá KR er að margir leikmanna eru einfaldlega of gamlir og svifaseinir og nægir þar að nefna Gunnlaug Jónson,Pétur Marteinson var fenginn til að aðstoða Gunnlaug en það hefur hrappalega mistekist svo ekki sé nú talað Rúnar Kristinson sem kom á miðju sumri og átti að "bjarga" KR en það hefur ekki gengið upp og það var ekki fyrr en að yngri menn fengu að spila sem hlutirnir fóru að ganga  en það sem er aðallega að hjá KR er þetta andleysi sem háir liðið enda pressan um titlana gífurleg í vesturbænum,mín spá:1-1

HK-Breiðablik.

Hk hefur gengið betur en flestir þorðu að vona í sumar með Gunnleif Gunnleifson markvörð sem besta mann,mikil barátta hefur einkennt liðið sérstaklega á heimavelli enda hafa nánast öll stigin unnist þar einnig hefur Jón Þorgrímur Stefánson gengið í endurnýjun lífdaga og skorað 6 mörk að mig minnir,Breiðablik er með best spilandi liðið ásamt FH þar sem Arnar Grétarson ræður ríkjum á miðjunni en hann er í leikbanni í dag einnig er Prince Rickomar heitur og getur ráðið úrslitum,Blikarnir hafa unnið báða leiki félaganna í sumar og ég spái að það haldist óbreytt,mín spá:1-3

Fylkir-Keflavík.

Ekki orð um þennann leik enda skiptir hann ekki máli og menn leika aðeins fyrir stoltið,gæti orðið skemmtilegasti leikur umferðarinnar, mín spá:2-2
                                    KV:Korntop


Handónýtt strætókerfi.

Fátt er eins mikið í taugarnar á mér og strætókerfið og ég held ég megi fullyrða að önnur eins vitleysa sé vandfundin,og ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki einn um þessa skoðun.

Þetta byrjaði allt fyrir að mig minnir 3 árum,þá hafði þáverandi meirihluti vinstri manna í Reykjavík ákveðið að breyta strætókerfinu í þeim tilgangi að gera kerfið einfaldara og auka um leið farþegum í strætó og fengu til þess danskann verfræðing/arkitekt til að hanna strætókerfið að danskri fyrirmynd en mitt mat og annara er að það hafi gersamlega mistekist þar til fyrir skemstu að mælingar sýndu aukinn fjölda farþega,en kerfinu var breytt þarna fyrir 3 árum og enginn skildi kerfið og ekki einu sinni bílstjórarnir vissu fátt enda þeir yfirleytt spurðir álits og ættu þeir nú að þekkja leiðirnar best.

Síðan hefur leiðunum og tímatöflu strætó verið breytt 2svar og enn er kerfið í klessu og ég held að best væri að breyta kerfinu í það eins og það var áður en þessar heimsku breytingar áttu sér stað.

Nú er svo komið að námsmenn fá frítt í strætó,en hvað um þroskahamlaða námsmenn í framhaldsskólum?þeir fá ekki frítt,þetta þarf að laga,einnig eru nokkrar leiðir sem er ekki ekið um t.d í Breiðholtinu er ekki ekið um Arnarbakka nema að Fálkaborg á leið í Efra-Breiðholt og svo frá Leirubakka,þarna mætti t.d láta 1 bíl soppa vikð Verslunarmiðstöðina Arnarbakka,fleira mætti nefna til en ég læt ykkur lesendur góðir um að koma með frekari athugasendir og líka hvað ykkur finnst að mætti laga en ég held að strætó bs ætti að byrja sem fyrst á að laga þetta meingallaða kerfi áður en það er of seint.
                 KV:Korntop


Þarf að breyta íslandssögunni?

Undanfarin ár hafa fræðimenn komist að því með sólarganginum,það að á þessum tíma var árið ekki 365 dagar og lesturs á fornminjum frá Víkingaöld til þess tíma er Sturlungaöld(Þjóðveldisöld)endar að tímasetning á lykilatburðum sé röng og að í nokkrum tilfellum skeiki nokkrum árum,ég ætla hér á eftir að að taka það helsta en of langt mál væri að telja allt upp en byrjum á byrjuninni.

Ísland fundið 874?Við þessu hefur verið sett stórt spurningarmerki og vilja fræðimenn meina að landið hafi fundist nokkrum árum fyrr eða 867 eða þar um bil.

Alþingi stofnað á Þingvöllum 930?Þarna vilja menn meina að þessi atburður hafi gerst 928 á Þingvöllum er Úlfljótur setti fyrst lög á Íslandi.

Kristnitakan árið 1000 á Þingvöllum?Þarna eru að mér skilst skiptar skoðanir og vilja flestir meina að þessi merki atburður hafi átt sér stað árið 999 en ekki árið 1000.

Örlygsstaðarbardagi 1238?Einhvernveginn fá þessi fræðimenn það út að þessi bardagi hafi verið 1237 eða skömmu eftir að Gissur Jarl slapp úr fangavist Sturlu Sighvatsonar að Apavatni.

Eftir þessa upptalningu á atburðarrásinni virðist þurfa að breyta kenslubókum og kenslu í Íslandssögu almennt,ég hinsvegar ætla að halda mig við það sem ég lærði í skóla og hef lesið mér til gamans síðan þar til annað kemur í ljós,mér þykir ekki ástæða til að breyta sögunni ef ekki eru nægar rökstuddar sannanir fyrir að svo hafi verið.

PAX VOBIS-KV:Korntop


Ný könnun.

Nú er komin ný könnun og nú er spurt hverjir munu falla úr úrvalsdeild karla og eru eingöngu 4 lið sem hægt er að velja um,HK, Fram,Víkingur og KR,ég hvet stuðningsmenn þessara liða að flykkjast hingað og taka þátt í þessari könnun og munum það að því fleiri sem taka þátt því marktækari er könnunin.

Í seinustu könnun var spurt hver væri besti erlendi dægurlagasöngvari sögunnar og eftir harða keppni bar Elvis Presley nauman sigur úr býtum með 7 atkvæði en næstur kom John Lennon með 5 atkvæði.
                        KV:Korntop


Enn af sýknudómum.

Ætla aðeins að bæta við skoðanir mínar um sýknudóminn sem kveðinn var upp yfir misþroska manni fyrir um 2 vikum og eftir að hafa lesið dóminn þá skil ég vel af hverju ákærði var sýknaður en eins og ég sagði í fyrri pistli þá er ég mjög ánægður með að ákærði var sýknaður,fólk má hneykslast yfir því en mér er nokk sama því ef hann hefði verið fundinn sekur og unnið til þess að þá hefði ég fagnað því en nú hnigu öll rök í þá átt að hann var sýknaður og skal ég koma að því hér.

Þegar maður les dóminn þá er gegnum gangandi að í öllum skýrslum sem teknar voru af A(Fórnarlambi)koma í ljós miklar gloppur og ekki heil brú í því sem hún sagði,t.d kemur fram að hún man ekki hvenær hún á afmæli,þegar hún er spurð út í atburðarrásina þegar umræddur verknaður á að hafa átt sér stað þá er hún út og suður með allt saman og t.d kemur fram að hún hafi ekki sagt nei heldur hjálpað ákærða að afklæða sig,og þó ég kunni ekki bofs í lögfræði þá veit ég að svona gloppur eru sakborning ALLTAF til tekna en skýrslur yfir honum af atburðum kvöldsins var einfaldlega heildstæðari og þess vegna var hann sýknaður af öllum ákærum.

Einnig kemur fram í dómnum sú ranga staðhæfing að ákærði eigi erfitt með hreyfigetu,slíkt er alrangt,hann stundar frjálsar íþróttir,knattspyrnu og lyftingar/aflraunir svo eitthvað sé nefnt og ef það er merki um að eiga erfitt með hreyfigetu þá er eitthvað mikið að.

Þrátt fyrir þetta þá er nauðgun alvarlegur verknaður og ber að breyta  dómum vegna þeirra en ef engar sannanir eru fyrir hendi eins og virðist vera í þessu tilfelli þá er ákærði hver svo sem hann er einfaldlega sýknaður,svo einfalt er það bara.

Nú þekki ég fórnarlambið einnig og veit að þar fer góð stelpa en vanþroski hennar varð henni að falli að þessu sinni og ekki hægt að kenna henni um frekar en ákærða,ég hef einnig talað við vitni sem voru á umræddu balli og eftir að hafa heyrt þeirra hlið á málinu er ég ekki hissa á þessari sýknu.

Ég hef sagt ákærða og öðrum félögum mínum að þeir verði að passa sig og gera greinarmun á réttu og röngu en það sem þarf að gerast er aukin fræðsla og skilst mér að Styrktarfélag Vangefinna sé með slíkt á dagskrá og þá vona ég að þeir sem eru misþroska fjölmenni,ÁTAK(Félag fólks með þroskahömlun)mun örugglega benda sínum félagsmönnum á að mæta á slík námskeið.

Það sem mér hefur hinsvegar fundist er að fólk alltaf að bendla þroskahömluðu fólki við svona verknað en það eru fleiri hópar sem leika þennann ljóta leik að nauðga andlega fötluðum stelpum og þegar refsirammi fyrir slík brot er jafn fáránlegur og hann er þá er ekki von að neitt breytist.

Það sem þarf að fara að gerast er að breyta þarf dómskerfinu og færa það til nútímans og herða refsirammann sérstaklega við nauðgunum,að mínu mati er nauðgun andlegt morð og ætti að dæmast sem slíkt,t.d ætti hámarksrefsing fyrir nauðgun að vera á bilinu 5-10 ára fangelsi,ef hinsvegar þroskahamlaður einstaklingur yrði dæmdur sekur ætti hámarksrefsing að vera sú að viðkomandi yrði undir eftirliti geðlækna eða sálfræðinga í um 2-3 ár.

Ég veit um mæður sem eru hræddar um dætur sínar og er ég ekkert hissa á því en ég vona innilega að við þurfum ekki að heyra af mikið fleiri sýknudómum á næstunni,einnig vona ég að fólk haldi ekki að ég sé að verja ákærða,það hef ég ekki gert heldur eingöngu verið að segja frá því hvernig þessi dómur horfir við mér,nú er að skella sér í víkina og þaðan til Keflavíkur en ég vonast eftir góðum umræðum og án skítkasts,ég veit það munu einhverjir vera mér ósammála en þá vil ég geta átt skemmtilegt spjall við viðkomandi í commentakerfionu.
                             KV:Korntop


Sýknur í nauðgunarmálum.

Fátt hefur verið meira rætt á sumum bloggsíðum en sýknudómurinn yfir misþroska manni gagnvart andlega fatlaðri stelpu og nú er kominn tími á að tjá sig aðeins um það mál bæði vegna þess að ég þekki bæði tvö mjög vel í hinsvegar vegna þess að ég var einn af forsvarsmönnum ÁTAKS(Félag fólks með þroskahömlun)sem lætur sér svona mál varða.

Á bloggsíðu sem Jens Guð heldur úti er farið ítarlega yfir þetta mál og þar er m.a. fullyrt að umræddur maður hreyki sér af þessum verknaði og sérstaklega við vin sinn sem var sýknaður í fyrra af samskonar ákæru.

Nú vitum við að fyrri maðurinn er greindarskertur en ég tel hann þó mun þroskaðri en þann sem var sýknaður í seinustu viku auk þess sem þeir talast ekki við svo ég viti,þroskastig þess sem var sýknaður í seinustu viku er mjög lítið og málfar hans eftir því en annars er þetta dagfarsprúður drengur sem fór því miður aðeins of langt en að hann hreyki sér af þessum verknaði er af og frá.

ÁTAK lítur það alvarlegum augum ef kvenlíkami er misnotaður í hvaða mynd sem er en í þessu tilfelli skilst mér að konan hafi samþykkt samfarirnar en brotnað eftir á auk þess sem framburður hennar fyrir dómi þótti ekki trúverðugur og margar gloppur verið í honum og slíkt er ALLTAF sakborning í hag.

Einnig set ég stórt spurningarmerki við það hvort að kona sem vinnur með "vangefnum"hafi leyfi til að koma upplýsingum sem hún fær frá skjólstæðingum til 3ja aðila og sé því ekki að fremja trúnaðarbrot á viðkomandi skjólstæðing.

Hvað mig og mína afstöðu varðar þá er nauðgun alvarlegur verknaður og jafnast á við morð að mínu mati og ætti í raun að dæmast sem slíkt en dómar í þessum málaflokki eru oft grín enda eingöngu 10% sem kæra og  helmingi þeirra mála er svo vísað frá en þau mál sem er dæmt í fá gerendur annaðhvort skilorð eða litlar sektir í besta falli slegið á puttana.

Það að misþroska maður geri svona er jafn alvarlegt en mín skoðun er sú að hann er ósakhæfur sökun mikils vanþroska og þar að auki eru þau hvort tveggja vinir mínir og ég ætla ekki að verja það sem hann gerði en afstaða mín ræðst ekki af því heldur hvaða refsing er best í svona tilfelli ef maður á þessu þroskastigi er sekur um glæp eins og nauðgun,það er allavega ekki fangelsisvist,það er alveg klárt.

Ég tel að opin umræða út í þjóðfélaginu,á bloggsíðum og víðar sé af hinu góða og að skoðanaskipti séu til staðar án þess þó að vera með skítkast hvert út í annað,ég tel að Jens Guð hafi hrundið af stað þörfum umræðum um sýknudóma í nauðgunarmálum og eins og ég hef áður sagt hér á þessari síðu þá eru dóma í þessum málaflokki hlægilegir og ætti að stórauka refsingu í þeim til muna.

Í þessu máli er maður með greind á bilinu 55-65 stig sýknaður af ákæru um nauðgun og er ég ánægður með það en sá sem var sýknaður í fyrra er með greind á bilinu 70-80 stig og á því er mikill munur og veit því meira hvað hann var að gera en ég vona að fólk haldi ekki að ég sé að verja hann en ef hann hefði verið dæmdur sekur hefði þurft að finna aðra refsingu heldur en fangelsisvist,vonandi verða hér fjörugar umræður og eflaust einhver mér ósammála en þá vil ég að viðkomandi komi með málefnanleg rök en ekki dylgjur og skítkast.

                             

 


Frábær sigur.

     2-1

 

Fyrir stundu lauk leik Íslendinga og N,Íra á Laugardalsvelli og lauk með sigri Íslendinga 2-1 í mjög góðum leik miðað við aðstæður rigningu og blautann völl.

Fyrsta markið kom eftir aðeins 5 mínútna leik en þá komst Gunnar Heiðar Þorvaldson upp að endamörkum gaf út í teig og þar var Ármann Smári Björnson sem var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu fyrir og afgreiddi sendinguna frá Gunnari í netið,á 72 mínútu var dæmd vítaspyrna á íslenska liðið þegar Kári Árnason braut á David Healy og umræddur Healy skoraði örugglega úr vítinu,það var svo á 89 mínútu sem Ásgeir Gunnar Ásgeirson þá nýkominn inná fyrir Gunnar Heiðar vann nokkrar tæklingar á hægri kanti,boltinn barst til Grétars Rafns Steinsonar sem renndi knettinum fyrir markið og þar var fyrir Keith Gillespie og senfi boltann í eigið net en það hefði engu breytt því Eiður Smári Guðjóhnsen var fyrir aftan og hefði án efa skorað.

Þannig lauk leiknum og nú er liðið komið með 8 stig og er búið að tvöfalda stigatöluna í þessari törn og einn heimaleikur gegn Lettum eftir þann 13 okt en góður og kærkominn sigur hjá strákunum til hamingju strákar,til hamingju Eyjólfur Sverrisson.

Mörk Íslands:
Ármann Smári Björnson(5)                    David Healy víti(72)
Keith Guillespie sjálfsmark(89)
                                           KV:Korntop

 


Ný könnun.

Nú er komin ný könnun og nú eru það bestu erlendu popp og dægurlagasöngvararnir sem valið stendur um en eftir sem áður komast bara 15 nöfn fyrir á listanum þannig að ef ykkar maður er ekki á meðal þessara 15 þá veljið hann í commentakerfinu.
Það hefur sýnt sig í undanförnum könnunum að því fleiri sem kjósa og taka þátt því marktækari er könnunin svo endilega segið ykkar skoðun í þessari könnun.

Úrslit seinustu könnunar urðu þau að Þórhallur Sigurðson(Laddi) hlaut 15 atkv,Sigurður Sigurjónson og Þorsteinn Guðmundsson hlutu 5 hvor en aðrir minna.


Erfitt púsl.

Þá er tími á smá bloggskvettu en erfitt hefur verið að púsla öllu saman,skólinn byrjaður,fundir hjá stjórn handknattleiksdeildar ÍR,skemmtinefnd Átaks,List án landamæra,fótboltaæfingar þar sem þessi rúmlega 200 kg boli ætlar að reyna að létta sig eitthvað og hreyfa sig þannig að ég mun blogga þegar tími gefst til og líkaminn ekki með strerngi eftir æfingarnar en það þýðir ekkert að væla neitt heldur koma sér í form fyrir bandaríkjaferðina sem stendur frá 29 nóv-28 des.

En ég kem með blogg á morgunn og þá kanski pínu sprengja en það kemur allt í ljós elskurnar mínar.
                        KV:Korntop


Stopp.

Þessi síða er komin í ótímabundið frí,hugsanlega er þetta seinasta færslan en ég kem með reglegar skoðanakannanir og stöku blogg gæti komið inn,hafið það gott elskurnar en nú segi ég bara bless í bili og takk fyrir mig.

                                       KV:Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

104 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband