Færsluflokkur: Bloggar
6.12.2008 | 11:03
Dofi og mikið að gera.
Dagurinn í gær var frekar skrýtinn og ekki laust við að dofi hafi svifið yfir vötnum en andlát Rúnars Júlíussonar hafði mikil áhrif á fólk í gær og var ég engin undantekning í þeim efnum enda fallinn frá einhver mesti mannvinur og afkastamesti tónlistarmaður landsins sem þessi litla eyja hefur alið af sér.
Annars fór ég ásamt Aileen,Ottó,Lillý og Kára á geggjað jólahlaðborð á Fjörukránni og var maturinn í góðu lagi svona í heildina séð síðan söng Gylfi Ægisson nokkur lög við góðar undirtektir og er hann ennþá fantagóður söngvari og gaman að hlusta á hann en síðan var haldið heim um kortér í 11 því allir voru einfaldlega orðnir þreyttir eftir erfiða vinnuviku eða veikindi,góð kvöldstund eigi að síður.
Í dag er stefnan sett á Keflavík að undirbúa innfluttningspartý hjá Emil og fer ég með begga og Önnu og svo verður fleira fólk þarna sem ég hef ekki séð áður svo ég kynnist örugglega einhverjum nýjum andlitum og er það bara gott mál.
Á morgunn er það svo afmæli hjá Sigga Andra í Vesturbænum síðdegis þannig að á þessu sést að það er nóg hjá mér að gera og minkar ekkert fram að jólum.
Að endingu verð ég að láta fljóta með skondinn hlut en þó ekki,þannig var í nótt gat ég ekki sofið og tók smá bloggrúnt og rakst þá á síðu Heiðu B Heiðarsdóttur(Skessa) en við erum ekki miklir vinir,las hana gegnum bloggvin semsagt en hvað um það,hún hefur greinilega ekki verið hrifin af að linka við frétt en eftir að ástandið varð eins það er þá mun hún gera eins mikið af því og hægt er og minnir mig að umrædd frétt væri um Davíð og höfum við Heiða ekki verið sammála um neitt hingað til en í þessu máli er ég henni svo gersamlega sammála að það hálfa væri það nú nóg,hún hittir naglann svo sannarlega á höfuðið í þessari færslu,við erum ekki bloggvinir(því miður) en ég held að við séum ekkert ólík í skoðunum þegar kemur að kreppunni og öllu því og óska ég henni góðs gengis í því.
P.S.endilega takið þátt í ABBA könnuninni og kanski skrifa í gestabók ina.
En farið vel með ykkur,það geri ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.12.2008 | 12:11
Sorg.
Nú rétt í þessu var ég að frétta að einn ástsælasti tónlistarmaður íslands fyrr og síðar Rúnar Júlíusson hafi látist í nótt úr hjartaáfalli.
Rúnar varð íslandsmeistari í knattspyrnu árið 1964 og átti sæti í íslenska landsliðinu og var einn besti knattspyrnumaður landsins á þessum árum.
Hann var í Hljómum frá 1963-1970 er hann stofnaði Trúbrot en seinna var hann í Ðe lúnlí blú bojs og GCD auk þess sem hann rak eigin danshljómsveit.
Rúnar Júlíusson var einn afkastamesti tónlistarmaður landsins og liggur ógrynni laga eftir hann og stendur íslenski tónlistarheimurinn fátækari eftir.
Árið 1976 stofnaði Rúnar Júlíusson Plötuútgáfuna Geimstein og er hún elsta plötuútgáfa landsins með samfellda sögu.
Ég þekkti Rúnar mjög vel en árið 2003 vorumvið saman í Dublin og þar kynntist ég honum mjög vel og þar sungum við saman 2 lög,einnig spilaði hann með hljómsveit minni á gamla Gauk á Stöng og svo fyrir 3 mánuðum tæpum(20 sept s.l) spilaði hann á 15 ára afmæli +Ataks á Grand Hótel við góðar undirtektir.
Ég votta Eiginkonu hans Maríu Baldursdóttur og börnum hans Baldri og Júlíusi mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Mín hinstu orð til þín vinur eru á þessa leið:Hvíl þú í friði vinur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.12.2008 | 08:46
Gaman.
Í dag er það bara vinnan og svo um klukkan 6 förum við að sækja Ottó og þaðan verður haldið til Lillýar o Kára en svo verður farið í samfloti á Fjörukrána í Hafnarfirði á rammíslenskt jólahlaðborð og verður áreiðanlega gaman enda ætla ég að skemmta mér ærlega.
Boðið verður upp á Grýluglögg en þar sem ekkert okkar drekkur afengi og ég alls ekki er engin hætta á þcí að ég verði mér til skammar.
Skemmtiatriði eru í gangi og er Grýla veislustjóri og því ljóst að hún kemur viða við kerlingin en auk hennar verða jólasveinar á staðnum en auk þeirra verður þarna Gylfi Ægisson ofl.
Læt þetta duga í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2008 | 03:06
Hvaða bull er þetta?
Ég hef verið að hugsa um svolítið er tengist jólunum og undirbúningi þeirra og það er eftirfarandi:
Núna um miðjan nóvember hóf Létt-Bylgjan að spila jólalög á stangli og síðan hefur það aukist dag frá degi,síðan er kveikt á oslóartrénu 30 nóv(Fyrsti sunnudagur í aðventu) og svo byrjar RÚV að spila jólalög 1 des(að mig minnir),fyrir mig ofl því ég veit að ég tala fyrir hönd margra er þetta alveg gersamlegaglórulaust og allt of snemmt en hvernig var þetta fyrir um 20 árum eða svo?Skoðum það aðeins.
Þeir eldri af bloggvinum mínum og lesendum síðunnar muna þá tíð þegar kveikt var á oslóartrénu á bilinu 10-15 des(fór eftir hvaða dag sunnudagurinn lenti) og jólalög fóru ekki í spilun fyrr en upp úr 6 des.
Þeir sem muna enn lengra aftur og þá líklega fyrir mína tíð muna eftir því að fyrsti vísir að komu jólanna kom með rauðum eplum sem fylltu vit viðskiptavina sinna ætli þetta hafi ekki verið um 1940-50(þeir sem vita þetta mega leiðrétta mig).
En aftur að því hvernig þessu er háttað í dag,í dag heyrast auglýsingar sem glymja látlaust um "gylliboð" hér og þar og ruglar sérstaklega börnin svo í ríminu að engu tali tekur,einnig eru jólasveinar orðnir fyrr á ferðinni en samkvæmt laginu góða á fyrsti sveinkinn að koma til byggða 12 dögum fyrir jól og ekki deginum fyrr.
Endirinn á öllu þessu er sá að ég vil að hlutirnir verði færðir til baka um 20-25 ár eða svo,kveikt verði á jólatrjám á opinberum stöðum eins og Austurvelli ekki fyrr en á bilinu 10-15 des og ekki megi byrja að spila jólalög fyrr en 6 des því eins og staðan er núna þá er maður kominn með upp í kok af jólalögum vegna ofspilunnar.
Ég veit að einhverjir þarna úti eru mér sammála og aðrir ósammála og það verður þá bara að hafa það,þessu bulli verður að linna og það sem allra fyrst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.12.2008 | 14:32
Ái.
Í morgunn þegar ég ætlaði í sturtu haldið þið að ég hafi ekki misstigið mig svona hroðalega,ég var að taka handklæðið mitt af stól þegar önnur löppinn rann til og fékk mikinn sting en ég get fullvissað ykkur um að ég sé í lagi núna þó verkurinn sé til staðar.
Þetta varð auðvitað þess valdandi að ég komst ekki til vinnu en það þýðir ekkert að fást um það,slysin gera yfirleytt ekki boð á undan sér og það sannaðist svo rækilega í morgun en nú er bara að bíta á gamla góða jaxlinn og mæta í vinnu á morgunn.
Annars gengur undirbúningur jólanna mjög vel og margar jólagjafir komnar í hús ak þess sem undirbúningur fyrir jólatónleikana en þar á að syngja Sjá himins opnast hlið og hefur konan sem er í klassísku söngnámi verið mér innann handar við að ná tökum á laginu því þetta lag syngur maður ekki eins og hvert annað popplag og er ég alltaf að komast betur inn í umgjörð lagsins og er ég viss um að þetta hafist á tónleikunum.
Verð að segja eitt um mótmælin á Arnarhóli í gær sem fóru úr böndunum og það er að það er í lagi að fara í Seðlabankann en að grýta eggjum og sprauta rauðri málningu á veggi opinberrar byggingar er gjörsamlega óalandi og óferjandi þó svo að mennirnir sem þar vinna inni hafi klúðrað öllu sem hægt er að klúðra þá er svona gerningur eins og gerðist í gær út í vefjarhött.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.12.2008 | 10:43
Mánudagur 1 des,Fullveldisdagurinn.
Í dag er það bara vinnan og svo handboltaæfing kl 5 en konan sækir mig þangað kl 18´30 en svo fer hún aftur í skólann þessi elska.
Vikan svo sem ekkert plönuð hjá mér nema bara vinna og æfingar auk hljómsveitaræfingar.
En ætla ekki að hafa þetta langt í dag en skrifa meira síðar.
P.S. Muna eftir ABBA könnuninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2008 | 23:23
Nóg að gera.
Í dag fórum við Aileen að versla í krónunni og keyptum töluvert af mat og gosi auk þess sem nokkrar jólagjafir voru keyptar en ég ætla að klára jólagjafakaupin snemma í ár enda sé ég ekki ástæðu til að bíða með það þegar ég veit hvað á að kaupa auk sem mér þykir leiðinlegt í búðum en jólin eru jú bara einu sinni á ári og því er þetta í lagi.
Vinnan gengur mjög vel enda er ég ekki að fara að missa vinnuna frekar en aðrir sem með mér vinna,góðir vinnufélagar og topp verkstjórar og yfirmenn auk þess sem kaupið er fínt,það eina sem ég var beðinn um að gera var að breyta vinnutíma og ég gerði það vitaskuld því þeir hafa hjálpað mér mikið í vinnunni með ýmislegt og því bæði sjálfsagt og eðlilegt að koma til móts við þá.
Nú á næstunni er jólahlaðborð á Fjörukránni,jólafundur Átaks og jólatónleikar Fjölmenntar auk heðbundins jólastúss.
Eins og sést á þessu þá er aldrei lognmolla í kringum mig og er það gott mál því fyrir utan allt þetta eru æfingar 3svar í viku og bara allt í góðum gír.
Vil að endingu minna á skoðanakönnunina um vinsælasta ABBA lagið og ef þitt lag er ekki í valmöguleikanum þá skaltu segja það í commentakerfinu og verður reiknað með þegar úrslit fást en þessi könnun verður alla vega út árið endilega takið sem flest þátt svo að könnunin sé marktæk.
Farið vel með ykkur elskurnar mínar nær og fjær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.11.2008 | 18:50
Vangaveltur.
Hef verið að velta fyrir mér undanfarið hvers vegna sum lög eru bara sungin á jólaböllum en ekki annann hluta ársins og er ég ekki að skilja þetta en ætla að reyna hér að útskýra hvað ég er að meina.
Lög eins og Gekk ég yfir sjó og land,Litlu andarungarnir,10 litlir negrástrákar,Það búa litlir dvergar,Þyrnirós,Nú skal segja og Hókí-Pókí,að mínu viti er ekkert af þessum lögum er jólalag en samt eru umrædd lög eingöngu spiluð á hinum ýmsu jólaböllum en ég spyr:Hvers vegna eru þessi lög ekki sungin á leikskólum á öðrum tíma árs mái,júní og júlí t.d?
Ég er örugglega ekki sá eini sem velti þessu fyrir mér og þarna úti eru ömmur,afar,frændur og frænkur,mömmur og pabbar sem geta kanski liðsinnt mér og sagt mér af hverju þetta er svona.
Ég skil vel að lög eins og Göngum við í kringum,Nú er hún Gunna á nýju skónum séu ekki spiluð á öðrum árstíma en varðandi hin lögin þá segja margir að Þyrnirós og fleiri lög hafi einfaldlega fests við jólin en að mínu mati er það bull og þvæla en vonandi kemur eitthvað viturlegt út úr þessum vangaveltum.
P.S: Það er komin ný skoðanakönnun og nú er spurt um uppáhalds ABBA lagið,sé lagið ykkar ekki í valmöguleikanum getið þið sagt það í commentakerfinu.
OG NÚ KJÓSA ALLIR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2008 | 00:50
Betri.
Já ,ég er orðinn betri af þessum magavírus sem hefur verið að hrjá mig síðustu 3 dagana og er stefnan ótrauð sett á vinnu á morgunn enda nóg að gera og ekkert lát á verkefnum.
En nú líður að jólamanuðinum og þá þarf margt að gera,kaupa jólagjafir,jólamat osfrv en það sem skiptir mestu hjá mér í upphafi desember erjólafundur Átaks 11 des og svo jólatónleikar Fjölmenntar í Grensáskirkju 12 des þar sem ég popparinn ætla að klífa þrítugann hamarinn og syngja með öðrum Sjá himins opnast hlið lag sem heyrist ekki nema 3svar yfir jólahátíðina,þ.e.Aðfangadagskvöld kl 6,sjónvarpsmessan kl 10 sama kvöld og svo Jóladag(Þið leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt)
Er með 2 vangaveltur sem ég deili með ykkur fljótlega elskurnar mínar,en meðan ég man þá ætla ég að blogga meira um líf mitt og hvað ég sé að gera en ég hef gert því ég held að bloggvinir og aðrir lesendur séu einfaldlega orðnir þreyttir á krepputali og ég er búinn að koma flestu af mér um það mál og vilji aðeins meira léttmeti frá mér en undarið.
Farið vel með ykkur gott fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.11.2008 | 15:50
Enn veikindi.
Já,enn eru veikindin til staðar en eru þó í rénun og er stefnan sett á vinnu á morgunn óg verður það sko tilbreyting eftir rúmleguna síðasliðna 3 daga og líklega er það magavírus sem hefur verið að angra mig en sú pest er víst að ganga.
Í kvöld er það Meistaradeildin sem hertekur allt og ætla ég að fylgjast með henni enda nokkrir leikir sem skera úr um hvaða lið komast í 16 liða úrslit keppninnar eftir áramót.
Helgin verður tekin rólega en fer þó að huga að jólunum enda bíða nokkrar jólagjafir kaups auk jólamatur oþh en læt þessu lokið í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
30 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady