Færsluflokkur: Bloggar

Helvítis djöfulsins.

Haldið þið að ég sé ekki kominn með þessa andskotans pest sem lýsir sér í hausverk,kvefi og áætlunarferðum á klósettið enda niðurgangur eitt af einkennunum.

Þetta olli því að ég missi úr vinnu auk æfinga og svo varð ég að sleppa borgarafundinum í Háskólabíói en ég vonast nú til þess að þessum fjanda fari að linna og ég geti farið í vinnu og æfingar hindrunarlaust,ég er búinn að fá 3/4 pesta sem hér hafa komið síðan í haust eða 75% og nú er komið gott.

Farið vel með ykkur elskurnar svo þið lendið ekki í sömu pestinni og ég.


Valdið er oss.

Góður fundur í Háskólabíói í kvöld þar sem ráðherrar fengu að heyra það óþvegið,vonandi gerist eitthvað.

Hvað haldið þið?


I hope.

Á morgunn kl 13´30 verður tekin fyrir á alþingi vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina og ætla ég að fylgjast með henni í útvarpinu af miklum áhuga.

Það sem þarf nefnilega að gerast hérna er að gefa Sjálfstæðisflokknum langt og gott frí enda flokkurinn búinn að vera meira og minna í forsæti landsmálanna í 17 ár og MIKIL þreyta komim í þingmenn og ráðherra flokksins og samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur flokkurinn tapað 20% atkvæða eða nálægt því.

Einnig spilar núverandi ástand stóra rullu og er Geir H Haarde í algerri afneitun og virðist ekki skilja alvarleika málsins og neitar með öllu að reka Davíð Oddsson úr embætti seðlabankastjóra en sá maður átti frumkvæðið að nýfrjálshyggjunni og kom núverandi peningamálastefnu á fót með því að setja krónuna á flot en í dag er okkar ágæti gjaldmiðill því miður dauð og umrædd peningamálastefna gjaldþrota.

Því vona ég svo heitt og innilega að þessi vantrauststillaga verði samþykkt eða að eitthvað gerist sem geri það að verkum að þessi óhæfa ríkisstjórn láti af völdum sem fyrst.


Nóg komið.

Ég vil auðvaldið burt.
Spillingaröflin burt.
Geir "Gungu" sem er í afneitun burt.
Davíð"hótara" burt.
Fjármálaeftirlitið burt.

Af þessari talningu er ljóst að yngja eigi upp í íslenskri pólitík og hleypa heiðarlegu vitibornu fólki að með ferskar og nýjar hugmyndir í stað óheiðarlegra,sjálfumglaðra skíthræddra stjórnmálamanna sem líta á ástandið sem "Top secret" og skilja svo ekkert í því hvers vegna fólk á íslandi sé reitt.

Kjósa á í mars-apríl og ekkert bull með það og í kjölfarið á að huga að undirbúningi að aðildarviðræðum við ESB um inngöngu í sambandið en núverandi "leikendur" í þessum harmleik VERÐA AÐ VÍKJA og það sem fyrst.

 


Svo er nú það.

Að Geir H Haarde er eins og hrædd mús og þorir ekki fyrir sitt litla líf að andmæla Davíð oddsyni því þá fengi hann skell á bossann og Inga Jóna yrði að hugga greyið.

                                      Sorgleg staðreynd.

                                       


Hví ekki?

Hvað skal með Davíð Oddsson sem er á því?
hvað skal með Davíð Oddsson sem er á því?
Hvað skal með Davíð Oddsson sem er á því?
eldsnemma að morgni.

Koma honum út úr Seðlabanka,
koma honum út úr Seðlabanka,
koma honum út úr Seðlabanka,
og loka hann inn á Kleppi.
eldsnemma að morgni.

Og henda lyklinum í sjóinn.


Útkoma.

Örstutt  sýnishorn af ræðu Davíðs Oddsonar í gær:

Ekki benda á mig.........

Hvað segið þið um þetta?


Ritstífla.

Enn er ritstífla að hrjá eigandann og því ekkert blogg núna fremur enn í gær en ekki útilokað að það losni eitthvað síðar í kvöld eða í fyrramálið.

Það eina jú sem hægt er að segja hér er það að nú spilaði Davíð endanlega rassinn úr buxunum með ummælum sínum á morgunverðarfundi viðskiptaráðs og kyndir enn frekar undir þá kröfu að manngreyið segi af sér,hvað segið þið um það er það ekki samþykkt?

                                               KV:Korntop


Ekkert.

Já,þar sem ég hef ekkert að segja þá er best að skrifa ekkert að þessu sinni.

Farið vel með ykkur elskurnar og njótið lífsins.LoL

                                   KV:Korntop


Þakklæti.

Ég komst pínulítið við eftir seinustu færslu þar sem fólk var að þakka mér fyrir hjartahlýjuna í sinn garð en það er nú bara einu sinni þannig að það er hægt að skrifa um annað en barlóm og kreppu trekk í trekk.

Ok,ég hef líka skrifað harðorðar greinar um kreppuna en fannst kominn tími á að skrifa um konur sem eiga erfitt og eru að takast á við ja,kanski fortíð sem fellst í óreglu,sjúkdómum,offitu eða öðru sem á alveg eins heima hér eins og hvað annað og eins og ég sagði í upphafi færslunnar þá komst ég við því ég átti hreinlega ekki von á þessum viðbrögðum og er ég klökkur þegar þetta er skrifaðCryingCrying.

Og það er alveg á kristaltæru að ég mun skrifa meira svona á næstunni enda að koma jól og í undirbúningi þeirra fylgir stór og mikil röð fyrir framan Mæðrastyrksnefnd(Er þegar byrjuð skilst mér) þar sem fátæktin ræður og er efni í annann pistil en takk stelpur fyrir þakklætið í minn garð og munið bara að góðir hlutir gerast hægt.

SKOÐANAKÖNNUNIN UM BESTA ABBALAGIÐ KEMUR BRÁÐLEGA.

                                        KV:Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

30 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband