Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Eiður fer,en hvert?

Þá er það ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen yfirgefur Barcelona og eru mörg lið orðuð við hann,helst vildi ég að hann færi ekki neitt en ef það gerist þá ætti hann að fara til liðs sem hann smellpassaði inn í.

Þetta lið gæti verið Manchester United,ég segi þetta því að United þarf einhvern til að leysa paul Scholes af og ef hann fengi að spila þá stöðu þá væri hann kominn í sömu stöðu og hjá Chelsea,leggjandi upp mörk og koma svo stórhættulegur inn af miðjunni.

Vonandi finnur Eiður lið þar sem hann fær að spila reglulega.


mbl.is Eiður Smári til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

breyting á efni síðu.

Þá eru breytingarnar á efni síðunnar að koma meir og meir í ljós,í 9 af seinustu 10 færslum er umræðuefnið sport enda er þetta að verða hálfgerð sportsíða þar sem allt er að gerast þessa dagana,lokaúrslit NBA,Landsbankadeildin í knattspyrnu,og handboltalandsliðið að spila við Serba,ósköp fáir hafa commentað fyrir utan fasta commentara og enn og aftur þakka ég þeim fyrir og enn færri taka þátt í skoðanakönnunum.

einnig verður hér að finna greinar sem tengjast sjálfum mér en ekki er enn komið í ljós hvort meira sprengiblogg komi hér en vel getur verið að ég geri það til að fólk commenti og skammi mig aðeins,ég er MJÖG óhress með aðsókn á síðuna og vildi gjarnan hafa hana meiri,kanski geri ég skandal´hérna og ef það verður þá verður þess vandlega gætt að enginn verði særður en allt kemur þetta í ljós.

Hugsanlega skrifa ég grein sem fjallar í gríni um yfirburði karla yfir konum,gerði ég þetta á gömlu síðunni minni og varð allt gersamlega vitlaust,en ég mun gera eitthvað til að auka traffíkina hér,það er alveg morgunljóst.
                               KV:Korntop


NBA úrslit leikur 2.

Núna rétt áðan var að ljúka leik 2 í úrslitaeinvígi San Antonio og Cleveland um NBA titilinn í San Antonoio og lauk leiknum með sigri heimamanna 103-94(58-33)og voru heimamenn miklu betri á öllum sviðum leiksins,það var einungis í 4 leikhluta sem leikmenn Cleveland sýndu hvað þeir gátu en það var einfaldlega ekki nóg,til þess var munurinn of mikill,en staðan að loknum 3 leikhluta var 89-60 fyrir heimamenn.

Lebron James skoraði 25 stig fyrir Cleceland en hjá heimamönnum var Tony Parker stigahæstur með 31 stig og sýndi frábær tilþrif,einnig áttu Manu Ginobili(24 stig)og Tim Duncan(23 stig)góðan leik.

Nú flyst serían til Cleveland og verða næstu 3 leikir þar og veður næsti leikur sá mikilvægasti að mínu mati  því vinni Cleveland þá getur allt gerst en vinni San Antonio nægir þein bara einn sigur til að vinna seríuna og þar með titilinn.
Leikur 3 verður að sjálfsögðu sýndur á SÝN.

                                         kv:korntop


Naumt tap.

Nú rétt í þessu lauk fyrri leik Serba og Íslendinga í umspili um að komast í úrslitakeppni landsliða í handknattleik í Noregi á næsta ári og lauk leiknum með sigri Serba 30-29 eftir að íslenska liðið hafði verið yfir í leikhléi 13-14.

Leikur liðanna var jafn allann tímann og höfðum við frumkvæðið lengst af en misstum unninn leik niður í tap á lokamínútunum og finnst mér íslenska liðið vera mun betra en það serbneska.

Þtta var aðeins fyrri hálfleikur í þessu umspili og er ég 100%viss um að við sláum þetta serbneska lið út og með fullri höll á þjóðhátíðardaginn 17 júní þá tekst það leikandi enda mikill munur á þessum liðum.

Í leiknum í dag var markvarslan mjög góð og eins var Ólafur Stefánson góður því auk þess að skora mörk þá átti hann margar stoðsendingar en annars var allt liðið að leika vel og ljóst að þessi ósigur 29-30 er ekkert til að hafa áhyggjur af,nú kaupa allir miða og hvetja liðið 17 júní.

                            ÁFRAM ÍSLAND.

                              kv;korntop


Serbía-Ísland.

Í kvöld kl 18´30 verður flautað til leiks Serba og Íslendinga í borginni Nis í Serbíu og er þetta fyrri leikur þjóðanna í umspili um að komast í úrslit á evrópumótinu sem haldið verður í Noregi í upphafi næsta árs en síðari leikurinn verður í Laugardalshöll á þjóðhátíðardaginn 17 júní.

Ljóst er að serbneska liðið er geysisterkt þó svo að mikil endurnýjum hafi orðið í liðinu sérstaklega eftir að svartfellingar klufu sig frá og urðu sjálfstæð þjóð.

Einnig má ljóst vera að þessir leikir verða mjög erfiðir og ljóst að ekkert má út af bera og verða íslensku strákarnir að vera 100%einbeittir allann leikinn.

Hjá okkar mönnum er það vörnin og markvarslan sem ráða mestu um framvindu mála annaðkvöld því þá koma hraðaupphlaupin í kjölfarið og höfum við menn til að klára það dæmi eins og Guðjón Val og Alexander Pettersons,en í einnig verðum við að spila markvissann sóknarleik og taka þann tíma sem þarf.

Ég hef fulla trú á íslenska liðinu í þessum leik enda með dúndurlið á ferðinni,menn eins og Guðjón Val,Óla Stefáns,Birki Ívar Snorra Stein ofl,en óneitanlega vantar mikið þegar örvhenta stórskyttan Einar Hólmgeirson er ekki með en hann er meiddur í baki.

Dómarar annað kvöld eru pólskir og vona ég að þeir verði ekki hlutdrægir en heimadómgæsla er algeng í handboltanum í dag og hefur alltaf verið,ef strákarnir halda haus og spila sinn leik þá hef ég engar áhyggjur.

Ég spái að við töpum þessu með 1-3 mörkum sem við vinnum svo upp með stórsigri á þjóðhátíðardaginn,mér skilst að þessi höll í Nis sé gryfja og getur í raun allt gerst,mér skilst að leikurinn verði í beinni á RUV kl 18´30 svo að ég segi:Allir setjist fyrir framan sjónvarpið annað kvöld.

                            KV:Korntop


NBA úrslit.

Nú rétt í þessu var að ljúka leik 1 í lokaúrslitum NBA en þar áttust við San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers og sigruðu heimamenn 85-76(42-35).

Tim Duncan var stigahæstur heimamanna með 24 stig en hjá Cleveland skoraði Le Bron James einungis 14 stig og var haldið niðri allann leikinn.

Næsti leikur verður í SanAntonio á sunnudagskvöldið kl 1 og verður auðvitað sýndur á SÝN hvar annarsstaðar?

                              KV:Korntop


Spekúlering.

Er að spá í að breyta um efni á síðunni,fólk er alveg hætt að kíkja hérna hvort eð er,aðeins örfáir sem commenta og enn færi sem taka þátt í skoðanakönnunum sem ég set hér,það eru aðeins örfáir bloggvinir sem commenta hér og vil ég þakka þeim fyrir en ég er að verða langþreyttur á að bæta síðuna eitthvað ef fólk commentar ekki hér né taki þátt í könnunum.

En ég bíð bara og sé hvað setur.

KV:Korntop


NBA úrslit leikur 1.

Þá er loksins komið að því,í nótt kl 1 hefjast lokaúrslit NBA þegar San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers leika í San Antonio, auðvitað er leikurinn sýndur beint á SÝN.

Góða skemtun.

KV:Korntop


Staðan í riðlinum.

15

 

 

 

 

 

 

15

 

 

 

13

 

 

 

 

10

 

 

4

 

 

 

 

4

 

 

 

 

3

 

 

                                            KV:Korntop

 

 

 

 

 

 

 

                           


Martröð.

5-0Já þetta urðu úrslit leiksins á Rásundavellinum í Stokkhólmi og má íslenska liðið þakka fyrir að hafa ekki tapað stærra þvílíkir voru yfirburðir svía.

Skelfingin hófst á 10 mínútu þegar Marcus Alback skoraði eftir gott skot frá Andreas Linderoth,eftir markið héldu svíar áfram að spila knettinum á milli sín og komst íslenska liðið meira inn í leikinn og sköpuðu nokkur hálffæri sem ekkert varð úr,á 40 mínútu skoraði Andreas Svenson með góðu skoti og á þeirri 43 skoraði Olaf Melberg með skoti eftir hornspyrnu og staðan í leikhléi var 3-0.

Seinni hálflrikur byrjaði skelfilega því eftir 54 mínútur var staðan orðin 5-0,fyrst skoraði Marcus Rosenberg eftir að hafa fengið sendingu innfyrir og haft betur í baráttu við Ívar Ingimarson og svo kom eitt skrautlegasta mark sem undirritaður hefur séð á ævinni, Rosenberg vildi fá vítaspyrnu á Í var en dómarinn dæmdi ekkert, Ívar fékk boltann og í stað þess að sparka honum útaf eða eitthvað þá gaf hann boltann beint á næsta svía sem gaf hann á Alback sem skoraði auðveldlega með opið mark fyrir framan sig,ekki komu fleiri mörk sem betur fer en svíarnir alltaf skrefinu á undan okkur.

Besti maður íslenska liðsins fannst mér vera Theódór Elmar Bjarnason kornungur strákur sem hefur tekið miklum framförum hjá skoska liðinu Glasgow Celtic,einnig barðist fyriliðinnBrynjar Björn Gunnarson vel en aðrir voru algerlega úti á túni og voru langtímum saman eins og hræddir hérar og ljóst að andleysið er algert í íslenska landsliðinu og tiltektar greinilega þörf.

Eftir þennann leik vakna eðlilega margar spurningar og sú stærsta er sú hvort þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson sé ekki kominn á endastöð með þetta lið,því verður hann að svara sjálfur en að mínu mati er það ekki bara hann sem þarf að hugsa sinn gang heldur leikmenn og svo ekki síst knattspyrnuforystan sjálf.

Ég man þá tíð þegar Guðjón Þórðarson var með liðið þá var annað uppi á teningnum,hann kom með aga og einfaldar reglur sem menn fóru eftir og árangurinn lét ekki á sér standa,við þurfum einhvern svipaðan karakter til að stýra liðinu en þó ekki fyrr en þessi keppni er búin.

Mín persónulega skoðun á þessu öllu er sú að Eyjólfur eigi að fá að klára þessa keppni,hann má eiga það að ungir og efnilegir leikmenn eru að koma inn í liðið og þeir þurfa tíma,einnig þarf að ganga úr skuga um það hverjir hafi metnað fyrir landsliðinu og hver ekki,kann að hljóma heimskulega en í þessum leikjum voru bara of margir "farþegar",við þurfum menn sem berjast,tækla og peppa hvern annann allann leikinn,svo einfalt er það,einnig er ljóst að liðið þarf að spila æfingarleiki reglulega því það er lykillinn að bættum árangri.

Að lokum að Eiði Smára Guðjohnsen,að mínu mati er hann orðinn stærri enn liðið og leikmenn treysta of mikið á hann og vilja ekki skyggja á hann,einnig er það spurning hvort það að hafa hann sem fyrirliða sé bara ekki of mikið fyrir hann,hann mætir sjaldan í viðtöl, ég sé hann aldrei peppa menn upp eða koma sem fyrliði og hvetja fólk á leiki,ég mæli með öðrum  fyrirliða og þá kæmu,Brynjar Björn Gunnarson og Hermann Hreiðarson helst til greina ásamt Ívari Ingimarsyni.

Ljóst er á öllu þessu að vandi íslenskrar knattspyrnu er mikill og naflaskoðunnar þörf,við þurfum að losna úr þessari krísu og endurvekja íslenska knattspyrnu.

                                           ÁFRAM ÍSLAND

                                            KV:Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband