Færsluflokkur: Dægurmál
24.10.2008 | 22:05
Á morgunn.
Þar sem ég er alveg back og fætur og hendur loga eftir fyrstu lyftingaræfinguna í um 2 ár þá hef ég ákveðið að bloggpistillinn sem koma átti í kvöld komi á morgunn eða sunnudaginn.
En ég verð þó að láta koma fram hér að ég er mjög ánægður með að ríkisstjórnin taki þetta lán frá IMF;það breytir öllu.
KV:Korntop
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2008 | 08:14
Hugmynd.
Hvað finnst bloggvinum og lesendum síðunnar um þá hugmynd að Ísland segi upp sjálfstæði sínu og gerist annað hvort hluti af Noregi, verði 51 fylkið í bandaríkjunum eða bara bretum?
Málið er nefnilega það að íslensk stjórnvöld virðast gersamlega ófær um að taka skynsamlegar og einfaldar ákvarðanir án þess að klúðra málunum eins og gerst hefur seinustu daga.
Að mínu mati ættum við að tilheyra Noregi og engum öðrum því það voru jú norðmenn sem fyrst sigldu hingað undan ofríki Haralds Hárfagra og byggðu þessa eyju ekki satt?
það er því sama víkingablóðið sem rennur um æðar íbúa beggja landa.
MUNIÐ AÐ KJÓSA Í KÖNNUNINNI.
KV:Korntop
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2008 | 06:13
Helgin.
Helgin hófst í gær með því að ég fór í Kringlunna með þeim feðgum Ottó og Ottó Bjarka að sækja miða á ABBA sýninguna sem verður í Og Vodafone höllinni 8 nóvember,síðan borgaði ég sjónvarpspakkann minn,fór í banka að taka út pening og bauð svo litla kút í mat á Mc Donalds.
Þaðan fór ég í Austurbergið og var kynnir á leik ÍR og Haukar U(yngri,ungir)sem við unnum 33-28.
Í dag er það svo bikarúrslitaleikur KR og Fjölnis á Laugardalsvelli klukkan 4 og ætla ég að vona að Fjölnir vinni þennann bikar,alltaf gaman að fá ný nöfn á bikara og gildir þá einu hvort um sé að ræða íslands eða bikarmeistaratitil.
Um kvöldið Ætlum við Aileen að sjá færeysku hljómsveitina TÝR á NASA við Austurvöll en þeir gerðu lagið "Ormurinn langi" geysivinsælt fyrir um 4 árum eða svo,en tónleikarnir hefjast klukkan 22(10) og standa til klukkan 1.
Sunnudeginum verður eytt í leti fyrir framan sjónvarp enda nægt sportefni í boði s.s NFL svo eitthvað sé nefnt.
Er að spá í að endurvekja liðinn "Fréttir vikunnar" hér á síðunni enda var vikan sem senn er á enda ekki viðburðarsnauð en nóg um það í bili,gangið hægt inn um gleðinnar dyr um helgina og farið vel með ykkur elskurnar.
KV:Korntop
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2008 | 08:12
Þá er það næsta árstíð takk.
Þá er að koma kuldatími út vikuna eða lengur,úúúúúúúúúffffffffffffffff.
ALLIR Í BÁTANA,BJÖRGUNARVESTIN MÍN SEM ERU Í YFIRSTÆRÐ ERU KLÁR.
Munið að kjósa í könnuninni þið sem það eigið eftir.
KV:Korntop
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.9.2008 | 00:43
Betri.
Er töluvert betri af flensunni þessa stundina og reikna með að fara í vinnuna á morgunn ef staðan helst óbreytt en ljóst er að það verður að fara varlega því ef manni slær niður þá fær maður það tvöfalt-þrefalt til baka en ég ætla nú að kýla á það á morgunn því um helgina eru bæði tónleikar og afmæli sem ég vil helst ekki missa af.
Er að undirbúa 2-3 pistla og svo þegar þeir hafa verið birtir þá fer eigandinn ég í ótímabundið bloggfrí enda er tíminn enginn fyrir þetta og dvínandi áhugi því samfara enda hálfleiðinlegt blogg sem héðan kemur,það sýnir aðsókn síðunnar best en á meðan grassera blogg femínista sem aldrei fyrr en þessir svokölluðu femínistar blanda sér í allt þó þeir viti ekki haus né sporð á umræðuefninu ég gæti nefnt nöfn hér en læt það eiga sig í bili.
Vil vinsamlegast benda fólki á að biðja mig ekki um bloggvináttu því henni verður einfaldlega hafnað en nóg í bili.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.9.2008 | 10:20
Góð helgi.
Á sunnudag hófst 1 deildin í handbolta og fengum við ÍR-ingar ÍBV í heimsókn og sigruðum með 3gja marka mun 34-31 í leik sem var fullur af mistökum eins og eðlilegt er í fyrstu umferðunum en þó er það mitt mat að ÍR verður í uppbyggingarstarfi þetta tímabilið og kanski næsta því liðið er geysiungt að árum og mjög efnilegt,ég var kynnir á leiknum og var mjög ryðgaður enda nýir leikmenn í okkar liði og leikskýrslan ekki vel læsileg en það er barsta ég og minn feill.
Á laugardaginn var Átak 15 ára og héldum við ráðstefnu á Grandhótel þar sem fluttir voru fyrirlestrar um sögu Átaks,h"Hvers vegna stofnuðum við Átak?",framtíðarsýn félagsins,diplomanám ofl.
Ég var fundarstjóri fyrir hádegi fyrir hádegi,en Freyja Haraldsdóttir tók við eftir hádegið,gekk þessi ráðstefna mjög vel.
Um kvöldið var svo ball á sama stað þar sem þríréttaður kvöldverður var á boðstólum auk skemmtiatriða,en fyrstur kom Páll Óskar og var með show í hálftíma,svo kom Dúó Aileenar og Ágústu með eitt lag,svo var það öldungaráðið(ég og Björgvin)með eitt lag og svo kom Rokkarinn Rúni Júl og tók 3 lög eins og honum einum er lagið.
Að þessu loknu steig bandið mitt á svið og spiluðum í um 1 klst og svo kom Plútó á eftir okkur með nokkur lög var þessu lokið uppúr miðnætti og fóru þá allir heim þó við sem að þessu stóðum værum orðin ansi slæpt enda verið að síðan um morguninn.
Í gær var svo eðlilega legið í leti og sofið enda mjög þreyttur eftir helgina en án hennar hefði ég ekki viljað vera en mestu af hvíldinni eyddi ég við að horfa á Ryder cup í golfi þar sem Bandaríkin unnu lið Evrópu 16 1/2-11 1/2 á Valhalla golfvellinum í Louisville í Kentucky.
Nú skal haldið til vinnu í fyrsta sinn í heila viku en verkefnaleysi hefur verið í gangi hjá mér en vonandi fer því nú að ljúka.
Kveð að sinni,KV:Korntop
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.9.2008 | 01:35
Bloggstopp.
Er bara að láta vita af því að það verður bloggað út þessa viku og svo fer blogg hér minkandi eftir það,hef ekki alveg gert upp hug minn hvort ég hætti þessu eða fari í langt frí en það er bara svo mikið að gera hjá mér að ég sé ekki fram á að geta sinnt þessari síðu sem skyldi.
Ef ég hætti að blogga og loka þessari síðu þá fáið þið að vita af því fyrst allra.
Endilega kjósa í könnuninni þið sem eigið það eftir.
14.9.2008 | 23:17
Svekkelsi.
Komst ekki í úrslit í singing bee og töpuðum fyrir Húsasmiðjunni því miður,grátlegt í ljósi þess að ég hefði unnið þann sem sigraði og er ég á því að ég hafi ekki verið valinn sökum fötlunnar og er það skandall ef svo er og því verður þagnarskylda ekki virt nema að mjög takmörkuðu leyti.
Að öðru,þá er ég að spá í að fresta rússneskunáminu sökum tímaskorts og er að hugsa um að taka þetta frekar eftir áramót þegar tíminn er meiri því nóg er að gera hjá mér fyrir jól og ég verð jú líka að eiga tíma fyrir sjálfan mig ekki rétt?
Handboltinn hefst aftur á föstudaginn og svo er ráðstefna og ball á laugardaginn kemur á Grandhótel en þá er Átak 15 ára og auðvitað er bandið mitt að spila á ballinu þannig að það er nóg að gera og vil ég hvetja bloggvini mína sem hafa ekki séð bandið mitt spila að kíkja á kallinn.
Að endingu vil ég hvetja fólk til að kjósa í könnuninni þá er hún marktækari.
Heyrumst.
Dægurmál | Breytt 15.9.2008 kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.8.2008 | 01:10
Loksins pistill.
Þá er haustið að ganga í garð með öllu því sem tilheyrir eins og lauf falla af trjánum,skólar byrja,inniíþróttir eins og hand og körfubolti hefjast á ný osfrv,semsagt allt eins og það á að vera.
Sumarið hjá mér hefur verið ágætt fyrir utan allann hitann sem var í sumar og gat af sér höfuðverk og annað vont stuff,en það sem ég gerði mest af í sumar var að sjá fótboltaleiki í Landsbankadeildinni og á ég eftir að fara á nokkra leiki í viðbót.
Skólinn byrjar svo aftur hjá mér á fimmtudaginn og þá fer bandið mitt af stað aftur eftir of langt frí,en söngur er ekki það eina sem ég ætla að nema í vetur því þann 23 september byrja ég í Málaskólanum Mími og ætla að sækja 9 vikna námskeiðkeið(18,kennslustundir)í rússnesku,já þið lesið rétt og svo verður kanski þýska numin á sama hátt eftir áramót og er ætlunin að vera svokallað"mellufær"í báðum tungumálum en það þýðir fyrir þá sem ekki vita að geta bjargað sér þó ekki væri nema og kostar námskeiðið 29 þús en svo borgar stéttarfélagið á móti mér.
Einnig verð ég enn viðloðandi handboltann hjá ÍR í vetur en ég er orðinn einn af "pennum"ÍR síðunnar auk þess sem, ég kynni væntanlega leiki liðsins eða hjálpa til á annann hátt.
Þetta er svona það helsta sem sem ég geri í vetur og mun ég láta vita hér hvernig rússneskunámið gengur enda um geysierfitt tungumál að ræða.
Spassiba:Korntop
1.8.2008 | 06:39
Allt að koma.
Þá er nánast búið að kveða þennann flensudjöful í kútinn en eins og þið bloggvinir og aðrir lesendur vitið þá herjaði flensa á kallinn í nokukra daga sem kostuðu einhverja daga frá vinnu en nú er vonandi að þessu veikindaskeiði sé lokið og maður geti mætt til vinnu á þriðjudaginn en þá hef ég verið í rúmlega viku sumarfríi.
Núna um verslunarmannahelgina er stefnan sett á rólegheit nema hvað ég ætla með konunni og vinum mínum á tónleikanna í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum á sunnudagskvöldið en þar munu Nýdönsk,Veðurguðirnir og Stuðmenn skemmta gestum með söng og sprelli,aðgangseyrir er ekki nema skitnar 1000 krónur og má búast við hátt í 20000 manns þarna eins og undanfarin ár.
Að öðru leyti verður ekki ætt neitt út því þá getur flensudjöfullinn komið aftur og alger óþarfi að vekja hann upp á ný og því betra að fara varlega til að ekki fari illa.
Annars er ekkert að frétta þannig af mér nema að undirbúningur að brottför héðan tefst því vegna bilunnar á mbl blogginu hef ég ekki getað fært tengla né annað yfir á nýja staðinn svo að áfram verður skrifað hér í ca 3 vikur-mánuð enn það verður tilkynnt síðar.
Vil að endingu hvetja fólk til að taka þátt í skoðanakönnuninni enda eins og ég hef sagt áður afar áhugaverð spurning í gangi.
P.S. Ég vil óska bloggvinum og öðrum lesendum góðrar skemmtunnar um verslunarmannahelgina og gangið hægt um gleðinnar dyr.
KV:Korntop
Um bloggið
Korntop
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Átak. Fréttir.
- Berserkir/Víkingur. Upplýsingar.
- Bubbi Morthens. Tónlist.
- Fjölmennt. Fróðlegt.
- Formúla 1 Sport.
- Fótbolti.net Sport
- Golf. Sport.
- Handbolti. Sport.
- Henný Bloggsíða.
- HSÍ. Sport.
- IFSA-WPC: Sport.
- ÍR-körfubolti. Sport.
- KKÍ. Sport.
- KSÍ. Sport.
- NBA. Sport.
- NFL. Sport.
- RÚV. Fréttir.
- Síminn. Upplýsingar.
- Sport. Sport.
- SSR. Upplýsingar.
- Strætó. Upplýsingar.
- Söngstrumpurinn. Tónlist.
- Textavarp. Fréttir.
- TR. Fréttir.
- Vísir.is. Fréttir.
- Þroskahjálp. Fréttir.
- Ösp. Sport.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Eldri færslur
- Mars 2012
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- annakr
- agustolafur
- brjann
- eddaagn
- ellasprella
- georg
- ipanama
- gudruntora
- zeriaph
- gudnim
- harhar33
- heidathord
- helgadora
- krummasnill
- holmdish
- hogni
- inaval
- jensgud
- jonhalldor
- nonniblogg
- jorunn
- katlaa
- katja
- kolbrunb
- lillagud
- lindalinnet
- birtabeib
- margretsverris
- olofk
- omarragnarsson
- ragjo
- rannveigh
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- marzibil
- amman
- ollasak
- stebbifr
- fugla
- saedishaf
- stormsker
- skinogskurir
- lady