Jafnrétti.

í ljósi seinustu færslu um femínista er ekki úr vegi að sú umræða sé stöðvuð í eitt skipti fyrir öll með því að ræða örlítið um hvernig ég lít á jafnrétti og vona ég að öll comment verði innann velsæmismarka en hvorki ég né aðrir kallaðir nöfnum á borð við "aumingja,lúserar og nauðgarar"ég veit að ég líkti Femínista við rauðsokkahreyfinguna og biðst ég auðmjúkrar afsökunar á því,ég hefði mátt nota betra orðalag,missti ég 3 bloggvini sem allar eru femínistar vegna þess að þeim líkaði ekki hvernig ég skrifaði um Femínista,ég bið ykkur þrjár innilegrar afsökunar á að hafa sært ykkur.
Varðandi barnalansumræðuna þá var mér sagt af því að ég væri rakkaður niður þar en komst svo að því að sú umræða átti sér þar aldrei stað og bið ég Barnalandskonur einnig afsökunar fyrir að hafa þær fyrir rangri sök.

Með þessu er ég ALLS EKKI að biðjast afsökunar á skrifum mínum né skoðunum og mun ég segja skoðanir mínar áfram en nota fágaðra orðalag en allar skoðanir eiga rétt á sér,er fólk ekki almennt sammála um það?

En þá að jafnréttisumræðunni og vil ég ef að einhverjar staðhæfingar séu rangar biðja fólk sem þekkir málaflokkinn að leiðrétta mig og þá jákvætt og verður það þá leiðrétt samstundis.

Í gegnum aldirnar var þetta þannig að konur unnu öll heimilisverk á heimilinu,elduðu,vöskuðu upp,þvoðu þvottinn,sáu um börnin og þrifu húsið á meðan karlmennirnir unnu fyrir heimilinu og stundum var um mikla erfiðisvinnu að ræða.

Þegar líða tók á 20 öldina tók þetta að beytast svo um munaði,konur fóru að mennta sig fara út á vinnumarkaðinn og smátt og smátt var gamla stéttaskiptingin fyrir bí,karlmenn tóku meiri þátt í heimilisstörfum og urðu margir hverjir heimavinnandi.

Í dag er aðalvandamálið svokallaður launamunur kynjana en algengt er að konur í stjórnunarstöðum fái ekki nema um 60-70% af launum karla og er það hlutur sem þarf að bæta og það sem fyrst.
Það samrýmist ekki í nútíma þjóðfélagi að konur séu settar skör lægra,einnig eru karlar farnir að taka fæðingarorlof til að geta tekið þátt í uppeldi barna sinna og er brýnt að konur fái sambærileg laun og karlar enda erum við á árinu 2007.

Mér finnst sjálfsagt að karlmenn hjálpi til við þrif og annað sem snýr að heimilistörfum en ekki láta konuna um þá hlið mála,við þurfum að koma okkur út úr torfkofunum og komast í nútímann eð þessi mál og leysa þann vanda sem við blasir sem er að gera konum(í meirihluta tilfella)kleift að sjá sér farboða með hækkun barnabóta og minka launamun kynjana þannig að hann eyðist og hverfi,ég treysti nýrri ríkisstjórn til þess að vinna því máli brautargengi.

Jafnrétti fyrir alla,í bráð og lengd.

Það eru vinsamleg tilmæli að comment verði innann velsæmismarka,ég áskil mér rétt til að henda út þeim commentum sem innihalda skítkast og leiðindi.
                           KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst þú alveg frábær í alla staði. Magnús minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2007 kl. 19:26

2 identicon

Glæsilegt hjá þér Magnús.   Jafnrétti á báða bóga að sjálfsögðu, ég vil ekkert annað.

Það er auðvitað gott að hafa skoðanir og jafnvel sterkar skoðanir en hitt er annað mál að ef maður kemur sínum skoðunum á framfæri með ljótu orðbragði og nafnaköllum þá er það bara eitthvað allt annað.  Ég persónulega hef ekkert á móti fólki sem er mér ekki sammála, allir hafa rétt á sínum skoðunum en hinsvegar er mér ekkert svo vel við orðljótt og ókurteist fólk. 

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 19:30

3 Smámynd: Ragnheiður

Þessi pistill fær 10 í einkunn. Takk fyrir þetta !

Ragnheiður , 25.5.2007 kl. 20:06

4 Smámynd: Andrea

Ótrúlegt að sami maður hafi skrifað þessa færslu og hinar. 

Merki um manndóm að geta beðist afsökunnar og þú gerðir það með stæl 

Andrea, 25.5.2007 kl. 20:24

5 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Verð samt að segja að karlmenn hjálpi til við þrif eins og þú kemst að orði er að mínu viti eitthvað sem þarfnast slípunar. Við hjálpumst að, bæði kynin, karlar hjálpa ekki konum með heimilistörfin heldur taka þeir þátt í þeim til jafns við konurnar sé sú verkaskipting ákveðin á heimlinu.

Tek undir hitt að það er vissulega í höndum karlmanna að sjá til þess að launamunur kynjanna verði ekki viðvarandi leyndarmál því þeir eru flestir í þeim stöðum sem geta breytt einhverju þar um.

Bjarkey Gunnarsdóttir, 26.5.2007 kl. 10:28

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mér fannst rauðsokkurnar í gamla daga vera algjörar gribbur (þá var ég unglingur) en vá hvað þær breyttu miklu til góðs, fattaði það löngu seinna. Misskildi þær, hélt að þær væru að ráðast á karlmenn og það fannst mér óréttlátt. Nú veit ég betur en finn að þessi misskilningur er ansi útbreiddur enn í dag. Ég vil jafnrétti og lít á mig sem femínista! Ég hef samt ekkert á móti karlmönnum, frekar en aðrir femínistar ... Held að flestir karlar vilji jafnrétti líka, sérstaklega þegar þeir átta sig á að illa er farið með dætur þeirra, systur, mæður og eiginkonur t.d. í launamálum. Alltaf er erfitt að breyta hlutunum og ekki allir sáttir við allt. Vonum bara að þetta fari að koma allt saman. 

Guðríður Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 17:32

7 Smámynd: halkatla

þú ert bara sannkallað séntilmenni

halkatla, 26.5.2007 kl. 17:33

8 Smámynd: Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir

upp með kvennrettindi sorry

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, 26.5.2007 kl. 17:34

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Emil:Það tilkynnist hér með að það er frost í helvíti og ekki útlit fyrir að það lagist á næstunni

Magnús Paul Korntop, 26.5.2007 kl. 19:56

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Emil þinn húmor er lélegur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.5.2007 kl. 20:30

11 Smámynd: Birna M

Takk fyrir þetta, flottur pistill, heima hjá mér neyðist fólk til að taka til hendinni, við vinnum jú nákvæmlega sömu vinnu, hvorugt er betri skaffari en hitt og hvorugt getur sagt að það sé þreyttara eftir vinnuna sína, það er engin afsökun. En maður á að segja skoðun sína. Það vita nú allir að Barnaland er kannski ekki alveg sá besti umræðigrundvöllur, sem hugsast getur, en rétt skal vera rétt. Langflottastur bara.

Birna M, 27.5.2007 kl. 09:20

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Flottur pistill hjá þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.5.2007 kl. 11:06

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hvaða hvaða.....

Heiða Þórðar, 27.5.2007 kl. 14:52

14 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Til hamingju, og gangi þér vel.

Eva Þorsteinsdóttir, 27.5.2007 kl. 19:16

15 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég vil þakka fólki fyrir góð comment,svona á þetta að vera.
Burt með skítkast,skiptumst frekar á skoðunum með viturlegum hætti.
Höldum svona áfram,BURT MEÐ SKÍTKASTIÐ AF BLOGGSÍÐUM.

Magnús Paul Korntop, 27.5.2007 kl. 19:17

16 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Flott, ég skal halda áfram að lesa skrifin þín eftir þessa færslu, gangi þér vel !

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 21:52

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn karl sér að mestu um þrifinn og að setja í uppþvottavélina.  En ég elda.  Þegar ég svo handleggsbrotnaði í fyrra, varð hann líka að læra á þvottavélina, svo nú getur hann líka þvegið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2007 kl. 11:07

18 identicon

Loksins sýnirðu þinn rétta, innri mann!

Gaman að sjá þig tala frá hjartanu en ekki til að sýnast e-ð "töff". Ég hef alltaf vitað þínar sönnu skoðanir á jafnréttismálum og ekki einu sinni nennt að lesa allt þetta rugl sem stundum hefur komið á síðuna. Þú hefur sýnt sannan manndóm með því að biðjast afsökunar. Ég er stolt af þér bróðir sæll ;-)

Rósa (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 12:33

19 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Kynskiptaraðgerð?já hún kemur til greina ef nægt fjármagn fæst og mig langi til þess að gera það,lifi jafnrétti á Íslandi.

Magnús Paul Korntop, 28.5.2007 kl. 16:32

20 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já,vinir mínir hjálpa mér,en ég hjálpa til þannig að við erum bæði kynin að hjálpast að hérna þegar vinir mínir koma að hjálpa til.

Magnús Paul Korntop, 28.5.2007 kl. 22:19

21 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Alls ekki,t.d sé ég um eldhúsið og fæ manneskju með mér í það,það er líka það eina sem ég get sökum þyngsla.

Magnús Paul Korntop, 29.5.2007 kl. 04:29

22 Smámynd: Ragnheiður

Það er líka allt í lagi að fá aðstoð þegar maður þarf þess Magnús, það er nákvæmlega ekkert að því og það er ekki merki um neina leti.

Ragnheiður , 29.5.2007 kl. 11:18

23 identicon

Magnús núna sérðu það svart á hvítu hvgerskonar smámenni og skíthæll Emil er.

Guðbjörn Ari (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband