Martröð.

5-0Já þetta urðu úrslit leiksins á Rásundavellinum í Stokkhólmi og má íslenska liðið þakka fyrir að hafa ekki tapað stærra þvílíkir voru yfirburðir svía.

Skelfingin hófst á 10 mínútu þegar Marcus Alback skoraði eftir gott skot frá Andreas Linderoth,eftir markið héldu svíar áfram að spila knettinum á milli sín og komst íslenska liðið meira inn í leikinn og sköpuðu nokkur hálffæri sem ekkert varð úr,á 40 mínútu skoraði Andreas Svenson með góðu skoti og á þeirri 43 skoraði Olaf Melberg með skoti eftir hornspyrnu og staðan í leikhléi var 3-0.

Seinni hálflrikur byrjaði skelfilega því eftir 54 mínútur var staðan orðin 5-0,fyrst skoraði Marcus Rosenberg eftir að hafa fengið sendingu innfyrir og haft betur í baráttu við Ívar Ingimarson og svo kom eitt skrautlegasta mark sem undirritaður hefur séð á ævinni, Rosenberg vildi fá vítaspyrnu á Í var en dómarinn dæmdi ekkert, Ívar fékk boltann og í stað þess að sparka honum útaf eða eitthvað þá gaf hann boltann beint á næsta svía sem gaf hann á Alback sem skoraði auðveldlega með opið mark fyrir framan sig,ekki komu fleiri mörk sem betur fer en svíarnir alltaf skrefinu á undan okkur.

Besti maður íslenska liðsins fannst mér vera Theódór Elmar Bjarnason kornungur strákur sem hefur tekið miklum framförum hjá skoska liðinu Glasgow Celtic,einnig barðist fyriliðinnBrynjar Björn Gunnarson vel en aðrir voru algerlega úti á túni og voru langtímum saman eins og hræddir hérar og ljóst að andleysið er algert í íslenska landsliðinu og tiltektar greinilega þörf.

Eftir þennann leik vakna eðlilega margar spurningar og sú stærsta er sú hvort þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson sé ekki kominn á endastöð með þetta lið,því verður hann að svara sjálfur en að mínu mati er það ekki bara hann sem þarf að hugsa sinn gang heldur leikmenn og svo ekki síst knattspyrnuforystan sjálf.

Ég man þá tíð þegar Guðjón Þórðarson var með liðið þá var annað uppi á teningnum,hann kom með aga og einfaldar reglur sem menn fóru eftir og árangurinn lét ekki á sér standa,við þurfum einhvern svipaðan karakter til að stýra liðinu en þó ekki fyrr en þessi keppni er búin.

Mín persónulega skoðun á þessu öllu er sú að Eyjólfur eigi að fá að klára þessa keppni,hann má eiga það að ungir og efnilegir leikmenn eru að koma inn í liðið og þeir þurfa tíma,einnig þarf að ganga úr skuga um það hverjir hafi metnað fyrir landsliðinu og hver ekki,kann að hljóma heimskulega en í þessum leikjum voru bara of margir "farþegar",við þurfum menn sem berjast,tækla og peppa hvern annann allann leikinn,svo einfalt er það,einnig er ljóst að liðið þarf að spila æfingarleiki reglulega því það er lykillinn að bættum árangri.

Að lokum að Eiði Smára Guðjohnsen,að mínu mati er hann orðinn stærri enn liðið og leikmenn treysta of mikið á hann og vilja ekki skyggja á hann,einnig er það spurning hvort það að hafa hann sem fyrirliða sé bara ekki of mikið fyrir hann,hann mætir sjaldan í viðtöl, ég sé hann aldrei peppa menn upp eða koma sem fyrliði og hvetja fólk á leiki,ég mæli með öðrum  fyrirliða og þá kæmu,Brynjar Björn Gunnarson og Hermann Hreiðarson helst til greina ásamt Ívari Ingimarsyni.

Ljóst er á öllu þessu að vandi íslenskrar knattspyrnu er mikill og naflaskoðunnar þörf,við þurfum að losna úr þessari krísu og endurvekja íslenska knattspyrnu.

                                           ÁFRAM ÍSLAND

                                            KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæþór Helgi Jensson

sko það er í fyrsta lagi þarf að reka eyjólf of það strax fyrir helgi- í annan stað að fá fleiri æfingarleiki og er ég ekkert endilega að tala um bestu þjóðirnar heldur bara hverja sem er afhverju getum við ekki spilað við þær lélegustu eins og england gerir oft til að peppa liðið upp svo kallaðir pepp leikir mér finnst eithvað að að fá eins og í fyrra spánverja til að peppa upp fyrir em keppnina 

fyndið- og fá þarna inn útlending með reynslu eyða smá meiri pening og vissum að þessu ríku fyrirtæki væru til í að koma með ksí í þetta verkefni að lyfta rassinum af landsliðinu sem minnir einna helst á ak feitann letingja núna eins og staðann er í dag mann sem nenni ekki að vinna eða neinu takk takk kveðja sæþór. 

Sæþór Helgi Jensson, 6.6.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

nokkuð til í þessu með æfingaleikina en sjáum hvað setur með Eyjólf,ég er á því að hann eigi að fá að klára keppnina og ráða svo nýjan þjálfara sem fengi hreint borð.

Magnús Paul Korntop, 6.6.2007 kl. 22:23

3 Smámynd: Sæþór Helgi Jensson

okie gott og vel leyfa honum að klára þetta enn byrja strax að finna nýjann erlendann og gefa sér góðann tíma 

Sæþór Helgi Jensson, 6.6.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 205248

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

220 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband