Kyrr hér.

Dagurinn í gær var góður,Aileen vinkona mín kom og keyrði mig í Bónus og svo var haldið heim með vörurnar,sátum og hlustuðum á tónlist og ræddum næsta vetur en Hljómsveitin Hraðakstur bannaður er að hefja sitt 7 starfsár næsta haust og erum við bæði full tilhlökkunar,einnig munum minka rafmagnið aðeins og fara yfir í accustic og þar mun þjóðlagatónlistin fá meira vægi en einnig aðrir fylgifiskar eins og Bubbi,Cat Stevens,Bítlarnir,Megas ofl,einnig er ekki loku fyrir það skotið að við Aileen verðum saman í tónlistarskóla Sigurðar Dementz og væri það bara fyndið,en ég er væntanlega að fara í inntökupróf þar en eins og lesendur muna þreytti ég líka inntökupróf í FÍH en þetta kemur allt í ljós síðar,þið fáið að vita af því hér.

Ég hef ákveðið að færa mig ekki neitt heldur verðið þið að þola mig hér um ókomna tíð og ætla ég að blogga um það sem skiptir máli yfirleytt en ekki herma eftir öðrum bloggum nema að mjög takmörkuðu leyti en það er margt sem hægt verður að blogga um,
ég lærði það í seinustu umræðu að vera ekki með staðhæfingar nema fyrir þeim sé innistæða,ég missti nokkra bloggvini vegna þessa frumhlaups og vildi gjarnan fá þá aftur en Femínistar er besta fólk þó skoðanir okkar fari ekki alltaf saman en ég mun fara varlega í alhæfingar hér eftir,eftir sem áður eru skynsamar umræður í formi commenta lykilatriði þar sem fólk getur verið með skoðanaskipti án skítkasts.

Kristín:Nafmnið Korntop er þýskt og var áður Kerntop en þegar þeir sem báru það nafn fluttu til Bandaríkjanna breyttu þeir um nafn til að vera eins og hinir og fékk þetta nafn frá föður mínum sem býr í Vestur Virginíufylki.
Vona ég að þessar upplýsingar séu fullnægjandi en þú ert ekki sú fyrsta sem spyr um þetta nafn.

Nóg komið í bili en kem með meira síðar og kanski þéttar en verið hefur.
Hafið það gott elskurnar,mér þykir vænt um ykkur öll.
                                     KV:Korntop.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það verður spennandi að fá að heyra frá inntökuprófunum. Gangi þér hið besta

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 09:00

2 identicon

Já, gangi þér vel! :)

Malika (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er nú gott að þú ætlar að halda áfram. Fólk má hafa sínar skoðanir ein og þú seigir gott hjá þér

gangi þér vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.5.2007 kl. 10:45

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hér verð ég og fer ekkert,stundum koma bara þeir tímar að maður vill hætta þessu  en málið er að það er bara svo gamann að þessu að ég get ekki hætt.
Alveg rétt Emil:É ætlaði oft að hætta á blog central en bara gat það ekki en nóg um það,hér verður bloggað út í eitt sjálfum mér til framdráttar og ykur til fróðleiks,hehe.

Magnús Paul Korntop, 30.5.2007 kl. 16:02

5 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Gangi þér vel í inntökuprófinu.

Hefur hljómsveitin þín spilað fyrir almenning. Hef mikin áhuga á tónlist. Er með aðra síðu á www.blog.central.is/skaftafell. Var einu sinni blogsíða, en eftir að ég byrjaði hérna, hef ég aðallega notað hana sem vettvang fyrir tónlistaráhuga minn.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 30.5.2007 kl. 16:50

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ja Matthilda,við höfum spilað fyrir almenning en þó eru það yfirleytt fatlaðir sem við spilum fyrir,s.s Þroskahjálp og svoleiðis og er það bara gaman.

Magnús Paul Korntop, 30.5.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 205156

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband