Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
17.6.2007 | 01:18
Ísland-Serbía.
Kl 8 í kvöld verður flautað til leiks Íslendinga og Serba og er þetta seinni leikur þjóðanna í umspili um að komast í úrslitakeppni evrópumóts landsliða í handknattleik sem háð verður í Noregi í janúar á næsta ári.
Serbar sigruðu fyrri leikinn með 1 marki 30-29 en pólskir dómarar eyðilögðu seinustu mínúturnar og komu í veg fyrir íslenskan sigur það er því ljóst að þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið sem þarf væntanlega að sigra með 2 mörkum og það get ég sagt að það á að vera létt verk því ekki fannst mér þetta serbneska lið burðugt en kanski spila þeir betur á morgunn en fyrir viku en fyrir mér verður þetta ca 4-7 marka íslenskur sigur og það er ljóst að strákarnir þurfa mikinn stuðning enda uppselt á leikinn og læt ég mig ekki vanta á þennann leik og verð örugglega raddlítill eftir hann en hvað gerir maður ekki fyrir handboltalandsliðið?
Leikurinn verður sýndur á RÚV kl 8 og hvet ég ykkur bloggvinir og lesendur góðir að horfa á þennann leik,einnig vil ég hvetja ykkur að taka þátt í skoðanakönnuninni um leikinn enda síðustu forvöð að taka þátt í heeni.
Mín spá?35-28.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 01:00
Alþingishúsið þarfnast breytinga.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna enginn hefur tjáð sig um Alþingishúsið en ljóst er að það þarfnast breytinga að utan og þá aðallega í eftirfarandi:
Það er mynd af Kristjáni x danakonungi á húsinu ef ég man rétt og svo er danska konungsmerkið upp við þak hússins,væri ekki tilhlýðilegra að hafa brjóstmynd af fyrsta forseta íslands(Sveini Björnsyni) og svo skjaldarmerkið við þakið,nú styttist í 17 júní(Þjóðhátíðardaginn) og því finnst mér meira um vert að ráðist verði í þessar breytingar sem fyrst og dönskum áhrifum á alþingishúsinu afmáðar með öllu.
Hvað hafa bloggvinir og lesendur síðunnar um þetta að segja?
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.6.2007 | 00:40
Eyþór Arnals í nýju starfi.
Sá í kvöld í Kastljósi að Eyþór Arnalds væri orðinn meðhjálpari í hjáverkum hjá S.r gunnari Björnsyni í Selfosskirkju,mér líst vel á þetta framtak hjá Eyþóri en hann var og er í einni vinsælustu hljómsveit íslands Todmobile ásamt þeim Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni og Andreu Gylfadóttur.
Síðan óskar Eyþóri heilla í starfi.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 22:05
Skelfilegur dauðdagi álftar.
Ekki varð flug áltarinnar í Breiðdal til fjár er hún flaug á rafmagnslínu með þeim afleiðingum að allt varð rafmagnslaust í skammann tíma,og það sem meira var þá var hún völd að sinueldi þegar hún lenti á jörðinni.
Já,þau eru skrýtin og stundum spaugileg örlögin sem bíða fuglanna okkar hvort sem það er dúfa eða álft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 16:28
Eiður til Man united?
Nú á sunnudag fer frram lokaumferðin í spænsku úrvalsdeildinni og berjast stórveldin Real Madrid og Barcelona um titilinn en Sevilla á einnig stærðfræðilega möguleika þ.e.a.s. ef hinum tveimur fatast flugið em Madridingar standa best að vígi vegna innbyrðis viðureigna og er spennann mikil eins og eðlilegt er.
Nú seinustu daga hefur mikið verið talað um vistaskipti hjá Eiði Smára Guðjohnsen til Man United og er talað um að skipta á sléttu á honum og Gerald Pique sem United lánaði til Real Zaragossa fyrir yfirstandandi tímabil en kom til United einmitt frá Barcelona sem vilja nú fá hann aftur til sín.
Ég hef áður sagt mína skoðun á því að Eiður ætti að fara til United því leikstíll hans hentar betur í ensku deildinni og þá myndi hann hægt og sígandi taka við af paul Scholes á miðjunni enda Eiður mjög góður uppbyggjari og svo myndi hann stinga sér í gegn af miðjunni og er Eiður nákvæmlega sú leikmannatýpa sem United þarf á að halda.
En semsagt við fáum eitthvað að frétta af þessum málum eftir sunnudaginn.
KV:Korntop
Arnór Guðjohnsen: Ekkert heyrt frá Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 04:20
NBA lokið.
Já þannig urðu lokatölurnar í leik þessara liða núna rétt áðan en sigurinn var mun öruggari en þessar tölur segja til um því Spurs voru yfir meira og minna allann leikinn og átti franski bakvörðurinn Tony Parker frábæran leik og var hann valinn MVP eða besti maður úrslitakeppninnar og vann það verðskuldað en hann skoraði 24 stig en einnig var Argentínumaðurinn Manu Ginobili drjúgur með um 26 stig.
Hjá Cleveland var ungstirnið Lebron James með 27 stig en skotnýting hans var arfaléleg10/30 eða 33% hittni og það gengur ekki gegn liði eins og San Antonio Spurs sem var að vinna sinn 4 NBA titil á 8 árum og var Robert Horry þar með að vinna sinn 7 NBA titil,frábært afrek.
En semsagt San Antonio spurs sópuðu þessu einvígi 4-0 og eru einfaldlega besta lið NBA í ár og ljóst að önnur lið þurfa að fara í gegnum þá á næsta tímabili en þessu tímabili er semsagt lokið og næsta hefst í kringum 1 nóvember.
TIL HAMINGJU SAN ANTONIO SPURS.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 23:28
NBA úrslit,leikur 4.
Núna kl 1 hefst 4 leikurinn í viðureign Cleveland og San Antonio í Cleveland og vil ég meina að þetta verði líka sá síðasti í þessum lokaúrslitum NBA einfaldlega sökum þess að San Antonio er -2 klössum betra lið á öllum sviðum körfuboltans en LeBron James má eiga það að hann einn og sér kom þessu miðlungsliði í lokaúrslit NBA og hefur hann þroskast mikið sem leikmaður og með toppstykkið í lagi en San Antonio er bara of stór biti fyrir hann og Clevelandliðið,ég vona að heimamenn vinni en held að það gerist ekki,leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur beint á SÝN og hefst eins og áður sagði kl 1.
Mín spá:89-104 fyrir San Antonio.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 01:16
Skynsamleg lausn.
Sælir bloggvinir og lesendur góðir,þá er komin lausn varðandi sambandsslitin hjá okkur Dagbjörtu en þeir sem lásu fyrra blogg mitt um þetta mál og vita málavexti varðandi veikindi hennar og ætla ég ekki að endurtaka það hér en fyrir þá sem vilja kynna sér þetta mál bendi ég á að lesa umrætt blogg.
En við hittumst semsagt á BK og ræddum málin og ákváðum að vera ofboðslega góðir vinir og standa saman sem við höfum alltaf gert,við breytum í raun engu nema hringarnir verða teknir af og trúlofum slitið en ætlum að halda áfram í sterku vinasambandi/ígildi kærustupars en hún vill sjá mig hamingjusaman þannig að ef ég finn mér aðra kærustu þá bakkar hún mig upp í því,hún hefur hinsvegar sagt að hún byrji ekki með öðrum karlmanni en veikindi hennar eru mjög mikil og númer 1 er að veita henni alla þá hjálp sem til er.
Okkur Dagbjörtu þykir ofboðslega vænt hvort um annað og ljóst að hún gerir þetta ekki með neinni gleði en ekki er við öllu séð þar sem veikindin setja henni þröngar skorður.
Ég vil henni allt hið besta og því komumst við að þessari skynsamlegu niðurstöðu að vera góðir vinir ganga saman í gegnum súrt og sætt,einnig munu vinir okkar berjast með henni þannig að samstaðan er mikil í vinahópnum og það er fyrir öllu,eruð þið ekki á sömu skoðun bloggvinir og lesendur góðir?
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.6.2007 | 23:17
Valur-Víkingur.
Þá er lokið leik Vals og Víkings á Laugardalsvelli og lauk honum með sigri valsmanna 3-1 eftir að hafa leitt í hálfleik 1-0 en það mark skoraði Pálmi Rafn Pálmason með síðasta skalla fyrri hálfleiks,leikurinn byrjaði frekar rólega og gekk mönnum illa að senda boltann milli manna á 20 mín átti Dennis Bo Mortensen daninn í liði Vals glæsilegan skalla en Bjarni Þórður í marki Víkinga varði glæsilega,annað markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik.
Í seinni hálfleik voru valsmenn mun betri á öllum sviðum fyrstu 20 mín og á þeim tíma skoraði Helgi Sigurðson 2 mörk,annað úr réttmætri vítaspyrnu og svo kom annað mark skömmu síðar þegar hann komst inn innfyrir víkingsvörnina og afgreiddi boltann í netið.
Á 77 mínútu skoraði Sinisa Kekic úr vítaspyrnu.og meira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik nema hvað valsmenn áttu að fá vítaspyrnu á 40 mín og eins í seinni hálfleik þegar einn víkinga handlék knöttinn en brotið var fært út fyrir.
Í heildina séð var sigur vals sanngjarn og ekkert meira um það að segja,en það er ljóst að Willum þór Þórson er á réttri leið með valsliðið,hjá víkingi var meðalmennskan uppmáluð og varnarleikurinn dapur og nú er það næsti leikur á heimavelli gegn keflavík og þá verða menn að gera betur.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 04:09
NBA úrslit,leikur 3.
Nú rétt áðan lauk í Cleveland leik Cleveland og San Antonio og lauk leiknum með sigri gestanna 72-75 í leik sem hreint út sagt arfalélegur og þó sérstaklega fyrir frámuna lélega hittni en hittni beggja íða var um 35% og þó var 3gja stiga nýting San Antonio betri 9/18 á móti 3/18 hjá Cleveland.
Varnarleikurinn var í lagi hjá báðum liðum enda hittnin eins og ég sagði ekki góð.
Hjá heimamönnum var LeBron James með 21 stig/8 fráköst/7 stoðsendingar en hjá gestunum var það Tim Duncan stigahæstur að mig minnir með 14 stig.
Næsti leikur skiptir öllu máli fyrir Cleveland því ef þeir tapa næsta leik á föstudagskvöld þá verða San Antonio meistar og einhvern veginn hef ég það á tilfiningunni að Cleveland vilji nú vinna einn leik.
Mín spá er sú að það gerist ekki enda San Antonio með klassa betra lið á öllum sviðum körfuboltans.
Næsti leikur á föstudagskvöld kl 1 ogáð sjálfsögðu í beinni á SÝN.
kv:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 205420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady