Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Viðtal við Korntoppinn Í mogganum á laugardag.

Var að koma úr blaðaviðtali við blaðakonu Morgunblaðsins sem birt verður á laugardaginn,þar getið þið bloggvinir og lesendur góðir kynnst mér og fyrir hvaða skoðanir ég stend.

                                             KV:Korntop

Burt með kynferðisofbeldi gagnvart börnum.

Barnaklámhringur sem nær til 35 landa með um 700 meðlimi hefur verið upprættur og 31 barni bjargað úr klóm ofbeldismannanna.

Notuðu þessir ofbeldismenn spjallrás og sendu jafnvel beint af netinu til að koma þessum ófögnuði áfram.

ÚTRÝMUM ÞESSUM VIÐBJÓÐI SEM FYRST.

                                            KV:Korntop


mbl.is Barnaklámshringur með 700 meðlimi upprættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er allt falt fyrir peninga?

Þá er er það komið á hreint, West Ham er reiðubúið að greiða Barcelona 12 miljónir punda fyrir Eið Smára Guðjohnsen,eru Eggert Magnússon og félagar endanlega geggjaðir?

það er mitt álit að til West Ham hefur Eiður Smári ekkert að gera,ég hef ekkert á móti WH en Eiður á að fara til Man United þar sem ögrunin og áskorunin yrði bara meiri og myndi svala hans metnaði betur,helst vildi ég hafa Eið áfram hjá Barcelona en þar mun fara fram "rýmingarsala" á leikmönnum næstu vikur


mbl.is Býður West Ham 12 milljónir punda í Eið Smára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil Alfreð áfram.

Eins og fram kom í seinustu færslu sigruðu íslendingar serba 42-40 í og tryggðu sér þar með sæti á evrópumóti landsliða í handknattleik sem fram fer í noregi í janúar og febrúar í byrjun næsta árs.

Í kjölfarið vaknar óneitanlega sú spurning hver muni stýra íslenska liðinu á umræddu móti því samningur Alfreðs Gíslasonar núverandi landsliðsþjálfara rennur út um næstu mánaðarmót.

Ég vil hvetja HSÍ til að bíða aðeins og leyfa Alfreð að hugsa málið í 2-3 vikur,Alfreð Gíslason er óneitanlega besti landsliðsþjálfarinn síðan á dögum Bogdan Kowalzsyk og þó hafa margir færir þjálfarar stýrt liðinu.

Alfreð er þjálfari Vfl Gummersbach sem er eitt af betri liðunum í þýsku bundeslígunni og í ofaálag hefur hann stýrt lansliðinu með frábærum árangri,ég vil hafa Alfreð Gíslason áfram sem landsliðsþjálfara en til þess þarf HSÍ að sýna skynsemi og gefa Alfreð verðskuldaða hvíld og ræða svo málin eftir það en við bíðum og sjáum hvað setur.

                            KV:Korntop


mbl.is Alfreð: Ég er hættur ef ég þarf að svara HSÍ strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland.

Þá er orðið öruggt að íslenska handboltalandsliðið er komið í úrslit evrópumótsins í handknattleik sem haldin verður í Noregi í janúar á næsta ári.

Byrjunin í kvöld einkendist af mikilli taugaveiklun íslenska liðsins og leiddu serbar í byrjun og komust í 4-7,en þá komu 4 íslensk mörk í röð og staðan 8-7 og eftir það leiddi íslenska liðið og staðan í leikhléi 24-22,já mikið skorað í fyrri hálfleik enda engin varnarleikur.

Í síðari hálfleik kom smá varnarleikur hjá strákunum og þá kom smá markvarsla með og sóknin hélt áfram að vera góð en mikil spenna var á lokamínútunum og gerðu serbarnir allt sem þeir gátu til að minka bilið og komast áfram en það tókst hinsvegar ekki og íslenska liðið vann nauman en góðan sigur.

Leikur íslenska liðsins hefur oft verið betri sérstaklega í vörninni en hún var eins og vængjahurð nær allann leikinn og markvarslan var þar af leiðandi engin,serbneska liðið lék nú mun betur en í fyrri leiknum en mér finnst of mikið að sjá þetta lið skora 40 mörk til þess er þetta lið ekki nægilega gott en bæði liðin héldu áhorfendum í spennitreyju leikinn út í gegn.

Að lokum verður að minnast á stemminguna sem var gríðarleg og var það ekki síst fyir tilstuðlan okkar áhorfendanna sem fleytti íslenska liðinu yfir erfiða hjalla í þessum leik,hef ég aldrei verið á landsleik á íslandi þar sem viðlíka stemming var eins og í kvöld enda er ég alveg raddlaus,en semsagt Ísland er komið á EM 2008 og það er fyrir öllu.

Nú er bara að skella sér til Noregs á þessa keppni.´
                                        ÁFRAM ÍSLAND.
                                                   KV:Korntop

 


Saman á ný.

Jæja þá hefur það fengist staðfest að Spice girls ætli að koma saman síðaar á árinu og halda 6 lokatónleika(M.a í London,Tokyo og Las Vegas) til að kynna Greatest Hits plötuna sína sem kemur út bráðlega en þetta var ein vinsælasta hljómsveit unga fólksins fyrir um 10 árum.

Já hvað gera menn/konur ekki til að viðhalda frægðinni?spyr sá sem ekki veit?
                                                    KV:Korntop


mbl.is Kryddpíur saman á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ragnar Bjarnason.

í dag var tilkynnt að stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason væri borgarlistamaður Reykjavíkur og er hann svo sannarlega vel að honum kominn en í gegnum tíðina hefur Ragnar sungið margar ódauðlegar perlurnar lög eins og "Vertu ekki að horfa"og "Vorkvöld í Reykjavík"lög sem munu lifa með þjóðinni um ókomin ár.

Ég leyfa mér þann munað að óska Ragnari Bjarnasyni innilega til hamingju með þennann góða titil.
                                    KV:Korntop


mbl.is Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi mótþrói kirkjunnar.

Alveg er það óþolandi þegar kirkjuþing eða meirihluti þess berst jafn hatramlega fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og reyndin er með samkynhneigða,þessi fáranlegi fyrirsláttur kirkjunnar manna með sjálfan biskup íslands í broddi fylkingar er fyrir löngu orðinn úreltur og svona hugsunarhætti þarf að breyta.

Ég þekki nokkra samkynhneigða einstaklinga af báðum kynjum sem vilja staðfesta sambúð og geta gift sig eins og hver annar einstaklingur í þessu þjóðfélagi og er þessi mismunum þjóðfélagshópa komin út fyrir öll mörk og kallar æ meir á aðskilnað ríkis og kirkju eð það finnst mér allavega.

Hvað segja femínistar og aðrir jafnréttissinnar um þetta mál?
                                    KV:Korntop


Síberítigrisdýr í útrýmingarhættu.

Þá er það ljóst að"aðeins"400 síberíutigrisdýr eru eftir í heiminum og því ætti að reyna að koma einhverjum af þessum sjaldgæfu skeppnum fyrir í dýragörðum víðsvegar um heim til þess að koma í veg fyrir að veiðiþjófar útrými þessari dýrategund endanlega.

                                           KV:Korntop


mbl.is Reynt að forða Síberíutígrisdýrum frá útrýmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíð.

Fyrir hönd síðunnar óska ég bloggvinum, lesendum og landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar.

               KV:Korntop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 205420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband