Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
29.11.2008 | 23:23
Nóg að gera.
Í dag fórum við Aileen að versla í krónunni og keyptum töluvert af mat og gosi auk þess sem nokkrar jólagjafir voru keyptar en ég ætla að klára jólagjafakaupin snemma í ár enda sé ég ekki ástæðu til að bíða með það þegar ég veit hvað á að kaupa auk sem mér þykir leiðinlegt í búðum en jólin eru jú bara einu sinni á ári og því er þetta í lagi.
Vinnan gengur mjög vel enda er ég ekki að fara að missa vinnuna frekar en aðrir sem með mér vinna,góðir vinnufélagar og topp verkstjórar og yfirmenn auk þess sem kaupið er fínt,það eina sem ég var beðinn um að gera var að breyta vinnutíma og ég gerði það vitaskuld því þeir hafa hjálpað mér mikið í vinnunni með ýmislegt og því bæði sjálfsagt og eðlilegt að koma til móts við þá.
Nú á næstunni er jólahlaðborð á Fjörukránni,jólafundur Átaks og jólatónleikar Fjölmenntar auk heðbundins jólastúss.
Eins og sést á þessu þá er aldrei lognmolla í kringum mig og er það gott mál því fyrir utan allt þetta eru æfingar 3svar í viku og bara allt í góðum gír.
Vil að endingu minna á skoðanakönnunina um vinsælasta ABBA lagið og ef þitt lag er ekki í valmöguleikanum þá skaltu segja það í commentakerfinu og verður reiknað með þegar úrslit fást en þessi könnun verður alla vega út árið endilega takið sem flest þátt svo að könnunin sé marktæk.
Farið vel með ykkur elskurnar mínar nær og fjær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.11.2008 | 18:50
Vangaveltur.
Hef verið að velta fyrir mér undanfarið hvers vegna sum lög eru bara sungin á jólaböllum en ekki annann hluta ársins og er ég ekki að skilja þetta en ætla að reyna hér að útskýra hvað ég er að meina.
Lög eins og Gekk ég yfir sjó og land,Litlu andarungarnir,10 litlir negrástrákar,Það búa litlir dvergar,Þyrnirós,Nú skal segja og Hókí-Pókí,að mínu viti er ekkert af þessum lögum er jólalag en samt eru umrædd lög eingöngu spiluð á hinum ýmsu jólaböllum en ég spyr:Hvers vegna eru þessi lög ekki sungin á leikskólum á öðrum tíma árs mái,júní og júlí t.d?
Ég er örugglega ekki sá eini sem velti þessu fyrir mér og þarna úti eru ömmur,afar,frændur og frænkur,mömmur og pabbar sem geta kanski liðsinnt mér og sagt mér af hverju þetta er svona.
Ég skil vel að lög eins og Göngum við í kringum,Nú er hún Gunna á nýju skónum séu ekki spiluð á öðrum árstíma en varðandi hin lögin þá segja margir að Þyrnirós og fleiri lög hafi einfaldlega fests við jólin en að mínu mati er það bull og þvæla en vonandi kemur eitthvað viturlegt út úr þessum vangaveltum.
P.S: Það er komin ný skoðanakönnun og nú er spurt um uppáhalds ABBA lagið,sé lagið ykkar ekki í valmöguleikanum getið þið sagt það í commentakerfinu.
OG NÚ KJÓSA ALLIR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2008 | 00:50
Betri.
Já ,ég er orðinn betri af þessum magavírus sem hefur verið að hrjá mig síðustu 3 dagana og er stefnan ótrauð sett á vinnu á morgunn enda nóg að gera og ekkert lát á verkefnum.
En nú líður að jólamanuðinum og þá þarf margt að gera,kaupa jólagjafir,jólamat osfrv en það sem skiptir mestu hjá mér í upphafi desember erjólafundur Átaks 11 des og svo jólatónleikar Fjölmenntar í Grensáskirkju 12 des þar sem ég popparinn ætla að klífa þrítugann hamarinn og syngja með öðrum Sjá himins opnast hlið lag sem heyrist ekki nema 3svar yfir jólahátíðina,þ.e.Aðfangadagskvöld kl 6,sjónvarpsmessan kl 10 sama kvöld og svo Jóladag(Þið leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt)
Er með 2 vangaveltur sem ég deili með ykkur fljótlega elskurnar mínar,en meðan ég man þá ætla ég að blogga meira um líf mitt og hvað ég sé að gera en ég hef gert því ég held að bloggvinir og aðrir lesendur séu einfaldlega orðnir þreyttir á krepputali og ég er búinn að koma flestu af mér um það mál og vilji aðeins meira léttmeti frá mér en undarið.
Farið vel með ykkur gott fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.11.2008 | 15:50
Enn veikindi.
Já,enn eru veikindin til staðar en eru þó í rénun og er stefnan sett á vinnu á morgunn óg verður það sko tilbreyting eftir rúmleguna síðasliðna 3 daga og líklega er það magavírus sem hefur verið að angra mig en sú pest er víst að ganga.
Í kvöld er það Meistaradeildin sem hertekur allt og ætla ég að fylgjast með henni enda nokkrir leikir sem skera úr um hvaða lið komast í 16 liða úrslit keppninnar eftir áramót.
Helgin verður tekin rólega en fer þó að huga að jólunum enda bíða nokkrar jólagjafir kaups auk jólamatur oþh en læt þessu lokið í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2008 | 10:04
Helvítis djöfulsins.
Haldið þið að ég sé ekki kominn með þessa andskotans pest sem lýsir sér í hausverk,kvefi og áætlunarferðum á klósettið enda niðurgangur eitt af einkennunum.
Þetta olli því að ég missi úr vinnu auk æfinga og svo varð ég að sleppa borgarafundinum í Háskólabíói en ég vonast nú til þess að þessum fjanda fari að linna og ég geti farið í vinnu og æfingar hindrunarlaust,ég er búinn að fá 3/4 pesta sem hér hafa komið síðan í haust eða 75% og nú er komið gott.
Farið vel með ykkur elskurnar svo þið lendið ekki í sömu pestinni og ég.
Bloggar | Breytt 27.11.2008 kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.11.2008 | 00:19
Valdið er oss.
Góður fundur í Háskólabíói í kvöld þar sem ráðherrar fengu að heyra það óþvegið,vonandi gerist eitthvað.
Hvað haldið þið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2008 | 01:11
I hope.
Á morgunn kl 13´30 verður tekin fyrir á alþingi vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina og ætla ég að fylgjast með henni í útvarpinu af miklum áhuga.
Það sem þarf nefnilega að gerast hérna er að gefa Sjálfstæðisflokknum langt og gott frí enda flokkurinn búinn að vera meira og minna í forsæti landsmálanna í 17 ár og MIKIL þreyta komim í þingmenn og ráðherra flokksins og samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur flokkurinn tapað 20% atkvæða eða nálægt því.
Einnig spilar núverandi ástand stóra rullu og er Geir H Haarde í algerri afneitun og virðist ekki skilja alvarleika málsins og neitar með öllu að reka Davíð Oddsson úr embætti seðlabankastjóra en sá maður átti frumkvæðið að nýfrjálshyggjunni og kom núverandi peningamálastefnu á fót með því að setja krónuna á flot en í dag er okkar ágæti gjaldmiðill því miður dauð og umrædd peningamálastefna gjaldþrota.
Því vona ég svo heitt og innilega að þessi vantrauststillaga verði samþykkt eða að eitthvað gerist sem geri það að verkum að þessi óhæfa ríkisstjórn láti af völdum sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2008 | 00:27
Nóg komið.
Ég vil auðvaldið burt.
Spillingaröflin burt.
Geir "Gungu" sem er í afneitun burt.
Davíð"hótara" burt.
Fjármálaeftirlitið burt.
Af þessari talningu er ljóst að yngja eigi upp í íslenskri pólitík og hleypa heiðarlegu vitibornu fólki að með ferskar og nýjar hugmyndir í stað óheiðarlegra,sjálfumglaðra skíthræddra stjórnmálamanna sem líta á ástandið sem "Top secret" og skilja svo ekkert í því hvers vegna fólk á íslandi sé reitt.
Kjósa á í mars-apríl og ekkert bull með það og í kjölfarið á að huga að undirbúningi að aðildarviðræðum við ESB um inngöngu í sambandið en núverandi "leikendur" í þessum harmleik VERÐA AÐ VÍKJA og það sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.11.2008 | 22:38
Svo er nú það.
Að Geir H Haarde er eins og hrædd mús og þorir ekki fyrir sitt litla líf að andmæla Davíð oddsyni því þá fengi hann skell á bossann og Inga Jóna yrði að hugga greyið.
Sorgleg staðreynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.11.2008 | 20:59
Hví ekki?
Hvað skal með Davíð Oddsson sem er á því?
hvað skal með Davíð Oddsson sem er á því?
Hvað skal með Davíð Oddsson sem er á því?
eldsnemma að morgni.
Koma honum út úr Seðlabanka,
koma honum út úr Seðlabanka,
koma honum út úr Seðlabanka,
og loka hann inn á Kleppi.
eldsnemma að morgni.
Og henda lyklinum í sjóinn.
Bloggar | Breytt 22.11.2008 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady