Ái.

Í morgunn þegar ég ætlaði í sturtu haldið þið að ég hafi ekki misstigið mig svona hroðalega,ég var að taka handklæðið mitt af stól þegar önnur löppinn rann til og fékk mikinn sting en ég get fullvissað ykkur um að ég sé í lagi núna þó verkurinn sé til staðar.

Þetta varð auðvitað þess valdandi að ég komst ekki til vinnu en það þýðir ekkert að fást um það,slysin gera yfirleytt ekki boð á undan sér og það sannaðist svo rækilega í morgun en nú er bara að bíta á gamla góða jaxlinn og mæta í vinnu á morgunn.

Annars gengur undirbúningur jólanna mjög vel og margar jólagjafir komnar í hús ak þess sem undirbúningur fyrir jólatónleikana en þar á að syngja Sjá himins opnast hlið og hefur konan sem er í klassísku söngnámi verið mér innann handar við að ná tökum á laginu því þetta lag syngur maður ekki eins og hvert annað popplag og er ég alltaf að komast betur inn í umgjörð lagsins og er ég viss um að þetta hafist á tónleikunum.

Verð að segja eitt um mótmælin á Arnarhóli í gær sem fóru úr böndunum og það er að það er í lagi að fara í Seðlabankann en að grýta eggjum og sprauta rauðri málningu á veggi opinberrar byggingar er gjörsamlega óalandi og óferjandi þó svo að mennirnir sem þar vinna inni hafi klúðrað öllu sem hægt er að klúðra þá er svona gerningur eins og gerðist í gær út í vefjarhött.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Áts, alltaf vont að meiða sig, farðu vel með fótinn þinn. Já, ég er sammála þér með eggin og málninguna, skil ekki hverju þetta þjónar, eftiröpun úr útlendum bíómyndum, ég held að mótmælendur á Íslandi séu einmitt alsælir með ástandið, nú geta þeir fengið útrás fyrir bölbvaða vitleysuna í sér.  Vona að þetta hætti fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 16:57

2 identicon

Ok veitleysa að æða inn í Seðlabankann en finnst ykkur í laga að þessir menn ef menn skyldi kalla fái að DRULLA yfir almenning á hverjum einasta dagi. Ég bara spyr?

jón (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég læt næga innlitskvitt...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2008 kl. 17:14

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Farðu vel með þig Magnús og góðan bata

.....annars er ég sammála Jóni, ég er nefnilega að útbúa "ógeðsdrykk", sem ég læt súrna og skvetti honum svo yfir þetta pakk, sem skilur ekki friðsamleg mótmæli....nú er komið að næsta stigi, sem er "borgaraleg óhlýðni"

Sigrún Jónsdóttir, 2.12.2008 kl. 17:27

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Jón og Sigrún: það sem verið er að tala um hér er að eggjakast og málningasprautun á ekki við,auðvitað á að mótmæla enda þessir menn búnir að DRULLA yfir okkur með lygum  og fleiru en þeim verður að stilla í hóf.

Mótmælum þessu rugli en sleppum eggjakastinu og sprautumálningunni.

Magnús Paul Korntop, 2.12.2008 kl. 18:26

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Farðu exstra vel með þig Magnús minn. Er sammála þér með eggin og málninguna.

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 11:06

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég þykist hafa meira vit en svo að ég þurfi að kasta eggjum eða skvetta málningu, hef ég þó ekki mikið vit. Mér þykir sum sé, vit-leysa að haga sér slíkt!

Gangi þér vel að batna, það er vont að misstíga sig. Ég hef tvisvar sinnum fótbrotnað á misstigi

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.12.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ en slæmt. Vonandi verður þú jafngóður fljótt.  Gangi þér vel söngurinn. Ég er líka að fara að syngja sóló á jólatónleikum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.12.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 205251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

219 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband