Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
6.6.2007 | 13:33
Byrjunarlið Íslands.
Þá er byrjunarlið íslands fyrir leikinn í kvöld komið og lítur þannig út:
Markvörður:
Árni Gautur Arason(Valerenga)
Varnarmenn:
Grétar Rafn Steinson(AZ Alkmaar),Ívar Ingimarson(Reading),Ólafur Örn Bjarnason(Brann) og Gunnar Þór Gunnarson(IFK Gautaborg)
Miðjumenn:
Birkir már Sævarson(Val),Arnar Þór Viðarson(Twente),Brynjar Björn Gunnarson(F)(Reading) og Emil Hallfreðson(Tottenham)
Framherjar:
Theodór Elmar Bjarnason(Celtic) og Hannes Þ Sigurðsson(Viking).
Koma svo strákar.
ÁFRAM ÍSLAND.
P.s Hvernig líst ykkur á þetta byrjunarlið bloggvinir og lesendur góðir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2007 | 10:53
Landsleikur.
Jæja bloggvinir og lesendur góðir þá styttist í leikinn milli þessa frændþjóða og ekki úr vegi að velta sér aðeins uppúr þessum leik og skoða aðeins þessi tvö lið.
Ef við byrjum á svíunum þá er ljóst að um geysiöflugt lið er að ræða með valinn mann í hverju rúmi þó að telja veði Zlatan Ibrahimovich þeirra besta mann en hann er meiddur og leikur því örugglega ekki í 90 mínútur,einnig er Johan Elmander í leikbanni og spilar ekki með, en af þeim sem spila nær örugglega má reikna með Frederick Ljungberg sem var fyrirlyði á móti Dönum stjórni miðjunni og reyni að stinga sér innfyrir íslensku vörnina af miðjunni ef færi gefst,einnig nefni ég Christian Wilhelmson sem er eldsnöggur með boltann og skorar stundum ótrúleg mörk,fleiri mætti nefna til en læt það eiga sig en ljóst er á þessu að sænska liðið er ekkert lamb að leika sér við.
Af leikmönnum okkar íslendinga nefni ég fyrstan Brynjar Björn Gunnarson baráttuhundur með mikið keppnisskap og verður hann fyrirliði íslands í leiknum í kvöld en hann skoraði einmitt markið gegn Lichtenstein,aðrir sem ég nefni eru varnarmennirnir Ívar Ingimarson og Grétar Rafn Steinson en það mun mikið mæða á vörninni í þessum leik enda sænsku framherjarnir skæðir.
Ljóst er að íslensku strákarnir verða að vera þolinmóðir því svíarnir vilja skora snemma til að minka pressuna og því eru fyrstu 20 mínúturnar ákaflega mikilvægar fyrir okkur.
Ég býst við erfiðum leik og í ljósi umræðna um síðasta leik gegn Lichtenstein(Sem ég sá ekki)býst ég við stórum ósigri en vonandi rífa íslensku strákarnir sig upp á rassgatinu og berjist fyrir heiðri þjóðarinnar,einnig hefur komið fram að of margir "farþegar"hafi verið í þeim leik og andleysið algert,leikmenn verða að geta barist og"peppað" hvern annann upp einnig það að heyra íslenska þjóðsönginn ætti að fylla menn stolti en við vonum það besta í kvöld.
Eiður Smári verður ekki með(Er í leikbanni)og því þurfa hinir í liðinu að treysta á sjálfa sig en ekki bíða eftir að Eiðue reddi málunum mér finnst það bara fínt.
Eins og ég sagði áðan þá býst við stórum skelli í þessum leik en vonandi sjá íslensku strákarnir til þess að það gerist ekki,sænska liðið tekur okkur alvarlega og mun sækja á okkur frá byrjun,ég leyfi mér að spá þessum leik 5-0 fyrir svía en þar sem ég er lélegur spámaður þá gerist það nú varla.
ÁFRAM ÍSLAND.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2007 | 22:15
Svíþjóð-Ísland
Kl 18´15 á morgunn verður flautað til leiks þessara liða á Rasundaleikvanginum í Stokkhólmi og má búast við erfiðum leik enda svíarnir geysisterkir og munu ekkert gefa eftir enda með valinn mann í hverju rúmi og ekki er nú verra að leikurinn er leikinn á þjóðhátíðardegi Svía og má búast við fullum velli gargandi svía sem munu hvetja sænska liðið með sínum frægu "heja Sverige"en vitað er af mörgum íslendingum sem munu hvetja íslenska liðið enda íslenskir áhorfendur með þeim háværustu þegar þeir nenna því.
Mér er minnisstætt HM í handknattleik sem einmitt fór fram í Svíþjóð´93 og spilaði íslenska liðið sína leiki í riðlinum í Skandinaviumhöllinni í Gautaborg og var fyrsti leikurinn gegn Svíum ég man að við töpuðum leiknum en á pöllunum vorum við 200 íslendingar á móti 12000 Svíum og pökkuðum við þeim saman og þó var um met áhorfendafjölda að ræða í úrslitakeppni í handbolta.
Þetta segir mér það að þó sænskir áhorfendur séu í miklum meirihluta í leiknum á morgunn mun stuðningur íslenskra áhorfenda heyrast það er alveg á kristaltæru.
Frá seinustu leikjum hefur ýmislegt gerst en frægasta dæmið er nú þetta með danska áhorfandann sem hljóp inná völlinn búinn að drekka 18-20 bjóra og reyndi að rota Herbert Flandel dómara,mun þetta atvik setja ljótann blett á danska knattspyrnu ogskilst mér að þessi áhorfandi eigi yfir höfði sér 200 miljón krónas skaðabótarkröfu,verði þér að góðu vinur.
Ég verð með hugleiðingu um leikinn á morgunn og tek þá fleiri leiki fyrir en nú er það bara áfram Ísland.
Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur á SÝN.
kv:korntop
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2007 | 13:49
Annríki.
Dagurinn í gær var annasamur svo ekki sé nú meira sagt,byrjaði á að fara á fund hjá stjórn Listar án landamæra þar sem rætt var um nýliðna listahátíð og hvernig til hefði tekist.
Fór þaðan í Kringluna að borga reikninga og kaupa diska auk þess sem ég borgaði SÝN og keypti mér inneign í símann minn fór svo og verslaði svolítið í Bónus og tók svo leigubíl heim.
Í gærkvöldi hringdi svo mamma Dagbjartar í mig og ræddi við mig um ýmislegt sem snýr að Dagbjörtu, einnig ræddum við það sem ég bloggaði um hana á þessari síðu og kom það í ljós að hún var mér sammála í öllum tilfellum nema einu,skilnaður okkar Dagbjartar er ekki endanlegur en við munum ræða saman við tækifæri og finna lausn á þessu og við finnum hana sannið til en þið fáið að vita fyrst af öllum hvað kemur út úr þessu.
Einnig gerðist það að Emil Tölvutryllir fékk húsnæði í höfuðborginni og óska ég honum innilega til hamingju en allann daginn í gær var hann að fara yfirum af stressi sem losnaði um 10 leytið í gærkvöldi, ætlum við að kíkja í sund á fimmtudaginn.
Í dag ætla ég bara að chilla og vera í tölvunni enda rigningarsuddi úti og ekkert gaman að fara út í þetta veður en í kvöld er það svo stjórnarfundur í handboltadeild ÍR annars er það bara letin sem mun ráða ríkjum hjá mér mestmegnis í dag.
En nóg í bili,blogga meira síðar hafið það gott elskurnar og gerið allt sem ég myndi gera.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2007 | 17:33
Sjómannadagurinn.
Í dag er sjómannadagurinn og er mikið húllumhæ yfirleytt á þessum degi,ég óska sjómönnum landsins til hamingju með daginn.
Annars er ekkert að frétta svosemhef það bara næs og glápi á SÝN enda nægt framboð á úrvals íþróttaefni á þessari bestu íþróttastöð í heimi og er golf á dagskránni í kvöld,Memorial Open að mig minnir.
En hef svosem ekkeert að segja í bili en blogga meira síðar.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2007 | 04:16
Úrslit Austurstranadar NBA.
Nú var rétt í þessu að ljúka 6 leik í einvígi Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons,nægði Cleveland að vinna til að komast í úrslit NBA en að öðrum kosti yrði oddaleikur í Detroit og bar leikurinn þess merki,en í 1 leikhluta gerðist það að allar klukkur biluðu og þurfti þulurinn að tilkynna þegar 10 sek væru eftir af skotklukkunni og höfðu leikmenn,þjálfarar og áhorfendur enga klukku til að fylgjast með stöðunni í leiknum.
Staðan í hálfleik var jöfn 48-48 og mikil spenna virtist framundan og hún hélst í 3 leikhluta en staðan að honum loknum var 67-66 Cleveland í vil.
Í 4 leikhluta tók nýliðinn Daíel Gibson sig til og raðaði 3stiga körfum á Detroit sem sáu ekki til sólar í 4 leikhluta og endaði Gibson með 31 stig,stjarna liðsins LeBron james skoraði"aðeins"20 stig en var auk þess með 14 fráköst,8 stoðsendingar 2 stolna bolta og 2 varin skot,ekki lélegar tölur það.
Ekki bætti það úr skák fyrir Detroit að "Mannvitsbrekkan"Rasheed Wallace fékk 2 tæknivillur nánast á sömu sekúndunni og var hent í bað,alveg ótrúlegt hvað þessi maður á erfitt með skapið í sér en það hefði engu breytt þótt hann hefði tórað allann leikinn því heimamenn voru klassa betri í 4 leikhluta,ekki veit ég hvort Cleveland eigi nokkurn séns í San Antonio en það skal ekki tekið frá Cleveland að þeir verðskulduðu þetta fyllilega og er þetta mikill sigur fyrir LeBron James sem vel að merkja er ekki nema 23 ára og hefur verið líkt við goðsögnina Michael Jordan,James er með kollinn í lagi og hann tók þetta miðlungslið Cleveland og kom þeim í úrslit.
Til hamingju LeBron James,til hamingju Cleveland.
Við segjum meira frá NBA í lokaúrslitum NBA sem hefjast 7 júni.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Myndaalbúm
Nýjustu færslurnar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!