Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 16:22
Ekki er allt sem sýnist.
Þá er að segja aðeins frá þessum sambandsslitum við Dagbjartar en í ljós hefur komið að ekki er allt með felldu og ekki allt henni að kenna heldur utanaðkomandi aðstæðum sem enginn ræður við en við skulum byrja á byrjuninni,ég vil taka það fram strax í upphafi að ekki er um vorkunsemi af minni hálfu að ræða heldur sameiginlegar áhyggjur okkar vina hennar og bið fólk um að hafa það í huga við lesturinn því ég er ekki einn um þessa skoðun.
Eins og þeir vita sem best þekkja til þá veiktist Dagbjört í fyrra og hætti við að fara með okkur út sökum þess og velti ég því fyrir mér að slíta þessu en var sagt að hún "höndlaði" þetta alveg,jæja,hvað um það við vissum ekki betur en Dagbjört væri að ná fyrri heilsu og allt væri í lagi,inn í þetta verður að koma að sambýlið sem hún var á var á söluskrá,svo í ágúst flutti hún í húsnæði með vinkonu sinni og fljótlega eftir það hrönnuðust óveðurskýin upp með öllu því sem fylgdi í kjölfarið en ég vil meina að sambýlisfélagi hennar hafi ekki haft góð áhrif á Dagbjörtu og er það alfarið mín skoðun.
Þetta byrjaði allt með því að þær sváfu yfir sig í nokkur skipti og var gert að vinna það upp og tel ég það eðlilegt,ofan á það bættist að nokkrir vinnufélagar hennar hættu og kom það miklu óöryggi á hana sem endaði með því að hún labbaði út nokkuð sem hún myndi aldrei gera undir eðlilegum kringumstæðum.
Ekki vissum við betur en allt væri í orden hjá Dagbjörtu og hafði hún sagt stelpunum í vinahópnum að hún elskað Magnús Korntop og vildi ekki missa hann,einnig vildi hún nánast eingöngu eyða sínum frítíma með vinahópnum þ.e.a.s. ef hún var ekki með foreldrum sínum,þetta var í janúar.
En fljótt skipast veður í lofti og óveðurskýin hrönnuðust upp sem hófust með áðurnefndum atburðum á vinnustað en síðan þá hefur Dagbjört fjarlægst okkur vinahópinn hægt og sígandi sem enduðu með því að hún vildi slíta sambandinu við mig(Við vorum trúlofuð), þetta gerðist núna í mai og var ástæðan sögð að hringurinn meiddi hana en nú veit ég að pabbi hennar hefur ekki verið með giftingarhringinn í 25-30 ár og ég benti Dagbjörtu á það að frá minni hendi gætum við verið hringalaus en hún heldur að það að taka af sér hringinn tákni sambandsslit en ég og sameiginlegir vinir okkar ætlum að skýra þetta út fyrir henni þegar rétti tíminn kemur.
En aðalmálið og ein helsta skýringin á öllu þessu gæti þó verið að finna í lyfjabreytingum sem hún er að ganga í gegnum og hafa engu skilað og eru foreldrar hennar að reyna að finna tíma fyrir Dagbjörtu og helst koma henni framfyrir því það eru hreinar línur að læknirinn er að gera vitleysu og foreldrar hennar eru að reyna að benda lækninum á það en það gengur hægt og eru foreldrar hennar alveg búin andlega og er ég ekkert hissa á því.
Það er ljóst af öllu þessu að veikindi Dagbjartar eru mikil og þarf samhentar hendur til að hjálpa til,mér þykir ákaflega vænt um stelpuna og vil allt gera til að fá hana aftur en framtíðin verður að skera úr um það,það eina sem við,ég,foreldrar,systkyni og vinir hennar viljum er að fá okkar gömlu góðu Dagbjörtu aftur en við vitum að það getur tekið tíma,ljóst er að Dagbjört er sokkin en ekki drukknuð og því enn hægt að bjarga henni og með sameiginlegu átaki hefst það þó við vitum að aðalvinnan lendi á foreldrum hennar.
Mitt mat er það að það eigi að splitta þeim í sundur og finna sambýli með íbúðarkjarna því ég vil meina að vandamálið hafi í raun byrjað eftir að Dagbjört flutti af Markarflötinni því þar leið henni vel og þar var skipulag á hlutunum sem síðan hvarf eftir fluttningana í nýja íbúð.
Læt ykkur vita hvernig þetta fer en hafið það gott elskurnar.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt 3.6.2007 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
31.5.2007 | 13:07
Flottur dagur.
Þá er kominn nýr dagur og mun hann áreiðanlega bera eitthvað í skauti sér og ætla ég að njóta hanS Í botn.
Hef bara verið að chilla í dag og ætla bara að taka það rólega og svo í kvöld er það BK en þar ætlum við að hittast hópur sem vann á fyrstu vorhátíð Átaks.
um næstu helgi ætlum við gamlir nemendur úr Öskjuhlíðarskóla ætlum að hittast en margir hafa ekki sést í um 25 ár og verður þetta skemmtileg uppákoma en við í undirbúningsnefndinni höfum unnið að þessu frá áramótum og hefur sú vinna verið skemmtileg í alla staði.
Sambandsslit okkar Dagbjartar eru ekki einleikin og enn hef ég ekki fengið skýringar en hún gæti leigið í ýmsum hlutum en mun blogga spes um það efni því þetta er svolítið snúið og erfitt að finna einhvern einn flöt en blogga kanski um það í dag.
En nóg í bili,meira blogg væntanlegt.
KV:Korntop
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.5.2007 | 10:50
Enn af NBA.
Horfði í nótt á 5 leik San Antonio og UTAH í NBA deildinni og er skemmst frá því að segja að þessi leikur varð aldrei spennandi slíkir voru yfirburðir heimamannna í San Antonio og áttu gestirnir aldrei break í leiknum.
Staðan eftir 1 leikhluta var 34-15 og ljóst hvert stefndi því í raun var þessi leikur þá búinn,í 2 leikhluta héldu heimamenn í horfinu og leiddu í leikhléi 55-39.
Í seinni hálfleik héldu yfirburðirnir áfram og í 4 leikhluta sátu stjörnur heimamana á bekknum og létu"minni"spámenn um að spila fjórðunginn og lauk leiknum með öruggum sigri heimamanna 109-82.
San Antonio er því komið í úrslit NBA og mæta þar annaðhvort Detroit eða Cleveland en staðan í því einvígi er jöfn 2-2.
Erfitt er að tína einhvern út í liði heimamanna en þó verður að nefna franska bakvörðinn Tony Parker maður með mikinn sprengikraft og hraða,hjá gestunum var fátt um fína drætti og leikmenn hver öðrum daufari og engu líkara en að menn væru búnir að tapa leiknum fyrirfram enda var þetta 19 tapleikur UTAH í San Antonio,
Við höldum áfram að fylgjast með NBA hér á síðunni.
Svona í framhjáhlaupi þá vildi Kobe Bryant fara í leikmannaskiptum frá Los Angeles Lakers og sagði stjórnun hjá félaginu en svo fékk maðurinn bakþanka og sagðist vera hættur við að hætta,er þessi maður ótrúlegur enda var gerður við hann 7 ára samningur strax daginn eftir að Shaquile O´Neal fór til Miami í miklum leikmannaskiptum en þá var tilkynnt að liðið yrði byggt í kringum Kobe Bryant,sú áætlun hefur gersamlega mistekist og er það mín skoðun að það eigi að selja slíka menn tafarlaust.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2007 | 21:40
Bull og þvæla.
Jæja þá er það ljóst,strætisvagnar munu aka á 30 mín fresti í sumar og byrjar það á sunnudaginn kemur og einnig verður leið 16 lögð niður,eru þessar aðgerðir enn eitt klúðrið í málefnum stræto bs og allra síst fallnar til að auka farþegafjöldann heldur þvert á móti auk þess sem ekkert samráð er haft við vagnstjóra heldur er þeim gert að vinna lengri vaktir og sagt að skipta sér ekki af og éta það sem úti frýs en þetta er í 6 skiptið sem leiðarkerfinu er breytt á s.l 2 árum,þvílíkt klúður.
Mín skoðun er sú að Strætó bs ætti að breyta leiðarkerfinu í upprunalegt horf eins það var fyrir 23 ágúst 2005 og ekki vera að rugla almenning með þessari vitleysu og þvælu heldur bæta samgöngur þannig að strætó gangi helst á 15 mín fresti því margir taka strætó daglega og því ætti frekar að auka ferðir í stað þess að fækka þeim.
ÉG ALLAVEGA MÓTMÆLI ÞESSARI VITLEYSU HARÐLEGA.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.5.2007 | 16:33
NBA.
í nótt fór fram 4 leikurinn í úrslitaeinvígi NBA á austurstöndinni og mættust Cleveland og Detroit í Cleveland og var staðan fyrir leikinn 2-1 fyrir Detroit og var þetta annar leikurinn í Cleveland og þurftu heimamenn nauðsynlega að sigra til að halda einvíginu gangandi því tap hefði þýtt stöðuna 3-1 fyrir Detroit og þeir með 5 leikinn á heimavelli.
Varð þessi leikur jafn og spennandi eins og hinir 3 á undan og var staðan í leikhléi 50-43 fyrir heimamenn,í 3 leikhluta var eins og heimamenn væru svæfðir og leiddu gestirnir frá Detroit 67-65 og virtust vera með leikinn í höndum sér en í 4 leikhluta fór LeBron James í gang og átti frábæran fjórðung svo ekki sé nú minnst á leikstjórnandann og nýliðann Gibson sem skoraði að mig minnir 22 stig og brilleraði,en staðan í einvíginu er jöfn 2-2 og næsti leikur verður í Detroit.
Kl 1 í nótt er svo 5 leikur San Antonio og Utah og ef San Antonio sigrar eru þeir komnir í úrslit NBA en ljóst er að Utah liðið mætir skaddað til leiks því þjálfarinn Jerry Sloan og leikmaðurinn Derek Fisher eru í leikbanni því þeir fengu báðir 2 tæknivillur og var því vísað úr húsi og því verður fróðlegt að fylgjast með í kvöld.
Ég spái því að heimamenn vinni öruggann sigur en sjón verður sögu ríkari.
NBA-I love this game.
Bloggar | Breytt 31.5.2007 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2007 | 03:53
Kyrr hér.
Dagurinn í gær var góður,Aileen vinkona mín kom og keyrði mig í Bónus og svo var haldið heim með vörurnar,sátum og hlustuðum á tónlist og ræddum næsta vetur en Hljómsveitin Hraðakstur bannaður er að hefja sitt 7 starfsár næsta haust og erum við bæði full tilhlökkunar,einnig munum minka rafmagnið aðeins og fara yfir í accustic og þar mun þjóðlagatónlistin fá meira vægi en einnig aðrir fylgifiskar eins og Bubbi,Cat Stevens,Bítlarnir,Megas ofl,einnig er ekki loku fyrir það skotið að við Aileen verðum saman í tónlistarskóla Sigurðar Dementz og væri það bara fyndið,en ég er væntanlega að fara í inntökupróf þar en eins og lesendur muna þreytti ég líka inntökupróf í FÍH en þetta kemur allt í ljós síðar,þið fáið að vita af því hér.
Ég hef ákveðið að færa mig ekki neitt heldur verðið þið að þola mig hér um ókomna tíð og ætla ég að blogga um það sem skiptir máli yfirleytt en ekki herma eftir öðrum bloggum nema að mjög takmörkuðu leyti en það er margt sem hægt verður að blogga um,
ég lærði það í seinustu umræðu að vera ekki með staðhæfingar nema fyrir þeim sé innistæða,ég missti nokkra bloggvini vegna þessa frumhlaups og vildi gjarnan fá þá aftur en Femínistar er besta fólk þó skoðanir okkar fari ekki alltaf saman en ég mun fara varlega í alhæfingar hér eftir,eftir sem áður eru skynsamar umræður í formi commenta lykilatriði þar sem fólk getur verið með skoðanaskipti án skítkasts.
Kristín:Nafmnið Korntop er þýskt og var áður Kerntop en þegar þeir sem báru það nafn fluttu til Bandaríkjanna breyttu þeir um nafn til að vera eins og hinir og fékk þetta nafn frá föður mínum sem býr í Vestur Virginíufylki.
Vona ég að þessar upplýsingar séu fullnægjandi en þú ert ekki sú fyrsta sem spyr um þetta nafn.
Nóg komið í bili en kem með meira síðar og kanski þéttar en verið hefur.
Hafið það gott elskurnar,mér þykir vænt um ykkur öll.
KV:Korntop.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.5.2007 | 00:32
Hugsanleg færsla á blogginu.
Er að spá í að færa mig héðan af MBL og fara annað en það er þó ekki víst,ljóst er að síðasta umræða situr í mér en á jákvæðan hátt þó.
Næg efnistök eru til og droppa þau hér inn ef ég fer ekki annað en ég sé til með það en sjáum hvað setur í þeim efnum.
Einnig er ég mjög óánægður með þátttöku í skoðanakönnunum sem ég set fram,það er eins og fólk hafi engar skoðanir lengur.
Enn sem fyrr vil ég minna á að öllum commentum sem ekki eru um efnið semfjallað er um verður umsvifalaust eytt,sama á við ef einhver skrifar ekki undir nafni eða er með skítkast.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.5.2007 | 18:08
Jafnrétti.
í ljósi seinustu færslu um femínista er ekki úr vegi að sú umræða sé stöðvuð í eitt skipti fyrir öll með því að ræða örlítið um hvernig ég lít á jafnrétti og vona ég að öll comment verði innann velsæmismarka en hvorki ég né aðrir kallaðir nöfnum á borð við "aumingja,lúserar og nauðgarar"ég veit að ég líkti Femínista við rauðsokkahreyfinguna og biðst ég auðmjúkrar afsökunar á því,ég hefði mátt nota betra orðalag,missti ég 3 bloggvini sem allar eru femínistar vegna þess að þeim líkaði ekki hvernig ég skrifaði um Femínista,ég bið ykkur þrjár innilegrar afsökunar á að hafa sært ykkur.
Varðandi barnalansumræðuna þá var mér sagt af því að ég væri rakkaður niður þar en komst svo að því að sú umræða átti sér þar aldrei stað og bið ég Barnalandskonur einnig afsökunar fyrir að hafa þær fyrir rangri sök.
Með þessu er ég ALLS EKKI að biðjast afsökunar á skrifum mínum né skoðunum og mun ég segja skoðanir mínar áfram en nota fágaðra orðalag en allar skoðanir eiga rétt á sér,er fólk ekki almennt sammála um það?
En þá að jafnréttisumræðunni og vil ég ef að einhverjar staðhæfingar séu rangar biðja fólk sem þekkir málaflokkinn að leiðrétta mig og þá jákvætt og verður það þá leiðrétt samstundis.
Í gegnum aldirnar var þetta þannig að konur unnu öll heimilisverk á heimilinu,elduðu,vöskuðu upp,þvoðu þvottinn,sáu um börnin og þrifu húsið á meðan karlmennirnir unnu fyrir heimilinu og stundum var um mikla erfiðisvinnu að ræða.
Þegar líða tók á 20 öldina tók þetta að beytast svo um munaði,konur fóru að mennta sig fara út á vinnumarkaðinn og smátt og smátt var gamla stéttaskiptingin fyrir bí,karlmenn tóku meiri þátt í heimilisstörfum og urðu margir hverjir heimavinnandi.
Í dag er aðalvandamálið svokallaður launamunur kynjana en algengt er að konur í stjórnunarstöðum fái ekki nema um 60-70% af launum karla og er það hlutur sem þarf að bæta og það sem fyrst.
Það samrýmist ekki í nútíma þjóðfélagi að konur séu settar skör lægra,einnig eru karlar farnir að taka fæðingarorlof til að geta tekið þátt í uppeldi barna sinna og er brýnt að konur fái sambærileg laun og karlar enda erum við á árinu 2007.
Mér finnst sjálfsagt að karlmenn hjálpi til við þrif og annað sem snýr að heimilistörfum en ekki láta konuna um þá hlið mála,við þurfum að koma okkur út úr torfkofunum og komast í nútímann eð þessi mál og leysa þann vanda sem við blasir sem er að gera konum(í meirihluta tilfella)kleift að sjá sér farboða með hækkun barnabóta og minka launamun kynjana þannig að hann eyðist og hverfi,ég treysti nýrri ríkisstjórn til þess að vinna því máli brautargengi.
Jafnrétti fyrir alla,í bráð og lengd.
Það eru vinsamleg tilmæli að comment verði innann velsæmismarka,ég áskil mér rétt til að henda út þeim commentum sem innihalda skítkast og leiðindi.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
25.5.2007 | 12:07
Hugsanleg brottför.
Hæ lesendur góðir.
Ég er alvarlega að hugsa um að færa mig af MBL blogginu,annað hvort á gamla bloggið eða annað,ég læt ekkert vita sérstaklega af því hvert ég fer en blogg mun þó birtast hérna áfram en bara ekki um femínista eða Barnaland.is heldur verður það skemmtilegri umræða.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2007 | 11:33
Hm.
Veit ekki hvort ég eigi að nenna að blogga hérna mikið meira,hér vaða femínistar um allt boðandi jafnrétti í einni eða annari mynd,það má orðið ekkert gerast hér án þess að þessar femínistabeljur þurfi sífellt aðvera að skipta sér af,en semsagt,femínistar eru óþolandi þjóðflokkur í anda gömlu Rauðsokkahreyfingarinnar.
Í gærkvöldi gerðust svo hlutirnir þegar "huldumaðurinn" svokallaði Hrólfur Guðmundsson ákvað að hætta að blogga og er mikill skaði að því og mikið væri gaman að vita hver hann er í raun og veru en hann gaf okkur lesendum lýsingu á sjálfum sér og þar kom allt fram nema nafnið á honum og verður hans sárt saknað í bloggheiminum enda blogg hans samkallað skemmtiefni.
það er greinilegt að bloggið mitt í gær um Barnaland.is hefur vakið gríðarleg viðbrögð og mun ég skrifa meira æsiblogg þar sem hópar eru teknir fyrir.
Ég vil samt árétta það að ef ég hef sært einhvern í gær haft fyrir rangri sök biðst ég auðmjúkrar afsökunar,tilgangurinn með svona "sprengjubloggi"er að varpa ljósi og segja mínar skoðanir á hlutunum
stundum verður maður bara svo reiður að maður ræður ekki við sig.
Held bara að nóg sé komið í bili,ég blogga kanski aftur síðar í dagen nú er komið nóg í bili,vil að endingu hvetja lesendur til að kjósa í könnuninni og commenta á færslur þó það sé ekki nema bara innlitskvitt.
Eigið góðan dag og gerið allt sem ég myndi gera.
KV:Korntop
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
Erlent
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi