Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
28.8.2007 | 17:52
Fyrstu dagar í nýrri íbúð.
Jæja,þá er maður búinn að vera hér í nokkra daga og reyna að koma íbúðinni í stand en þónokkur vinna er eftir í því efni og tekur bara sinn tíma.
Þegar ég fór að skoða þessa íbúð fannst enginn símtengill og svo eftir fluttningana þegar við vinirnir fórum að leita fannst heldur enginn tengill svo að hringt var í Félagsviðgerðir og í sameiningu fannst tengillinn,reyndist hann þá vera lítill grár kassi en nýtt system en hvernig í fjáranum átti ég að vita það?
En semsagt síminn og talvan eru vel tengd svo nú get ég farið að segja mínar skoðanir aftur en mun gæta sanngirni og hafa heimildir fyrir því sem ég fárast út í hverju sinni,ég vonast til að ég geti átt skynsöm skoðanaskipti við fólk sem er mér ekki sammála í kommentakerfinu.
Ég komst ekki að í tónlistarskóla í vetur og er eiginlega feginn því því ég verð ekki á landinu í desember(verð hjá pabba í bandaríkjunum um jólin og kem aftur milli jóla og nýárs)svo að ég verð bara áfram í Fjölmennt og syng með bandinu mínu.
Ég ætla að setja inn nýja könnun og nú eru það íslenskar hljómsveitir sem eru fyrir valinu og sem fyrr þá vonast ég eftir þátttöku ykkar en því fleiri sem kjósa því marktækari verður könnunin, en samkvæmt seinustu könnun greiddu 74 atkæði og þar sigraði Ellý Vilhjálms með 39,2 % en nóg í bili,meira síðar.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.8.2007 | 15:55
Sæl öll.
Komið þið sæl öll bæði bloggvinir og aðrir lesendur,þá er komið að því að segja hvað á daga mína hefur drifið síðasta hálfa mánuðinn og rúmlega það.
Þann 8 ágúst hittumst við nokkrir vinir m ínir í Yrsufelli 5 og pökkuðum hlutum í kassa og bárum í bíla ásamt ógrynni af pokum en þetta var gert til að þungafluttningarnir gætu farið fram á sunnudeginum sem gekk eftir og gengu vel og var nánast allt dótið komið hér á Írabakkann á sunnudeginum en þó voru nokkrir hlutir eftir í svefnherberginu og notaði ég mánudag og þriðjudag(afmælisdaginn minn)eða part af þeim til að koma því í poka en fimmtudaginn 16 ágúst komu vinir mínir aftur á 2 bílum og kláruðum við að flytja og það sem var enn betra,þrifum íbúðina og á þriðjudeginum var lyklunum skilað í Félagsbústaði.
Síðan höfum við hist hér og reynt að koma hlutum fyrir og gengur það bara fínt,það tekur ca hálfan mánuð að koma öllu fyrir eins og ég vil hafa það en þeir sem hafa hjálpað mér að flytja hafa sumir hverjir verið búnir á því sérstaklega líkamlega enda margir vina minna í þéttari kantinum þó ég sé þéttastur en grínlaust,án allra vina minna hefði þetta aldrei gengið upp og færi ég þeim mínar bestu þakkir fyrir.
Ég fór á afmælistónleika Kaupþings á laugardalsvelli og voru þeir hreint út sagt frábærir nema hvað mér þóttu Stuðmenn helst til daprir í þetta skiptið en þeir voru með tilraunastarfsemi sem gekk einfaldlega ekki upp en þeir gera mistök eins og aðrir en er fyrirgefið enda frábær hljómsveit á ferðinni.
Sá flugeldasýninguna á menningarnótt og þvílík hörmung ekki orð um það meir.
En nóg komið í bili,meira síðar.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.8.2007 | 02:38
Loksins tengdur.
Sælir kæru bloggvinir og aðrir lesendur,bara láta vita að ég er kominn í samband eftir fluttningana á Írabakkann og blogga á morgunn eitthvað en ég vil þó nota tækifærið og þakka ykkur fyrir þátttökuna í skoðanakönnuninni.
Einnig vil ég votta Röggu bloggvinkonu mínar dýpstu samúðarkveðjur vegna láts sonar hennar,GUÐ veri með þér Ragga mín.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.8.2007 | 13:53
Ný könnun.
Þá er komið að nýrri könnun og nú eru það besta söngkonan sem er valið um og sem fyrr þá vonast ég eftir góðri þátttöku ykkar bloggvinir og lesendur góðir,tekið skal fram að nöfn geta gleymst en þá greiðið þið viðkomandi atkvæði í commentakerfinu.
Þessi könnun verður eitthvað framyfir helgi en vegna fluttninga verð ég örugglega ekki nettengdur aftur fyrr en seint í næstu viku.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
6.8.2007 | 18:02
Skoðanakönnun.
Var að setja inn skoðanakönnun um það hver sé besti karlsöngvari íslands fyrr og síðar,mjög áhugaverð könnun en margir hafa skorað á mig að koma með þessa könnun og við því hef ég nú orðið svo endilega kæru bloggvinir og aðrir sem þetta blogg lesa,endilega takið þátt og segið ykkar skoðun,því fleiri sem taka þátt því marktækari er könnunin.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.8.2007 | 18:02
Stuðmenn.
Þar sem ég gaf frí yfir helgina frá undirbúningi fluttninganna á Írabakkann þá ætla ég að skella mér á tónleika með Stuðmönnum,Shady Owens ofl í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í kvöld og hefjast þeir kl 20´30.
Ætla ekki allir þangað?
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.8.2007 | 14:44
flutningur.
Vegna flutninga og undirbúnings við það verður síðan meira og minna í lamasessi en stefnt er að flytja n.k föstudag og verður því ekki bloggað frá nýja staðnum fyrr en eftir næstu helgi.
Hafið það gott um þessa verslunarmannahelgi elskurnar og gangið hægt inn um gleðinnar dyr og í guðanna bænum hagið akstri við aðstæður og komum heil heim.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.8.2007 | 23:51
Leiði.
Er kominn með pínu bloggleiða,blogga kanski eitthvað yfir helgina en undirbúningur við fluttninga tekur allann tíma manns en sjáum til.
En kanski verður þessari síðu gefið frí eða kanski lokað alveg.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady